Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016
Föstudagur, 17. júní 2016
Sjálfstæðið er sívirk auðlind
Sjálfstæðið er sívirk auðlind. Svo er nafn á bók sem Ragnar Arnalds, fyrsti formaður Heimssýnar, gaf út árið 1998. Þetta eru orð að sönnu. Í sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar felst mikill kraftur sem knúið hefur áfram framþróun og framfarir. Þótt auðlindir Íslands séu margháttaðar er sjálfstæðið ásamt íslenskri tungu dýrmætasta auðlind Íslendinga.
Gleðilegan þjóðhátíðardag!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. júní 2016
ESB ræður ekki við vaxandi misskiptingu auðs í álfunni
Misskipting auðs er mikil á milli Suður- og Norður-Evrópu og hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Innan einstakra Evrópuríkja ríkir eflaust þó nokkur tekjujöfnuður en bilið á milli fátæku og ríku þjóða álfunnar mun áfram vaxa ef fram fer sem horfir. Á meðan standa evrópskir ráðamenn ráðalausir.
Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli James K. Galbraith, hagfræðiprófessors við Háskólann í Texas í Austin á hádegisfundi á vegum hagfræðideildar Háskóla Íslands og Samtaka sparifjáreigenda í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær.
Þetta kemur fram í mbl.is í dag.
Þar segir einnig:
Þetta sýndi í raun við hvaða vanda Evrópusambandið ætti við að glíma um þessar mundir. Í Evrópu væri ekki fyrir hendi neitt skilvirkt gangverk sem gerði fátæku þjóðum álfunnar kleift að bæta stöðu sína gagnvart ríkari þjóðunum. Raunin væri hins vegar önnur í Bandaríkjunum. Þar væri til að mynda til staðar velferðarkerfi og ýmis önnur umbótakerfi sem miðuðu sérstaklega að því að hjálpa fátækustu ríkjunum.
![]() |
Vaxandi misskipting auðs í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. júní 2016
ESB-umsókn Sviss dregin til baka
Nú eru Svisslendingar formlega og kyrfilega búnir að draga umsókn sína til baka eftir að báðar þingdeildir hafa samþykkt að það skuli gert. Þeir telja greinilega enga vanþörf á að þetta sé alveg skýrt. Umsóknin hafði merkingu jafnvel þótt hún hafi verið óhreyfð í langan tíma.
Nú ætti Alþingi Íslendinga að fylgja í fótspor Svisslendinga og draga umsókn Íslands um aðild að þessu fallandi bandalagi til baka.
![]() |
Draga ESB-umsókn Sviss til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. júní 2016
Grikkir selja eyjar til að borga ESB
Grikkir eru ekki lengur þegnar í landi sínu, sagði James Galbraith í fyrirlestri í Háskóla Íslands í dag. Meðfylgjandi frétt sýnir þá hrikalegu stöðu sem Grikkland er í. Landsmenn þurfa að selja land sitt til að borga skuldir í Brussel.
Sjá frétt: Grikkir selja eyjar til að borga skuldir í Brussel.
Þriðjudagur, 14. júní 2016
Galbraith um hina kæfandi hönd evrunnar
Sameiginlegur gjaldmiðill og sameiginleg peningastefna fyrir stóran hluta Evrópu hefur það mikla erfiðleika í för með sér fyrir stóran hluta álfunnar að ekki verður við svo búið til lengdar. Lausnin er minna myntsvæði með Þýskalandi og fáeinum öðrum ríkjum og laustengdara myntsamstarf með öðrum ríkjum. Sameiginleg pólitísk stjórn í Evrópu, líkt og í Bandaríkjunum, sem er nauðsynleg til þess að evrusamstarfið gangi upp, verður aldrei samþykkt af þjóðum Evrópu.
Þetta var meðal þess sem fram kom í fyrirlestri James K. Galbraith, bandarísks hagfræðings, í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. James Galbraith er sonur hins kunna John Kenneth Galbraith. Fyrirlesturinn fjallaði að stórum hluta um um tekjudreifingu í heiminum og um hina mjög svo erfiðu stöðu sem Grikkland er í vegna evrunnar og verunnar í ESB.
James Galbraith starfaði um tíma með fyrrverandi fjármálaráðherra Grikkja, Yanis Varoufakis, í baráttunni við valdaöflin í Brussel og Frankfurt. Lýsingar Galbraith á framkomu evrópskra valdhafa voru hrollvekjandi. Markmið þeirra var að bjarga þýskum bönkum og knésetja vinstri stjórnina í Grikklandi. Afkoma grískrar alþýðu var aukaatriði.
![]() |
Ísland hafði getu og vilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. júní 2016
Lilja segir Ísland í betri stöðu en ESB-lönd
Tímaritið Economist fjallar um stöðu Íslands vegna mögulegrar útgöngu Breta úr ESB. Blaðamenn tímaritsins ræða meðal annars við Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra af þessu tilefni. Hún segir Ísland í mun betri stöðu en flest önnur ESB-ríki. Auk þess segir hún að ríki eins og Ísland myndi hafa lítil áhrif væri það aðili að ESB.
Þetta kemur fram í tímaritinu:
Even so, after its banking meltdown in 2008, Iceland applied to join the EU, because it needed financial stability. Many Icelanders wanted to dump the unreliable krona for the euro. But the euro crisis and a change of government scuppered the idea. Iceland is no longer formally a candidate. Lilja Alfredsdottir, the foreign minister, says the country has recovered from its financial crash and is now happy to remain in the EEA. Indeed, she argues that it has done better than euro-crisis countries because it was able to devalue and kept greater control over the policy response than, say, Greece or Ireland. By retaining precious sovereignty, she says, Iceland has the best of both worlds.
Enn fremur segir Lilja:
Ms Lilja Alfredsdottir responds that a small country like Iceland would have little influence even if it were in the EU.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 9. júní 2016
Ánægjan með ESB mælist í lágmarki
Svo hljóðar fyrirsögn á visi.is í dag. Þar segir ennfremur:
Minnst ánægja með Evrópusambandið mælist meðal íbúa Grikklands, Frakklands og Spánar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá bandaríska Pew-rannsóknarfyrirtækinu.
Íbúar í tíu af 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins voru spurðir út í afstöðu sína til sambandsins. Greinilegt er að ánægjan með sambandið hefur dvínað mjög á síðustu misserum.
Einungis 27 prósent Grikkja, 38 prósent Frakka og 44 prósent Breta segjast hafa jákvætt viðhorf til ESB.
Eftir tvær vikur ganga Bretar til kosninga um útgöngu úr Evrópusambandinu. Skoðanakannanir sýna að mjótt verður á mununum. Stundum hafa þeir mælst í meirihluta sem vilja yfirgefa ESB, en stundum hinir sem vilja að Bretland verði áfram í ESB.
David Cameron forsætisráðherra lofaði því fyrir þingkosningar á síðasta ári að ná samningum við Evrópusambandið sem styrki stöðu Bretlands og efna síðan til atkvæðagreiðslu um útgöngu.
Sjálfur hefur hann barist fyrir því að Bretland verði áfram í ESB á þessum nýju forsendum, sem hann samdi um fyrr á árinu. Andstæðingar aðildar koma ekki síst úr hans eigin flokki, Íhaldsflokknum, og hefur sú innanflokksandstaða ekkert dvínað þótt Cameron stæri sig af að hafa náð fram flestu því sem hann gerði kröfur um í samningi sínum við ESB.
Almennt eru íbúar annarra aðildarríkja þeirrar skoðunar að útganga Bretlands yrði slæm fyrir Evrópusambandið. Af þeim níu þjóðum, sem spurðar voru líst Svíum verst á útgöngu Bretlands. 89 prósent Svía telja það verða slæmt fyrir ESB.
Hins vegar er mest ánægjan með útgöngu Bretlands í Frakklandi, þar sem 32 prósent aðspurðra segja að hún yrði ESB til góðs.
Almennt eru kjósendur hægri flokka haldnir meiri efasemdum um ESB en kjósendur vinstri flokka, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Á Grikklandi, Ítalíu, í Frakklandi og á Spáni er mest andstaða við það hvernig ESB hefur tekið á efnahagsmálum, enda hafa efnahagsörðugleikarnir orðið mestir í þessum löndum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. júní 2016
Meirihluti Breta vill úr ESB
Stuðningur við úrsögn Breta úr Evrópusambandinu mælist nú meiri en stuðningur við áframhaldandi veru.
Meðaltal rannsóknarmiðstöðvarinnar WhatUKThinks, sem byggir á þremur könnunum sem gerðar voru um helgina, mælir 51 prósenta stuðning við úrsögn á móti 49 prósenta stuðningi við áframahaldandi veru.
Rúmlega tvær vikur eru í að Bretar gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosið verður á milli valkostanna tveggja.
Þetta kemur fram í meðfylgjandi frétt í mbl.is
![]() |
Meirihluti vill úr Evrópusambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 7.6.2016 kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 1. júní 2016
Stórmerkileg frétt
Það er í raun stórmerkilegt að meira en helmingur Breta skuli alls ekki sætta sig við að vera í Evrópusambandinu. Það er enn merkilega að álíka stóri hluti fleiri aðildarþjóða skuli ekki sætta sig við veruna í ESB.
Það er líka mjög merkilegt að Norðmenn skuli hafa hafnað því í tvígang að gerast aðili að ESB og að Grænlendingum skuli hafa tekist að forða sér úr ESB.
Það er kannski ekki jafn merkilegt að hvorki Bretar, Svíar né Danir vilji sjá þann ólukkans gjaldmiðil, evruna, sem á stóran þátt efnahagsvandræðunum sem nú ráða ríkjum víðast hvar á svæðinu. Reyndar er stór hluti Evrópu mjög óánægður með evrusamstarfið.
Þetta er í raun alveg stórmerkilegt. Þeim mun furðulegra er það að til skuli vera þeir hópar sem reyna að þröngva Íslandi inn í ESB og í evrusamvinnuna með því að heimta að samningarnir við ESB verði kláraðir. Skyldu einhverjir forsetaframbjóðendur vera þeirrar skoðunar, þ.e. að klára eigi samningana við ESB, og halda þannig áfram þeirri aðlögun að ESB sem Samfylkingin hvatti helst til.
Er þetta lið ekki búið að fatta hvers vegna Samfylkingin er að hverfa?
![]() |
Vaxandi vilji til að yfirgefa ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
- Spurningunni sem aldrei var svarað
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 291
- Sl. sólarhring: 334
- Sl. viku: 1865
- Frá upphafi: 1209077
Annað
- Innlit í dag: 263
- Innlit sl. viku: 1726
- Gestir í dag: 251
- IP-tölur í dag: 247
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar