Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Hálfvelgja Dana í ESB

Danir eru með hálfum huga í ESB. Þeir vilja ekki evru, þeir vilja ekki evrópskt bankasamband og þeir vilja ekki sameiginlega lögreglu og réttarkerfi.

Í sjónvarpsumræðum frambjóðenda Dana til ESB-þingsins í danska ríkissjónvarpinu í gær tókust á sjónarmið þeirra sem vilja að ESB hafi sem mest að segja yfir dönsku samfélagi og hinna sem vilja halda stjórn Dana á vissum sviðum. Danir eru almennt fremur óánægðir með þá þróun sem á sér stað til yfirþjóðelgrar lögreglu og réttarkerfis. Þeir vilja takmarka áfram möguleika útlendinga á að kaupa upp sumarbústaðasvæði í Danmörku og þeir vilja bíða átekta með þátttöku í bankasambandinu. Fleiri þjóðir hafa lýst því yfir að þær ætli ekki að vera með í bankasambandinu, svo sem Svíar og Bretar.

Það er svo nokkuð skýrt að það er engin hreyfing í þá átt að Danir taki upp evruna þótt þeir fylgi vaxtastefnu Seðlabanka Evrópu eins og skugginn.

Danir vilja halda í ákveðna hluta af sjálfstæði sínu. Ríki sem fara nú inn í ESB hafa ekki sömu möguleika því þau yrðu að taka upp evru og fylgja meginstraumnum í ESB að öðru leyti. 


Reglugerð um sjálvirkar kaffikönnur hitamál í ESB-kosningum í Danmörku

Það var fróðlegur þáttur í danska sjónvarpinu í gærkvöldi, DR1, um kosningarnar til ESB-þingsins sem fara fram í Danmörku um næstu helgi. Danir kjósa þá 13 af 751 fulltrúa á ESB-þingið. Talsvert var í þættinum rætt um reglusetningu ESB um aðskiljanlegustu hluti og þótti bæði frambjóðendum og dönskum almenningi afskipti ESB almennt vera fullmikil.

Birt var niðurstaða skoðanakönnunar í þættinum og þar kom fram að um sjötíu prósent Dana vildu að áhrif ESB á lög og reglur væru minni.

Aðeins leyfðar kaffikönnur sem slökkva á sér sjálfar 

Meðal þess margir Danir nefndu sem of mikil afskipti ESB af lífi venjulegs fólks var að ESB-þingið hefur samþykkt reglur um að eftir fáein ár megi bara framleiða og selja sjálvirkar kaffikönnur sem slökkva á sér sjálfar eftir ákveðinn tíma. Markmiðið er að spara rafmagn, en Dönum þykir þetta flestum algjör ofstjórn. Þessi reglugerð minnir á samsvarandi tilhneigingu í ESB um að aðeins verði leyfð sala á ryksugum með mótorum að vissri stærð.


Enn og aftur er ESB með einkennilegt útspil í gjaldeyrishaftamálum

Hér er á ferðinni endurnýtt  efni um að ESB ætli að hjálpa okkur með gjaldeyrishöftin. Sömu fréttir bárust fyrir nokkrum árum þegar aðildarviðræður voru í gangi. Ekkert gerðist þá.

ESB þurfti sjálft hjálp frá AGS vegna gjaldeyrishafta á Kýpur og nýtti þar reynslu sína frá Íslandi.

Eru þessir tilburðir ESB-forkólfa til að koma sér á framfæri í fjölmiðlum á þessu máli ekki orðnir dálítið hjákátlegir?


mbl.is Samstarf við ESB óháð umsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samdráttur og verðhjöðnun vandi ESB

Stjórnvöld í evrulöndunum glíma við samdrátt, atvinnuleysi og of litla eftirspurn, sem hefur aftur í för með sér litla sem enga verðbólgu. Grípa þarf til aðgerða.
 
Þeir sem fylgjast með efnahagsmálum á heimsmælikvarða vita að of lítil verðbólga er vandamál - eða öllu heldur afleiðing efnahagsvanda.
 
Þess vegna eru stýrivextir Seðlabanka Evrópu nálægt núlli og bankinn hyggur á skuldabréfakaup til að koma peningum í umferð og auka þar með eftirspurn.
 
Flestir sjá fram á áframhaldandi stöðnun í efnahagslífi á evrusvæðinu næstu misserin og jafnvel árin.


mbl.is Auknar líkur á frekari aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að hefja viðræður fyrirvaralaust?

Ný ríkisstjórn gæti nú tekið upp aðildarviðræður að nýju fyrirvaralaust og án samþykkis Alþingis, ef samþykkt Alþingis frá árinu 2009, sem veitti framkvæmdavaldinu heimild til samningaviðræðna við ESB, hefði ekki verið afturkölluð. 
 
Þetta er mat Ragnars Arnalds. Skoðun hans á þessu er athyglisverð.
 


mbl.is Gæti hafið viðræður fyrirvaralaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framleiðsla dregst saman á Ítalíu

Hagvöxtur var neikvæður om 0,1% á fyrsta ársfjórðungi á Ítalíu samanborið við síðasta fjórðung ársins 2013. Samdrátturinn var enn meiri ef borið er saman við sama fjórðung í fyrra eða 0,5%. 

Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ítala sem glíma enn við mikið atvinnuleysi.

Þetta eru líka alvarlegar fréttir fyrir evrusvæðið sem býr enn við stöðnun í atvinnulífi og mikið atvinnuleysi.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að íbúar í Evrópu eru óhressir með ESB, evruna og fyrir því að þeir sem á annað borð nenna að mæta á kjörstað í ESB-kosningunum í lok mánaðar munu í talsverðum mæli kjósa óánægjuflokka eftir því sem skoðanakannanir benda til. 


Bullið í ESB-Barnier

Enn einu sinni láta forkólfar ESB eins og þeir geti eða ætli að koma til hjálpar til að leysa úr málum vegna fjármagnshafta. Nú síðast Michel Barnier, innrimarkaðsfulltrúi í framkvæmdasstjórn ESB. 

Þetta sama var sagt áður en við sóttum um aðild að ESB. Framkvæmdastjórn ESB hafði hins vegar ákkúrat ekkert til að segja eða gera sem gat liðkað fyrir fjármagnshaftamálum á meðan unnið var að umsókn að ESB á sínum tíma. Það er AGS sem er hið alþjóðlega stofnanabatterí sem ráð eru sótt til í þessum efnum. Án AGS hefði ESB varla getað leyst úr sínum eigin vandamálum undanfarin ár.

Eins og fram hefur komið í fréttum þarf að leysa skuldamál þrotabúa föllnu bankanna til að hægt sé að aflétta höftum. ESB hefur ekkert komið að gagni í þeim efnum.

Þvert á móti voru það reglur ESB á EES-svæðinu sem gerðu útþenslu og skuldasöfnun íslensku útrásarbankanna mögulega. Án EES-reglnanna hefði fjármálaáfallið orðið miklu veigaminna hér á landi en það varð. 

 


mbl.is Tilbúnir í samstarf um lausn gjaldeyrishaftanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarfélögin eru að drukkna í ESB-reglum

Sveitarstjórnamenn í Danmörku eru að drukkna í reglufargani ESB segja frambjóðendur til ESB-þingsins. Heimafyrirtæki eru að tapa í samkeppni við alþjóðleg stórfyrirtæki um verkefni meðal annars vegna þess mikla lögfræðikostnaðar sem útboðum fylgja og undirboða erlendis frá. Lögfræðikostnaður sveitarfélaganna er einnig mikill.

Danir eru í ESB og með fulltrúa á þingi ESB. Margir þeirra eru þeirrar skoðunar völd og áhrif séu að sogast burt frá dönskum almenningi til skrifræðisfulltrúanna í Brussel.

Sjá nánar um þetta meðal annars hér: EU skal ud af kommunerne.  


Dregur úr iðnaðarframleiðslu á evrusvæði

Iðnaðarframleiðsla á 18-landa evrusvæðinu féll um 0,3% í mars síðastliðnum. Það er því ljóst að efnahagur landanna er ekki að taka við sér en framleiðslan hefur staðið nokkurn veginn í stað undanfarna mánuði og hið sama gildir um hið mikla atvinnuleysi sem enn er um 12% að meðaltali, en um 50% hjá ungu fólki í nokkrum jaðarríkjanna.
 
Efnahagsbatinn lætur því á sér standa á evrusvæðinu.
 
Sjá nánar um þetta í frétt á vefnum EUbusiness

Dóna- og ruddalegar ESB-kosningaauglýsingar

Ofbeldi og klám er notað til að lokka kjósendur á kjörstað í kosningum til ESB-ráðgjafarþingsins, en það hefur jú eins og flestir vita lítil völd. Dönum er mörgum mjög misboðið yfir ruddafenginni myndbands-auglýsingu sem birt hefur verið, en Eyjan.is greinir frá þessu.

Klámið virðist vera fleiri ESB-forkólfum hugleikið. Skammt er síðan franskur ESB-stjórnmálamaður reyndi að útskýra fyrir ungum frönskum kjósendum ágæti ESB og evru með því að nú gæti hann farið yfir til Þýskalands á klámbíó án þess að sýna vegabréf og hann gæti nú notað evrurnar sínar til að borga fyrir aðgöngumiða.

Ja, hérna! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 98
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 677
  • Frá upphafi: 1116870

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 594
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband