Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Íbúar Evrópu treysta ekki ESB samkvæmt könnum

Hvernig má það vera að meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins beri ekki traust til sambandsins eins og ný skoðanakönnun þess leiðir í ljós? Þannig er metið að alls 59% íbúa Evrópu treysti ekki sambandinu. Mest er vantraustið í garð ESB á Kýpur eða 74%.  

mbl.is Meirihlutinn ber ekki traust til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópubúar eru áhugalausir um ESB og evru

Evrópubúar eru almennt ekkert sérlega hrifnir af evrunni. Heil 43% prósent íbúanna vilja ekki hafa hana. Heil 65 prósent Pólverja vilja ekki sjá evruna en verða samt að taka hana upp fyrst þeir samþykktu aðildarsamning við ESB. 71 prósent Tékka vilja ekki taka evruna upp - en neyðast þó til þess.

 Svona er ESB. Stór hluti Evrópubúa vilja ekki sjá það sem því fylgir.


mbl.is Helmingur hlynntur evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

70 prósent Norðmanna á móti aðild að ESB

Það er mikill og stöðugur meirihluti í Noregi gegn því að landið gangi í ESB. 70% vilja ekki ganga í ESB og aðeins 20% eru hlynnt því.

Mbl.is greinir frá þessu. 


mbl.is 70% Norðmanna vilja ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helmingur Íslendinga á móti aðild að ESB - 57% þeirra sem taka afstöðu

Alls er um helmingur Íslendinga á móti aðild að Evrópusambandinu. Sé einungis tekið mið af þeim sem taka afstöðu eru 57% Íslendinga á móti aðild að ESB. Þetta kemur fram í nýlegri skoðanakönnun MMR. Þeim hefur fjölgað um hálft prósent sem eru á móti aðild að ESB. Óákveðnum hefur fækkað úr rúmum 17% í rúm 13% og þeim sem eru fylgjandi aðild hefur fjölgað úr rúmum 33% í rúm 37%.

Það er því stöðugur og öruggur meirihluti gegn því að Ísland gangi í ESB. 


mbl.is 37,3% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin lætur undan hótunum og misbeitingu valds

Minnihluti þingmanna var þeirrar skoðunar sumarið 2009 að Ísland ætti að gerast aðili að Evrópusambandinu. Þessi minnihluti knúði það hins vegar í gegn að sótt yrði um aðild að ESB.

Þar beitti Samfylkingin öllu sínu afli til að ná sínu máli í gegn og hlustaði ekkert á kröfur um að vísa ætti umsókninni til úrskurðar þjóðarinnar. 

Nú er líka minnihluti þingmanna þeirrar skoðunar að Ísland eigi heima í ESB. Þessum minnihluta hefur hins vegar tekist að stöðva ríkisstjórnarflokkana í að fylgja fram stefnu sinni. 

Það er eitthvað sérstakt við fulltrúalýðræðið þegar minnihlutinn ræður stöðugt ferðinni. 


mbl.is Samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill áhugi á kosningum til ESB-þings og á ESB yfirhöfuð

Fréttir dagsins erlendis frá segja að Evrópubúar hafi fremur lítinn áhuga á kosningum til ESB-þingsins sem verða í lok þessa mánaðar.

Enn fremur segja fréttir okkur að traust á Evrópusambandinu fari minnkandi og að einungis 51% Frakka styðji aðild Frakklands að sambandinu miðað við 67% fyrir áratug.


mbl.is Hafa lítinn áhuga á kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írar neyddir til að bjarga þýskum bönkum

Írar voru neyddir til að taka á sig miklar byrðar til að bjarga þýskum og frönskum bönkum. Framkvæmdastjórn ESB, Seðlabanki Evrópu og þýsk stjórnvöld þrýstu harkalega á veikgeðja írsk stjórnvöld að varpa byrðunum á almenning í Írlandi.
 
Þessi frásögn ráðgjafa Barrosos er hreint út sagt alveg ótrúleg.
 
Það munaði litlu að íslenskur almenningur lenti í svipuðum sporum og írskur. Forsvarsmenn ESB og forystumenn í Bretlandi og víðar þrýstu á stjórnvöld hér á landi að varpa skuldum bankanna á íslenskan almenning.
 
En íslenska ríkisstjórnin stóð í lappirnar árið 2008 og íslenskur almenningur hafði vit fyrir þeirri ríkisstjórn sem tók við árið 2009.
 
Ef einhvern tímann er ástæða til að segja einhverjum að fara norður og niður er það þegar fréttir berast af svona fantabrögðum.
 
 


mbl.is Neyddi bankaskuldir upp á Íra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskar Nafnleyndar ekki eins marktækur

vigdundirskr

Talsverð umræða er í netheimum og fjölmiðlum um þá aðferð sem aðildarsinnar að Evrópusambandinu notuðu í undirskriftarsöfnun sinni til stuðnings því að haldið yrði áfram með aðlögunarviðræðurnar að sambandinu. Þykir ýmsum sem það hafi verið alltof auðvelt að setja inn nöfn með því að óska nafnleyndar. Fljótt á litið gæti um fimmtungur nafna verið með þeim hætti.

Framkvæmd af þessu tagi er auðvitað vandasöm og enn fremur er vandasamt að meta einstakar undirskriftarsafnanir sem eru framkvæmdar með mismunandi hætti. Ef undirskriftasöfnun aðildarsinna er til dæmis borin saman við undirskriftarsöfnun flugvallarvina virðist vera reginmunur á, en í síðara tilvikinu liggja öll nöfn og allar kennitölur fyrir.

Það eru mismunandi lögmál sem gilda um kosningar og undirskriftasafnanir. Eðli málsins samkvæmt verður meiri leynd að hvíla yfir afstöðu hvers kjósanda í hefðbundnum kosningum. Undirskriftarsafnanir eru hins vegar pólitísk aðgerð og slík hreyfing verður markminni og máttlausari ef Óskar Nafnleyndar er aðalstuðningsmaður hreyfingarinnar.

 


Pólverjar eru enn efins um evruna eftir áratug í ESB

Pólverjar eru enn efins um evruna en þeir gengu í ESB árið 2004. Í upphafi var rætt um að flýta upptöku evrunnar en Pólland er þó ekki enn komið inn í fordyri gjaldmiðilsins, ERM II. 

Aðalseðlabankastjóri landsins, Marek Belka, er efins um að það væri heppilegt fyrir Pólverja að taka þátt í ERM II þar sem það gæti gert samkeppnisstöðu Pólverja mun verri vegna hækkandi gengis á gjaldmiðli þeirra, sloty, sem myndi fylgja í kjölfarið. Í skýrslu sem seðlabanki Póllands gaf út árið 2009 um upptöku evrunnar er lögð áhersla á þann ábata sem fylgir því að hafa eigin gjaldmiðil og sjálfstæða peningastefnu.

Árið 2010 voru 64% Pólverja á móti því að taka upp evruna. Aðildarsamningur Pólverja við ESB gerir ráð fyrir því að þeir noti evru en miðað við þá þróun sem verið hefur í efnahagsmálum og stjórnmálum gera menn þar í landi almennt ekki ráð fyrir því að evran verði tekin upp á næstu árum. 

En þeir sem eru gagnrýnir á evruna eru víðar - sjá hér m.a. umfjöllun á BBC:

http://www.bbc.com/news/blogs-eu-27155893  

 


ESB sendir Frökkum máttlitla ábendingu

Frakkar hafa farið sínu fram áður og leyft hallanum á ríkissjóði að fara umfram þau 3% viðmið sem stöðugleikasáttmálinn segir til um. Stóru þjóðirnar hafa farið sínu fram í ESB áður. Ríkisfjármálin ganga greinilega ekki nógu vel í Frakklandi að mati framkvæmdastjórnar ESB sem krefst breyttrar stefnu. Sapin fjármálaráðherra Frakka blæs þó á spár ESB og segist víst ætla að ná hallanum niður í 3% án þess að breyta nokkuð um kúrs.

Ýmsir forkólfar ESB vilja að framkvæmdastjórnin hafi meira að segja um ríkisfjármál einstakra landa. Senda þarf nú fjárlög einstakra ESB-landa til umsagnar í Brussel. Völd og áhrif stofnana í Brussel eru að aukast.

Hvert skyldi verða næsta skref til að auka lýðræðishallann í ESB? Eða er staðan í Frakklandi til marks um að miðstýringarvaldinu í Brussel sé að mistaka að soga til sín meiri völd?

 


mbl.is Ætla ekki að skjóta yfir markið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 123
  • Sl. viku: 919
  • Frá upphafi: 1117691

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 820
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband