Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Fimmtudagur, 21. febrúar 2013
Er evran öruggur seðill?
Við og við berast fréttir af því að fundist hafi falsaðir evruseðlar. Hér er greint frá því að falsaðar evrur fyrir jafnvirði um 65 milljóna króna hafi fundist í Portúgal.
Þetta virðist há fjárhæð, en er það kannski ekki þegar heildarsamhengi verðmæta er skoðað.
Hins vegar er þetta ein af fjölmörgum fréttum um svona falsanir.
Um þetta er aðeins hægt að segja eitt: Seðlafalsarar og svikarar finna sínar leiðir og því víðar sem seðilinn er að finna því algengari verður fölsunin, að öðru óbreyttu.
Svo öllu sé til haga haldið: Það er ekki verið að gefa í skyn að þetta séu einhver rök með eða á móti evru. Það þykir hins vegar alltaf fréttnæmt þegar um tiltölulega stórar falsanir er að ræða, eins og hér.
![]() |
Sviknar evrur finnast í Portúgal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. febrúar 2013
ESB og Íslendingar þreyttir á aðlögunarviðræðunum
Þessi frétt segir okkur eitt: Bæði stjórnmálamenn í ESB og á Íslandi eru orðnir langþreyttir á þessum aðlögunarviðræðum.
Ályktun þessara Evrópuþingmanna gefur í skyn að ekkert sé að gerast í viðræðunum.
En skyldu embættismannakerfin haga sér þannig? Lifa þau ekki sjálfstæðu lífi hvað þetta varðar þessa dagana?
![]() |
Ljúki þegar báðir eru reiðubúnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. febrúar 2013
Evran gengisfelld í opinberum skýrslum
Það eru ýmsar hliðar á gjaldeyrismálunum. Flestir eru sammála um að það er hagstætt fyrir íbúa hér á landi að Ísland skuli vera með eigin gjaldmiðil til að koma á jafnvægi í viðskiptum við útlönd eftir kreppuna og aðstoða við uppbygginguna. Fjölmiðlar í Evrópu líta þannig til leiða Íslands út úr kreppunni sem fyrirmyndarleið sem aðrar þjóðir geta öfundað okkur af. Eins eru ýmsir fræðimenn á því að það hefði getað orðið okkur fjötur um fót, líkt og það varð jaðarríkjum evrusvæðisins, hefðum við verið með evru fyrir hrunið.
Höfundar að gjaldmiðlaskýrslu Seðlabankans taka í raun af öll tvímæli um að evran sé vafasamur kostur fyrir okkur Íslendinga. Þar er evran í raun gengisfelld.
Í kaflanum um vinnumarkað segir meðal annars eftirfarandi um ókosti evrunnar:
Að öllu samanteknu virðist sveigjanleikinn á íslenskum vinnumarkaði allnokkur í samanburði við önnur lönd stærra myntbandalags.
Ennfremur segir:
Nafnlaun virðast hins vegar nokkuð tregbreytanleg niður á við, sem bendir til þess að erfitt gæti orðið að laga þjóðarbúskapinn að nýjum aðstæðum eftir stór efnahagsáföll með því að lækka almennt kostnaðarstig í landinu. Að sama skapi hefur launakostnaður kerfisbundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnuaflsins en á móti hefur gengi krónunnar lækkað til að viðhalda samkeppnisstöðu atvinnuveganna. Innan myntbandalags er sá kostur ekki lengur fyrir hendi. Því myndi myntbandalagsaðild kalla á breytingar á ákvörðunum um nafnlaun hér á landi eigi samkeppnisstaða þjóðarbúsins ekki smám saman að veikjast sem gæti endað með alvarlegum vanda svipuðum þeim sem sum ríki á evrusvæðinu glíma nú við.
Og að lokum:
Reynslan af evrusvæðinu sýnir að ekki er tryggt að myntbandalagsaðild knýi sjálfkrafa á um umbætur á vinnumarkaði. Vinnumarkaðir evrusvæðisins voru töluvert ósveigjanlegir fyrir stofnun myntbandalagsins og litlar breytingar hafa verið gerðar eftir að myntbandalagið tók til starfa, þótt sveigjanleiki hafi að einhverju leyti verið aukinn í sumum ríkjum með tvískiptingu vinnumarkaðar þar sem hluti hans nýtur lakari kjara og minni uppsagnarverndar. Nafnlaun á evrusvæðinu eru enn mjög ósveigjanleg og mismunur í þróun launakostnaðar milli evruríkja hefur jafnvel aukist eftir aðild. Fólksflutningar innan evrusvæðisins eru tiltölulega litlir og töluvert minni en t.d. innan Bandaríkjanna. Þessir fólksflutningar virðast ekki hafa aukist þrátt fyrir samninginn um frjálst flæði vinnuafls (samninginn um Evrópska efnahagssvæðið) og Schengen-samninginn, sem áttu að auðvelda hreyfanleika vinnuafls. Aðlögun á vinnumarkaði hefur því í auknum mæli þurft að eiga sér stað í gegnum sveiflur í atvinnu og atvinnuleysi með tilheyrandi efnahags- og félagslegum vandamálum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. febrúar 2013
Þingmenn telja aðild Íslands að ESB styrkja sambandið
Í hvaða heimi lifa þessir þingmenn? Hvar er fjallað um hagsmuni Íslands? Þeir leggja áherslu á að ná sátt um makrílveiðar og taka sérstaklega fram að aðild Íslands að ESB muni styrkja sambandið.
Kannski setur þessi frásögn hegðun þingmanna og RUV í rétt samhengi.
RUV skýrir svo frá:
Utanríkismálanefnd Evrópuþingsins ályktaði í gær um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins. Nefndarmenn fögnuðu því að viðræður væru hafnar um 21 kafla aðildarsamningsins en lýstu því yfir um leið að þeir hefðu vonað að byrjað væri að ræða um alla kaflana.
Þá töldu þingmenn í nefndinni, í ljósi þeirrar ákvörðunar að hægja á viðræðunum fram yfir Alþingiskosningar, að ekki væri hægt að ljúka aðildarviðræðum fyrr en báðir viðsemjendur væru reiðubúnir til þess. Töldu þingmenn í nefndinni að aðild Íslands að ESB myndi styrkja mjög stöðu sambandsins í Norður-Evrópu, sér í lagi á Norðurheimskautssvæðinu. Þingmenn lögðu einnig á herslu á mikilvægi þess að leysa makríldeilu ESB og Noregs við Ísland og Færeyjar. Ná yrði sátt til að koma í veg fyrir ofveiði
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2013
Vilja ekki fjárfesta í evrulöndum
Þessi frétt segir sitt um ástandið í evruríkjunum.
Fjárfestar vilja fremur festa fé sitt í Svíþjóð og Bretlandi sem nota sína eigin gjaldmiðla en í evruríkjunum.
![]() |
Evruríkin óáhugaverðari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 19. febrúar 2013
Evrópustofa velur lykilfólkið
Vitnaleiðslur embættismanna ESB hér á landi um ágæti evrusamstarfsins fyrir tilstuðlan Evrópustofu og sendiráðs ESB eru á fullum skriði. Tilgangurinn er að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga til ESB.
Í þessari viku leiddi Evróputeymið hingað núverandi og fyrrverandi yfirmenn á efnahagssviði hjá ESB til að vitna um ágæti evrusamstarfsins. Reyndar greindi annar þeirra, finnski prófessorinn Sixten Korkman, frá ótal vandamálum sem hafa hrjáð evrusamstarfið. Merkilegt nokk. Það fékk lítið rými í fjölmiðlum.
Fjölskrúðugur her embættis- og fræðimanna frá ESB leggur leið sína hingað
Niðurstaða þessara manna, eftir að hafa rætt um kosti og galla, er hins vegar alltaf sú sama, þ.e. að það sé vel þess virði fyrir Íslendinga að skoða þessa möguleika ef ekki gott betur. Þetta eru núverandi og fyrrverandi embættismenn ESB sem hafa verið á ferðinni, fræðimenn, starfsmenn í lykilstofnunum í aðildarríkjum, sendifulltrúar og fólk úr ýmsum geirum þjóðlífsins.
Það er greinilegt að stórsókn er hafin til að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga. Evrópustofa auglýsir fundi og fær gjarnan til liðs við sig háskólafólk, háskóladeildir og rannsóknarstofur háskóla hér á landi. Jafnframt hefur Evrópustofa eða bandamenn þeirra hafið auglýsingaherferð í fjölmiðlum til styrkar málstaðnum. Það þarf jú einhvern veginn að nota þessa áróðurspeninga upp á 230 milljónir króna.
ESB áróðursmaskínan kortleggur og nálgast þá sem hún telur lykilhópa
Þegar Evrópustofa er búin að halda kynningu með þessum fulltrúum ESB tekur sendiráðsfólkið við og teymir þá um íslenska stjórnkerfið til að upplýsingarnar berist sem víðast. Fjölmiðlarnir eru virkjaðir og manneklan á þeim bæjum gerir það að verkum að fréttamenn virðast ekki mega vera að því að gera efninu nægjanleg skil heldur tæpa því sem viðmælendur helst vilja segja í viðtali.
Þessi áróðurstaktík er alveg úthugsuð af hálfu ESB. Rétt samansettar upplýsingar eru undirbúnar í Brussel, þær eru forhitaðar þar og síðan matreiddar af Evrópustofu og sendiráði ESB. Fjármunirnir eru nægir. Starfsmannafjöldi Evrópustofu, sendiráðsins og vilhallra rannsóknardeilda skiptir tugum. Það skiptir öllu að ná embættismannastéttinni með sér. Til þess duga vel hlaðnar kynnisferðir til Brussel ágætlega. Stjórnmálastéttin er líka lykilatriði og þar duga ferðir og fundir einnig vel. Þó eru alltaf einhverjir sem sjá engan tilgang í þessu. Láta ekki segjast! Fjölmiðlarnir verða að fá sitt og blaða- og fréttamenn hafa farið í kynnisferðir til Brussel. Háskólamenn eru enn annar lykilhópur. Þar skipta styrkir sínu máli. Möguleiki á rannsóknum, fundum og fyrirlestrum.
En almenningur lætur ekki segjast!
Og svo reynt að hafa áhrif á almenning. Í gegnum fjölmiðlana, embættismennina, stjórnmálamennina, háskólafólkið og rannsóknardeildirnar. Það þarf jú líklega að láta kjósa um málið. Auglýsingum er beitt í hófi enn sem komið er.
Ætla mætti að allt hefði þetta sín áhrif. Auðvitað hefur þetta áhrif. Það er því mesta furða að meirihluti þjóðarinnar vill ekki einu sinni klára þessa aðlögunarsamninga. Meirihluti þjóðarinnar er á móti því að ganga í Evrópusambandið. Hvernig skyldi ástandið vera ef áróðursmaskína ESB hefði ekki malað hér að undanförnu. Ef forystumenn í röðum Vinstri grænna hefðu ekki fengið að sitja vetrarlangt í þægindum í Brussel. Ef sveitarstjórnarmenn hefðu ekki farið í allar ferðirnar og veislurnar. Menn vilja jú ekki vera dónalegir eftir slíkar ferðir. Það er nú allt í lagi að kíkja í pakkann!
Eða hvað?
Evrópumál | Breytt 20.2.2013 kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2013
ESB-mennirnir Bekx og Korkman tala út og suður
Hér með er staðfest að ESB er stefnulaust rekald.
Bekx, yfirmaður alþjóðlegra efnahags- og fjármála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, vill auka bankasamvinnu og sameiginleg fjármál.
Sixten Korkman, annar forystumaður á evrusvæðinu, hélt erindi í Háskóla Íslands í gær og nefndi ýmsa fyrirvara Finna við bankasamband og sameiginlega útgáfu evrubréfa ríkissjóða.
Korkman talaði út og Bekx í suður.
![]() |
Meiri fjárhagssamruni eina leiðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2013
Lettneska þjóðin vill ekki evruna
Stjórnmálaelítan í Evrópu vill að Lettland taki upp evru fyrst efnahagsleg skilyrði eru orðin til þess. Til að ná þeim þurftu Lettar að fara í gegnum mikinn hungurkúr.
Lettneska þjóðin vill hins vegar ekki taka upp evruna. Hún sættir sig ekki við þær kvaðir og þau þyngsli sem fylgja upptökunni.
Verður lettneska þjóðin spurð að þessu? Fær hún einhverju að ráða um þetta? Nei, nei. Alls ekki!
Evrópuvaktin fjallar um þetta í nýlegum pistli:
Lettneska ríkisstjórnin stefnir að upptöku evru árið 2014. Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, segir þjóðina tilbúna til að taka upp evru. Nýjar kannanir sýna hins vegar að aðeins 30% landsmanna vilja fá evru en 64% vilja halda í þjóðarmyntina lat.
Í september 2012 fullnægði efnahagskerfi Lettlands skilyrðum evrunnar. Lettar sætta sig hins vegar illa við Maastricht-skilyrðin en til að laga sig að þeim hefur þjóðin orðið að þola þungbærar aðhaldskröfur.
Efnahagskerfi Lettlands hrundi árið 2009, landsframleiðsla minnkaði um 21%. Skattar hafa síðan hækkað og félagsleg útgjöld dregist saman. Meirihluti þjóðarinnar telur efnahag sínum best borgið áfram með eigin mynt, 64% hafna evru en 30% vilja hana.Dombrovskis forsætisráðherra segir að ekki verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evrunnar, það hafi verið gert árið 2003 þegar aðildin að ESB var samþykkt.
Hagvöxtur er nú mikill í Lettlandi að nýju eins og fyrir hrunið. Landsframleiðsla jókst um 5% á árinu 2012. Í ár er spáð 4% vexti. Nú nema opinberar skuldir 42% af landsframleiðslu. Verðbólga var 2% árið 2012 og hallinn á ríkissjóði 1,5% af landsframleiðslu
Mánudagur, 18. febrúar 2013
Draghi seðlabankastjóri varar við of mikilli bjartsýni í Evrópu
Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu varar við því að of mikil bjartsýni ríki um efnahagsbatann í álfunni. Þetta kemur fram í Financial Times í dag.
Yfirlýsingar seðlabankastjórans koma eftir að birtar voru hagtölur í fyrri viku sem sýna að álfan er enn pikkföst í efnahagskreppunni. Enn vonar Draghi þó að hagþróunin muni snúast við á árinu og endurtekur þar með sömu yfirlýsinguna um að efnahagsbati sé rétt í sjónmáli.
FT hefur eftir Ewald Nowotny, seðlabankastjóra Austurríkis, að hætta sé á því að efnahagsbatinn í álfunni muni þó enn láta bíða eftir sér. Samdrátturinn á evrusvæðinu var 0,6% miðað við landsframleiðslu á síðasta fjórðungi ársins 2012. Miklar umræður hafa verið víða um að sparnaðaraðgerðir yfirvalda á svæðinu grafi undan efnahagsbata næstu misserin.
Einkaneysla í mörgum evrulöndum hefur dregist saman og atvinnuástandið versnar stöðugt á Spáni, Grikklandi og víðar.
Draghi segir að þótt fjármálastöðugleiki hafi batnað á svæðinu þá sé ástandið almennt mjög brothætt. Áhættan sé öll niður á við, eins og fjármálaspekúlantar orða þetta, og þá einkum vegna mikils atvinnuleysis, lítillar eftirspurnar, lítillar einkaneyslu og lítillar fjárfestingar.
Fram kemur í fréttinni að Seðlabanki Evrópu meti það nú svo að gengissveiflur evrunnar geti haft óæskileg áhrif á verðlag í álfunni. Fleiri hafa hins vegar áhyggjur af því að síðustu gengisbreytingar evrunnar muni draga verulega úr útflutningi frá ýmsum evrulöndum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. febrúar 2013
Evran (EMU) er stjórnlaust rekald að sögn finnsks prófessors
Gjaldmiðilsbandalag Evrópu, EMU, er eins og risadallur, sem er með marga smíðagalla og lætur illa að stjórn. Áhöfnin er ósamstæð og óratíma tekur að taka ákvörðun um stefnuna. Það er enn hætta á að skipið láti ekki að stjórn, enda marar það í hálfu kafi. Farþegarnir eru neðan þilja, oft lítt meðvitaðir um ástandið að öðru leyti en því að þeir hafa það sjálfir margir ansi skítt.
En það er eins gott fyrir áhöfn og farþega að þrauka. Yfirgefi þeir skipið drukkna þeir. Eina ráðið er að reyna að koma dallinum almennilega á flot, hversu langan tíma sem það tekur, því sökkvi hann, þá farast allir með.
Korkman prófessor kynnir galla evrunnar
Eitthvað í þessa veru lýsti doktor Sixten Korkman, prófessor í Finnlandi, og fyrrum háttsettur embættismaður ESB, stöðunni með evruna á fundi sem haldinn var í Háskóla Íslands í dag.
Korkman sagði að evruþjóðirnar væru enn í standandi vandræðum (we are still in a mess, sagði hann). Það er kreppa í ríkjunum í suðri. Spenna ríkir á milli suðurs og norðurs. Það er efast um réttmæti aðgerða Seðlabanka Evrópu. Bretar draga í efa ágæti aðildar að ESB. Ríkin eru að gliðna í sundur vegna mismunandi hagþróunar.
Evran krafa Frakka til að koma í veg fyrir of sterkt Þýskaland!
Korkman sagði að evran hefði aldrei komið til sögunnar ef þýsku ríkin hefðu ekki sameinast. Evrunni væri ætlað að koma í veg fyrir að of sterkt Þýskaland ógnaði stöðugleika í Evrópu. Það hefði verið krafa frá Frökkum. Eins og annað í Evrópusamstarfinu endurspeglaði evran stöðu Frakka og Þjóðverja. Þjóðirnar væru mjög ólíkar að menningu og vinnuaðferðum. Þess vegna færi mikil orka í Evrópusamstarfinu í að sætta mismunandi sjónarmið Þjóðverja og Frakka. Þegar það væri í höfn þyrftu aðrar þjóðir að sætta sig við þá niðurstöðu. Frakkar og Þjóðverjar réðu öllu.
Ótal vandamál tengd evrunni
Í máli Korkmans kom fram að vegferð evrunnar hefði verið þyrnum stráð þótt forystumenn evruríkjanna kepptust við að óska sjálfum sér til hamingju fyrstu árin. Vandamálin sem Sixten týndi til tengdust skuldasöfnun hins opinbera í evruríkjunum, óstöðugleiki í fjármálakerfinu og núningur á milli þjóðlegra og yfirþjóðlegra stofnana. Önnur atriði sem hann nefndi tengdust m.a. óskipulagi við björgunaraðgerðir banka og ríkissjóða, hagvaxtar- og stöðugleikasáttmálanum og því sem hann kallaði að ríkin í suðri hefðu misnotað sér lækkaða vexti eftir að evran var tekin upp og safnað auknum skuldum fyrir vikið.
Reyndar viðurkenndi Korkman líka að myntbandalagið byggi við innbyggðan misvægisvanda þrátt fyrir sameiginlega peningastefnu sem kæmi fram í því að sum ríki gætu haldið verðbólgu niðri, svo sem Þýskaland, en önnur ekki, einkum ríkin í suðri. Fyrir vikið væru framleiðsluvörur Þýskalands ódýrari en hinna ríkjanna, samkeppnisstaða Þýskalands því betri og viðskiptaafgangur hjá Þjóðverjum á meðan viðskiptahalli og skuldasöfnun einkenndi hin ríkin.
Björgunaraðgerðir bara á teikniborðinu á meðan húsið brennur
Korkman nefndi ýmis atriði sem ætlað var að lappa upp á þetta rekald sem Gjaldmiðilsbandalagið er. Þar á meðal nefndi hann bankasamband (sem Bretar og Svíar vilja helst ekki sjá), aukna samvinnu í ríkisfjármálum og svo allsherjar pólitíska sameiningu.
Sixten þessi Korkman virtist ekki vera neitt yfir sig hrifinn af myntbandalaginu. Hann sagði stöðuna hins vegar vera þannig að það væri annað hvort að duga eða drepast. Það væri ekki aftur snúið því ef menn gæfust upp á evrunni myndi það hafa alveg hrikalegar afleiðingar í för með sér í evruríkjunum.
Evruríkin eru sem sagt á lítilli siglingu, marandi að hálfu í kafi. Þau geta kastað sér frá borði og þá eru allir í hættu. Ef allir yfirgefa skipið yrðu flestir hvort sem er í mikilli hættu. Eina leiðin er að þrauka í þessu illa smíðuðu og illa þefjandii rekaldi og vona að einhvern tímann í ófyrirsjáanlegri framtíð muni birta til.
Hafa ESB- og evrusinnarnir hér á landi hugsað dæmið til enda?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Grafir
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 8
- Sl. sólarhring: 451
- Sl. viku: 2027
- Frá upphafi: 1209966
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1836
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar