Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

ESB grefur undan lýðræði í Svíþjóð

EUtystSænska ríkisútvarpið greinir frá nýbirtri rannsóknarskýrslu vísindamanna sem gagnrýna hve lítið rætt er um stór ESB-mál fyrir kosningarnar sem verða í byrjun næsta mánaðar. Vísindamennirnir segja að þar með sé grafið undan lýðræðislegri umræðu um stór mál svo sem aðildargjöld Svíþjóðar, innflytjendamál og Brexit.

Rolf Fredriksson, fréttamaður SVT, segir ýmislegt benda til að aðildargjöld Svíþjóðar muni aukast - en um það sé ekkert rætt í Svíþjóð. Þá kemur fram að kjósendur viti varla hvaða skoðanir flokkar og stjórnmálamenn hafi á ESB-málum. Ein af ástæðum þess að ESB-málin eru ekki rætt eru mismunandi skoðanir stjórmmálamanna og kjósenda þeirra. Stjórnmálamenn vilji einfaldlega ekki ræða um stór álitamál sem tengjast ESB af því að kjósendur þeirra eru ósammála þeim. Þetta er stórt lýðræðislegt vandamál, segja höfundar nýlegrar skýrslu um efnið.


Ine Marie leggst á Guðlaug Þór

Þingmaður norska Miðflokksins, Sig­bjørn Gj­elsvik, telur forkastanlegt að utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Erik­sen Sørei­de, skuli vera að reyna að beita Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, og Íslendinga þrýstingi til að samþykkja tilskipun um þriðja orkupakka Evrípusambandsins. Þingmanninum finnst að Íslendingar eigi taka sjálfir ákvörðun án þess að Norðmenn séu að skipta sér af slíku. Norskir fjölmiðlar greina frá þessu - og Morgunblaðið segir frá þessu hér.


mbl.is Sögð beita Ísland þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klárt stjórnarskrárbrot ef framselja á vald í orkumálum til Evrópusambandsins

haraldurÞað er klárt  stjórnarskrárbrot ef framselja á vald í orkumálum til Evrópusambandsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Haraldar Ólafssonar formanns Heimssýnar í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í gær. 

Haraldur segir þær hugmyndir um valdaframsal í þessum efnum fráleitar, enda sé nánast öll þjóðin á móti valdaframsali “ það er alveg ótrúlegt að nokkrum skuli detta í hug að leggja slíkt til við sjálft Alþingi, þetta er alveg ótrúlegt og alveg út í höll“,segir Haraldur. Haraldur segir að það að framselja vald til Evrópusambandsins megi líkja við það sem hann kallar pylsukenninguna ” ef þú tekur sneið af spægipylsu þá er alveg sama hversu þunna sneið þú skerð þá verður pylsan á endanum búin, og þannig allt vald komið yfir til Evrópusambandsins“.

Hlusta má á þáttinn hér.

 


Óli Björn segir framsal valdheimilda óstjórnlegt reglufargan

olibjornÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu í dag að framsal valdheimilda með EES-samningnum hafi orðið meira en nokkurn óraði fyrir og að íslenskt samfélag sé að breytast í reglugerðarsamfélag. Hvorki almenningur né kjörnir fulltrúar á Alþingi eigi möguleika á að móta regluverkið að neinu marki.

Óli Björn segir EES-samninginn nú allt annan en þann sem var samþykktur á sínum tíma. Þá segir Óli Björn að Alþingi hafi aldrei látið reyna á stjórnskipulegan fyrirvara sem þó hafi verið ein helsta forsenda þess að samningurinn var samþykktur hér á landi í upphafi.

Þá segir Óli og vitnar til orða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins:

Í umræðum um lög um afleiðuviðskipti í febrúar síðastliðnum benti hann á að Íslendingar stæðu frammi fyrir því „í hverju málinu á eftir öðru, það er nánast orðinn árlegur viðburður, að Evrópusambandið krefst þess þegar við tökum upp Evrópugerðir, tilskipanir eða reglugerðir, að við Íslendingar fellum okkur við að sæta boðvaldi, úrslitavaldi, sektarákvörðunum eða með öðrum hætti skipunum frá alþjóðastofnunum sem Evrópusambandið hefur komið sér upp en við eigum enga aðild að“. Með þessu sé vegið að grunnstoðum EESsamningsins og tveggja stoða kerfinu.

 

Grein Óla Björns er birt í Morgunblaðinu í dag.


Auðlindir í eigu þjóðar er árétting um fullveldi

Þeir atburðir sem nú hafa orðið, m.a. stórfelld jarðakaup erlendra aðila og áhyggjur af eignarhaldi einstaklinga eða lögaðila á landi eða bújörðum eru þess eðlis að varpa öðru ljósi á hugmyndir um stjórnarskrárákvæði um náttúruauðlindir.Yfirlýsing um að auðlindir í náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni felur í sér áréttingu á fullveldi Íslands yfir landi og auðlindum. 

Þetta kemur m.a. fram í grein um fullveldi og auðlindir eftir Ágúst Þór Árnason og Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur, kennara við lagadeild Háskólans á Akureyri, sem birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag.  

Í greininni segir m.a.:

"Umræða þessi er mikilvæg og tímabær, ekki síst í ljósi þess áhuga sem Íslendingar hafa sýnt því að binda í stjórnarskrá ákvæði um náttúruauðlindir. Eign á landi fylgja ýmis réttindi, eins og til auðlindanýtingar, en flestar auðlindir Íslands eru bundnar landi. Fullveldisréttur Íslands yfir landi er einn þáttur/hluti fullveldisins og þess að vera sjálfstæður lögaðili að þjóðarétti. Fullveldisréttur Íslands felur það í sér að Ísland hefur eitt heimild til þess að setja lög og reglur og að framfylgja þeim á yfirráðasvæði sínu.

Eins og málum er háttað eru nær engar hömlur á kaupum EES-borgara á landi á Íslandi. Fram til þessa hefur nauðsyn þess að setja í stjórnarskrá ákvæði um náttúruauðlindir fyrst og fremst snúist um fiskveiðiauðlindina og nauðsyn þess að lýsa tilteknar auðlindir þjóðareign, þ.e. að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru undirorpnar einkaeignarrétti. Ákvæði af því tagi er hins vegar takmarkað að því leyti að það snýst fyrst og fremst um eignarrétt á auðlindum en lögum samkvæmt ríkir ekki svo mikil óvissa um hann. Þessi áhersla á eignarrétt að auðlindum birtist til að mynda í þjóðaratkvæðagreiðslu þeirri sem fram fór árið 2012 þar sem spurt var: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?“ Af gildum atkvæðum svöruðu 74% spurningunni játandi en mestur stuðningur fékkst við að stjórnarskrárbinda auðlindaákvæði af þeim sex spurningum sem atkvæði voru greidd um."

Síðar segir:

"Þær tillögur sem komið hafa fram um breytingar á stjórnarskrá eru því marki brenndar að þær leysa ekki sérstaklega úr þessu álitaefni þar sem þær hafa um of beinst að eignarhaldi. Með tveimur undantekningum þó. Annars vegar tillaga stjórnlaganefndar frá árinu 2010 um að auðlindir í náttúru Íslands væru þjóðareign sem bæri að nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Hins vegar tillaga sem fram kom í frumvarpi sem lagt var fyrir Alþingi haustið 2016 þar sem því er lýst í 1. mgr. að „auðlindir í náttúru Íslands [skuli] tilheyra íslensku þjóðinni. Þær ber[i] að nýta á sjálfbæran hátt og til hagsbóta landsmönnum öllum.“

Ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í náttúru Íslands er því ákaflega vandmeðfarið. Það þarf að gagnast þegar upp koma óþekkt og ný vandamál og því er mikilvægt að það feli í sér stefnu og hugmyndir okkar um það hvernig við viljum að náttúruauðlindir séu nýttar, til hagsbóta hverjum og hverjum þær tilheyra. Yfirlýsing um að auðlindir í náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni felur í sér áréttingu á fullveldi Íslands yfir landi og auðlindum. Það fer því vel á því að ræða þennan þátt fullveldisins á aldarafmæli þess."

 


ESB-reglur ógn við landbúnað í Svíþjóð

landbSverigeSænska sjónvarpið, SVT, greindi frá því í gær í frétt að verði orðið við kröfum ESB um að landamæraeftirlit með dýrainnflutningi verði fellt niður gæti það ógnað heilbrigði dýra í Svíþjóð. Ástæðan er meðal annars sú að í Svíþjóð er notkun á sýklalyfjum fyrir dýr í landbúnaði aðeins brot af því sem almennt gerist í ESB-löndunum og verði landamæraeftirlit lagt niður, eins og ESB krefst, sé veruleg hætta á að dýr í Svíþjóð sýkist í auknum mæli af ýmsum smitandi og hættulegum sjúkdómum. Því yrði jafnframt viðbúið að auka yrði verulega notkun á sýklalyfjum í landbúnaði í Svíþjóð. 

Samtök bænda hafa brugðist við þessu og vilja ekki að verslunarfrelsi ESB fái með þessum hætti að ógna heilbrigði í sænskum landbúnaði. Åsa Odell, varaformaður samtaka bænda, segir að það sé engin þörf á því að fylgja reglum ESB í einu og öllu í þessum efnum. Hagsmunir Svía og heilsa dýra ætti að ganga fyrir í þessum efnum. Hættan vofir einkum yfir nautgripum og sauðfé, sem gætu smitast í auknum mæli af lungnasjúkdómum og svín gætu orðið í auknum mæli fyrir barðinu á æslunarfæris- og lungnasjúkdómum (PRRS). Þessir sjúkdómar eru mjög smitandi og oft lífshættulegir.

Rétt er að hafa í huga að á Íslandi er enn minna notað af sýklalyfjum en í Svíþjóð. Því vaknar spurningin hvort þær reglur sem Svíar þurfa nú væntanlega að beygja sig undir muni einnig ná til Íslands?


Jarðakaup útlendinga eftir aldarfjórðung í EES

HGHjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur ritar grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag um ofangreint efni. Í greininni fer hann yfir það hvernig EES-samningurinn hefur opnað aðgang erlendra aðila að jarðnæði á Íslandi og hann hvetur til þess að undirstaðan fyrir sjálfbæra nýtingu og íslenskan umráðarétt verði styrkt. Greinin í Morgunblaðinu er endurbirt hér:

Jarðakaup útlendinga eftir aldarfjórðung í EES

Und­an­farið hafa marg­ir stigið fram og varað við mikl­um upp­kaup­um er­lendra aðila á land­ar­eign­um hér­lend­is. Fyr­ir rúmu ári gerði Örn Bergs­son, formaður Lands­sam­bands land­eig­enda (LLÍ), kaup bresks auðjöf­urs á Gríms­stöðum og jörðum í Vopnafirði að um­tals­efni á aðal­fundi sam­tak­anna í Reykja­vík. „Er þetta það sem við vilj­um, erum við til­bún­ir að selja landið? Heilu sveit­irn­ar til er­lendra auðjöfra? Leggja þær þess vegna í eyði? Eða að við verðum leiguliðar í eig­in landi?“ (Bænda­blaðið 20. apríl 2017) Jó­hann­es Sig­fús­son á Gunn­ars­stöðum tók sama mál upp á aðal­fundi Land­sam­bands veiðifé­laga 13. júní sl. „Þetta er þróun sem er mjög al­var­leg. Vatns­rétt­ind­in eru til framtíðar séð gríðarlega verðmæt, ekki síður en laxveiðirétt­ur­inn. Svo ekki sé talað um nátt­úr­una. ... Við verðum að koma ein­hverj­um bönd­um á þetta. Við erum að missa landið úr hönd­um okk­ar“ (Bænda­blaðið 21. júní sl.). Í Mýr­dals­hreppi, þar sem sviss­nesk­ur auðmaður keypti jarðir og veiðirétt­indi þegar árið 2003, hef­ur fast­eigna­fé­lag með höfuðstöðvar í Alaska nú keypt Hót­el Kötlu á Höfðabrekku aust­an við Vík ásamt með 4.700 hekt­ur­um lands og veiðirétt­ind­um. Fleiri jarðir eru til sölu á þess­um slóðum, t.d. Hjör­leifs­höfði um 12.000 hekt­ara að stærð, og út­lend­ing­ar tald­ir lík­leg­ir kaup­end­ur. (Mbl. 10. júlí 2018) Í Fljót­um í Skagaf­irði hef­ur banda­ríska ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið Eleven Experience keypt marg­ar búj­arðir og fast­eign­ir og því tengt er fé­lagið Fljóta­bakki sem rek­ur þar stórt lúx­us­hót­el. Bænd­ur á svæðinu og formaður Byggðaráðs Skaga­fjarðar lýsa áhyggj­um yfir þess­ari þróun fyr­ir sam­fé­lagið sem fyr­ir er og telja að ríkið þurfi að grípa til aðgerða þar og á landsvísu. (Mbl. 14. júlí 2018).

 

EES-samn­ing­ur­inn og vett­linga­tök stjórn­valda

Það ferli sem hér er komið á fullt skrið víða um land á ræt­ur í EES-samn­ingn­um og háska­leg­um vett­linga­tök­um ís­lenskra stjórn­valda við gerð hans. Í opnu bréfi til Stein­gríms Her­manns­son­ar for­sæt­is­ráðherra sem birt­ist í Tím­an­um 1. fe­brú­ar 1991 vakti ég at­hygli á hvert stefndi þvert á yf­ir­lýs­ing­ar hans við upp­haf máls­ins 1989. Í svar­grein hans í sama blaði viku síðar vísaði Stein­grím­ur í for­kaups­rétt sveit­ar­fé­laga og bætti við: „Allt slíkt er gert ráð fyr­ir að herða. Eign­ar­hald er­lendra aðila á landi, sem ekki er nauðsyn­legt vegna at­vinnu­rekst­urs, verður ekki leyft.“ Eft­ir stjórn­ar­skipt­in 1991 var fallið frá flest­um fyr­ir­vör­um við samn­ing­inn af Íslands hálfu og vísað til vænt­an­legra ákvæða í fjár­fest­inga-, fast­eigna-, jarða- og ábúðarlög­um, sem sett voru síðar á ára­bil­inu 1996-2004. Þegar til kast­anna kom reynd­ust þau hald­lít­il eða hald­laus, enda þar að margra mati gengið lengra í að opna fyr­ir fjár­fest­ing­ar út­lend­inga en EES-rétt­ur­inn krafðist. – Á 140. lög­gjaf­arþingi 2011-2012 flutti Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir þingmaður Vinstri grænna til­lögu til þings­álykt­un­ar um end­ur­skoðun á lagaum­hverfi er varðar upp­kaup á landi (329. mál). Í ít­ar­legri grein­ar­gerð rakti hún lið fyr­ir lið und­an­hald og hyskni stjórn­valda, meiri­hluta Alþing­is og rík­is­stjórna, við að gæta ís­lenskra hags­muna á þessu sviði um langt skeið. Vinstri græn­ir end­ur­fluttu til­lög­una þríveg­is óbreytta, síðast Svandís Svavars­dótt­ir ásamt fleir­um vorið 2017, en sem fyrr án telj­andi viðbragða frá öðrum þing­flokk­um. Það er loks nú að ýms­um öðrum á Alþingi og í sveit­ar­stjórn­um virðist orðin ljós al­vara máls­ins.
 

Fót­festa í stjórn­arsátt­mála

Í stjórn­arsátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar seg­ir und­ir liðnum byggðamál eft­ir­far­andi: „Kannaðar verða leiðir til að setja skil­yrði við kaup á landi sem taka mið af stefnu stjórn­valda um þróun byggðar, land­nýt­ingu og um­gengni um auðlind­ir.“ Þótt hér sé ekki fast að orði kveðið vek­ur þetta ákvæði von­ir um að loks verði brugðist við þeirri háska­legu þróun sem við blas­ir. Þar duga aug­ljós­lega eng­in vett­linga­tök. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra gaf til kynna um síðustu helgi að unnið væri að mál­inu á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fregna væri að vænta í næsta mánuði um und­ir­bún­ing að fyr­ir­huguðum aðgerðum. Hér er um afar stórt og margþætt mál að ræða, sem reynt get­ur á túlk­un og þanþol EES-samn­ings­ins. Miklu skipt­ir að ríki og sveit­ar­stjórn­ir nái sam­an um leiðir að marki, þar sem túlk­un skipu­lags­ákvæða, nátt­úru­vernd, vatns­vernd og marg­ir fleiri þætt­ir geta komið við sögu.
 

Auðlind­ir, sam­eign eða sér­eign

Af­drifa­ríkt skref var stigið fyr­ir tveim­ur ára­tug­um þegar sett voru lög nr. 57/1998 um rann­sókn­ir og nýt­ingu á auðlind­um í jörðu. Í 3. grein þeirra seg­ir: „Eign­ar­landi fylg­ir eign­ar­rétt­ur að auðlind­um í jörðu, en í þjóðlend­um eru auðlind­ir í jörðu eign ís­lenska rík­is­ins, „nema aðrir geti sannað eign­ar­rétt sinn til þeirra.“ Um sama leyti voru sett lög­in um þjóðlend­ur og ákvörðun marka eign­ar­landa og af­rétta (nr. 58/1988) sem mjög hafa komið við sögu síðan. Með fyrr­nefndu lög­un­um var eig­end­um jarða í einka­eign af­hent­ur eign­ar­rétt­ur auðlinda sem þeim tengj­ast svo langt niður sem kom­ist verður. Hér­lend­is snert­ir þetta ekki síst rétt­inn til jarðhita. Með þess­um lög­um var hafnað laga­frum­varpi sem ég ásamt fleiri þing­mönn­um Alþýðubanda­lags­ins hafði flutt margsinn­is um að lög­festa sem þjóðar­eign all­an jarðhita und­ir 100 metra dýpi, líkt og kveðið er á um víða er­lend­is, m.a. í Banda­ríkj­un­um og Nýja-Sjálandi. Lær­dóms­ríkt er að skoða af­leiðing­ar þessa við nú­ver­andi aðstæður þegar út­lend­ing­ar eru að eign­ast æ fleiri jarðir hér­lend­is. – Bet­ur tókst til þegar Alþingi setti fyrstu lög­in um eign­ar­rétt ís­lenska rík­is­ins að auðlind­um hafs­botns­ins inn­an ís­lenskr­ar efna­hagslög­sögu (nr. 73/1990). Sam­kvæmt þeim er ís­lenska ríkið eig­andi allra auðlinda – á, í eða und­ir hafs­botn­in­um utan net­laga.

 

Nú á af­mælis­ári full­veld­is er þess ósk­andi að stjórn­völd legg­ist sam­an á árar til að treysta und­ir­stöðuna sem felst í ís­lensk­um umráðarétti og sjálf­bærri nýt­ingu gæða lands og hafs.

Höf­und­ur er nátt­úru­fræðing­ur.

 


Hvers vegna vilja þeir að erlend ríki stjórni orkumálum á Íslandi?

Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, ritaði grein með þessu heiti sem Morgunblaðið birti síðastliðinn föstudag. Greinin er svohljóðandi:

 
Skúli Jóhannsson ritar í Morgunblaðið 23. júní sl. að HarOlÍslendingar eigi að setja Evrópusambandslög um orkumál. Sendiherra Evrópusambandsins sargaði á svipaðan streng í Fréttablaðinu 7. júní sl. en hann telur farsælast fyrir Íslendinga að afhenda ríkjasambandi því, sem hann sjálfur vinnur fyrir, meiri völd í orkumálum. Rök þessara tveggja heiðursmanna eru að nokkru ólík, en lík að því leyti að þau eru mjög sérkennileg. Sendiherrann telur að Íslendingum sé óhætt að framselja valdið til útlanda vegna þess að staðan í Bretlandi sé um þessar mundir með þeim hætti að ekki sé alveg víst að framsalið gangi eftir. Skúli fer á hinn bóginn ótalmörgum orðum um ágæti markaðsbúskapar í orkumálum og þess vegna sé best að setja lög sem hjálpi þess háttar búskap. Engin orð hefur hann um valdaframsal í orkumálum til útlanda sem hann þó mælir með í leiðinni. Kannski finnst honum það ekki skipta máli. Kannski telur hann að menn sem vinna fyrir erlend ríki séu betur til þess fallnir að stjórna á Íslandi, en íslenskir ráðamenn, því útlendingunum þyki svo vænt um Íslendinga eða hugsi svo skýrt.

 

Ekki verður fullyrt hér að loku sé fyrir það skotið að Íslendingar geti grætt á að viðhafa markaðsbúskap í orkumálum, en ekki er heldur erfitt að skilja sjónarmið þeirra sem fullyrða að það kosti bara meiri umsýslu og vesen. Fáir hafa að minnsta kosti enn sem komið er misst nætursvefn vegna sverðaglamurs í orkusölusamkeppni. Óháð öllum slíkum vangaveltum er Íslendingum vitaskuld í lófa lagið að stunda hverjar þær markaðsæfingar sem þeim sýnist í orkumálum án þess að afhenda nein völd til erlendra aðila. Það er deginum ljósara og þess vegna fráleitt að halda áfram undirbúningi fyrir framsal valds í orkumálum í óþökk yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.

Höfundur er formaður Heimssýnar haraldur68@gmail.com


Niðurstaða fræðimanns: Framkvæmd EES-samningsins stenst ekki stjórnarskrá

AlexandraAlexandra Björk Adebyi segir í lokaritgerð í lögfræði við Háskólann í Reykjavík að framkvæmd EES-samningsins standist ekki lengur stjórnarskrá Íslands. Það standist ekki lengur þær forsendur sem byggt var á þegar valdframsal vegna samningsins var á sínum tíma talið samrýmast stjórnarskránni. 

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri fjallar um þetta í pistli dagsins á vef sínum, www.styrmir.is. Þar segir Styrmir:

 

Í Morgunblaðinu í dag er að finna samtal við Alexöndru BjarkarAdebyi um lokaritgerð hennar í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, sem fjallar um "Fyrirkomulag valdframsals vegna EES-samningsins". Aðspurð um helztu niðurstöður ritgerðarinnar segir Alexandra:

"...að samningurinn ber í dag mörg merki þess að vera yfirþjóðlegs eðlis. Þær forsendur og þau sjónarmið, sem byggt var á þegar valdframsal vegna EES-samningsins var talið samrýmast stjórnarskránni verða að teljast matskennd og mörkin á túlkun stjórnarskrárinnar óljós. Þegar skoðað er hvernig fyrirkomulag valdframsals vegna EES-samningsinshefur þróast verður hann ekki talinn standast þær forsendur, sem byggt var á þegar valdframsal vegna samningsins var talið samrýmast stjórnarskránni. Fræðimenn hafa m.a. haft uppi varúðarorð um þróunina og hefur þeim fjölgað í gegnum tíðina." 

Í ljósi umræðna fyrir skömmu um afgreiðslu Alþingis á persónuverndarlöggjöf ESB eru þessar niðurstöður meira en athyglisverðar.

Það verður fróðlegt að sjá, hvort einhver alþingismaður sér ástæðu til að taka þetta mál upp, þegar þingið kemur saman í haust.

Eða er pólitísk tækifærismennska og samtrygging orðin algjör áAlþingi og undirskrift drengskaparheitis gleymd?


Sendiherra ESB á Íslandi vill fá yfirráð yfir orkumálum á Íslandi

haraldurHaraldur Ólafsson, prófessor og formaður Heimssýnar, skrifar grein sem birt er í Frétablaðinu í dag um þann málflutning sendiherra ESB á Íslandi að hann vilji fá yfirráð yfir orkumálum á Íslandi. Grein Haraldar er meðfylgjandi, en einnig má skoða hana á visir.is

Sendiherra vill að sínir menn fái vald yfir orkumálum á Íslandi - Vísir

Sendiherra vill að sínir menn fái vald yfir orkumálum á Íslandi

 

Sendiherra vill að sínir menn fái vald yfir orkumálum á Íslandi - Vísir

Sendiherra Evrópusambandsins, Michael Mann, skrifar um orkulöggjöf í Fréttablaðið 7. júní sl. Sendiherrann leggur áherslu á að allt í svokölluðum þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins sé til hinna mestu hagsbóta og valdaframsal frá stjórnvöldum á Íslandi til sinna manna sé ósköp lítið, eiginlega ekki neitt. Nógu mikið er það samt til að sendiherranum er í mun að málið nái fram að ganga á Alþingi.

Hér er því fyrst að svara að valdaframsal er valdaframsal, þótt færa megi fyrir því rök að það gæti verið meira en það er. Margir litlir skammtar gera stóran bita, og þegar búið er að færa hluta valdsins til útlanda, er viðbúið, að upp komi álitamál um hver mörk framseldra valdheimilda eru. Í svoleiðis deilu úrskurðar Evrópusambandið sjálft, ekki yfirvald á Íslandi. Enginn getur svarað því hvaða afleiðingar valdaframsalið getur haft þegar til lengri tíma er litið.

Orkuverð mun hækka

Sendiherrann segir að megintilgangur orkubálksins sé að veita neytendum ódýra og örugga orku. Það á ef til vill við um neytendur í Evrópusambandinu, en ekki á Íslandi. Engum vafa er undirorpið að orkuverð á Íslandi mun hækka mjög mikið daginn sem sæstreng verður stungið í samband. Svo vill reyndar til að sæstrengur milli Íslands og Bretlands er einmitt á kerfisáætlun Evrópusambandsins og vitaskuld er ætlast til að þeir sem eigi aðild að áætlun framfylgi henni. Líklega veit fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi þetta allt saman, því hann tekur á sig krók til að tilkynna að Bretland sé á leið úr Evrópusambandinu og einmitt þess vegna sé ekkert að óttast þótt sæstrengur verði lagður til Bretlands.

Því er til að svara að raforkuviðskipti munu halda áfram á milli Bretlands og meginlands Evrópu og enginn veit hvort Skotland eða England verða í Evrópusambandi eftir tvö eða tíu ár. Snúra til Írlands sem er ekki á leið úr Evrópusambandinu yrði auk þess aðeins litlu lengri en snúra til Skotlands. Ef og þegar tenging af þessu tagi kemst á verður of seint að iðrast þess að hafa, fullkomlega að nauðsynjalausu, afsalað sér stjórnvaldinu úr landi til erlends ríkjasambands. Ekki sakar í þessu samhengi að rifja upp að hér er um að ræða sama ríkjasamband sem reyndi af alefli að knýja Íslendinga til að samþykkja fjárkröfu sem nam hálfum öðrum ríkisfjárlögum fyrir örfáum árum síðan.


Það vill þetta enginn

Sendiherrann gleðst yfir því að ráðgjafi ráðherra orkumála á Íslandi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá ESA, skuli vera honum sammála. Í því sambandi ber að rifja upp að landsfundur flokks ráðherrans samþykkti í mars sl. eindregna yfirlýsingu gegn frekara framsali yfirráða yfir íslenskum orkumálum. Um það bil allir kjósendur sama flokks eru andvígir framsali valds í orkumálum til útlanda, sem og stór meirihluti kjósenda þeirra flokka sem finnst Evrópusambandið vera áhugaverður kostur.

Svo mikill vafi leikur á lögmæti valdaframsalsins í þriðja orkulagabálki Evrópusambandsins og svo mikil er andstaða Íslendinga við valdaframsal í orkumálum að varla verður hjá því komist að leita fulltingis dómstóla eða forseta Íslands til að hrinda lögunum, fari svo ógæfulega að þau verði samþykkt á Alþingi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 15
  • Sl. sólarhring: 400
  • Sl. viku: 2636
  • Frá upphafi: 1260330

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 2465
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband