Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Föstudagur, 15. febrúar 2013
Evrusvæðið er óhagkvæmt gjaldmiðilssvæði
Þessi fyrirsögn er kannski torskilin, en hún segir samt það sem segja þarf um evrusvæðið.
Svæðið er ekki hagkvæmt svæði fyrir sameiginlegan gjaldmiðil ef litið er til helstu viðmiða sem hagfræðispekingar hafa sett fyrir slík svæði.
Með hagkvæmu er hér átt almennt við getu landanna til þess að takmarka þann kostnað sem fylgir gjaldmiðilsbandalagi en nýta sér kostina.
1. Vinnuafl hreyfist tiltölulega lítið. Þetta sést á því að atvinnuleysi skiptir tugum prósenta á sumum svæðum en er lítið á öðrum.
2. Raunlaun eru lítt sveigjanleg í löndunum og þess vegna eiga þau erfitt með að bregðast við atvinnuleysi. Tilkoma evrunnar hefur jafnvel dregið úr sveigjanleika launa í Evrópu - og þar með stuðlað að sundurleitni.
3. Fjármagn í smásölu er lítt hreyfanlegt á milli landanna. Fólk skiptir við sína sparisjóði eða næsta banka.
4. Hagsveiflur hafa verið mjög misstórar eftir löndum og því hentar ekki sama vaxtastefna.
Fyrir utan þetta sýnir reynslan að vaxtaþróun hefur verið mjög mismunandi á evrusvæðinu og frekar leitað í sundur en saman eins og ætlunin var. Ástæðan er meðal annars mismunandi skuldaþróun einkaaðila og opinberra aðila, sem stafar meðal annars af mismunandi haggerð og hagþróun að öðru leyti. Verðbólguþróunin hefur einnig markast af aukinni sundurleitni síðustu ár.
Þá hefur evrusvæðið skort sterkan ríkissjóð til að hafa að bakhjarli eins og gildir um flesta gjaldmiðla.
Evrusvæðið er því langt í frá að vera hagkvæmt gjaldmiðilssvæði.
Það fylgir því gífurlega mikill kostnaður fyrir stóran hluta álfunnar að hafa þennan sameiginlega gjaldmiðil. Skýrast kemur kostnaðurinn fram í miklu atvinnuleysi, en einnig í mismunandi viðskiptajöfnuði landanna og mismunandi eignamyndun og skuldasöfnun.
Síðustu spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins benda til þess að sundurleitnin á milli landanna muni enn aukast á næstu árum og gjáin á milli Þýskalands og annarra landa aukast áfram næstu árin.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 15. febrúar 2013
Þjóðverjar og Frakkar hafa farið sínu fram í ESB
Hallinn á ríkissjóðum evrulandanna má ekki vera meiri en sem svarar þremur prósentum af landsframleiðslu.
Á upphafsárum evrunnar fór hallinn upp fyrir viðmiðið í Frakklandi og Þýskalandi. Þjóðverjum og Frökkum tókst að sannfæra önnur lönd um að sektarákvæðum yrði ekki beitt í það sinn. Þessi stóru lönd höfðu sitt í gegn þá.
Nú er hallaviðmiðið orðið að bitbeini á milli Frakka og Þjóðverja - og í þetta sinnið eru það Þjóðverjar sem beita svipunni á Frakka.
Líklegast er að þessi ríki nái sameiginlegri lendingu eins og um flest stærri mál. Í þeim efnum eru önnur lönd í hlutverki áhorfenda.
Annars eru þessi vandræði enn ein sönnun þess að evrusvæðið er langt frá því að vera hagkvæmt gjaldmiðilssvæði. Efnahagsþróunin er meira segja það ólík í þessum tveimur megin ríkjum meginlandsins í innsta kjarna álfunnar.
![]() |
Frakkar verða að ná hallanum niður fyrir 3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
Össur Skarphéðinsson hagar sér eins og örvæntingarfullur biðilsbuxnastrákur
Hræðsluáróður Össurar Skarphéðinssonar síðustu daga sýnir að hann er orðinn örvæntingarfullur. Í dag sagði hann að ESB væri orðið leitt á EES-samningnum, sem gagnist ekki lengur og eina ráðið sé að samþykkja fullnaðarsamning um ESB.
Kannski lítur Össur á þetta eins og biðilsbuxnastrákur sem er orðinn leiður á því að vera bara trúlofaður kærustunni og vill fá að ganga alla leið með henni í hjónabandi.
Kannski var EES-samkomulagið eftir allt saman ekkert annað en trúlofunarsamningur?
En stelpan er ekki á því að fara að gifta sig. Strákurinn hefur reynst vera hinn versti fantur og nískupúki sem beitir öllum klækjabrögðum til sölsa undir sig heimanmundinn.
Svo reynir Össur að telja okkur trú um að það muni hafa áhrif fyrir fjármálakerfið á Íslandi ef við verðum utan ESB og hins vanþroskaða og vanburðuga bankasambands ESB. Ráðherrann virðist gleyma því að Svíum og Bretum líst ekkert á þann bastarð - og að það er í raun alls óljóst hvernig hann mun líta út eftir 5 eða 10 ár þegar hann verður fyrst kominn á koppinn.
Össur hefur aldrei viljað skilja það að það voru einmitt hinar samevrópsku reglur sem bankarnir störfuðu eftir sem gerðu Icesave-óskapnaðinn mögulegan. Bankafurstarnir fóru sínu fram í þeim efnum á grunni sameiginlegra evrópksra reglna sem allir, nema Samfylkingin, eru nú sammála um að voru meingallaðar.
Annars er merkilegt hvað sumir utanríkisráðherrar sem eru mikið á ferðinni, og líka ýmsir þeir embættismenn sem eru mikið á ferðinni, eru ginkeyptir fyrir sjónarmiðum erlendra aðila. Björn Bjarnason fjallar m.a. hér um það á EVRÓPUVAKTINNI.
Pistill Björns hefst á þessum orðum:
Skýrsla utanríkisráðherra er til umræðu á alþingi í dag, fimmtudaginn 14. febrúar. Í henni gætir gamalkunnugrar óvildar í garð EES-samstarfsins. Innan utanríkisráðuneytisins hefur löngum þótt við hæfi að gera lítið úr gildi þessa samstarfs og draga upp af því neikvæða mynd. Ástæðan fyrir því er einföld: það fellur ekki að hagsmunum þeirra sem berjast fyrir aðild að Evrópusambandinu að EES-samstarfið sé Íslendingum hagstæð leið til samstarfs við ESB.
.... og honum lýkur á þessum orðum:
Skýrsla utanríkisráðherra sem einkennist af áróðri og spuna er einskis virði sem hlutlægt skjal um stöðu þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Á þessum örlagatímum ætti meiri metnaður að ríkja í skýrslugerð til alþingis en þarna birtist.
![]() |
Fjármál utan við innri markað? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
61,7% atvinnuleysi meðal ungra Grikkja
Vefur Viðskiptablaðsins greinir hér frá því að Grikkir hafi aldrei séð það svartara. Þriðjungur þjóðar er á leið undir fátæktarmörk, atvinnuleysi er 27% í heild og 62% atvinnuleysi hjá fólki á aldrinum 15-24 ára.
Hefur gríska þjóðin ekki liðið nóg fyrir skavanka evrunnar. Við verðum að muna að evran er ein megin ástæðan fyrir þessu, auk lélegrar stjórnsýslu. Evran heldur Grikkjum enn í skrúfstykki.
Svo segir vb.is:
Því er spáð að tæpur þriðjungur Grikkja muni verða komnir undir fátæktarmörk fyrir næstu áramót.
Atvinnuleysi mældist 27% á Grikklandi í nóvember í fyrra, samkvæmt samtekt hagstofu landsins. Staðan hefur aldrei verið verri en til samanburðar stóð það í 26,6% í október. Þetta er veruleg aukning á milli ára en atvinnuleysi á Grikklandi mældist 20,8% í nóvember í fyrra. Staðan er verst hjá Grikkjum á aldrinum 15 til 24 ára en í þeim hópi fólks mælist 61,7% atvinnuleysi.
AP-fréttastofan segir stöðu efnahagsmála á Grikklandi afar slæma enda hefur landsframleiðsla þar dregist saman sex síðastliðin ár þrátt fyrir umsvifamiklar björgunaraðgerðir í því augnamiði að forða landinu frá gjaldþroti. AP-fréttastofan vitnar í umfjöllun sinni um stöðu mála á Grikklandi að því sé nú spáð að ekki horfi til betri vegar í efnahagsmálum á allra næstu misserum og sé útlit fyrir að tæpum þriðjungur landsmanna muni verða komnir undir fátæktarmörk fyrir árslok.
Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
Gylfi baðst afsökunar á Kúbutalinu
Niðurstaðan í Icesave-málinu er ein af ástæðum þess að íslenska ríkið fær nú hærri lánshæfiseinkunn frá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch.
Það var gott við létum ekki undan hótunum ESB-forystunnar. Uppskeran verður m.a. lægri lántökukostnaður ríkisins í kjölfar bættrar einkunnar lánshæfismatsfyrirtækjanna.
Nú sjá ýmsir að sér. Gylfi Magnússon viðurkennir í grein í Fréttablaðinu í dag að ummæli hans um Kúbu norðursins ef við samþykktum ekki Icesave hafi verið bjánaleg - og hann biðst velvirðingar á þeim.
Þetta er virðingarvert hjá Gylfa.
![]() |
Fitch hækkar lánshæfi Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
EES er koníakið í augum Össurar
Jean Monnet hinn franski, koníakssölumaður og einn af frumkvöðlum ESB, lagði grunn að herfræði sambandsins er hann sagði að það að koma mönnum inn í sambandið væri eins og að venja fólk við að drekka koníak. Bara einn lítinn sopa til að byrja með og lítið í einu. En venja fólk við smám saman og tryggja að það haldi nýuppteknum sið.
Helstu áróðurssmiðir Evrópusambandsins hugsa oft á svipaðan veg. Bara venja menn við eina regluna hér, annað úrræði það - og þá verður ekki aftur snúið. Pizzan verður nefnilega ekki afbökuð þegar einu sinni er búið að baka hana.
Var EES hugsað svona: Fordyri fyrirheitna landsins með hreyfingu í eina átt, þ.e. inn í herlegheitin? Og ekki aftur snúið?
Össur er alltént að reyna að halda því fram.
Eða er þetta bara leikaraskapur í ráðherranum. Samningurinn er jú alltént í gildi.
![]() |
ESB hundleitt á EES-samningnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
Raunveruleg kreppa á evrusvæðinu
Nýjustu mælingar sýna að kreppan er raunveruleg og viðvarandi á evrusvæðinu, samanber meðfylgjandi frétt Morgunblaðsins.
Atvinnuleysið er hrikalegt hjá sumum þjóðum og einkum ungu fólki. Á Spáni og í Grikklandi er helmingur ungs fólks án atvinnu.
Ástandið er aðeins skárra í þeim ríkjum ESB sem ekki hafa evru.
Evran er bölvaldur Evrópuþjóðanna. Það sést - og það væri hægt að útskýra hér í löngu máli.
![]() |
Efnahagslægðin dýpkar á evru-svæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
Gjáin milli evruríkjanna breikkar
Hinir staðföstu evrusinnar trúðu því í upphafi að hagur allra evruríkja yrði jafn og góður.
Allt annað hefur komið á daginn. Bilið í afkomu þjóðanna breikkar stöðugt.
Hörður Ægisson blaðamaður á Morgunblaðinu fjallar um þetta í dag (á blaðsíðu 12 í viðskiptakálfi blaðsins). Hann segir m.a.:
Þegar stofnað var til evrunnar með miklum lúðrablæstri var því haldið fram að samleitni í hagkerfum þeirra þjóðríkja sem hefðu evru sem gjaldmiðil myndi aukast. Sú þróun sem hér hefur verið rakin varpar hins vegar ljósi á það að ekkert slíkt hefur gerst - og ólíklegt að breytinga sé að vænta í þeim efnum á næstunni.
Skilin munu enn aukast
Skilin á milli skuldahrjáðustu ríkjanna í suðri og kjarnaríkja myntbandalagsins, einkum Þýskalands, munu líkast til halda áfram að aukast næstu árin. Samkvæmt spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun landsframleiðsla á mann aukast um 10% í Þýskalandi á tímabilinu 2007 til 2016, á sama tíma og hún mun dragast verulega saman í Grikklandi (18,9%), á Ítalíu (9%) og Spáni (6%) (feitl. Heimssýn).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2013
Hagsmunaöfl ráða lagasetningu ESB
Stærstu og öflugustu hagsmunaöflin í Evrópu ráða talsverðu um lagasetningu í ESB. Þetta sýnir samantekt sem gerð hefur verið og sænski vefurinn Europaportalen greinir frá. Reyndar hafa hagsmunaaðilar utan Evrópu einnig áhrif á lagasetningu og lagabreytingar.
Þetta vekur upp spurningar um lýðræðið í Evrópu og mismunandi stöðu fólks til að hafa áhrif á lagasetninguna.
Europaportalen greinir svo frá (texti á sænsku):
En ny hemsida visar hur lobbyisternas formuleringar kopieras in direkt i ändringsförslag på EU-lagstiftning.
På lobbyplag.eu kan man se hur EU-parlamentarikers ändringsförslag på EU:s datalagringsdirektiv är förbluffande lika dem som vissa lobbyister förespråkar. Bland företagen som fått in skrivningar i ändringsförslagen finns Amazon, Europeiska bankfederationen och Amerikanska handelskammaren.
För oss handlar det om att göra det transparent vem som egentligen skriver dessa viktiga texter, säger journalisten och grundaren av sidan Richard Gutjahr till tyska Die Welt.
På den nyöppnade sidan går även att se vilka parlamentariker som står för de olika ändringsförslagen.
För att se likheterna i ändringsförslagen klicka på knappen compare på sidan.
Miðvikudagur, 13. febrúar 2013
Ísland vinsælast í Evrópu
Hvergi í Evrópu fjölgaði ferðamönnum jafn mikið og á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu Ferðamálaráðs Evrópu (ETC).
Ferðamönnum hér á landi fjölgaði um heil 20%. Þar á eftir koma Litáen með 12% og Rúmenía með 10%.
Öruggt má telja að gott gengi íslensku krónunnar hafi átt sinn þátt í þessu!
Hægt er að skoða þetta nánar á vef Ferðamálastofu.
![]() |
Fjölgunin mest á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Nei, ekki aka út af!
- Stundir sannleikans renna upp
- Grafir
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 157
- Sl. sólarhring: 262
- Sl. viku: 2188
- Frá upphafi: 1210416
Annað
- Innlit í dag: 142
- Innlit sl. viku: 1967
- Gestir í dag: 138
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar