Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2014

Hálfvelgja Dana í ESB

Danir eru međ hálfum huga í ESB. Ţeir vilja ekki evru, ţeir vilja ekki evrópskt bankasamband og ţeir vilja ekki sameiginlega lögreglu og réttarkerfi.

Í sjónvarpsumrćđum frambjóđenda Dana til ESB-ţingsins í danska ríkissjónvarpinu í gćr tókust á sjónarmiđ ţeirra sem vilja ađ ESB hafi sem mest ađ segja yfir dönsku samfélagi og hinna sem vilja halda stjórn Dana á vissum sviđum. Danir eru almennt fremur óánćgđir međ ţá ţróun sem á sér stađ til yfirţjóđelgrar lögreglu og réttarkerfis. Ţeir vilja takmarka áfram möguleika útlendinga á ađ kaupa upp sumarbústađasvćđi í Danmörku og ţeir vilja bíđa átekta međ ţátttöku í bankasambandinu. Fleiri ţjóđir hafa lýst ţví yfir ađ ţćr ćtli ekki ađ vera međ í bankasambandinu, svo sem Svíar og Bretar.

Ţađ er svo nokkuđ skýrt ađ ţađ er engin hreyfing í ţá átt ađ Danir taki upp evruna ţótt ţeir fylgi vaxtastefnu Seđlabanka Evrópu eins og skugginn.

Danir vilja halda í ákveđna hluta af sjálfstćđi sínu. Ríki sem fara nú inn í ESB hafa ekki sömu möguleika ţví ţau yrđu ađ taka upp evru og fylgja meginstraumnum í ESB ađ öđru leyti. 


Reglugerđ um sjálvirkar kaffikönnur hitamál í ESB-kosningum í Danmörku

Ţađ var fróđlegur ţáttur í danska sjónvarpinu í gćrkvöldi, DR1, um kosningarnar til ESB-ţingsins sem fara fram í Danmörku um nćstu helgi. Danir kjósa ţá 13 af 751 fulltrúa á ESB-ţingiđ. Talsvert var í ţćttinum rćtt um reglusetningu ESB um ađskiljanlegustu hluti og ţótti bćđi frambjóđendum og dönskum almenningi afskipti ESB almennt vera fullmikil.

Birt var niđurstađa skođanakönnunar í ţćttinum og ţar kom fram ađ um sjötíu prósent Dana vildu ađ áhrif ESB á lög og reglur vćru minni.

Ađeins leyfđar kaffikönnur sem slökkva á sér sjálfar 

Međal ţess margir Danir nefndu sem of mikil afskipti ESB af lífi venjulegs fólks var ađ ESB-ţingiđ hefur samţykkt reglur um ađ eftir fáein ár megi bara framleiđa og selja sjálvirkar kaffikönnur sem slökkva á sér sjálfar eftir ákveđinn tíma. Markmiđiđ er ađ spara rafmagn, en Dönum ţykir ţetta flestum algjör ofstjórn. Ţessi reglugerđ minnir á samsvarandi tilhneigingu í ESB um ađ ađeins verđi leyfđ sala á ryksugum međ mótorum ađ vissri stćrđ.


Enn og aftur er ESB međ einkennilegt útspil í gjaldeyrishaftamálum

Hér er á ferđinni endurnýtt  efni um ađ ESB ćtli ađ hjálpa okkur međ gjaldeyrishöftin. Sömu fréttir bárust fyrir nokkrum árum ţegar ađildarviđrćđur voru í gangi. Ekkert gerđist ţá.

ESB ţurfti sjálft hjálp frá AGS vegna gjaldeyrishafta á Kýpur og nýtti ţar reynslu sína frá Íslandi.

Eru ţessir tilburđir ESB-forkólfa til ađ koma sér á framfćri í fjölmiđlum á ţessu máli ekki orđnir dálítiđ hjákátlegir?


mbl.is Samstarf viđ ESB óháđ umsókninni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samdráttur og verđhjöđnun vandi ESB

Stjórnvöld í evrulöndunum glíma viđ samdrátt, atvinnuleysi og of litla eftirspurn, sem hefur aftur í för međ sér litla sem enga verđbólgu. Grípa ţarf til ađgerđa.
 
Ţeir sem fylgjast međ efnahagsmálum á heimsmćlikvarđa vita ađ of lítil verđbólga er vandamál - eđa öllu heldur afleiđing efnahagsvanda.
 
Ţess vegna eru stýrivextir Seđlabanka Evrópu nálćgt núlli og bankinn hyggur á skuldabréfakaup til ađ koma peningum í umferđ og auka ţar međ eftirspurn.
 
Flestir sjá fram á áframhaldandi stöđnun í efnahagslífi á evrusvćđinu nćstu misserin og jafnvel árin.


mbl.is Auknar líkur á frekari ađgerđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Er hćgt ađ hefja viđrćđur fyrirvaralaust?

Ný ríkisstjórn gćti nú tekiđ upp ađildarviđrćđur ađ nýju fyrirvaralaust og án samţykkis Alţingis, ef samţykkt Alţingis frá árinu 2009, sem veitti framkvćmdavaldinu heimild til samningaviđrćđna viđ ESB, hefđi ekki veriđ afturkölluđ. 
 
Ţetta er mat Ragnars Arnalds. Skođun hans á ţessu er athyglisverđ.
 


mbl.is Gćti hafiđ viđrćđur fyrirvaralaust
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Framleiđsla dregst saman á Ítalíu

Hagvöxtur var neikvćđur om 0,1% á fyrsta ársfjórđungi á Ítalíu samanboriđ viđ síđasta fjórđung ársins 2013. Samdrátturinn var enn meiri ef boriđ er saman viđ sama fjórđung í fyrra eđa 0,5%. 

Ţetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ítala sem glíma enn viđ mikiđ atvinnuleysi.

Ţetta eru líka alvarlegar fréttir fyrir evrusvćđiđ sem býr enn viđ stöđnun í atvinnulífi og mikiđ atvinnuleysi.

Ţetta er ein af ástćđunum fyrir ţví ađ íbúar í Evrópu eru óhressir međ ESB, evruna og fyrir ţví ađ ţeir sem á annađ borđ nenna ađ mćta á kjörstađ í ESB-kosningunum í lok mánađar munu í talsverđum mćli kjósa óánćgjuflokka eftir ţví sem skođanakannanir benda til. 


Bulliđ í ESB-Barnier

Enn einu sinni láta forkólfar ESB eins og ţeir geti eđa ćtli ađ koma til hjálpar til ađ leysa úr málum vegna fjármagnshafta. Nú síđast Michel Barnier, innrimarkađsfulltrúi í framkvćmdasstjórn ESB. 

Ţetta sama var sagt áđur en viđ sóttum um ađild ađ ESB. Framkvćmdastjórn ESB hafđi hins vegar ákkúrat ekkert til ađ segja eđa gera sem gat liđkađ fyrir fjármagnshaftamálum á međan unniđ var ađ umsókn ađ ESB á sínum tíma. Ţađ er AGS sem er hiđ alţjóđlega stofnanabatterí sem ráđ eru sótt til í ţessum efnum. Án AGS hefđi ESB varla getađ leyst úr sínum eigin vandamálum undanfarin ár.

Eins og fram hefur komiđ í fréttum ţarf ađ leysa skuldamál ţrotabúa föllnu bankanna til ađ hćgt sé ađ aflétta höftum. ESB hefur ekkert komiđ ađ gagni í ţeim efnum.

Ţvert á móti voru ţađ reglur ESB á EES-svćđinu sem gerđu útţenslu og skuldasöfnun íslensku útrásarbankanna mögulega. Án EES-reglnanna hefđi fjármálaáfalliđ orđiđ miklu veigaminna hér á landi en ţađ varđ. 

 


mbl.is Tilbúnir í samstarf um lausn gjaldeyrishaftanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sveitarfélögin eru ađ drukkna í ESB-reglum

Sveitarstjórnamenn í Danmörku eru ađ drukkna í reglufargani ESB segja frambjóđendur til ESB-ţingsins. Heimafyrirtćki eru ađ tapa í samkeppni viđ alţjóđleg stórfyrirtćki um verkefni međal annars vegna ţess mikla lögfrćđikostnađar sem útbođum fylgja og undirbođa erlendis frá. Lögfrćđikostnađur sveitarfélaganna er einnig mikill.

Danir eru í ESB og međ fulltrúa á ţingi ESB. Margir ţeirra eru ţeirrar skođunar völd og áhrif séu ađ sogast burt frá dönskum almenningi til skrifrćđisfulltrúanna í Brussel.

Sjá nánar um ţetta međal annars hér: EU skal ud af kommunerne.  


Dregur úr iđnađarframleiđslu á evrusvćđi

Iđnađarframleiđsla á 18-landa evrusvćđinu féll um 0,3% í mars síđastliđnum. Ţađ er ţví ljóst ađ efnahagur landanna er ekki ađ taka viđ sér en framleiđslan hefur stađiđ nokkurn veginn í stađ undanfarna mánuđi og hiđ sama gildir um hiđ mikla atvinnuleysi sem enn er um 12% ađ međaltali, en um 50% hjá ungu fólki í nokkrum jađarríkjanna.
 
Efnahagsbatinn lćtur ţví á sér standa á evrusvćđinu.
 
Sjá nánar um ţetta í frétt á vefnum EUbusiness

Dóna- og ruddalegar ESB-kosningaauglýsingar

Ofbeldi og klám er notađ til ađ lokka kjósendur á kjörstađ í kosningum til ESB-ráđgjafarţingsins, en ţađ hefur jú eins og flestir vita lítil völd. Dönum er mörgum mjög misbođiđ yfir ruddafenginni myndbands-auglýsingu sem birt hefur veriđ, en Eyjan.is greinir frá ţessu.

Klámiđ virđist vera fleiri ESB-forkólfum hugleikiđ. Skammt er síđan franskur ESB-stjórnmálamađur reyndi ađ útskýra fyrir ungum frönskum kjósendum ágćti ESB og evru međ ţví ađ nú gćti hann fariđ yfir til Ţýskalands á klámbíó án ţess ađ sýna vegabréf og hann gćti nú notađ evrurnar sínar til ađ borga fyrir ađgöngumiđa.

Ja, hérna! 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 969591

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband