Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Fimmtudagur, 30. júní 2011
Bubbi er vonarstjarna aðildarsinna
Meirihluti þjóðarinnar vill draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu tilbaka. Aðildarsinnar reyna að þegja af sér skoðanakönnun Heimssýnar frá í dag og hafa ekkert að segja.
Jú, annars, aðildarsinnar leita í smiðju hagspekingsins og hugsuðarins Bubba Morthens og fá hjá honum vísdóm um að krónan sé verri en evran.
Við erum stúmm.
Fimmtudagur, 30. júní 2011
Alþingi komi saman og dragi ESB-umsókn tilbaka
Þjóðin er andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu, það hafa margar skoðanakannanir staðfest. Ný skoðanakönnun Heimssýnar sýnir meirihluta þjóðarinnar hlynnt því að misráðin umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka.
Á alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga Unnar Brár Konráðsdóttur og fleiri um að Ísland dragi umsóknina um aðild að Evrópusambandinu tilbaka.
Alþingi ætti að koma strax saman til að draga umsóknina tilbaka.
Meirihluti vill draga ESB-umsóknina til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. júní 2011
Evrópusambandið útrýmir þjóðum
Þjóðir gera með sér sáttmála um ríkisvald. Sameiginleg tunga, menning og félagsgerð er forsenda fyrir sátt um ríkisvald þjóðríkisins. Evrópusambandið vinnur skipulega að afnámi þjóðríkja vegna þess að þau standa í vegi fyrir Stór-Evrópu.
Evrópusambandið útrýmir þjóðum í kafkískum stíl skrifræðis sem hægt en örugglega spinnur sinn vef til að fanga fullveldi þjóða.
Haraldur Hansson bloggar um þróun hugtaksins þjóðar í sáttmálum Evrópusambandsins.
Í Rómarasáttmálanum var talað um þjóðir (peoples), þ.e. að Evrópuþingið skuli samanstanda af fulltrúum þjóða aðildarríkjanna.
Á ensku: "... shall consist of representatives of the peoples of the States."Með Lissabon bandorminum var þessu breytt.
Í nýjum texta 14. greinar Maastricht segir að þingmenn á Evrópuþinginu skuli vera fulltrúar borgara Sambandsins.
Áensku: "... shall be composed of representatives of the Union's citizens."Ekki aðeins hafa "þjóðir" vikið fyrir "borgurum". Nú er ekki lengur talað um aðildarríkin í fleirtölu, heldur Sambandið í eintölu og með stórum staf. Svona breytingar verða ekki af tilviljun.
Það rímar fullkomlega við stefnuna um aukinn pólitíska samruna (ever closer union) að Brussel skilgreini almenning sem "þegna Evrópuríkisins".
Þetta er eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem embættismenn földu vandlega og pössuðu að enginn fengi að kjósa um, enda þykir þeim óþarfi að flækja hlutina með einhverju lýðræðisveseni.
Miðvikudagur, 29. júní 2011
Aðildarsinnar undirbúa uppgjöf í sjávarútvegsmálum
Lissabonsáttmálinn kveður ótvírætt og afgerandi á um það að Evrópusambandið fer með æðsta vald yfir fiskveiðum aðildarríkja. Aðildarsinnar vita að það er langsótt að Evrópusambandið breyti Lissabonsáttmálanum til að þóknast Íslendingum.
Þess vegna heitir það í munni aðildarsinna að tryggja eigi að ,,afraksturinn" af fiskveiðiauðlindinni verði eftir á Íslandi.
Evrópuvaktin vekur athygli á þessari nýju línu aðildarsinna. Tilboðið er að við sættum okkur við að verða á ný hjálenda þar sem völd og forræði okkar mála eru á meginlandi Evrópu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. júní 2011
Grikkland með eða án gjaldþrots
Gríska þingið greiðir atkvæði í dag um ríkisfjárlög sem hækka skatta, einkavæða opinberar eigur og skera niður velferðarþjónustu. Ef Grikkir samþykkja ekki þessar ráðstafanir fá þeir ekki næstu fjárveitingu frá Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og verða þar með gjaldþrota um miðjan júlí.
Grikkjum er sagt að það sé ekki til nein varaáætlun, þeir verði að framfylgja samþykktri stefnu.
Markaðurinn, á hinn bóginn, telur hvorttveggja að Grikkland verði gjaldþrota næstu misserin og virðist í ofanálag fúlsa við gríska fjölskyldusilfrinu. Telegraph segir að hafnir, flugvellir og annað góss sem hafi verið falboðið fái dræmar undirtektir þar sem grískt stjórnkerfi þykir markað spillingu og skrifræði.
Grikkir eru dæmdir á hvorn veginn sem er.
Grein Telegraph hér að neðan
Þriðjudagur, 28. júní 2011
Össur: Spánverjar ráða inngöngu Íslands
Össur Skarphéðinsson segir Spánverja ráða því hvort Ísland gangi í Evrópusambandið. Samkvæmt Euobserver er það mat utanríkisráðherra Íslands að ef Íslendingar fái góðan samning um fiskveiðar muni þjóðin samþykkja aðild.
Spánverjar eru helsta fiskveiðiþjóð Evrópusambandsins. Össur viðurkennir þar með að Evrópusambandið er hagsmunabandalag þar sem hver otar sínum tota.
Ísland mun fá 0,8 prósent atkvæðavægi í ráðherraráði og leiðtogaráði, sem fer með æðstu völdin í Evrópusambandinu en Spánn er með tífalt meira vægi.
Frétt Euobserver
Mánudagur, 27. júní 2011
N-Evrópa hafnar Evrulandi; Össur vill inn
Bretland, Danmörk og Svíþjóð ætla ekki inn í Evrulandið þar sem 17 þjóðir berjast vonlausri baráttu við að halda lifandi gjaldmiðli sem getur ekki virkað nema ríkin 17 sameinist um ein fjárlög fyrir allt evru-svæðið. Það yrði ígildi stofnunar Evruríkis.
Í aðildarumræðunni hér á landi hefur evran verið helsta trompið. Nú þegar fyrir liggur að evran er gjaldmiðill sem verður ekki til í núverandi mynd eftir fáein ár er trompið orðið að Svarta-Pétri.
Össur utanríkis og Samfylkingin munu sitja uppi með Svarta-Pétur og sökkva hægt en örugglega í evru-kviksyndið.
Söguleg stund fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. júní 2011
Evrópusambandið er klofið, umsóknin er dauðaósk
Af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru 17 með sameiginlegan gjaldmiðil og kallast Evruland. Vandræði Evrulands yfirskyggja þá staðreynd að þau tíu ríki sem ekki þvældust út í myntsamstarfið keppast við að þvo hendur sínar af mistökunum sem Frakkar og Þjóðverjar bera mestu ábyrgðina á.
Pólverjar hafa lagt á hilluna áform um að taka upp evru, Bretland neitar að greiða í björgunarsjóð fyrir Grikkland sem er að kikna undna evru-skuldbindingum. Danir og Svíar eru ekki á leið í Evruland fremur en aðrir sem standa utan. Eina Norður-Evrópuríkið sem gerir evru-gælur er Ísland með umsókn sinni um aðild að Evrópusambandinu.
Klofningurinn milli Evrulands annars vegar og hins vegar annarra ESB-ríkja mun taka á sig ákveðnari mynd næstu misserin eftir því sem fjármálakreppan verður pólitískari.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og stjórnvitringur lætur eins og hann viti ekki um klofninginn í Evrópusambandinu. Þegar evran, sem var helsta tromp aðildarsinna, gjöreyðileggur efnahagskerfi jaðarríkja Evrópusambandsins verður umsókn Íslands um aðild að téðu sambandi nánast eins og efnahagsleg dauðaósk.
Fari Grikkir í greiðslufall mun Evrópa spjara sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. júní 2011
Evrupartíið er búið
Að veita Grikkjum lán er eins og að gefa manni í sjálfsmorðshugleiðingum mjúkt reipi til að hengja sig, segir í samantekt á umfjöllun vítt og breitt um leiðaraskrif í fjölmðlum Evrópu.
Open Europe blog tók saman sjónarmið víða úr Evrópu. Aðildarsinnar gerðu margt verra en að kynna sér pælingar um evruna.
Hér er dýrðin:
http://openeuropeblog.blogspot.com/2011/06/verdict-from-europe-what-do-say-about.html
Sunnudagur, 26. júní 2011
Markaðurinn ráðleggur Brussel
Markaðurinn er, eins og allir vita, ekki til. Aftur á móti eru til menn (sjaldnast konur, því miður) sem geta gert kröfu um að tala fyrir hönd markaðarins. Einn þeirra er Jim O'Neill, aðalkallinn hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs í Bretlandi.
O'Neill skrifar grein í Telegraph um grísk-evrópsku kreppuna og framtíð evrunnar og þar með Evrópusambandins. Greiningin er sú að Evrulandið er ekki heppilegt myntsvæði sökum þess að
a) efnahagskerfi þjóðríkjanna eru sundurleit
og
b) stjórnun Evrulands er sjálfri sér sundurþykk þar sem þjóðhöfðingjar stærstu ríkjanna þjarka sín á milli og valdamiðstöðvar í Brussel (frakvæmdastjórnin og leiðtogaráðið) og Frankfurt (seðlabankinn) reyna að passa upp á sitt.
Lausn O'Neill er eftirfarandi: Búið til sameiginlega skuldabréfaútgáfu, evruskuldabréf, og allir verða kátir. Grikkir fá sömu lánakjör og Þjóðverjar og geta þar með greitt upp sínar skuldir, eða mest allar.
Markaðurinn segir í gegnum O'Neill að forsenda lausnar á grísk-evrópsku skuldakreppunni er að fjármagnseigendur fái trygga ávöxtun. Það sem O'Neill segir ekki er að til að þýskur almenningur samþykki ábyrg á grískum ríkisfjármálum verður þýska þjóðarsálin að hafa hamskipti.
Markaðslausnir á pólitískum vanda er einmitt upphaf vandræðanna í Evrulandi. Sameiginleg mynt átti að auka menningarlega, félagslega og pólitíska eindrægni þjóðríkjanna í Evrulandi. Það gerðist ekki og meira af því sama mun ekki leysa vanda Evrulands.
Grein Jim O'Neill
Nýjustu færslur
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 489
- Sl. sólarhring: 500
- Sl. viku: 2327
- Frá upphafi: 1187554
Annað
- Innlit í dag: 451
- Innlit sl. viku: 2071
- Gestir í dag: 425
- IP-tölur í dag: 417
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar