Leita í fréttum mbl.is

Myndi EES-samningurinn líða undir lok ef Norðmenn gengju í ESB?

Ekkert segir að sú yrði raunin. Þegar viðræður stóðu yfir fyrir rúmlega 13 árum síðan um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á milli Evrópusambandsins og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA), sem Ísland er aðili að ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein, bjuggust flestir við því að Norðmenn myndu samþykkja Evrópusambandsaðild í þjóðaratkvæði 1994. Þrátt fyrir það var engan bilbug á mönnum að finna í samningaviðræðunum. Það er því í það minnsta ekkert gefið í þeim efnum og forystumenn Evrópusambandsins hafa ekkert sagt til þessa sem túlka má sem svo að EES-samningurinn muni líða undir lok ef Norðmenn tækju þá ákvörðun að ganga í sambandið sem ekkert bendir þó til að muni verða raunin. Á þessu hefur Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, einkum vakið athygli á og undir það sjónarmið hefur t.a.m. Jean Claude Piris, yfirmaður lagasviðs ráðherraráðs Evrópusambandsins, tekið.

Eðli málsins samkvæmt yrði þó að semja um ákveðin atriði EES-samningsins á ný gengi Noregur í Evrópusambandið í ljósi þeirrar breytingar. Rétt er þó að hafa ennfremur í huga að ráð er fyrir því gert í EES-samningnum að sú staða kunni að koma upp að aðildaríki hans, sem standa utan Evrópusambandsins, kunni að ganga í sambandið. Það er því langur vegur frá því að slíkt myndi sjálfkrafa þýða endalok samningsins eins og sumir hafa viljað halda fram. Að auki gleymist það gjarnan að aðildarríki EES-samniningsins eru ekki aðeins EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein (Svisslendingar höfnuðu aðild að EES í þjóðaratkvæði og gerðu þess í stað tvíhliða samninga við Evrópusambandið sem reynst hafa mjög vel) heldur einnig öll aðildarríki Evrópusambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 345
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband