Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2017

Sjálfstæðisbarátta Katalóna til umræðu í Háskóla Íslands á laugardag

AlbertLlemosiSjálfstæðisbarátta og sjálfstæðishreyfing Katalóna verður til umræðu í Háskóla Íslands á laugardaginn, 2. desember næstkomandi, klukkan 14:00. Frummælandi verður Albert Llemosí prófessor við háskólann á Baleareyjum (en þar er töluð katalónska eins og víðar á Spáni utan Katalóníu). 

Það eru félögin Herjan, Ísafold og Heimssýn sem skipuleggja fundinn.

Fundurinn verður haldinn í stofu 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands í Reykjavík og hefst klukkan 14:00 eins og áður sagði.

Allir eru velkomnir á meðan húsrými leyfir. Frummælandinn mælir á enska tungu.


Fullveldisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á móti aðild að ESB

fullveldisstjorninÞað er rétt að staðfesta það hér með að í sáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er það undirstrikað að Ísland skuli vera fyrir utan ESB. Í stjórnarsáttmálanum segir: 

  • Hagsmunum Íslands er best borgið með því að standa áfram utan Evrópusambandsins.

Þar með er það staðfest að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur heldur Íslandi utan ESB.


mbl.is Áhersla á nýsköpun hjá nýrri ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlaunahöfundar á fullveldishátíð Heimssýnar annað kvöld

Fullveldið og þjóðtungan verður til umræðu á hátíðarfundi Heimssýnar annað kvöld, föstudaginn fyrsta desember, klukkan 20:30 í Ármúla 4 í Reykjavík. Þá mun Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist, rithöfundur, verðlaunaður þýðandi og fyrrum forystumaður í samtökum rithöfunda og þýðenda, fjalla stuttlega um baráttuna við að viðhalda þjóðtungunni. Að því loknu mun einn af verðlaunarithöfundum í yngri kantinum lesa upp úr verkum sínum. Það er Dagur Hjartarson, sem hefur gefið út bæði ljóð og skáldsögu og hlotið fyrir verk sín bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ræktum fullveldisdaginn og þjóðtunguna. Allir í Ármúla 4 (2. hæð) annað kvöld, föstudaginn 1. desember 2017 klukkan 20:30.

 

Undirbúningsnefndin

Að neðan eru myndir af Rúnari Helga (efri) og Degi.

RunarHelgiVignisson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DagurHjartarson


Læknir varar við fersku innfluttu kjöti í kjölfar EFTA-dóms

Stjórnvöld þurfa að skilja vandann sem tengdur er nýjum lögum og reglugerðum um innflutning ferskrar matvöru og sem getur borið með sér sýklalyfjaþolnar/ónæmar bakteríur til landsins. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason læknir í grein sem hann birtir á Eyjunni nýverið. Hann bætist þar með í hóp fjölmargra sérfræðinga sem vara við afleiðingum EFTA-dómsins þar sem lagst var gegn innflutningstakmörkunum á fersku kjöti. Spjótin beinast nú að verðandi ríkisstjórn að sjá til þess að öryggi og heilsu landsmanna verði ekki fórnað fyrir einhvern smávægilegan stundargróða örfárra innflytjenda.

Sjá m.a. hérhér og hér.


ESB ásælist orku Norðmanna

Talsverðar umræður eru í Noregi um hversu langt eigi að ganga í samvinnu við stofnanir ESB í orkumálum. Ríkisstjórnin hefur viljað auka samvinnuna en það hefur hefur leitt til harðra mótmæla. Sjá hér og hér og hér


Norðmenn vilja kjósa um uppsögn EES-samningsins

MortenHarperNorðmenn hafa áhyggjur af víkjandi hagsmunum Noregs vegna lagareglna ESB. Evrópska efnahagssvæðið er umdeilt vegna óendanlegs flóðs nýrra lagareglna ESB sem ógnar norrænum vinnumarkaði, eykur kostnað fyrirtækja í dreifbýli vegna aukinna reglna ESB og fullveldið er flutt til eftirlitsstofnunarinnar EFTA (ESA) og fjölmargra stofnana ESB, svo sem í fjármálagerningum. Nærri 12.000 ESB-tilskipanir og reglugerðir hafa verið teknar upp í gegnum EES-samninginn, sem hefur breytt norsku samfélagi á ýmsum sviðum, þar á meðal í geirum samfélagsins sem áttu að vera utan samningsins, svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði.

Þetta kemur fram í grein eftir Morten Harper, rannsóknarstjóra norsku samtakanna Nei til EU.

Jafnframt kemur fram í greininni: 

Þegar Noregur undirritaði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið var okkur sagt frá bæði ESB og ríkisstjórn Verkamannaflokksins á þeim tíma að norskt fullveldi yrði virt. Þess í stað hefur samningurinn – sem gerir Noreg, Ísland og Liechtenstein að hluta til að innri markaði ESB – leitt til stjórnarhátta ESB á nokkrum sviðum.
 
Fyrir 25 árum – 2. maí 1992 – var þessi umdeildi EES-samningur undirritaður áður en þingið samþykkti samninginn um haustið sama ár.
 
Samkomulagið var aldrei tekið til þjóðaratkvæðagreiðslu og í 25 ár er Noregur enn í miðri EES-umræðu sem er ákafari en nokkru sinni fyrr.
 
Þessi heita umræða er að hluta til vegna Brexit, sem er auðvitað það sem er að breytast í evrópskum stjórnmálum og býður upp á ný tækifæri til að takast á við alþjóðleg viðskipti og samstarf.
 
Fyrir Noreg er þetta tími til að endurskoða samskipti okkar við ESB, auk þess að þróa tvíhliða viðskiptasambönd við Bretland, helsta útflutningsmarkað Noregs.
 
....
Samhliða ræður túlkun ESB-sáttmálans og annarra ESB-/EES-reglna sem eru strangari og hafa enn frekari áhrif á norska hagsmuni með víðtækara umfangi. Kostnaður Noregs af EES-samningnum hefur tífaldast frá árinu 1992. Án formlegrar skuldbindingar í samningnum hefur norska ríkisstjórnin aftur og aftur samþykkt að fjármagna stuðningsáætlanir ESB-landanna (EES-styrki og Noregs-styrki). Vegna áætlana ESB (rannsóknir o.s.frv.) og kostnaðar við EFTA-/EES-stofnanir, greiðir Noregur um 650 milljónir punda (um 100 milljarða ISK) á hverju ári til ESB og einstakra ríkja sambandsins.
 
....
 
EES-samningurinn hefur reynst nákvæmlega eins og samningurinn sem Nei við ESB varaði við þegar Noregur gerðist aðili fyrir 25 árum; „greiða, hlýða og þegja“. Í Brexit-umræðunni hafa sumir mælt fyrir EES sem möguleika fyrir Bretland, þ.m.t. framkvæmdastjórn ESB. En kennslustundin frá Noregi, eftir reynslu í aldarfjórðung, er sú að í EES er landið ekki fært um að stjórna eigin málum. Og það sem kann að hafa verið ætlað sem tímabundið fyrirkomulag dagaði uppi í áratugi. EES-samningurinn var reyndar gerður til að undirbúa aðild Noregs að ESB – sem þjóðin hafnaði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu 1994.
 
Við í Nei við ESB viljum skipta EES-samningnum út gegn nýjum viðskiptasamningi og krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um uppsögn EES-samningsins. Við erum viss um að það væri betra að eiga viðskipti á jöfnum skilmálum við ESB en að vera samþætt inn í innri markaðinn og „frelsi“ hans, frjálst flæði vöru, þjónustu, fjármagns og vinnuafls.
 
Tvær nýlegar skoðanakannanir, á vegum Nei við ESB og framkvæmdar af Sentio, staðfestu opinberan stuðning við þessa mikilvægu kröfu. Í fyrsta lagi: Mikill meirihluti hefur áhuga á að segja upp EES-samningnum: 47% eru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um að Noregur yfirgefi EES, en aðeins 20% hafna slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu.
 
Norðmenn eru einnig gagnrýnni á EES en áður. Kannanir undanfarin ár hafa sýnt meirihlutastuðning Norðmanna við EES, en þetta er nú að breytast. Enn er mikill fjöldi óviss í afstöðu sinni – 46% – en meðal þeirra sem taka þátt styðja aðeins 23% EES og 31% vilja eiga viðskipti í staðinn. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu er meirihluti gegn veru í EES, næstum 60% á móti 40%.
 
Mikill meirihluti er á móti ESB, sem hefur verið stöðugt í kringum 70% í nokkur ár. Verkamannaflokkurinn, sem er stærsti stjórnmálaflokkur Noregs, breytti nýlega um afstöðu og hefur hætt við það markmið að koma Noregi inn í ESB. Nú er forsætisráðherrann okkar, Erna Solberg, að verða síðust í sínum flokki fylgjandi aðild að ESB. Samstarfsflokkur hennar í ríkisstjórn, Framfaraflokkurinn, er gegn aðild að ESB og vill endursemja um nýjan EES-samning (en vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um EES). EES-samningurinn ætti að virða norskt fullveldi og Noregur ætti að geta hafnað þeim reglum sem við ættum ekki að hafa. 25 árum síðar er augljóst að Noregur hefur nokkrum sinnum gefið eftir stjórnvaldsákvæði. Réttur Noregs og EFTA-samstarfsaðila okkar til að hafna nýjum ESB-lagareglum er í EES-samningnum, en hefur ávallt verið svæfður. Í nokkurn tíma hafnaði Noregur þriðju pósttilskipunum ESB, en núverandi borgaralega ríkisstjórn dró til baka þá höfnun. Neitunarákvæði samningsins hafa aldrei verið notuð til að tryggja varanlegar undantekningar fyrir Noreg.
 
Í norsku EES-umræðunni er mikið talað um að nota „rými fyrir innlent frelsi“, það er að segja, að finna fyrirkomulag til að sniðganga eða draga úr neikvæðum áhrifum regluverks ESB. Þetta segir eitthvað um hve mótsagnakenndur og óskynsamlegur EES-samningurinn hefur reynst vera.
 
Lykilatriði í nýju skýrslunni „25 ár í EES“, er hvernig EES-samningurinn veldur einkum skaða á norska atvinnulífinu. EES-skýrslan sýnir hvernig norsk lög, kjarasamningar og ILO-samningar (Alþjóðavinnumálastofnunin) víkja fyrir reglum ESB/EES.
 
Í umdeildum úrskurði í lok síðasta árs fylgdi Hæstiréttur ráðgjöf EFTA-dómstólsins og setti reglur ESB um frelsi fyrirtækja framar rétti verkamanna og 137. ákvæði Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar um hafnarverkamenn. Nokkur verkalýðsfélög krefjast þess nú að Noregur yfirgefi EES.
 
Noregur er mikill framleiðandi orku. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill tengja Noreg eins náið og unnt er við ESB-orkukerfið og stefnir að fimmta frelsinu: frjálsu orkuflæði. Meirihluti ESB-orkulöggjafarinnar er talinn falla undir Evrópska efnahagssvæðið og gerir því samninginn að verkfæri ESB til að samþætta Noreg í orkukerfið.
 
Nánast ekkert hefur meiri þýðingu fyrir norskan iðnað en langtíma aðgengi að raforku á samkeppnishæfu verði. Sífellt meiri útflutningur rafmagns til meginlandsins og Bretlands getur leitt til þess að Noregur þurfi að greiða hærra raforkuverð fyrir sín not. Aðeins við þjóðarorkakreppu getur Noregur komið í veg fyrir útflutning raforku. Að öðru leyti stjórnast allt af samkeppnisreglum ESB/EES.
 
Stuðningsmenn EES styðjast enn við sama hræðsluáróðurinn og árið 1992: að við verðum að hafa EES-samning um að selja vörur til ESB. Þessi áróður var mjög villandi árið 1992 – og er það enn í dag. Norski iðnaðurinn hafði frjálsan aðgang að öllum útflutningi til Evrópusambandsins fyrir EES – og þessi fríverslunarsamningur myndi enn gilda ef EES-samningnum yrði sagt upp.
 
Reyndar fór stærri hluti útflutnings til ESB-landa (þá EU12) fyrir EES-samninginn en raunin er í dag. Ef eitthvað sýnir þetta greinilega að EES-samningurinn er ekki forsenda fyrir viðskiptum við ESB. Meira en 150 lönd utan hins sameiginlega markaðs selja vörur til ESB.
 
Ekkert þeirra þarf að breyta löggjöf sinni eða gefa eftir fullveldi til að selja vörur sínar til ESB. Þetta á einungis við um Noreg, Ísland og Liechtenstein og það er þessi undirgefni fyrir ESB-löggjöfinni sem gerir EES-samninginn svo óþolandi.
 
25 ár í EES hefur verið meira en nóg.

Höfundur er rannsóknarstjóri „Nej til EU“-samtakanna norsku.


Aðeins 20% Norðmanna vilja í ESB - nú er rætt um útgöngu úr EES

neitileunov2017Skoðanakannanir í Noregi að undanförnu sýna að stuðningur við aðild að ESB er mjög veikur. Aðeins 20% Norðmanna vilja í ESB samkvæmt síðustu skoðanakönnun en 66% eru á móti aðild. Á sama tíma hefur færst aukinn þungi í umræðu um að Norðmenn losi sig við EES-samninginn.


Voru kommarnir ritskoðaðir vegna lélegrar íslenskukunnáttu?*

Fullveldið og þjóðtungan verður til umræðu á hátíðarfundi Heimssýnar föstudaginn fyrsta desember næstkomandi klukkan 20:30 í Ármúla 4 í Reykjavík. Þá mun Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist, rithöfundur og fyrrum forystumaður í samtökum rithöfunda og þýðenda, fjalla stuttlega um baráttuna við að viðhalda þjóðtungunni. Að því loknu mun einn af verðlaunarithöfundum í yngri kantinum lesa upp úr verkum sínum. Það er Dagur Hjartarson, sem hefur gefið út bæði ljóð og skáldsögu og hlotið fyrir verk sín bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Boðið verður upp á léttar veitingar. Ræktum fullveldisdaginn og þjóðtunguna. Allir í Ármúla 4 (2. hæð) föstudaginn 1. desember 2017 klukkan 20:30.

*Spurningunni í fyrirsögninni verður svarað á föstudagskvöldið en um er að ræða ritskoðun sem átti sér stað fyrir nokkrum áratugum.

Undirbúningsnefndin

Að neðan eru myndir af Rúnari Helga (efri) og Degi.

RunarHelgiVignisson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DagurHjartarson


Alþingi þarf að eyða skaðlegum áhrifum dóms

erna_bjarnadottirÍsland er ekki aðili að stefnu ESB í landbúnaðarmálum. Sterkir fyrirvarar voru settir við það þegar samningurinn um EES var samþykktur, m.a. til að tryggja öryggi og heilbrigði í meðferð matvæla. Eftir sem áður komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólögmætt sé að takmarka innflutning á fersku kjöti. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir í nýlegri grein sem birt var í Morgunblaðinu af þessu tilefni að dómstólaleiðin á vettvangi EES hafi nú verið tæmd í þessu máli og að öðru jöfnu sé íslenska ríkið skuldbundið til að hlíta dómi af þessu tagi. Standi hins vegar almennur vilji til að verja sérstöðu okkar beri stjórnmálamönnum að slá skjaldborg um hana og leita til þess allra löglegra leiða. Löggjöf og reglur séu mannanna verk.

Í grein Ernu frá 18. nóvember, sem ber yfirskriftina Viðskiptahagsmunir teknir fram yfir heilsufarsrök, segir m.a.:

 

Horft framhjá varnöglum

Með dómnum er enn eitt skrefið tekið að því marki að ryðja á brott einum af hornsteinum í stefnu er varðar heilsu búfjár og jafnframt lýðheilsu. Sögu þessa máls má rekja allt aftur til samþykktar EES-samningsins sem var undirritaður fyrir 25 árum. Þar var landbúnaður alveg undanskilinn. Sameiginleg löggjöf um matvælaheilbrigði var ekki til á þeim tíma heldur þróaðist síðar eftir áföll og hneykslismál. Hins vegar var í EES-samningnum að finna ákvæði sem telja má fullvíst að margir þeirra sem fjölluðu um samninginn hér á landi á sínum tíma töldu vera hald í, kæmi til þess að knúið yrði á um breytingar á innflutningi landbúnaðarvara síðar meir. Ágætt er að rifja upp að á þessum tíma var innflutningur landbúnaðarvara að meginreglu bannaður en leyfður þegar þær vörur sem framleiddar voru hér á landi voru ekki til. Þegar samningar innan WTO voru til lykta leiddir tveimur árum síðar og öllum innflutningsbönnum var breytt í tolla fékk Ísland staðfestar heilbrigðisreglur vegna sérstöðu dýraheilbrigðis sem unnið hefur verið eftir æ síðan.

Ísland er ekki aðili að stefnu ESB í landbúnaðarmálum

Augljóst var að 13. grein EES-samningsins var ætlað að skapa möguleika fyrir einstök lönd að bregðast við þar sem sérstakir hagsmunir voru í húfi en þar kemur fram að aðildarríki samningsins megi grípa til aðgerða til verndar heilsu dýra og manna. Hins vegar er að finna ákvæði í 18. gr. EES-samningsins sem gerir ráð fyrir að unnt sé að semja um viðskipti með landbúnaðarafurðir. Í greininni segir: „Með fyrirvara um sérstakt fyrirkomulag varðandi viðskipti með landbúnaðarafurðir skulu samningsaðilar tryggja að fyrirkomulaginu, sem kveðið er á um í 17. gr. og a- og b-lið 23. gr. varðandi aðrar vörur en þær er heyra undir 3. mgr. 8. gr., verði ekki stofnað í hættu vegna annarra tæknilegra viðskiptahindrana. Ákvæði 13. gr. skulu gilda.“

Viðskiptasjónarmið ráða för

Síðan þetta var hefur mikið vatn runnið til sjávar. Undir merkjum alþjóðavæðingar virðast viðskiptasjónarmið ráðandi en sjónarmið eins og heilbrigði manna og dýra látin litlu skipta. Heilbrigði manna og dýra felur þó í sér mikil gæði sem eru óafturkræf komi eitthvað upp á. Vísindamenn eru ekki allir sammála um þær hættur sem fylgja innflutningi á þeim vörum sem dómurinn tekur til. Það er þó óumdeilt að rannsóknir eru hvergi nærri búnar að upplýsa allt sem hér skiptir máli. Ný eða áður óþekkt smitefni koma fram og þróun sýklalyfjaónæmra klasakokka er hröð. Þegar útbreiðsla þeirra og tengsl milli dýra og manna eru ekki fullrannsökuð er óábyrgt að tefla sérstöðu okkar í tvísýnu. Það eru ekki rök fyrir því að minnka varnir okkar á þessu sviði að við séum að standa okkur illa á öðrum sviðum. Við eigum einfaldlega að bæta okkur og gera allt sem unnt er til að halda í þau verðmæti sem í þessu felast.

Boltinn er hjá stjórnmálamönnum

Í nýjum dómi EFTA-dómstólsins er ekki fjallað efnislega um þau atriði sem haldið hefur verið fram í málsvörn íslenskra stjórnvalda, þ.e. að heimilt sé að halda uppi einhverjum lágmarksvörnum til að vernda það sérstaka heilbrigðisástand manna og dýra sem ríkir hér á landi. Dómurinn virðist eingöngu byggjast á því að þar sem markmið matvælalöggjafarinnar sé að samræma löggjöf á þessu sviði innan EES-svæðisins komi ekki til álita að heimilt sé fyrir einstök lönd sem eiga aðild að samningnum að beita fyrir sig 13. grein hans.

Varla er vafi á að lögfræðingar líta þessa túlkun misjöfnum augum og jafnvel er hægt að álykta að hér sé beinlínis verið að breyta EES-samningnum því að 18. gr. áskilur berum orðum að 13. gr. skuli gilda eins og fyrr segir. Sé svo stenst það vitaskuld ekki þar sem allt annað ferli þarf að eiga sér stað til að gera breytingar á honum.

Dómstólaleiðin á vettvangi EES hefur nú verið tæmd í þessu máli og að öðru jöfnu er íslenska ríkið skuldbundið til að hlíta fyrrgreindum dómi. Standi hins vegar almennur vilji til að verja okkar sérstöðu ber stjórnmálamönnum að slá skjaldborg um hana og leita til þess allra löglegra leiða. Löggjöf og reglur eru mannanna verk.

 


Vilja virkja Gullfoss!

SvavarHalldorsHugmyndir um að virkja Gullfoss voru á sínum tíma kynntar undir flaggi framfara og ódýrari raforku. Nú eru fæstir á því að hugmyndin hafi verið góð. Sterk öfl virðast samt enn á ný vera tilbúin að að taka áhættu með einstaka íslenska náttúru og erfðafræðilegra sérstöðu fyrir skammtímagróða. Málflutningurinn er klæddur í svipaðan búning viðskiptafrelsis og framfara eins og gert var fyrir rúmri öld.

Þetta segir Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri í grein í Morgunblaðinu í dag. 

Hann segir enn fremur í greininni:

Íslenskir stofnar eru einstæðir og viðkvæmir

Íslensku stofnanir eru litlir og einangrunin veldur því að þeir hafa ekki komist í tæri við ýmsa sjúkdóma sem eru landlægir víða annars staðar. Þeir er því viðkvæmir gagnvart hvers konar sýkingum. Nýlegt dæmi er hrossapestin sem olli hér miklum búsifjum árið 2010 en talið er líklegt að hún hafi borist með notuðum reiðtygjum. Þá hafa allar tilraunir til innflutnings á sauðfé til kynbóta valdið skaða vegna sjúkdóma sem bárust með innfluttu dýrunum. Skaðinn var stundum mikill og litlu hefur mátt muna að íslenska sauðfjárkynið þurrkaðist út. Hættan er raunveruleg, en samkvæmt FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, hafa um eitt þúsund búfjárkyn dáið út í heiminum á síðustu hundrað árum. 

Miklu færri dýrasjúkdómar hér

Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) heldur utan um tölfræði um 119 dýrasjúkdóma í heiminum. Alls hafa 18 þeirra, eða 15%, fundist á Íslandi. En 101 þeirra, eða 85%, hefur aldrei orðið vart hér. Til samanburðar hafa a.m.k. 90, eða 76% þeirra fundist á Spáni. Í Þýskalandi hefur a.m.k. 71, eða 60% þessara sjúkdóma fundist. Spánn og Þýskaland eru meðal þeirra ríkja þar sem mest er notað af breiðvirkum sýklalyfjum í landbúnaði í Evrópu og því miklar líkur á stökkbreyttum fjölónæmum bakteríum sem geta valdið óviðráðanlegum sjúkdómum. Nú þegar er flutt inn frosið kjöt hingað frá þessum löndum en frysting minnkar verulega líkurnar á því að sjúkdómar berist með innflutningum.

Hrátt kjöt er stór áhættuþáttur

Samkvæmt OIE brutust þeir sjúkdómar sem fylgst er með alls 6.879 sinnum út í heiminum árið 2016 (e. outbreaks). Tilfelli í Evrópu voru 5.595. Á Íslandi greindist eitt tilfelli (riðuveiki í sauðfé). Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti, t.d. með flutningi á lifandi dýrum eða tækjum og áhöldum sem notuð eru við dýraeldi eða í matvælaiðnaði. Einn af áhættuþáttunum er flutningur á hráu kjöti. Mörg lönd, sérstaklega eyríki, beita ströngu regluverki til að vernda dýrastofna. Frægasta dæmið er líklega á Galapagos-eyjum en einnig má nefna Japan og Nýja-Sjáland sem er með mjög strangar hömlur á innflutningi matvæla og annarra dýraafurða – sérstaklega á hráu kjöti. Þar er fyrst og fremst verið að hugsa um möguleg áhrif á húsdýrastofna.

Galnar hugmyndir ganga aftur

Stjórnvöld og almenningur í þessum löndum gera sér grein fyrir því að berist nýir sjúkdómar til eyjanna getur það mögulega þýtt útdauða dýrategunda. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif gætu orðið mikil auk neikvæðra áhrif á náttúru og líffræðilegan fjölbreytileika. Þrátt fyrir að hugmyndir um virkjun Gullfoss hafi á sínum tíma verið kynntar undir flaggi framfara og ódýrari raforku, eru fæstir á því núna að hugmyndin sé góð. Sterk öfl virðast samt enn á ný vera tilbúin að að taka áhættu með einstaka íslenska náttúru og erfðafræðilegra sérstöðu fyrir skammtímagróða. Málflutningurinn er klæddur í svipaðan búning viðskiptafrelsis og framfara eins og gert var fyrir rúmri öld.

Óafturkræf náttúruspjöll

Innflutningur á hráu kjöti eykur verulega líkur á því að áður óþekktir dýrasjúkdómar berist hingað til lands. Mótstaða innlendu búfjárkynjanna er ekki til staðar og hugsanlegt, fari allt á versta veg, að þau hreinlega þurrkist út. Fari svo verður ekki aftur snúið. Engu máli skiptir þótt hægt sé að reikna sig niður á að líkurnar séu ekki miklar. Skynsamlegra væri að horfa heldur til landa eins og Nýja-Sjálands til að tryggja að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 1740
  • Frá upphafi: 1176913

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1578
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband