Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2014

Íbúar Evrópu treysta ekki ESB samkvćmt könnum

Hvernig má ţađ vera ađ meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins beri ekki traust til sambandsins eins og ný skođanakönnun ţess leiđir í ljós? Ţannig er metiđ ađ alls 59% íbúa Evrópu treysti ekki sambandinu. Mest er vantraustiđ í garđ ESB á Kýpur eđa 74%.  

mbl.is Meirihlutinn ber ekki traust til ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evrópubúar eru áhugalausir um ESB og evru

Evrópubúar eru almennt ekkert sérlega hrifnir af evrunni. Heil 43% prósent íbúanna vilja ekki hafa hana. Heil 65 prósent Pólverja vilja ekki sjá evruna en verđa samt ađ taka hana upp fyrst ţeir samţykktu ađildarsamning viđ ESB. 71 prósent Tékka vilja ekki taka evruna upp - en neyđast ţó til ţess.

 Svona er ESB. Stór hluti Evrópubúa vilja ekki sjá ţađ sem ţví fylgir.


mbl.is Helmingur hlynntur evrunni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

70 prósent Norđmanna á móti ađild ađ ESB

Ţađ er mikill og stöđugur meirihluti í Noregi gegn ţví ađ landiđ gangi í ESB. 70% vilja ekki ganga í ESB og ađeins 20% eru hlynnt ţví.

Mbl.is greinir frá ţessu. 


mbl.is 70% Norđmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Helmingur Íslendinga á móti ađild ađ ESB - 57% ţeirra sem taka afstöđu

Alls er um helmingur Íslendinga á móti ađild ađ Evrópusambandinu. Sé einungis tekiđ miđ af ţeim sem taka afstöđu eru 57% Íslendinga á móti ađild ađ ESB. Ţetta kemur fram í nýlegri skođanakönnun MMR. Ţeim hefur fjölgađ um hálft prósent sem eru á móti ađild ađ ESB. Óákveđnum hefur fćkkađ úr rúmum 17% í rúm 13% og ţeim sem eru fylgjandi ađild hefur fjölgađ úr rúmum 33% í rúm 37%.

Ţađ er ţví stöđugur og öruggur meirihluti gegn ţví ađ Ísland gangi í ESB. 


mbl.is 37,3% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnin lćtur undan hótunum og misbeitingu valds

Minnihluti ţingmanna var ţeirrar skođunar sumariđ 2009 ađ Ísland ćtti ađ gerast ađili ađ Evrópusambandinu. Ţessi minnihluti knúđi ţađ hins vegar í gegn ađ sótt yrđi um ađild ađ ESB.

Ţar beitti Samfylkingin öllu sínu afli til ađ ná sínu máli í gegn og hlustađi ekkert á kröfur um ađ vísa ćtti umsókninni til úrskurđar ţjóđarinnar. 

Nú er líka minnihluti ţingmanna ţeirrar skođunar ađ Ísland eigi heima í ESB. Ţessum minnihluta hefur hins vegar tekist ađ stöđva ríkisstjórnarflokkana í ađ fylgja fram stefnu sinni. 

Ţađ er eitthvađ sérstakt viđ fulltrúalýđrćđiđ ţegar minnihlutinn rćđur stöđugt ferđinni. 


mbl.is Samkomulag um ţinglok
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lítill áhugi á kosningum til ESB-ţings og á ESB yfirhöfuđ

Fréttir dagsins erlendis frá segja ađ Evrópubúar hafi fremur lítinn áhuga á kosningum til ESB-ţingsins sem verđa í lok ţessa mánađar.

Enn fremur segja fréttir okkur ađ traust á Evrópusambandinu fari minnkandi og ađ einungis 51% Frakka styđji ađild Frakklands ađ sambandinu miđađ viđ 67% fyrir áratug.


mbl.is Hafa lítinn áhuga á kosningunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Írar neyddir til ađ bjarga ţýskum bönkum

Írar voru neyddir til ađ taka á sig miklar byrđar til ađ bjarga ţýskum og frönskum bönkum. Framkvćmdastjórn ESB, Seđlabanki Evrópu og ţýsk stjórnvöld ţrýstu harkalega á veikgeđja írsk stjórnvöld ađ varpa byrđunum á almenning í Írlandi.
 
Ţessi frásögn ráđgjafa Barrosos er hreint út sagt alveg ótrúleg.
 
Ţađ munađi litlu ađ íslenskur almenningur lenti í svipuđum sporum og írskur. Forsvarsmenn ESB og forystumenn í Bretlandi og víđar ţrýstu á stjórnvöld hér á landi ađ varpa skuldum bankanna á íslenskan almenning.
 
En íslenska ríkisstjórnin stóđ í lappirnar áriđ 2008 og íslenskur almenningur hafđi vit fyrir ţeirri ríkisstjórn sem tók viđ áriđ 2009.
 
Ef einhvern tímann er ástćđa til ađ segja einhverjum ađ fara norđur og niđur er ţađ ţegar fréttir berast af svona fantabrögđum.
 
 


mbl.is Neyddi bankaskuldir upp á Íra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óskar Nafnleyndar ekki eins marktćkur

vigdundirskr

Talsverđ umrćđa er í netheimum og fjölmiđlum um ţá ađferđ sem ađildarsinnar ađ Evrópusambandinu notuđu í undirskriftarsöfnun sinni til stuđnings ţví ađ haldiđ yrđi áfram međ ađlögunarviđrćđurnar ađ sambandinu. Ţykir ýmsum sem ţađ hafi veriđ alltof auđvelt ađ setja inn nöfn međ ţví ađ óska nafnleyndar. Fljótt á litiđ gćti um fimmtungur nafna veriđ međ ţeim hćtti.

Framkvćmd af ţessu tagi er auđvitađ vandasöm og enn fremur er vandasamt ađ meta einstakar undirskriftarsafnanir sem eru framkvćmdar međ mismunandi hćtti. Ef undirskriftasöfnun ađildarsinna er til dćmis borin saman viđ undirskriftarsöfnun flugvallarvina virđist vera reginmunur á, en í síđara tilvikinu liggja öll nöfn og allar kennitölur fyrir.

Ţađ eru mismunandi lögmál sem gilda um kosningar og undirskriftasafnanir. Eđli málsins samkvćmt verđur meiri leynd ađ hvíla yfir afstöđu hvers kjósanda í hefđbundnum kosningum. Undirskriftarsafnanir eru hins vegar pólitísk ađgerđ og slík hreyfing verđur markminni og máttlausari ef Óskar Nafnleyndar er ađalstuđningsmađur hreyfingarinnar.

 


Pólverjar eru enn efins um evruna eftir áratug í ESB

Pólverjar eru enn efins um evruna en ţeir gengu í ESB áriđ 2004. Í upphafi var rćtt um ađ flýta upptöku evrunnar en Pólland er ţó ekki enn komiđ inn í fordyri gjaldmiđilsins, ERM II. 

Ađalseđlabankastjóri landsins, Marek Belka, er efins um ađ ţađ vćri heppilegt fyrir Pólverja ađ taka ţátt í ERM II ţar sem ţađ gćti gert samkeppnisstöđu Pólverja mun verri vegna hćkkandi gengis á gjaldmiđli ţeirra, sloty, sem myndi fylgja í kjölfariđ. Í skýrslu sem seđlabanki Póllands gaf út áriđ 2009 um upptöku evrunnar er lögđ áhersla á ţann ábata sem fylgir ţví ađ hafa eigin gjaldmiđil og sjálfstćđa peningastefnu.

Áriđ 2010 voru 64% Pólverja á móti ţví ađ taka upp evruna. Ađildarsamningur Pólverja viđ ESB gerir ráđ fyrir ţví ađ ţeir noti evru en miđađ viđ ţá ţróun sem veriđ hefur í efnahagsmálum og stjórnmálum gera menn ţar í landi almennt ekki ráđ fyrir ţví ađ evran verđi tekin upp á nćstu árum. 

En ţeir sem eru gagnrýnir á evruna eru víđar - sjá hér m.a. umfjöllun á BBC:

http://www.bbc.com/news/blogs-eu-27155893  

 


ESB sendir Frökkum máttlitla ábendingu

Frakkar hafa fariđ sínu fram áđur og leyft hallanum á ríkissjóđi ađ fara umfram ţau 3% viđmiđ sem stöđugleikasáttmálinn segir til um. Stóru ţjóđirnar hafa fariđ sínu fram í ESB áđur. Ríkisfjármálin ganga greinilega ekki nógu vel í Frakklandi ađ mati framkvćmdastjórnar ESB sem krefst breyttrar stefnu. Sapin fjármálaráđherra Frakka blćs ţó á spár ESB og segist víst ćtla ađ ná hallanum niđur í 3% án ţess ađ breyta nokkuđ um kúrs.

Ýmsir forkólfar ESB vilja ađ framkvćmdastjórnin hafi meira ađ segja um ríkisfjármál einstakra landa. Senda ţarf nú fjárlög einstakra ESB-landa til umsagnar í Brussel. Völd og áhrif stofnana í Brussel eru ađ aukast.

Hvert skyldi verđa nćsta skref til ađ auka lýđrćđishallann í ESB? Eđa er stađan í Frakklandi til marks um ađ miđstýringarvaldinu í Brussel sé ađ mistaka ađ soga til sín meiri völd?

 


mbl.is Ćtla ekki ađ skjóta yfir markiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 970365

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband