Færsluflokkur: Evrópumál
Þriðjudagur, 24. maí 2016
Fjármálaeftirlitið til Brussel?
Norska ríkisstjórnin hefur lagt til að yfirstjórn norska fjármálaeftirlitsins verði færð til Brussel. Um þetta eru talsverðar deilur í Noregi. Óvíst er að ríkisstjórnin fái þetta í gegn því þrír fjórðu hlutar þingmanna verða að samþykkja framsal á fullveldi með þessum hætti.
Fróðlegt væri að kafa ofan í sambærilegt mál á Íslandi. Ríkir þar þögnin ein? Hver skyldi annars staða málsins vera hér á landi?
Frestur til að gera athugasemdir rennur út í dag!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. maí 2016
ESB vill ráða sem mestu og steypa sem flestu í sama mót
Það er Boris Johnson á við er að ESB vill ná æ stærri hluta af efnahags- og stjórnmálavaldi frá aðildarríkjunum. Jafnframt vill ESB steypa sem flestu í sama mót. Hinn sýnilegi árangur í dag er umtalsvert atvinnuleysi, doði í efnahagslífi og upplausn í stjórnmálum og félagsmálum í álfunni.
Viljum við það?
Mbl. greinir svo frá:
Fyrrverandi borgarstjóri London, Boris Johnson, sagði í viðtali í breska blaðið Sunday Telegraph í gær að Evrópusambandið væri að haga sér á sama hátt og nasistaleiðtoginn Adolf Hitler með því að reyna að búa til ofurríki í Evrópu.
Johnson er einn af helstu talsmönnum þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu, en kosið verður um það 23. júní næstkomandi. Miðað við niðurstöður kannana er mjótt á munum milli fylkinga í málinu.
Í viðtalinu sagði Johnson að saga Evrópu síðustu tvö þúsund árin væri saga endurtekninga um að reyna að koma álfunni allri undir sameiginlega stjórn, svipað og gert var af Rómarveldi forðum.
Vísaði hann til þess að bæði Napoleon og Hitler hefðu reynt þetta, en niðurstaðan væri alltaf hræðileg. Evrópusambandið er ein tilraunin til að gera þetta með annarri aðferð, sagði Johnson í viðtalinu. Bætti hann við að vandamálið væri að þegnar álfunnar gætu ekki komið sér saman um að virða eitt og sama yfirvaldið.
![]() |
Út fyrir mörk ásættanlegrar umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. maí 2016
ESB kveiki uppreisn í Evrópu
Fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar, MI6, sagði á opnum fundi breska ríkisútvarpsins í Lundúnum í gær að takist leiðtogum ekki að stjórna straumi flóttamanna til álfunnar sé hætta á uppreisn almennings. Hann segir að búast megi við milljónum flóttamanna á næstu fimm árum, sem geti breytt pólitísku landslagi Evrópu. Þá varaði hann við því að Tyrkir fái að ferðast án vegabréfsáritana og líkti því við að hella olíu á eldinn.
Visir.is skýrir frá.
Þar segir einnig:
Fleiri tóku til máls á fundinum. Þeirra á meðal var Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, sem sagði vandamálið orðið það stórt að allar þjóðir heims þurfi að bera ábyrgð. Ekki dugi að vísa flóttamönnum til annarra landa.
Grandi sagði að um sextíu milljónir manna væru nú á vergangi og flótta í heiminum í dag vegna stríðsátaka og örbirgðar. Ástandið sé þannig í dag að aðeins örfá ríki taki við stærstum hluta flóttamanna og því sé nauðsynlegt að fleiri ríki opni sín landamæri.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 13. maí 2016
MMR og fjölmiðlar segja ekki rétt frá
Það er athyglisvert hvernig skoðanakannanafyrirtækið MMR leggur út af nýlegri skoðanakönnum sinni um afstöðu landsmanna til aðildar að ESB og hvernig fjölmiðlar, sem eiga að segja nýjustu fréttir, éta gamlar fréttir upp eftir MMR.
Staðreyndin er sú að undanfarin tvö ár hefur andstaðan við aðild verið að aukast en stuðningur að minnka. Það sést greinilega þegar skýringarmynd MMR er skoðuð. Þannig hefur bilið á milli andstæðinga, sem hafa verið fleiri, og stuðningsmanna aukist úr um 7 prósentum í um 25 prósent frá júlílokum 2014. MMR velur hins vegar að hafa til samanburðar mitt ár 2012, þegar andstaðan var talsvert meiri og stuðningurinn minni. En það eru gamlar fréttir.
Hvers vegna er MMR leggja út af með gamlar fréttir og fjölmiðlarnir að éta þær upp eftir fyrirtækinu? Eru þetta ekki óboðleg vinnubrögð fjölmiðla?
Páll Vilhjálmsson hefur eina skýringu á þessu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. maí 2016
Andstaðan eykst: Ríflega helmingur á móti aðild að ESB, tæplega þriðjungur með
Ef kosið yrði núna væri afgerandi meirihluti landsmanna á móti aðild að ESB. Yfir helmingur svarenda í könnun MMR, 51,4%, sagðist andvígur eða mjög andvígur aðild að ESB, og rúmur fjórðungur, eða 27,1% svarenda, sagðist hlynntur eða mjög hlynntur því að Ísland gangi í ESB. Samkvæmt þessu eru 21,5% hvorki hlynnt né andvíg aðild. Á undanförnum tveimur árum hefur andstaðan heldur farið vaxandi ef litið er á gögn MMR og stuðningur við aðild farið þverrandi.
Fréttir sem MMR segir frá árinu 2012, um gífurlega andstöðu við aðild að ESB, eru gamlar fréttir. Hið nýja í þróuninni, nýju fréttirnar, er það sem er að gerast undanfarna mánuði. Þá hefur andstaðan verið að aukast úr um 7% við mitt ár í tæplega 25% núna.
![]() |
Rúmur helmingur á móti inngöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. maí 2016
Ráðherrar evruríkjanna reyna að koma í veg fyrir krísu
Evran stuðlaði að vandræðum Grikkja. Nú reyna fjármálaráðherrar evruríkjanna að koma í veg fyrir enn eina krísuna á svæðinu.
Í meðfylgjandi frétt mbl.is segir: Á mánudag munu fjármálaráðherrar evruríkjanna funda í Brussel til að leita leiða til að koma í veg fyrir nýja krísu á svæðinu.
Sjá nánar í meðfylgjandi frétt.
![]() |
Samþykktu umdeildar aðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 1. maí 2016
Launafólk! Til hamingju með daginn!
Heimssýn óskar launafólki á Íslandi til hamingju með baráttudag verkafólks í dag og hvetur alla sem geta til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni dagsins. Í Reykjavík verður gengið í dag frá Hlemmi klukkan 13 og haldið niður Laugaveginn niður á Ingólfstorg.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. apríl 2016
Fyrsti maí: Betri hagur utan ESB
Á baráttudegi verkafólks á morgun er gott að minnast þess að það er hag Íslendinga fyrir bestu að vera utan Evrópusambandsins. ESB og evrunni hefur fylgt mikið atvinnuleysi, sérstaklega í löndunum á jaðri svæðisins þar sem atvinnuleysi hefur veirð á bilinu 20-30% og meira á vissum svæðum og meðal ákveðinna hópa eins og hjá ungu fólki.
Mætum á morgun til stuðnings íslensku verkafólki með því meðal annars að fagna því að Ísland skuli ekki vera í ESB. Mætum sem getum klukkan 13:00 á Hlemm við Rauðarárstíg í Reykjavík á morgun. Gangan fer af stað þaðan klukkan 13:30.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 20. apríl 2016
Örvænting Junckers vegna ESB-andúðar - hvað gerir VG nú?
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir íbúa Evrópu hafa misst trúna á Evrópuhugsjónina. Það sé meðal annars vegna þess hversu mikið ESB hefur skipt sér af daglegu lífi borgaranna. Svo greinir Eyjan frá.
Þessi yfirlýsing lýsir ótta Junckers gagnvart tvennu. Í fyrsta lagi er hann skíthræddur um að Bretar, sem hata regluvæðingu ESB, muni yfirgefa sambandið. Í öðru lagi er þessi helsti ábyrgðarmaður skattaskjólsins í Luxemborg síðasta áratuginn lafhræddur um að almenningsálitið muni skapa þrýsting á stjórnmálamenn til að rífa niður skattaskjólin eftir þann storm sem geisað hefur vegna Panama-skjalanna. Juncker er því hræddur um framtíð ESB, skattaskjólið Luxemborg og um sína eigin pólitísku arfleifð.
Það er þessi risaeðla fjármálalífsins, sem ESB er, og þessi pólitík undanskotsins sem forysta Vinstri grænna vildi hlaupa í fangið á. Núverandi forysta með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar heldur hlaupinu áfram þótt hún sé nú reyndar aðeins farin að mæðast og líta í kringum sig. En hún virðist of þreytt til þess að sjá skýrt.
Það þurfti flóðbylgju almenningsálits í ESB-löndunum til þess að ESB-forystan umlaði. Hún stóð keik þrátt fyrir nánast alkul í efnahagsmálunum í lengri tíma, jafnvel eftir að peningaprentvélar Seðlabanka evrunnar höfðu fyllt hvern bankann á fætur öðrum af seðlum.
Junker brást fyrst við þegar almenningsálitið snerist gegn rótum valds hans, nefnilega skattaskjólinu í Luxemborg og víðar.
Eyjan greinir nánar svo frá í gær:
Þetta kom fram í ræðu Junckers frammi fyrir þingi Evrópuráðsins í Strassborg í dag. Evrópuverkefnið hefur glatað hluta aðdráttarafls síns sagði Juncker í ræðu sinni. Ein ástæða þess að borgarar ESB-ríkja eru að fjarlægast Evrópuverkefni er sú staðreynd að verið höfum í of ríkum mæli skipt okkur af einkamálum þeirra og farið inn á of mörg svið þar sem aðildarríkin eru betur til þess fallin að grípa til aðgerða.
Juncker sagði að regluverk ESB væri of þungt og lýsti vilja til þess að minnka regluverkið í því skyni að bæta ásjónu sambandsins. Í því felst meðal annars að draga tilbaka 83 frumvörp sem framkvæmdastjórn hans fékk í arf frá framkvæmdastjórn Jose Manuel Barroso.
Hann viðurkenndi enn fremur að ESB væri óheppilegur talsmaður Evrópu nú til dags. Sambandið njóti ekki lengur þeirrar virðingar sem þau naut í aðildarríkjunum áður fyrr. Á endanum gæti Evrópuhugsjónin endað sem rústir einar.
Við lifum erfiða tíma. Við glímum við alþjóðlegan flóttamannavanda, það er ráðist á frjáls samfélög, allar stofnanir okkar eru undir gríðarlegum þrýstingi og víða eru þær komnar að fótum fram.
Hættan er sú, sagði Juncker, að ofangreindar krísur samhliða lækkandi fæðingartíðni og minnkandi hagvexti muni Evrópa missa virðingu heimsbyggðarinnar. Euractiv greinir frá.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. apríl 2016
Steinunn Þóra þingkona VG úthúðar ESB
Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir ESB harðlega í pistli sínum stuðning Frakklands og annarra ESB-ríkja við hernám Marokkó á Vestur-Sahara. Steinunn fer reyndar fínt í gagnrýnina á ESB en þetta er samt allt í rétta átt.
Hér er einnig að finna allharða gagnrýni á stefnu ESB í málefnum Vestur-Sahara.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Sprengdur fyrir hið evrópska föðurland
- Bakdyralykillin notaður að öryggis og varnarsamstarfi við ESB
- Góðan daginn forsætisráðherra - áttu aldrei viðtalsbil, bara ...
- "Af stað út í heim litli kútur..." og nú með skriðdreka
- Alþingi veikt í nafni "réttaröryggis"
- Munu innfluttu skuldaviðmiðin hans Daða Más þrengja að íslens...
- Lykilmaðurinn Daði Már
- Þorgerður ræður þó lofthelginni ennþá
- Undan pilsfaldi forsætisráðherra
- Dagur gengur um með hauspoka
- Þorgerður leggur þjóðaratkvæðagreiðslumálið til hliðar af h...
- Tiltekt, verðmætasköpun, einföldun og einangraður utanríkisrá...
- Besta fyrirkomulagið
- Umboðið dularfulla
- Alltaf agnarögn hjá Hirti
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 25
- Sl. sólarhring: 351
- Sl. viku: 2333
- Frá upphafi: 1261483
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 2185
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar