Bloggfærslur mánaðarins, september 2017
Miðvikudagur, 27. september 2017
Vaxandi andstaða norskra þingmanna gegn aðild Noregs að ESB
Í Noregi er vaxandi andstaða gegn aðild Noregs að ESB á sama tíma og fylgi við uppsögn EES-samningsins vex. Síðustu áratugi hefur meirihluti þingmanna Stórþingsins verið fylgjandi aðild en nú er orðinn meirihltui gegn aðild. Nánar segir frá þessu í meðfylgjandi frétt mbl.is:
Meirihluti þingmanna vill ekki í ESB
Fleiri þingmenn á norska Stórþinginu eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið en þeir sem vilja í sambandið í kjölfar þingkosninganna fyrr í þessum mánuði. Þetta er niðurstaða könnunar samtakanna Nei til EU, sem leggjast gegn inngöngu í ESB.
Fram kemur í frétt Nettavisen að samkvæmt könnuninni séu 84 þingmenn andvígir inngöngu í Evrópusambandið og 38 hlynntir henni. Tólf hafi ekki tekið afstöðu og 35 ekki svarað. Ekki hafi áður gerst frá 1994 að fleiri hafi verið á móti því að ganga í sambandið.
Við fögnum því að við höfum loksins Stórþing sem endurspeglar afstöðu þjóðarinnar, er haft eftir Kathrine Kleveland, formanni Nei til EU, en samtökin hafa kannað afstöðu þingmanna til málsins frá árinu 1994. Mikill meirihluti Norðmanna hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið í öllum skoðanakönnunum allt frá árinu 2005.
Formaður norsku Evrópusamtakanna, Jan Erik Grindheim, segist hins vegar óánægður með þessa þróun. Þetta er mjög sorglegt því Evrópusambandsins er meiri þörf en nokkurn tímann. Þjóðernishyggja er í sókn og ef allir verða á móti sambandinu verður ekki friður í Evrópu.
Hins vegar er meirihluti þingmanna á Stórþinginu á móti því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn. Meirihlutinn vill ennfremur frekar EES-samninginn en tvíhliða fríverslunarsamning. Hins vegar hefur sá meirihluti farið minnkandi.
Samkvæmt skoðanakönnunum í Noregi vilja fleiri Norðmenn þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort landið skuli vera áfram aðili að EES-samningnum en þeir sem leggjast gegn því. Þá vilja einnig fleiri Norðmenn skipta samningnum út fyrir fríverslunarsamning en þeir sem eru því andvígir.
Meirihluti þingmanna vill ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. september 2017
Lög og reglur ESB gilda ekki lengur í Bretlandi
Breska þingið hefur nú samþykkt lög sem fela það í sér að lög og reglur ESB sem gilt hafa í Brelandi verða að breskum lögum og að ráðherrar hafi heimild til að gera á þeim nauðsynlegar breytingar. Þingmenn Íhaldsflokksins samþykktu lögin og nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins einnig. Hér eftir verður það því væntanlega breska þingið sem hefur endanlegt löggjafarvald í Bretlandi.
Með þessu er stigið mikilvægt skref í átt að sjálfstæði Bretlands frá ESB. Ástæður þess að Bretar hafa samþykkt útgöngu úr ESB eru kunnar. Eitt veigamesta atriðið er það fullveldisframsal sem felst í aðild að ESB.
Í þessu sambandi má minna á tólf ástæður þess að Íslendingar eigi að standa utan við ESB:
1. Fullveldisframsal
2. ESB þróast í átt að miðstýrðu stórríki þar sem áhrif þjóðþinga aðildarlanda fara þverrandi.
3. Lítil ríki hafa lítið að segja í sambandinu. Stærstu ríkin ráða mestu. Þýskaland langmestu.
4. Síaukið vald færist til embættismanna í Brussel. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa lítið að segja.
5. Valdamiðstöðin er fjarlæg. Almenningur í aðildarlöndunum telur sig of fjarri þeim sem taka ákvarðanir og fólk nennir því varla að taka þátt í kosningum til ESB-þingsins.
6. Evran eru stærstu pólitísku mistök sögunnar til þessa. Hún hefur valdið kreppu í stórum hluta ESB síðustu árin.
7. Stjórn peninga- og efnahagsmála í ESB hefur valdið gífurlegu atvinnuleysi í stórum hluta álfunnar.
8. ESB hefur úrslitavald yfir auðlindum á borð við fiskistofna. Ríkustu löndin kaupa upp fiskikvóta, samanber nýlegt dæmi þar sem sænskar útgerðir eru að kaupa upp kvóta danskra strandveiðimanna.
9. ESB stefnir að því að verða herveldi.
10. ESB-aðild útheimtir að opnað sé fyrir fjárfestingu erlendra fyrirtækja í sjávarútvegi.
11. Samningsréttu þjóða glatast. ESB yfirtekur samningsrétt aðildarþjóða á alþjóðlegum vettvangi.
12. ESB grefur undan landbúnaði. Sýnileg dæmi um það eru í Svíþjóð og Finnlandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 7. september 2017
Meirihluti Norðmanna vill segja upp EES-samningnum
Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar sem norska ríkisútvarpið birtir í dag vilja fleiri Norðmenn segja upp EES-samningnum en þeir sem vilja það ekki. Samtals vilja 40% aðspurðra Norðmanna segja samningnum upp en 35% eru á móti. Fjórðungur Norðmanna er ekki viss.
Norska ríkisútvarpið greinir frá því að þrír flokkar í Stórþinginu vilji segja samningnum upp en enn eru stærstu flokkarnir tveir, Hægri og Jafnaðarmenn, á móti.
Þessar niðurstöður eru taldar til marks um að umræðan um útgöngu Noregs úr EES verði ofar á dagskrá þjóðmála- og stjórnmálaumræðu í Noregi á næstunni. Þingkosningar eru í Noregi á mánudag, 11. september.
Sjá nánar hér.
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 7
- Sl. sólarhring: 485
- Sl. viku: 2514
- Frá upphafi: 1166274
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 2154
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar