Bloggfærslur mánaðarins, október 2015
Föstudagur, 30. október 2015
Norðmenn falla ekki fyrir fagurgala Cameron
Norðmenn láta sér fátt um finnast þótt Cameron forsætisráðherra Breta reyni að beita Norðmönnum fyrir sig í baráttu sinni við Evrópusambandið, annað hvort sem víti til að varast eða mögulegum samherja. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, skrifar um þetta á vef sínum og vitnar þar til greinar sem Katrhine Kleveland, formaður samtakanna Nei við ESB í Noregi, skrifar í breska blaðið Daily Telegraph.
Kathrine Kleveland: Utan ESB hafa Norðmenn frelsi til að velja sjálfir
Kathrine Kleveland, formaður samtakanna Nei við ESB í Noregi skrifar mjög athyglisverða grein í Daily Telegraph í tilefni af þeim orðum Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, að Bretar vildu ekki feta í fótspor Norðmanna og standa utanESB.
Í greininni segir hún að andstaðan við aðild Noregs að ESB sé meiri en nokkru sinni fyrr. Aðal röksemdin fyrir því að standa utan ESB sé sú að með því haldi Norðmenn sjálfstæði sínu svo og lýðræðishallinn innan ESB. Staða Noregs væri jafnframt sterkari með því að ganga út úr EES samstarfinu en gera í þess stað tvíhliða viðskiptasamning við ESB.
Kleveland minnir á að Norðmenn hafi tvisvar sinum hafnað aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum, 1972 og 1994. Nú séu 70% Norðmanna andvígir aðild. Mikilvægast er að með því að standa utan ESB haldi Norðmenn lýðræðislegum gildum sínum, bæði á landsvísu og í sveitarstjórnum.
Hún bendir á að þótt Brussel vilji líta á sig sem nafla alheimsins þá sé það ekki svo. Mikilvægasta alþjóðlega samstarfið á sviði umhverfismála, samstöðu og friðar fari fram utan vébanda ESB. Nágrannar Norðmanna, þ.e. Svíar, Danir og Finnar, sem allir eru aðilar að ESB hafi misst sæti sitt við samningaborðið, þar sem ESB semji fyrir þeirra hönd. Noregur taki þátt í slíku alþjóðlegu samstarfi, sem sjálfstætt ríki.
Þegar Norðmenn hafi fellt aðild í seinna skiptið hafi því verið haldið fram af aðildarsinnum að það mundi koma til efnahagslegs samdráttar og atvinnuleysis í Noregi. Á20 árum hafi komið í ljós að þeir spádómar hafi verið falskir spádómar. Norðmenneigi mikil viðskipti við Evrópuríki og atvinnuleysi sé mun minna í Noregi en í ESB-ríkjum.
Kleveland segir að þrátt fyrir EES-samninginn haldi Norðmenn sjálfstæði sínu á flestum sviðum sameiginlegrar stefnumörkunar ESB. Það eigi við um ESB sem tollabandalag og viðskiptasamninga við þriðju ríki. Í alþjóðlegum viðræðum um viðskiptamál komi ESB fram fyrir hönd allra aðildarríkja en rödd Norðmanna heyrist við það borð.
Og vegna þess að Noregur standi utan við sameiginlegu landbúnaðarstefnuna getiNorðmenn ákveðið landbúnaðarstefnu sína í samræmi við eigin þarfir. Og þar semNorðmenn standi utan við sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna geti Norðmenn fundið það jafnvægi sem hentar þeim í fiskveiðum.
Norðmenn séu ekki aðilar að evrunni og geti þess vegna hagað peningastefnu sinni í samræmi við eigin hagsmuni. Norðmenn séu ekki aðilar að ESB og geti þess vegna ákveðið sína skatta sjálfir á sama tíma og ESB reyni að samræma skattlagningu allra aðildarríkja.
Sumir segi að vísu að vegna EES verði Norðmenn að samþykkja allar tilskipanir ESB. Staðreynd sé hins vegar sú, að flestar þeirra nái ekki til Noregs þrátt fyrir EES. Á tímabilinu2000 til 2013 hafi Norðmenn tekið upp 4723 tilskipanir og reglugerðir vegna EES. Á sama tíma hafi ESB-ríkin tekið upp í löggjöf 52183 slíkar tilskipanir. Af allri löggjöf ESBhafi einungis 9% ratað inn í EES-ríkin.
Að lokum bendir Kleveland á að með því að standa utan ESB hafi Norðmenn frelsi til að ákveða eigin vegferð heima og heiman. Þeir geti beitt ríkisfjármálastefnu og peningastefnu til þess að tryggja atvinnu og velferð þegna sinna, jafnvel á erfiðum tímum.
Að auki ráði þeir sem sjálfstætt ríki yfir auðlindum sínum. Utan ESB hafiNorðmenn frelsi til að velja sjálfir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. október 2015
Krónan er ekki vandamálið, hún er lausnin
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi síðastliðinn sunnudag, sagði að krónan væri ekki vandamálið vegna hárra vaxta sem tíðkuðust hérlendis. Sigmundur sagði engin haldbær rök vera fyrir því að íslenska krónan sé vandamálið og þegar talið barst að evrunni sagði hann að mikill munur væri á vöxtum hjá löndum innan Evrópusambandsins og tiltók Þýskaland og Grikkland sem dæmi. Sigmundur sagði að evran væri rekin eftir því hvað henti Þýskalandi best hverju sinni sem hentar ekkert endilega öðrum þjóðum.
Við þetta má svo bæta að Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins rétt í þessu að menn ættu að líta til þess hvernig hefði farið fyrir þjóðum sem gengið hefðu í björg gjaldmiðilsbandalags ESB, svo sem Grikkja og Íra. Þar væru vandamálin langtum stærri og langdregnari en hjá okkur. Krónan væri enn sem komið er besti kosturinn og fjölmörg og gild rök bentu til þess að skynsamlegast væri að hafa eigin mynt.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. október 2015
ESB kremur lýðræðið í Portúgal!
Hvað er hægt að segja annað um þessa frétt?
Tengill í hana er hér og einnig að neðan:
Vill ekki vinstriflokka í ríkisstjórn
Vill ekki vinstriflokka í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. október 2015
Styrmir krefst gegnsæis og þjóðaratkvæðagreiðslu í ESB-málinu
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins til áratuga, segir að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi lagt blessun sína yfir algerlega ófullnægjandi afgreiðslu núverandi ríkisstjórnar á ESB-málinu. Því sé tímabært fyrir andstæðinga aðildar Íslands að ESB að átta sig á framhaldinu.
Styrmir segir að tvennt virðist blasa við:
Í fyrsta lagi er eðlilegt að sú krafa verði sett fram, að ríkisstjórnin upplýsi nákvæmlega um samskipti og samráð milli utanríkisráðherra og forráðamanna ESB áður en hann sendi bréf sitt í marz, við hvaða svari var búizt og hvers vegna annað svar kom en sagt hafði verið frá á ríkisstjórnarfundi. Ennfremur hvort og þá hvaða samskipti fóru fram í kjölfar þess að annað svar kom frá ESB en búizt var við.
Ennfremur verði upplýst frekar um efni samtala Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra við forráðamenn ESB sl.sumar.
Auðvitað er eðlilegt að þessar spurningar séu bornar fram á Alþingi en nú háttar svo til aðþað er orðið sameiginlegt hagsmunamál stjórnarflokka og stjórnarandstöðuað láta málið liggja og hreyfa ekki við því. Þess vegna má nokkurn veginn ganga út frá því sem vísu, að hvorki þingmenn stjórnarflokka né þingmenn hinna hefðbundnu stjórnarandstöðuflokka á Alþingi beri fram slíka fyrirspurn.
En hvað um stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar skv. skoðanakönnunum - Pírata?Gagnsæi í stjórnsýslu er eitt helzta baráttumál þeirra í stjórnmálum. Hvers vegna bera þingmenn Pírata ekki þessar spurningar fram á Alþingi til utanríkisráðherra og forsætisráðherra?
Til umhugsunar fyrir þingmenn Pírata.
Í öðru lagi er ljóst, þrátt fyrir það, sem á undan er gengið, að ríkisstjórnin á enn einaleið til þess að geta horfzt í augu við kjósendur eftir eitt og hálft ár. Hún getur staðið við fyrirheitið um aðkomu þjóðarinnar að málinu. Hún getur efnt tilþjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2016 um spurninguna af eða á, vilja Íslendingar ganga í Evrópusambandið eða ekki.
Með því að efna til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu gætu frambjóðendur stjórnarflokkannahorft í augun á kjósendum sínum.
Annars ekki.
Sunnudagur, 25. október 2015
Evruandstæðingar sigra í Póllandi í dag
Ef fer sem horfir munu andstæðingar upptöku evru og nánara sambands við Evrópusambandið sigra í þingkosningunum í Póllandi í dag. Pólverjar telja það mikla mildi að þeir skuli ekki hafa verið búnir að taka upp evruna áður en evrukreppan hófst sem haldið hefur efnahagslífi Evrópu í ákveðinni spennitreyju síðustu árin.
Þessu tengt er að fróðlegt var að hlýða á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra útlista þá erfiðleika sem fylgja evrunni í viðtali í þættinum á Sprengisandi rétt í þessu. Hann sagði m.a. að hagstjórn undir evrunni miði fyrst og fremst við það efnahagsástand sem á sér stað í Þýskalandi.
Útlit fyrir stórsigur íhaldsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 24. október 2015
Tómas Ingi Olrich talar skýrt um stjórnmálastöðuna
Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráðherra, sendiherra og þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, flutti athyglisverða ræðu á aðalfundi Heimssýnar á fimmtudagskvöldið. Þar fór Tómas Ingi vítt yfir sviðið og greindi þá þróun sem átt hefur sér stað í stjórnmálum hér á landi frá því fyrir fjármálahrunið, meðal annars um það hvernig nýjar átakalínur hafi orðið til og hvernig gildi hafa breyst.
Tómas Ingi sagði meðal annars eitthvað á þá leið að sjálfstraust þjóðarinnar væri nauðsynlegt til þess að stuðla að sem bestum hag. Skortur á sjálfstrausti og vanburðugar stjórnarstofnanir hér á landi væru vísasta leiðin til þess að hagur Íslendinga yrði fyrir borð borinn. Í því efni rakti Tómas Ingi reynslu sína af samskiptum við fulltrúa annarra þjóða á alþjóðlegum vettvangi og sagði að reglur þjóðríkjanna hefðu að jafnaði reynst sterkari og mikilvægari en reglur alþjóðastofnana. Tómas undirstrikaði að auðmýkt á alþjóðavettvangi, líkt og ýmsir hefðu sýnt að undanförnu, byði aðeins yfirgangi annarra heim. Þess vegna yrðu Íslendingar að standa fast á sínu og varast undirgefni við aðrar þjóðir eða alþjóðastofnanir.
Tómas sagði að skortur á sjálfstrausti, of mikil undirgefni gagnvart stjórnvöldum annarra ríkja eða alþjóðastofnana og upplausn í stjórnmálum hefði verið of einkennandi að undanförnu. Þessu tengdist krafan um svokölluð samræðustjórnmál og ótti við erfiðar ákvarðanir. Stjórnmálamenn væru of fljótt tilbúnir til að gefa eftir og semja og þessu tengt væri að margir vildu kíkja í pakkann í Evrópumálum. Þessar aðstæður endurspegluðu skort á pólitískri forystu í landinu og almennan ótti við að taka af skarið.
Þá hafði Tómas orð á því að frelsi væri lykilatriði, m.a. í viðskiptum, að kapítalisminn væri verkfæri í þeim efnum en að varast bæri að setja viðskiptin á sams konar stall og gert hefði verið fyrir fjármálahrunið.
Tómas fór nokkrum orðum um skortinn í heiminum á vatni, matvælum og orku og um tengsl þess við umhverfismálin. Hann sagði að forsenda sjálfstæðis væri sjálfstæður aðgangur að matvælum og orku.
Þá tók Tómas það fram að það væri afstaða hans að það bæri að afturkalla umsóknina um aðild að ESB með skýrum hætti. Eins og staðan væri núna væri umsóknin bara í dvala og auðvelt væri að vekja hana til lífsins á ný.
Laugardagur, 24. október 2015
Jón Bjarnason endurkjörinn formaður Heimssýnar
Á aðalfundi Heimssýnar sem haldinn var á fimmtudagskvöldið var Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, endurkjörinn formaður Heimssýnar, en hann hefur gegnt því embætti í eitt ár. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var einnig endurkjörin varaformaður Heimssýnar, en hún hefur einnig gegnt því embætti í eitt ár.
Stjórn Heimssýnar var að öðru leyti að mestu óbreytt. Stjórnin kemur fjótlega saman til fundar og kýs í önnur embætti, svo sem gjaldkera, ritara og í framkvæmdastjórn. Nánari upplýsingar um það og um kjörið verða birtar fljótlega.
Á aðalfundinum flutti Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráðherra, sendiherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, yfirgripsmikla ræðu um utanríkismál og íslensk stjórnmál. Nánar verður greint frá henni fljótlega.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. október 2015
ESB er glapræði segir þingmaður Verkamannaflokksins
Fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins, Austin Mitchell, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að það væri glapræði fyrir Íslendinga að ganga í ESB. Hann segist hafa varað Íslendinga við ESB. Þar sem Ísland reiði sig á fisk sé eina leiðin til að tryggja sjálfbærar veiðar að þjóðríkið ráði sinni eigin efnahagslögsögu. Hann segir fiskveiðistefnu ESB hafa stórskaðað sjávarútveg í Bretlandi.
Hryðjuverkalögin svartur blettur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 23. október 2015
ESB heldur hag aðldarþjóðanna niðri að sögn Junckers
Eins og meðfylgjandi frétt ber með sér er framtíðarsýn Jean-Claude Junckers, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sú að ESB muni dragast aftur úr öðrum heimshlutum hvað hagþróun varðar. Ástæðurnar eru innri mótsetningar innan ESB, milli ríkja og hópa.
Lesendur eru hvattir til að lesa meðfylgjandi frétt Morgunblaðsins.
Evrópusambandið stendur frammi fyrir efnahagslegri hnignun til lengri tíma litið og áframhaldandi samrunaþróun innan sambandsins er í hættu. Þetta sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sem hann flutti nýverið í Madrid, höfuðborg Spánar, um framtíðarhorfur sambandsins. Þetta kemur fram í dag áfréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.
Efnahagslega horfum við fram á endalok dýrðardaga Evrópusambandsins samanborið við það sem aðrir eru að gera, sagði Juncker og vísaði til annarra efnahagssvæða og ríkja í heiminum. Draumurinn um sameinaða Evrópu væri í hættu vegna deilna á grundvelli þjóðernis og aðskilnaðarhreyfinga. Evrópusambandinu gengur ekki sérlega vel og við verðum að sjá til þess að haldið verði lífi í metnaðarfullum markmiðum sambandsins, vonum þess og draumum.
Juncker benti á að hlutdeild Evrópusambandsins í landsframleiðslu á heimsvísu yrði brátt einungis 15% á meðan 80% hagvaxtar yrði í ríkjum utan sambandsins. Fram kemur í fréttinni að meðalaldur íbúa ríkja Evrópusambandsins verði sífellt hærri og íbúum þeirra fækki að sama skapi stöðugt. Þannig sé hlutfall Evrópubúa 7% af jarðarbúum í dag samanborið við 20% fyrir öld og gætu orðið einungis 4% í lok þessarar aldar.
Lýðfræðileg staða okkar hefur veikst og verður þannig áfram, sagði Juncker. Þessi staða undirstrikaði nauðsyn þess að ríki Evrópusambandsins stæðu saman. Réttu viðbrögðin við þessari stöðu væru ekki að skiptast í fylkingar á forsendum þjóðernis.
Dýrðardagar ESB á enda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 22. október 2015
Aðalfundurinn hefst í kvöld klukkan 19:30
Aðalfundur Heimssýnar hefst í kvöld klukkan 19:30 á Hótel Sögu. Sérstakur gestur fundarins verður Tómas Ingi Olricht, fyrrverandi menntamálaráðherra, þingmaður og sendiherra.
Við hvetjum félaga í Heimssýn til að mæta og hlýða á afar áhugavert erindi Tómasar Inga, taka þátt í aðalfundarstörfum og kjósa nýja stjórn.
Dagskrá verður með þessum hætti:
- Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins.
- Erindi: Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráðherra og sendiherra.
- Önnur mál.
Með bestu kveðju og von um að sjá ykkur sem flest á fundinum í kvöld.
Fundurinn hefst klukkan 19:30 á Hótel Sögu.
Framkvæmdastjórnin.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 490
- Sl. sólarhring: 498
- Sl. viku: 2328
- Frá upphafi: 1187555
Annað
- Innlit í dag: 452
- Innlit sl. viku: 2072
- Gestir í dag: 426
- IP-tölur í dag: 418
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar