Mánudagur, 17. október 2011
Tveir góðir um Steingrím J.
Steingrímur J. Sigfússon var á dögunum í breskum spjallþætti á BBC. Fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna hafi í frammi málflutning um ESB og Icesave sem tveir bloggarar gera að umtalsefni.
Hans Haraldsson skrifar
Í öllum spurningum gekk spyrillinn út frá því að það væri stefna ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG að ganga í ESB. Þegar Steingrímur reynir að útskýra að stefna stjórnarinnar sé að sækja um aðild að sambandinu en ekki ganga í það - þá ákvörðun eigi að taka eftir aðildarferlið - virðist spyrillinn eiga mjög erfitt með að ná utan um það sem Steingrímur er að segja.
Er sú stefna enda án fordæma og alls ekki í samræmi við uppbyggingu inngönguferlisins.
Nýlegt viðtal við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í HardTalk í BBC ætti enginn að láta framhjá sér fara. Það sýnir í hnotskurð bæði fáránleika Icesave málsins hér í umræðunni hér á landi en ekki síður hve fáránleg umsókn Íslands að ESB í raun. Steingrímur er settur í hjákátlega og erfiða stöðu í viðtalinu í augum okkar Íslendinga sem þekkjum forsögu málsins. Steingrímur er í ríkisstjórn sem hefur barist hatrammlega fyrir samþykki Icesave á forsendum ESB og sömuleiðis er hann í ríkisstjórn sem sér enga aðra leið fyrir framtíð Íslands en að gerast aðili að ESB
Sunnudagur, 16. október 2011
EES-samningurinn er aðeins 10% af ESB-aðild
Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra er í Brussel þessa dagana að kynna sjónarmið andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Björn kannar jafnframt stöðu EES-samningsins sem tryggir Íslandi aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins án íþyngjandi aðildar. Björn hefur eftir starfsmönnum Evrópusambandsins að EES-samingurinn virki vel.
Aðildarsinnar reyna að telja fólki trú um að í gegnum EES-samninginn séum við með annan fótinn inn í Evrópusambandinu. Að ganga inn í ESB sé þess vegna ekki ýkja stórt skref. Einnig segja aðildarsinnar að við séum í stöðugri aðlögun að Evrópusambandinu á grunni EES-samningsins og því sé ekkert tiltökumál að aðlagast sambandinu enn frekar í aðildarviðræðum.
Sannleikurinn er allt annar. EES samningurinn er innan við tíu prósent af Evrópusambandsaðild. Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál.
A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.
(Sjá tengil hér að neðan í samantekt löggjörningum ESB sem teknir eru upp í EES-samninginn)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. október 2011
Íhlutun Evrópusambandsins í íslensk stjórnmál
Fule skrifar ,,Stuðningur almennings við inngöngu í ESB er frumskilyrði. Ég fagna því aðgerðum ríkisstjórnar Íslands og Alþingis til að fræða fólk um Evrópusambandið og samningaferlið. Ég vona að með því megi eyða bæði ranghugmyndum og ótta í garð sambandsins. Upplýsingaskrifstofa ESB á Íslandi, sem opnuð verður í Reykjavík innan nokkurra vikna, mun einnig taka þátt í því starfi.
Framkvæmdastjórn Heimssýnar telur að lýðræði og sjálfstæði þjóðarinnar geti verið í hættu fái erlend stjórnvöld að reka hér pólitískan áróður eða kynningarstarfsemi.
Auk upplýsingaskrifstofu, hyggst Evrópusambandið verja 213 milljón krónum til auglýsinga í viðbót við óþekktan fjölda kynningaferða fyrir áhrifafólk til Brussel.
Heimssýn vill benda á að þessar aðgerðir Evrópusambandsins eru augljós stuðningur við stefnu Samfylkingarinnar sem einn flokka hefur það á stefnuskránni að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Þá vekur stjórnin athygli á lögum nr. 62 frá 1978 um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og útgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Markmið þeirra laga er einmitt að koma í veg fyrir óæskilega íhlutun erlendra aðila í íslenskri stjórnmálaumræðu.
Framkvæmdastjórn Heimssýnar hvetur alþingi Íslendinga að taka til varna fyrir lýðræðið í landinu og koma í veg fyrir að erlent stjórnvald hafi áhrif á stjórnmálaumræðu í aðdraganda þjóðaratkvæðis um Evrópusambandsaðild.Föstudagur, 14. október 2011
ESB blandar sér í íslensk stjórnmál
Evrópusambandið ætlar að skipta sér af íslenskum stjórnmálum með því að opna upplýsingaskrifstofu til stuðnings stjórnmálastarfi Samfylkingarinnar. Stefan Fule, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, boðar í grein í Morgunblaðinu í dag aukinn áróður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Yfirskinið er að þörf sé á upplýsingum sem eyða ,,ranghugmyndum og ótta" almennings.
Samkvæmt lögum nr. 62 frá 1978 er erlendum sendiráðum hvorttveggja bannað að styðja íslenska stjórnmálaflokka og að stunda þátttöku í stjórnmálaumræðu með útgáfu.
Frekleg inngrip Evrópusambandsins í íslensk innanríkismál hljóta að kalla á viðbrögð af hálfu íslenskra yfirvalda. Eða er það svo að starfsemi Evrópusambandsins hér á landi sé undanþegið íslenskum lögum?
Fimmtudagur, 13. október 2011
Evrópuherinn leitar að húsnæði
Lamandi evruvandinn er svo alvarlegur að hann hefur skyggt á flestar aðrar fréttir úr Evrópusambandinu, vikum saman.
Meðal annars fréttir af árformum um sameiginlega hernaðarmiðstöð (EU military headquarters). Áform sem þó eru komin á rekspöl. Fimm af stærstu ríkjum Evrópusambandsins vilja nú setja á stofn sameiginlegan her.
Af stærstu ríkjunum eru aðeins Bretar á móti, en þar í landi er mikið rætt um að endurheimta fullveldið" sem hefur lekið til Brussel á löngum tíma. Trúlega er andstaða Breta lituð af því.
Það var ekki lítið ráðist á bændur, þegar þeir sögðust ekki vilja að íslensk ungmenni ættu á hættu að vera kölluð í ESB-herinn í framtíðinni. Þá var því vísað á bug af aðildarsinnum sem fjarstæðu. En nú er herinn kominn á dagskrá í fullri alvöru, þótt fréttir af því rati ekki inn í fréttatíma RÚV. Enginn veit hver niðurstaðan verður.
Áhyggjur bænda voru hreint ekki út í loftið.
Meira að segja stjórnlagaráðið kveikti á perunni og setti bann við herskyldu íslenskra ungmenna inn í tillögu sína að nýrri stjórnarskrá.
(Tekið héðan.)
Miðvikudagur, 12. október 2011
Jó-jó aðlögunarviðræður Össurar
Þegar umsókn Samfylkingar um aðild Íslands að Evrópusambandinu var samþykkt naumlega á alþingi 16. júlí 2009 átti ferlið fram að samningi aðeins taka um 16 mánuði. Síðan eru liðnir 27 mánuðir og ekkert bólar á samningi.
Össur Skarphéðinsson utanríkis kemur ýmist í fjölmiðla og tilkynnir hægagang í ferlinu, og kennir iðulega Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að þverskallast við kröfum Evrópusambandsins og bera sök á töfinni, eða að fljúgandi gangur sé á málinu og niðurstaða handan við hornið.
Eftir fund með þýska utanríkisráðherranum í gær endurtekur Össur að viðræðum sé um það bil að ljúka. Aðeins er rúmur mánuður síðan að Evrópusambandið tilkynnti Össuri að ekki yrðu viðræður hafnar um landbúnaðarmál fyrr en Íslendingar aðlöguðu sig að laga- og regluverki Evrópusambandsins í málaflokknum.
Hvorki samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar né Evrópusambandið hafa áhuga á að fá nei í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna verður enginn samningur tilbúinn í fyrirsjáanlegri framtíð.
Skrifum undir hjá skynsemi.is og hjálpum alþingi að komast að réttri niðurstöðu og leggja aðildarumsóknina til hliðar.
Þriðjudagur, 11. október 2011
Rétt tímasetning á gjaldþroti Grikkja
Í sumar tókst samkomulag um að grískar ríkisskuldir yrðu afskrifaðar um 21 prósent og landinu veitt lán til að komast á beinu brautina. Í dag er talið að til að Grikkland eigi minnsta möguleika á að rétt úr kútnum verðið að afskrifa 50 til 60 prósent skuldanna.
Evrópska bankakerfið þolir ekki stóra afskrift á grískum skuldum og þess vegna verður að vinna tíma með smáskammtalækningum.
Þegar loksins verður tekin ákvörðun um afdrif Grikklands verður skuldavandinn búinn að grafa um sig á öðrum stöðum, t.d. Spáni og Ítalíu.
Mánudagur, 10. október 2011
Evran í höndum Þjóðverja og Frakka
Sarkozy Frakklandsforseti og Merkel kanslari Þýskalands ráða framtíð myntsamstarfs evrunnar þar sem 17 þjóðir eiga i hlut. Fundur leiðtoganna tveggja um framtíð evrunnar undirstrikar valdahlutföllin í kjarnasamstarfi ESB-ríkjanna.
Hvort sem lukkast að bjarga evru-samstarfinu eða ekki mun Evrópusambandið taka stökkbreytingu. Engin ný ríki munu í fyrirsjáanlegri framtíð ganga til liðs við evru-samstarfið. Það felur í sér að Bretland, Svíþjóð og Danmörk verða ekki hluti af samrunaþróun sem nauðsynleg er til að skjóta stoðum undir evruna.
Bretar eru líklegir til að nota tækifærið þegar grunnsáttmáli ESB verður endurskoðaaður og krefjast tilbaka valdheimilda sem hafa flust til Brussel á síðustu áratugum, t.d. á sviði félagsmála og atvinnumála.
Ef á annað borð tekst að halda evru-samstarfinu gangandi verður það í formi meginlandsbandalags þar sem eyþjóð á Atlantshafi á ekki heima.
Skrifum undir hjá skynsemi.is
![]() |
Merkel og Sarkozy funda um skuldakreppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 64
- Sl. sólarhring: 282
- Sl. viku: 1614
- Frá upphafi: 1234383
Annað
- Innlit í dag: 53
- Innlit sl. viku: 1347
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar