Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
Miðvikudagur, 12. febrúar 2014
Sláandi munur á atvinnuástandi hér á landi og á evrusvæðinu

Þegar skoðuð eru nýbirt gögn Seðlabanka Íslands um atvinnuástandið hér á landi í samanburði við evrusvæðið sést hversu munurinn er sláandi Íslandi í hag. Það er ekki aðeins að atvinnuleysi er miklu minna hér heldur er atvinnuþátttakan miklu meiri hér.
Bíddu nú við, kann einhver að spyrja? Er það ekki sjálfgefið að atvinnuþátttaka sé meiri ef atvinnuleysi er minna? Ja, dæmið er ekki alveg svo einfalt vegna þess að atvinnuleysi er reiknað af þeim sem taka þátt. Þannig er atvinnuleysi ríflega 5% hér á landi samkvæmt tölum Hagstofunnar (4,1 samkvæmt Vinnumálastofnun) og er þá miðað við ríflega 82% af mannfjölda á aldrinum 15-64 ára. Á evrusvæðinu eru hins vegar aðeins um 64% af þessum aldri á vinnumarkaði og af þeim eru 12% án atvinnu.
Gróft reiknað eru þá um 78% á þessum aldri í vinnu á Íslandi, en aðeins rúmlega helmingur, eða um 55% á evrusvæðinu. Þetta er mjög sláandi munur.
Munurinn verður ennþá meiri á milli Íslands og evrusvæðisins þegar litið er til atvinnu kvenna. Mun algengara er á evrusvæðinu að konur séu enn heimavinnandi. Þar er sums staðar aðeins um helmingur kvenna á vinnumarkaði. Á Íslandi er hins vegar atvinnuþátttaka kvenna með því mesta sem gerist og þykir Ísland til fyrirmyndar í þeim efnum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. febrúar 2014
Snúið efnahagsástand á evrusvæðinu
![]() |
Segir evruna halda niðri hagvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. febrúar 2014
Fór Össur með ósannindi eða vissi hann ekki betur?
Nú er komið í ljós að Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra hélt fram algjörri firru um stöðu og möguleika Íslendinga varðandi norðurslóðir og aðildarumsóknina að ESB. Össur hélt því fram að umsóknin styrkti stöðu Íslendinga á norðurslóðum. Einn færasti sérfræðingur í stjórnsýslumálum norðurins, Kanadamaðurinn Michael Byers, segir að norðurslóðalöndin hafi ekki viljað hleypa Íslandi að ákvarðanaborðinu vegna ótta um að ESB myndi gína yfir öllu í krafti umsóknar Íslands um aðild.
Björn Bjarnason fjallar um þetta á Evrópuvaktinni, en í gær var hér á Heimssýnarblogginu greint frá viðtali við Michael Byers.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. febrúar 2014
Afturköllun umsóknar að ESB tryggir okkur aðild að Norðurskautsmálum
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. febrúar 2014
Evran er að kæfa franskan iðnað
Frakkar eru ekki kátir með evruna þessa dagana. Vegna gífurlegs stuðnings Seðlabanka Evrópu við gjaldmiðilinn helst gengi hans miklu hærra en eðilegt gæti talist miðað við efnahagsástandið á evrusvæðinu. Fyrir vikið er útflutningur frá evrulöndunum dýrari en ella.
Þetta eru Frakkar sérstaklega óhressir með. Styrkur evrunnar grefur undan tilraunum Frakka til þess að auka samkeppnishæfni efnahagslífsins í Frakklandi, segir Arnaud Montebourg, iðnaðarráðherra Frakka. Ráðherrann segir að evran hafi styrkst um 10 prósent gagnvart Bandaríkjadal og um 40% gagnvart japönsku jeni þrátt fyrir evrukreppuna.
EUobserver fjallar um þetta.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 10. febrúar 2014
Ósigur ESB í Icesave-málinu staðfestur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir kröfur Hollendinga og Breta á hendur Tryggingasjóði innstæðueigenda nú staðfesta að rétt hafi verið staðið að Icesave-málinu og að engin krafa geti orðið á hendur ríkinu eða íslenskum skattgreiðendum. Þetta sé áminning um mikilvægi þess að ekki var fallist á upphaflegar kröfur þessara aðila í Icesave-málinu.
Krafan nú er þó á vissan h átt rökrétt niðurstaða af Icesave-dóminum fyrir um ári og þegar ljóst er að ekki er ríkisábyrgð á kröfunum halda Hollendingar og Bretar áfram með því að snúa sér að Tryggingasjóði innstæðueigenda.
Öll málssaga Icesave-innstæðnanna sýnir hversu mikilvægt það var fyrir Íslendinga að standa á rétti sínum og ekki samþykkja ríkisábyrgð á þessum innlánum. Þeir aðilar, svo sem Samfylkingin, sem helst knúði á um að Ísland gengi í ESB, vildu ólmir a ríkið tæki á sig ábyrgð á þessum netreikningum. Þau sjónarmið biðu skipbrot með Icesave-dóminum fyrir ári.
Ísland er því komið í gegnum brimskafl fjármálakreppunnar, það er tekið að lægja og lygn sjór framundan......
![]() |
Krafan er góð áminning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 10. febrúar 2014
Atvinnuleysið á Ítalíu þjappar fjölskyldum bókstaflega saman
Sumum foreldrum finnst það kostur en öðrum galli: Atvinnuleysið þjappar fjölskyldunum saman í bókstaflegum skilningi. Meirihluti Ítala á aldrinum 18-34 ára býr heima hjá foreldrum sínum því unga fólkið hefur ekki efni á að búa sjálft vegna atvinnuleysisins.
Þeim Ítölum fer stöðugt fjölgandi sem búa heima á hótel mömmu (og pabba?). Helst eru það ungir karlmenn sem ílendast hjá foreldrunum. Reyndar eru svo mikil brögð að þessu að foreldrar hafa dregið synina fyrir dómstóla þegar þeir eru enn hjá mömmu við fertugsaldurinn. Þannig hefur foreldrunum tekist með úrskurði dómara að koma ungu drengjunum út á lífið.
Hér glímum við Íslendingar við önnur vandamál. Unga fólkinu liggur mun meira á að komast frá foreldrunum. Það helsta sem kemur í veg fyrir það hér á höfuðborgarsvæðinu er skortur á litlum íbúðum. Hér á landi er líka tiltölulega lítið atvinnuleysi í samanburði við það sem er í Suður-Evrópu, en á Ítalíu er atvinnuleysið 41,6% í aldurshópnum 15-24 ára.
![]() |
Flestir búa hjá foreldrum sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. febrúar 2014
Fréttastofa RUV leiðréttir frétt eftir ábendingu Heimssýnar
Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur nú leiðrétt frétt um niðurstöðu skoðanakönnunar um afstöðu Íslendinga til íslensku krónunnar eftir að við bentum á villuna hér á Heimssýnarblogginu. Í upphaflegri frétt síðastliðinn fimmtudag, fyrir þremur dögum, hélt fréttastofan því fram að könnunin sýndi að jafn margir væru fylgjandi evru og krónu. Jafnframt var sagt að fylgi við evru hefði aukist um 12%. Hins vegar var hvergi minnst á evruna í könnuninni. Því var frétt RUV að stórum hluta hreinn skáldskapur.
Leiðrétting RUV er hér. Fyrir hana ber að þakka. Vonandi verður hún líka flutt þar sem villan kom upphaflega fram, nefnilega í morgunútvarpinu. Hugsanlega hefði leiðréttingin farið framhjá okkur ef ekki hefði verið fyrir þessa ábendingu.
Það þarf hins vegar að undirstrika í þessu samhengi að þeir sem ekki vilja krónuna hafa skipst í afstöðu til ýmissa gjaldmiðla, svo sem Kanadadals, norskrar krónu og evru.
Það sem er því fréttnæmt í þessu og ber að hafa í huga er að stuðningurinn við krónuna hefur aukist um 12% frá árinu 2009. Enn fremur sýnir þessi könnun að Íslendingar telja engan veginn heppilegt að tekin verði upp evra, en það yrðum við þvinguð til að gera ef við gengjum í Evrópusambandið.
Minna má að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í dag að evrusamstarfið hefði valdið katastrófu í Evrópu. Evran er því enginn valkostur fyrir Íslendinga.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 9. febrúar 2014
Hvað er að gerast á fréttastofu RUV?
Athygli okkar hefur verið vakin á því að fréttastofa RUV mistúlkaði gjörsamlega þá skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í síðustu viku um afstöðu fólks til íslensku krónunnar. Niðurstaða könnunarinnar var að stuðningur við krónuna hefði aukist um 12% frá 2009 og að ríflega helmingur vildi halda krónunni. Ekkert var minnst á aðra miðla.
Hvað segir RUV í frétt sinni síðast liðinn fimmtudagsmorgun um þetta: Að stuðningur við evruna hafi aukist um 12% og helmingur þjóðarinnar vilji fá evruna. Það var algjörlega fjarri sanni, því það var stuðningur við krónuna sem hafði vaxið samkvæmt blaðinu. Ekkert var minnst á aðra gjaldmiðla og líklegt að þeir sem vildu ekki krónuna vildu jafnvel Bandaríkjadal, Kanadadal, norska krónu og eitthvað annað auk evrunnar.
Hefur RUV leiðrétt þessa frétt sína? Hefur RUV beðist afsökunar á þessum vinnubrögðum?
Það er síðan öllu verra að aðrir fréttamenn og þáttastjórnendur ala áfram á þessum misskilningi sem fram kom hjá fréttamanni RUV síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Síðast var það Gísli Marteinn Baldursson þáttastjórnandi sem í dag tönnlaðist á því að helmingur þjóðarinnar vildi kasta krónunni - þegar hin raunverulega frétt var að stuðningur við krónuna hafði aukist verulega og ríflega helmingur vildi halda henni.
Hvernig getur umræðan um gjaldmiðlamálin orðið málefnaleg ef fréttamenn RUV og þáttastjórnendur virðast hafa fyrirfram gefnar hugmyndir um hvað standi í skoðanakönnunum, mislesa þær og mistúlka og endurvarpa misskilningnum til þjóðarinnar löngu eftir að búið ætti að vera að upplýsa þá um raunverulega stöðu mála?
ER ÞAÐ EKKI SJÁLFSÖGÐ KRAFA AÐ RUV GERI HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM?
Hér er frétt RUV um málið:
http://www.ruv.is/frett/krona-og-evra-jafnvinsael-her-a-landi
Jafnmargir Íslendingar vilja halda krónunni og vilja evru. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en alls vilja 50,3 prósent halda krónunni og 49,7 prósent taka upp evru - munur sem er langt innan skekkjumarka.
Stuðningur við evru fer hins vegar stigvaxandi og hefur aukist um tólf prósent frá því í apríl 2009. Það er eingöngu meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins sem meirihluti er fyrir að halda krónunni. Fylgismenn Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins skiptast í jafn stóra hópa í afstöðu sinni og hjá fylgjendum annarra flokka vilja fleiri taka upp evru.
Hér er fréttin sjálf í Fréttablaðinu: http://vefblod.visir.is/index.php?s=7853&p=167280
Afstaða landsmanna til krónunnar klýfur þjóðina í tvær jafnar fylkingar samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Helmingur sér krónuna fyrir sér sem framtíðargjaldmiðil landsins, en hinn helmingurinn gerir það ekki.
Alls segjast 50,3 prósent vilja krónuna áfram, en 49,7 prósent vilja það ekki, samkvæmt könnuninni. Munurinn er langt innan skekkjumarka, sem eru um fjögur prósentustig. Afstaða almennings hefur lítið breyst frá því síðast var spurt um afstöðu fólks til krónunnar í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þegar spurt var eins í lok janúar í fyrra vildu 52,6 prósent krónuna áfram en 47,4 prósent vildu eitthvað annað.
Þegar litið er lengra aftur í tímann má sjá meiri breytingar. Í febrúar 2011 vildu aðeins 40,5 prósent að krónan yrði framtíðargjaldmiðill landsins. Enn færri voru þeirrar skoðunar í apríl 2009, um 38,1 prósent.
Aðeins meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins er meirihluti fyrir því að halda krónunni. Alls segist 65,1 prósent þeirra, sem kjósa myndu flokkinn yrði gengið til kosninga nú, vilja halda krónunni. Um 50 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins og Vinstri grænna vilja halda krónunni.
Mikill minnihluti stuðningsmanna annarra flokka vill krónuna sem framtíðargjaldmiðil þjóðarinnar. Um 26,3 prósent stuðningsmanna Bjartrar framtíðar vilja krónuna áfram, og 31,6 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Stuðningsmenn Pírata skera sig talsvert úr, aðeins 11,5 prósent þeirra vilja krónuna áfram sem gjaldmiðil hér á landi, en 88,5 prósent vilja það ekki.
Ekki reyndist marktækur munur á afstöðu fólks eftir kyni, aldri eða búsetu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 9. febrúar 2014
Hvað sagði Össur? ESB-reglur bölvað rugl?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Nei, ekki aka út af!
- Stundir sannleikans renna upp
- Grafir
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 25
- Sl. sólarhring: 268
- Sl. viku: 2102
- Frá upphafi: 1210553
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 1893
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar