Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Mánudagur, 18. febrúar 2013
Skýringin á lágu matvælaverði í ESB?
Skýringin er sú að það er stundum lítið að marka innihaldslýsingar á pökkunum. Það er vitað að hrossum hefur að undanförnu verið stolið í tugþúsundatali um alla Evrópu. Kjötið af þeim væri væntanlega ódýrt hráefni fyrir matvælaiðnaðinn.
Það er þó sorglegt að allur eftirlitsiðnaðurinn í ESB skuli ekki hafa uppgötvað þetta fyrr.
Hins vegar er ánægjulegt að Íslendingar flytja út hrossakjöt í vaxandi mæli. Það er hins vegar opinbert og væntanlega öllum reglum fylgt í hvívetna, enda um úrvalskjöt að ræða.
ESB hefur líka fullyrt að hrossakjöt sé hollt, þ.e. ef það er ekki úr einhverjum lyfjabykkjum sem stolið hefur verið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 18. febrúar 2013
Bretar vilja fara úr ESB
Niðurstaða skoðanakönnunar sem Financial Times lét gera og birt er í gær sýnir að helmingur Breta vill yfirgefa ESB, en aðeins um þriðjungur vill vera áfram í sambandinu.
Niðurstaða þessarar könnunar er mikið áfall fyrir stuðningsmenn ESB-samstarfsins um alla Evrópu.
Sunnudagur, 17. febrúar 2013
Velur Katrín aðra leið en Bergþóra?
Það er hressileg ádrepa sem Ragnar Arnalds skrifar á Vinstrivaktina í dag. Þar segir hann Vinstri græn vera að fuðra upp í fanginu á Samfylkingunni.
Katrín Jakobsdóttir, líklegur næsti formaður Vinstri grænna, er án efa skynsamlegri en svo að hún bjargi ekki VG úr klóm Samfylkingar.
Ragnar segir:
,,Meðvirkni VG með Samfylkingunni í ESB-málum hefur stefnt VG í voða. Í Njálsbrennu á Bergþóra að hafa sagt þegar henni var boðið líf: Ég var ung gefin Njáli. Hefi ég því heitið honum að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði. Hún brann síðan inni. "
Í lokin segir Ragnar:
,,Landsfundur VG verður að ganga hreint til verks að þessu sinni og segja landsmönnum afdráttarlaust að flokkurinn hafi afskrifað aðildarumsóknina. Flokkurinn getur ekki tregðast öllu lengur við að bjarga sjálfum sér út úr brennandi húsi, áður en það er um seinan af tómri tillitssemi við Samfylkinguna. Bergþóra átti þess kost að ganga út en kaus að brenna frekar inni í rekkjunni með bónda sínum. Varla ætlar VG að fara að dæmi hennar."
Nú voru sjálfsagt lögð drög að þessum pistli Ragnars áður en ljóst var að Katrín myndi gefa kost á sér í formennsku hjá Vinstri grænum. En Katrín hlýtur að velta því fyrir sér hvort ekki sé vænlegra fyrir Vinstri græn að standa fastar á grundvallaratriðum í stefnu Vinstri grænna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. febrúar 2013
Bjarni Ben vill slíta viðræðum við ESB og halda krónunni
Vefur Viðskiptablaðsins greinir svo frá viðtali Sigurjóns M. Egilssonar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins:
Við erum með skýra stefnu. Við viljum halda okkur fyrir utan Evrópusambandið. Við ætlum að stöðva viðræðurnar og ekki halda þeim áfram fyrr en þjóðin hefur fengið að segja sitt, segir Bjarni Benediktsson um aðildarviðræðurnar um Evrópusambandið í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Formaður Sjálfstæðisflokksins var þar meðal annars spurður út í aðildarviðræðurnar, nýja mynt, verðtrygginguna og fortíð sína í atvinnulífinu.
Við munum ekki halda viðræðunum áfram við ESB eins og ekkert hafi í skorist. Það kemur ekki til greina. Við teljum engar forsendur til þess. Það er okkar skýlausa krafa, segir Bjarni aðspurður um mögulega samvinnu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar eftir kosningar.
Umræður um aðra mynt ótímabærar
Núna er staðan þessi. Við erum með krónuna og verðum með hana á næstu árum. Þess vegna tel ég að á landsfundinum um næstu helgi verði það ekki niðurstaða fundarmanna að við eigum að ákveða að taka upp nýja mynt. Ég sé það ekki fyrir mér að það verði undir nokkrum kringumstæðum niðurstaðan, segir Bjarni aðspurður um umræður á komandi landsfundi um upptöku nýrrar myntar. Nefnd um efnahagsmál innan flokksins hefur lagt þetta til eins og áður hefur komið fram.
Þvert á móti, við eigum að gera okkur grein fyrir því að það verður krónan sem verður okkar mynt um fyrirsjáanlega framtíð. Ef menn vilja halda áfram umræðum um upptöku annarrar myntar í framtíðinni þá ætla ég ekki að setja lok á þann pott. En ég tel að þær umræður séu ótímabærar, segir Bjarni. Hann segir atvinnuleysi fyrirsjáanlegt ef til að mynda evra yrði tekin upp.
Sunnudagur, 17. febrúar 2013
Fjögur hundruð þúsund fjölskyldur bornar út á Spáni
Vandamál tengd húsnæðiskerfinu eru hrikaleg á Spáni. Óvíða blés húsnæðisbólan jafn mikið út á fyrstu árum evrunnar og á Spáni. Lánveitingar til húsnæðis jukust, mikið var byggt og verð hækkaði. Of lágir vextir í evruríkjunum og klassísk markaðsmistök vegna skorts á upplýsingum um greiðslugetu lántakenda er ein skýringin á vandanum.
Þegar fjármálamarkaðurinn hrundi og atvinnuleysi jókst stóðu margar fjölskyldur ekki í skilum með sín lán. Af þeim sökum hafa bankar á Spáni látið bera út meira en fjögur hundruð þúsund fjölskyldur af heimilum sínum.
Í gær var efnt til fjöldamótmæla eins og þessi frétt RUV greinir frá:
,,Tugþúsundir tóku þátt í mótmælum í 50 borgum á Spáni í gærkvöldi. Þess var krafist að húsnæðislánakerfi landsins yrði breytt en það væri með ströngustu endurgreiðslureglum í heimi.
Frá því húsnæðisbólan á Spáni sprakk árið 2008 hefur atvinnuleysi snaraukist og mælist nú 26 prósent. Þá hefur evrukreppan ekki bætt stöðu mála. Spánverjar hafa ekki leitað á náðir alþjóðlegra lánveitenda en hafa þess í stað skorið umtalsvert niður í opinberum útgjöldum.
Fjölmargir húsnæðiseigendur hafa ekki getað staðið í skilum og síðustu fimm árin hafa fleiri en 400.000 fjölskyldur verið bornar út af heimilum sínum að kröfu bankanna sem lánuðu fyrir fasteignakaupunum. Síðan sé áfram rukkað af lánunum. Almenningur hefur á síðustu misserum lýst yfir megnri óánægju með að ekki dugi að skila lyklunum að húsunum
Tugþúsundir tóku þátt í kröfugöngum í Madríd, Barcelona og 48 öðrum spænskum borgum í gærkvöldi þar sem þess var krafist að lögunum yrði breytt. Frumvarp um aðstoð við húsnæðiseigendur í kröggum verður tekið til umræðu á spænska þinginu á þriðjudaginn. Mótmælendur kröfðust þess að það yrði samþykkt án tafar."
Sunnudagur, 17. febrúar 2013
Lausn á skuldavanda heimila á Írlandi orðin forgangsverkefni
Er munurinn á Írlandi og Íslandi aðeins einn bókstafur og fáeinir mánuðir, eins og einhverjir grallarar sögðu?
Hér greinir Irish Times frá því að ríkisstjórn Írlands og Seðlabanki Írlands þrýsti nú á bankana að finna leiðir til að létta skuldavanda heimila, því vandi heimilanna hafi neikvæð áhrif á batamöguleika Írlands.
Spurning hvort íslensk stjórnvöld ættu að skoða þessa írslu leið nánar?
Evrópuvaktin fjallar ítarlega um þetta í gær. Þar segir:
"Skuldavandi heimila á Írlandi er að verða forgangsverkefni hjá stjórnvöldum þar í landi. Irish Times segir að ríkisstjórnin og Seðlabankinn leggi nú að bönkunum að takast á við vandann. Markmið stjórnvalda er að hjálpa heimilum, sem geti ekki borgað að ná samkomulagi við banka um endurskipulagningu skulda þeirra.
Nýjar tölur sýna að 135.628 fasteignalán voru í vanskilum í lok september og þar af 86.146 í meira en 90 daga. Hugsun stjórnvalda skv. frétt blaðsins er sú að skipta fasteignalánum í tvennt, annars vegar þann hluta, sem lántakandi geti staðið undir, hins vegar verði hluti lánanna setur í eins konar geymslu með það í huga að samkomulag náist um þann hluta síðar.
Irish Times segir að ríkisstjórn og Seðlabanki telji að þessi óleysti vandi hindri lausn á öðrum efnahagsvanda. Bent er á að ríkisstjórnin hafi mikið að segja yfir tveimur bönkum, annars vegar Allied Irish Bank sem er beinlínis í ríkiseigu og hins vegar Bank of Ireland, sem njóti stuðnings ríkisins.
Íhlutun stjórnvalda getur leitt til þess að sögn blaðsins að bankar verði knúnir til þess að afskrifa strax hluta lána í stað þess að nú geta þeir fært varúðarfærslur án þess beinlínis að afskrifa lánin.
Hins vegar er ætlunin ekki sú að afskrifa þann hluta lánanna, sem sett yrðu í geymslu fyrir fullt og allt. Reglulega yrði fylgzt með því, hvort bolmagn viðskiptavinar til að standa undir þeim hluta lánsins hafi aukizt eða verðmæti eigna hans aukizt."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. febrúar 2013
Evrukreppan er konum erfið
Það sér ekkert fyrir endann á evrukreppunni. Framleiðsla dregst saman í mörgum ríkjum álfunnar og áhrifanna verður vart hjá íslenskum útflutningsfyrirtækjum. Þjóðfélagsástandið er víða orðið erfitt eins og fréttir bera með sér frá Spáni, Grikklandi og víðar.
Evrukreppan bitnar misjafnlega á hinum ýmsu þjóðfélagshópum. Við höfum áður greint hér frá gífurlegu atvinnuleysi meðal ungs fólks í álfunni. Svo mikið atvinnuleysi unga fólksins er gróðrarstía fyrir alls kyns öfgahópa, ekki hvað síst ýmsa fasistahópa sem fara nú reglulega um í hópum í mörgum stórborgum Evrópu.
Það hefur ekki borið mikið á því í umræðunni, en evrukreppan virðist bitna fremur á konum en körlum. Einn þeirra sem hefur vakið athygli á þessu í sænskum fjölmiðlum er Mikael Gustafsson, sem situr á Evrópuþinginu fyrir Vinstriflokkinn og stýrir þar jafnréttisnefnd.
Gustafsson segir að efnahagsstefna evruríkjanna hafi beðið skipbrot. Hún hafi stöðugt gert ástandið verra, eða með hans orðum í lauslegri þýðingu og endursögn:
Það er venjulegt fólk sem borgar reikninginn fyrir mistök bankanna og fjármálaspekúlantanna. Svokallaðar efnahagsumbætur evruríkjanna eru nefnilega þannig útfærðar að ómögulegt er að beita hinu opinbera sem skyldi og því er starfsemi þess öll skorin við trog.
Konur eru umfram aðra háðar því að opinberi geirinn virki sem skyldi. Konur eru í meirihluta starfsmanna hins opinbera og auk þess eru það fyrst og fremst konur sem verða launalaust að sjá um börn og aldraða ættingja sem hið opinbera sinnir ekki lengur vegna sparnaðarkröfu ESB. Það er því ekki nóg með að konur missa atvinnu umfram aðra heldur þurfa þær að sinna í ríkari mæli þeim sem minna mega sín og hið opinbera hefur yfirgefið.
Innri markaður Evrópusambandsins leysir ekki þessi vandamál. Þvert á móti grefur hann undan félagslegu öryggi í álfunni og þrengir að umönnunar- og skólastarfi. Konur fara í meiri mæli inn á heimilin aftur, bæði konur úr einkageiranum og opinbera geiranum, og sinna þar ættingjum sínum kauplaust og borga þar af leiðandi enga skatta heldur. Skattar hins opinbera dragast saman og kalla á enn meiri niðurskurð. Það eru afleiðingar af sparnaðarráðstöfunum ESB-landanna.
Í þessu þjóðfélagsástandi sem einkennist af reiði, fátæktarbasli og hræðslu vaxa fasískar tilhneigingar meðal ýmissa hópa. Almenningur er látinn blæða á meðan þeir sem stjórnuðu málum og leiddu til kreppunnar komast hjá því að borga og geta jafnvel skotið stórfé undan. Slíkt hefur skapað mikla reiðiöldu. Víst er að evrópskar konur eru ekkert kátar yfir þessu.
Laugardagur, 16. febrúar 2013
Kleyfhuga forysta VG í ESB-málum
Hún er skondin heilaleikfimin sem forysta VG iðkar. Forystan og flokkurinn er opinberlega á móti því að Ísland gangi í ESB. Með umsókninni og aðlögunarferlinu er forystan hins vegar búin að samþykkja að vinna að því öllum árum að Ísland fari inn í Evrópusambandið.
Þorsteinn Pálsson segir svo í Fréttablaðinu í dag:
Á liðnu sumri samþykkti VG í ríkisstjorn, án fyrirvara gagnvart Evrópusambandinu, að Ísland stefndi markvisst að því að innleiða evruna. VG getur ekki horfið frá þessari stefnu fyrir kosningar nema segja sig úr ríkisstjórninni.
Tómas Ingi Olrich segir um svipað efni í Morgunblaðinu í dag:
Á meðan við höldum sjó í aðlögunarferlinu, er látið sem hægt hafi á ferðinni. En lestin heldur samt áfram, með sínu silalega göngulagi. Fremst í flokki arkar Summa diplómatískra lasta og teymir þungklyfjaðan asnann. Í fótspor hans fetar utanríkisráðherrann og bíður klókur betri tíma. Þétt að baki honum kemur formaður VG og hefur dregið merkið í hálfa stöng. Þar á eftir fer lúðurblásarinn.
Til viðbótar má nefna að ef þessu ferli verður haldið áfram og svo færi að VG yrði í ríkisstjórn og samningur við ESB yrði kláraður, þá yrðu ráðherrar VG að samþykkja þann samning fyrirvaralaust áður en þeir myndu vísa honum til þjóðarinnar. Það er ekki hægt að vísa samningnum beint til þjóðarinnar - og rétt er að muna að slík atkvæðagreiðsla er að forminu til ráðgefandi.
Forysta VG er því mjög kleyfhuga í þessu máli. Spurning hvort ekki megi kalla þetta pólitískan geðklofa á háu stigi?
Laugardagur, 16. febrúar 2013
Veisluferðir íslenskra fyrirmenna til Brussel
Hluti af áróðurstaktík ESB til að lokka Íslendinga inn í sambandið er að bjóða lykilhópum í veisluferðir til Brussel. Þetta eru hópar blaðamanna, námsmanna, fræðimanna, skólastjórnenda og sveitarstjórnamanna svo nokkuð sé nefnt, fyrir utan alla ríkisstarfsmennina sem sitja á löngum fundum með embættismönnum og sérfræðingum í mörgum ESB-löndum.
Svona ferðir hafa oft áhrif á fólk.
Tómas Ingi Olrich skrifar um þetta í ágætri grein sem Morgunblaðið birtir í dag. Þar segir hann meðal annars:
Sveitarstjórnarmenn fjölmenna í kynnisferðir til höfuðstöðva ESB og hafa gert lengi. Þetta eru huggulegar samkundur fyrir þá sem kunna að meta sæmilegan mat og þokkaleg borðvín. Fáir hópar eru sannfærðari um að kíkja beri í pakkann og sjá hvað kemur út úr samningnum, þótt samninganefndin sé ófær um að upplýsa þjóðina um að samningar eigi sér stað. Skólastjórnendur fá IPA-styrki frá ESB. Þeir eru ætlaðir til að veita umsóknarríkjum aðstoð við að uppfylla skilyrði til að gerast aðilar að ESB. Á sama tíma eru fjármunir skornir niður við trog af menntamálaráðherra. Auðvitað er margt um manninn innan skólanna, sem vill frekar eitthvað en ekkert. Laun kennara eru orðin svo léleg að engu er líkt, berstrípaðir dagvinnutaxtar gilda, yfirvinna minnkuð og bekkir stækkaðir.
Laugardagur, 16. febrúar 2013
Evrukrísan hefur ekki verið leyst
Hér greinir yfirmaður bankaeftirlits í Þýskalandi frá því að evrukrísan sé enn til staðar. Skuldir opinberra aðila eru stærsta ógnin við efnahagsbata. Peningaprentun Seðlabanka Evrópu bætir stöðu banka í álfunni en veldur ríkjunum vanda. Svo segir mbl.is um þetta:
Skuldakrísan hefur alls ekki verið leyst. Evrópski seðlabankinn dældi fé inn í kerfið en það þýðir ekki sjálfkrafa að það sé gjaldfært, segir Roeseler. Hann segir að umrætt fé, ódýr lán til banka á evrusvæðinu upp á 1.000 milljarða evra, hafi leitt til þess að bankarnir hefðu mikið af lausafé en þrátt fyrir það vildu þeir enn frekar geyma það hjá Evrópska seðlabankanum en hætta á að lána það til hver annars vegna viðvarandi vantrausts.
Vandamálið liggur ekki aðallega hjá bönkunum heldur ríkjunum. Það eru enn áhyggjur til staðar af greiðslufærni ríkja [innan evrusvæðisins] og hvað gerist ef ríki lendir í vandræðum, segir hann. Forgangsmál sé að leysa skuldavanda ríkjanna en hann hafi hins vegar áhyggjur af því að fjármagnið frá Evrópska seðlabankanum dragi úr þrýstingnum á ríkisstjórnir ríkjanna að gera það.
Roeseler segir að ein áhættan í stöðunni sé að þetta mikla lausafé kunni að leiða til nýrrar fjármálabólu. Það sem verra væri þá væri engin áætlun til staðar um það hvert ætti að beina öllu þessu fé. Ódýr lán Evrópska seðlabankans voru meðal sem hjálpaði sjúklingnum að ná sér en þau hafa líka skapað fíkn. Við þurfum meðferð sem læknar fíknina án þess að drepa sjúklinginn.
![]() |
Skuldakrísan hefur ekki verið leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stundir sannleikans renna upp
- Grafir
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 282
- Sl. sólarhring: 313
- Sl. viku: 2301
- Frá upphafi: 1210240
Annað
- Innlit í dag: 252
- Innlit sl. viku: 2082
- Gestir í dag: 239
- IP-tölur í dag: 238
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar