Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Laugardagur, 25. júní 2011
Bjóðum Kínverjum krónubréf
Kínverjar eru í þeim vanda að eiga ógrynni fjár en fáa örugga geymslustaði fyrir viðskiptajöfnuð sinn. Bandaríkjadalur er í uppnámi vegna fjárlagahalla og deilna milli Obama í Hvíta húsinu og þingsins. Evran stendur á bjargbrúninni og gæti hrunið fyrirvaralaust.
Íslenska krónan er orðin giska traust fjárfesting í samanburði við veiklulegar myntir austan hafs og vestan.
Bjóðum Kínverjum krónubréf.
![]() |
Kínverjar styðja evruna og ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. júní 2011
Miðstýringin frá Brussel - á mannamáli
Gunnar Skúli Ármannsson skrifar um síðustu tilburði Evrópusambandsins til að ,,samræma" þjóríki í eina heild. Miðstýringin gengur nú um stundir undir heitinu samkeppnissáttmáli. Einkennin eru eftirfarandi:
Samkeppnissáttmáli Evrópusambandsins gengur út á eftirfarandi:
- Afnema vístöluhækkun launa=launalækkun.
- Minnka kostnað vegna vinnuafls=launalækkun.
- Auka framleiðni vinnuafls með því að minnka regluverk iðnaðarins=þrælahald.
- Auka sveigjanleika vinnumarkaðarins=hægt að segja fólki upp strax.
- Minnka skatta á vinnuafli=auka tekjur einkaaðila á kostnað ríkisins.
- Auka verktöku=skúringakonan verður verktaki án réttinda stéttarfélaga.
- Hækka eftirlaunaaldur=vinna þangað til við dettum í kistuna.
- Samhæfa skatt á fyrirtækjum= til að lækka hann síðan.
- Schuldenbremse Skuldabremsa. Þá er löndum ekki leyft að skulda meira en ákveðna prósentu af þjóðarframleiðslu. Mælt er með því að þau lönd sem gangast undir Euro Pact setji reglur hans í stjórnarskrá eða í lög. Síðan verða viðkomandi þjóðríki að fylgja þessum reglum undantekningarlaust.
Föstudagur, 24. júní 2011
Ráðherrar Vinstri grænna svíkja flokksmenn
Hvanneyrarskólinn er undir ráðuneyti menntamála en sitjandi menntamálaráðherra er Svandís Svavarsdóttir. Þar er boðið upp á ráðstefnu í aðlögun íslensks landbúnaðar að Evrópusambandinu og eru herlegheitin greidd með ESB-styrkjum.
Vinstrivaktin gegn ESB vekur athygli á svikum ráðherra Vinstri grænna á flokkssamþykkt sem hljóðar svo
Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins. Ekki verði heldur tekið við styrkjum sem beinlínis eiga að undirbúa aðild.
Ráðarherrar Vinstri grænna umgangast flokksmenn með fyrirlitningu þeirra sem þykjast fara með valdið. Þegar kemur að kosningum verða svikin rifjuð upp.
Fimmtudagur, 23. júní 2011
Aðildarsinnar í afneitun
Heimssýnarbloggið ætti ekki að kvarta en stundum er lítilsigldur málflutningur aðildarsinna beinlínis neyðarlegur. Í gær mátti lesa um nýjasta framlag Benedikts Jóhannessonar formanns aðildarsamtakanna, sem enginn frýr vits en er meir grunaður um græsku.
Jórunn Frímannsdóttir er ekki í sama þyngdarflokki og Benedikt en leggur sig alla fram fyrir málstaðinn. Jórunn segist vilja aðild að Evrópusambandinu fyrst og fremst til að fá evruna. Jórunni tekst að skrifa heilan pistil án þess að víkja einu orði að stöðu Evrulands. Jaðarríkin eru í upplausn og engar líkur að Evruland haldist óskert.
Ísland mun ekki eiga þess kost að ganga til þess samstarfs sem var í Evrulandi einfaldlega vegna þess að það verður ekki til í óbreyttri mynd innan 2-5 ára. Annað tveggja gerist með Evruland, það liðast í sundur eða verður að sambandsríki með sameiginleg fjárlög og svo framvegis.
Aðildarsinnar eru í afneitun um ástandið í Evrulandi.
Fimmtudagur, 23. júní 2011
Evruland, Bretland og strandríkin í Norður-Atlantshafi
Bretland er í Evrópusambandinu en ekki Evrulandi sem aðeins 17 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins eiga aðild að. Óhugsandi er að Bretland gangi inn í Evruland og jafnvel er hugsanlegt að vandræðin þar muni valda því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Þar með gerbreytist staða strandríkjanna í norðri.
Vaxandi einhugur er í umræðunni um kreppu jaðarríkja Evrulands. Í meginatriðum koma aðeins tvær leiðir til greina, þótt útfærsla á hvorri leið um sig geti verið með margvíslegum hætti.
Í fyrsta lagi að Evruland sundrist með því að Grikkland og ef til vill fleiri jaðarríki hverfi úr myntsamstarfinu. Þar með er sjálft Evrópusambandið í hættu og gæti sem hægast liðast í sundur.
Í öðru lagi: einmitt vegna þess að framtíð Evrópusambandsins er í húfi er möguleiki að ríku þjóðir Evrulands, Þýskaland sérstaklega, samþykki að verða varanlegur fjárhagslegur bakhjarl fátækari þjóða Evrulands.
Hvort heldur fyrri eða seinni kosturinn verði ofan á mun Bretland standa fyrir utan, segir Jeremy Warner á Telegraph. Hann telur ýmsa kosti við það að Evrulandi verði bjargað og Bretland færi út úr Evrópusambandinu í kjöfarið.
Frá sjónarhóli Íslands er myndin skýr. Með Bretland fyrir utan Evruland er kominn stuðari við ásókn Evrópusambandsins norður á bóginn. Strandríkin á Norður Atlantshafi; Ísland, Grænland, Færeyjar og Noregur ættu bandamann i gamla sjóveldinu Bretlandi gegn stórveldatilburðum Evrulands.
![]() |
Búa sig undir að evrusvæðið sundrist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. júní 2011
ESB opnar á frestun aðildarviðræðna við Ísland
Evrópusambandið opnar á frestun aðildarviðræðna við Ísland enda öllum ljóst að Íslendingar eru afgerandi á móti aðild. Talsmaður Evrópusambandsins var hér á fundi og í Morgunblaðinu í dag segir eftirfarandi um fundinn
Alexandra Cas Granje, sviðsstjóri stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, segir að vinnan muni ávallt nýtast ákveði Ísland að fresta viðræðum og hefja þær svo aftur síðar.
Framkvæmdastjórnin í Brussel sannfærist æ betur um að engar forsendur eru hér á landi fyrir aðild. Aðeins einn stjórnmálaflokkur af fjórum á alþingi er fylgjandi aðild. Meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild.
Drögum umsóknina tilbaka og hættum að gera bjölluat í Brussel.
Miðvikudagur, 22. júní 2011
Evran ógnar Evrulandi
Reynslan sýnir að það má draga verulega í efa að það sé hagkvæmt að vera með einn gjaldmiðil í allri Evrópu. Ýmsir vöruðu reyndar við því áður en lagt var upp í vegferðina með evruna að ósveigjanlegur vinnumarkaður og fleira myndi torvelda samstarfið.
Evrunni gekk margt í haginn á hagsældarárunum fyrst eftir innleiðingu hennar. En nú blasa við erfiðleikar í Evrópu og það er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að evran á þátt í hluta vandans jafnvel þótt hagstjórn á heimasvæði skipti þar einnig máli. Í skjóli evrunnar fengu til dæmis ýmsir í Evrópu lán á lágum vöxtum sem hafa nú orðið að hávaxta skuldaklyfjum. Rætt hefur verið um siðavanda (moral hazard) í Grikklandi og vaxtastefnu úr takti við hagkerfið í Írlandi, svo nokkuð sé nefnt.
Margar Evrópuþjóðir hafa orðið að taka á sig miklar byrðar vegna fjármálakreppunnar. Opinber rekstur hefur víða átt í kröggum, ekki síst vegna mikilla skulda. Reynt hefur verið að skera útgjöld í nokkrum löndum niður í talsverðum mæli. Opinberir starfsmenn hafa orðið að taka á sig kjaraskerðingu eða orðið fyrir atvinnumissi. Almennt atvinnuleysi hefur reyndar verið eitt mesta vandamál evruþjóðanna frá upphafi.
Eitt alvarlegasta vandamálið í efnahagsmálum sem blasir við evruþjóðunum er þó að þróun launakostnaðar og framleiðni hefur verið mjög mismunandi eftir löndum. Þetta er langtímavandamál sem virðist hafa verið dulið fyrir mörgum þótt þeim sem skoða talnagögn sé þessi vandi ljós. Fyrir vikið er talsverður afgangur á viðskiptum nokkurra landa, aðallega Þýskalands, á kostnað annarra sem safna skuldum. Þetta er verulegt áhyggjuefni og ástæða þess að ýmsir segja að ekkert nýtt ríki ætti að taka upp evruna (samanber nýleg ummæli Heiner Flassbecks yfirmanns Alþjóðavæðingardeildar Viðskipta- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, en hann taldi t.d. algjört óráð fyrir Íslendinga að taka upp evru, eins og fram kom í erindi sem hann hélt í Háskóla Íslands í vetur).
Mismunandi þróun launakostnaðar viðhelst í skjóli þeirrar festu semsameiginleg mynt veldur og sýnir að fyrirkomulagið er ekki hagkvæmt. Það erumdeilanlegt hvaða svæði væri hagkvæmt fyrir evruna, en ljóst er að henni hefurverið ætlað mun stærra svæði en gott þykir. Fyrir vikið er fyrirsjáanlegt aðnokkrar þjóðir á jaðarsvæðunum þurfa á næstu árum að taka á sig verulega kjaraskerðingu og sú leið sem valin er út úr erfiðleikunum er sú sem talin er að muni tryggja framtíð evrunnar en ekki sem bestan hag íbúanna.
Lausn ESB er að þvinga ríkin til svokallaðrar innri gengisfellingar sem felur í sér beinar launalækkanir og ýmsar aðrar skerðingar sem reynast munu þungbærar og óvinsælar. Spurningin er sú hvort slíkar aðgerðir verði ekki nauðsynlegar með reglulegu millibili á evrusvæðinu. Það er mun eðlilegra fyrir lönd í Evrópu sem hafa frábrugðna hagþróun frá þungaviktarlöndunum og öðru vísi hagkerfi að hafa eigin gjaldmiðil og leyfa honum þá að bregðast við aðstæðum á eðlilegan og sveigjanlegan máta. Vissulega getur sveigjanlegt gengi komið niður á ákveðnum hlutum hagkerfisins eða ákveðnum hópum, en fyrir hagkerfið í heild og fyrir viðkomandi þjóð í heild er það mun heillavænlegra en að vera niðurnjörvað í aðstæður líkt og sum evruríkin búa nú við.
Vegna umræðunnar hér heima er rétt að minna á að til þessa hefur það ekki verið talið heppilegt fyrir Ísland að hafa sama gjaldmiðil og aðrar Evrópuþjóðir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hagkerfið hér hefur búið við annars konar sveiflur en þau á meginlandinu. Reyndar viðurkennir OECD þetta í nýlegri skýrslu þegar samtökin ræða um kostnað vegna hugsanlegs aukins atvinnuleysis ef við tækjum upp evru. Vonarbiðlum evrunnar sem trúa því að hagþróun hér á landimyndi lagast að Evrópu skal bent á reynslu þeirra evruríkja sem nú þurfa neyðaraðstoð hvert á fætur öðru. Evruspámennirnir höfðu rangt fyrir sér. Hagkerfi Evrópu hafa þróast í sundur í veigamiklum atriðum. Samleitnin sem átti að fylgja Maastricht-skilyrðunum hefur að verulegu leyti reynst vera tálsýn. Meira að segja verðbólgan hefur þróast í ólíkar áttir.
Æ fleiri eru að gera sér grein fyrir þessum vanda evruríkjanna. Sjálfsagt hefði verið skynsamlegra fyrir Evrópusambandið að fara hægar í sakirnar í evruvæðingunni. Miklar efasemdir voru um að leyfa Grikkjum að vera með. Reynsla þeirra, Íra og fleiri þjóða ætti að vera okkur Íslendingum víti til varnaðar. Við höfum reyndar trú á að svo verði.
Sjá einnig grein í alþjóðaútgáfu Spiegel um sama efni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. júní 2011
Ragnar Arnalds: Össur blekkir auðtrúa sálir
Það var ósvífin blekking sem Össur utanríkisráðherra viðhafði þegar hann fullyrti blákalt í Silfri Egils 22. maí s.l. að Íslendingar gætu tekið upp evru þremur árum eftir aðild. Fullyrðingin er einkar digurbarkaleg þegar haft er í huga að íslenskt hagkerfi uppfyllir nú aðeins eitt af skilyrðunum fimm sem sett voru í Maastrichtsáttmálanum og Íslendingar hafa ALDREI uppfyllt öll skilyrðin á sama tíma eins og þó er gerð krafa um. Afar ólíklegt er að það verði næsta áratuginn.
Síðan er það allt önnur spurning hvort yfirleitt sé nokkur glóra í því fyrir Íslendinga að taka upp evru eftir þá skelfilegu reynslu sem mörg smærri ríkin á evrusvæðinu hafa fengið af myntsamstarfinu nú í seinni tíð. Evrópski seðlabankinn hefur ákveðið með stuðningi ESB að Írar, Portúgalar og Grikkir megi ekki fallast á gjaldþrot einkabanka, þótt þeim sé í raun ekki viðbjargandi, heldur verði ríkissjóðir landanna að þiggja gríðarleg lán á háum vöxtum til að halda bönkunum á lífi. Ábyrgðin er því að fullu lögð á herðar skattgreiðenda komandi kynslóða í viðkomandi ríkjum.
Hér á landi hafa menn deilt hart um það hvort lágmarks innistæðutryggingar Icesave reikninga Landsbankans ættu að lenda á skattgreiðendum. Þær voru þó aðeins brot af allri skuldabyrðinni sem íslensku bankarnir þrír voru ábyrgir fyrir. En í Grikklandi, Portúgal og á Írlandi eiga skattgreiðendur framtíðarinnar að taka á sig alla skuldasúpuna. Og hvers vegna? Til að þýskir og franskir lánveitendur grísku, portúgölsku og írsku bankanna hafi allt sitt á þurru.
Kjósendur á Íslandi hafa hafnað því tvívegis með yfirgnæfandi meiri hluta að skattgreiðendur framtíðarinnar taki afglöp einkabanka á sínar herðar meira en þegar er orðið. Þeir munu enn síður sætta sig við að taka upp mynt ESB sem skuldbindur skattgreiðendur komandi kynslóða til að ábyrgjast afglöp einkabanka.
Evran hefur verið helsta tálbeita ESB-sinna frá því að umsókn um aðild var samþykkt. Enn sem fyrr eru engar líkur á að Íslendingar geti tekið hana upp sem mynt á næstu árum þótt þeir vildu. En þar á ofan er orðið ljóst að evrunni fylgja þess háttar skuldbindingar sem Íslendingar geta og munu aldrei fallast á. Ein helsta forsendan fyrir aðildarumsókn að ESB er því brostin og þegar af þeirri ástæðu er full ástæða til að afturkalla umsóknina.
Nýlega svaraði Árni Páll viðskiptaráðherra fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um það hvort Ísland uppfyllti skilyrðin fyrir upptöku evru. Árni Páll neyddist til að játa að Ísland uppfylli aðeins eitt skilyrðið, þ.e. hvað varðar langtímavexti, en gefur þó í skyn að á þessu ári náist líklega að uppfylla verðbólguskilyrðið sem segir til um að verðbólga sé ekki meiri en 1,5 prósentustigum yfir meðaltali verðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum ESB þar sem hún mældist minnst, en sú tala er 1,63%. En þar sem spáð sé að verðbólga á Íslandi árið 2011 verði 3%, séu líklegt að þetta skilyrði verði þó uppfyllt á árinu.
Fátt bendir til þess að nokkuð sé að marka þetta svar Árna Páls. Verðbólga á Íslandi fór þegar í maí s.l. upp í 3,4 % og fyrirsjáanlegt var að hún færi yfir 4%. Þetta hlýtur ráðherra efnahagsmála að hafa verið ljóst þegar hann svaraði fyrirspurninni 10. júní s.l. Greiningardeild Arion banka spáir nú 4,3% verðbólgu strax í júní. Hér er því bersýnilega á ferðinni enn ein blekkingin um möguleikann á upptöku evru, óskabarni og helstu tálbeitu ESB-sinna.
Ragnar Arnalds
(Tekið héðan.)
Þriðjudagur, 21. júní 2011
Ólafur Ragnar: fullur réttur Íslands í samfélagi þjóða
Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýðveldisins flutti þjóðhátíðarræðu ársins á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Ræðan er kröftug áminning um hvers virði fullveldið er og að ekki megi hrófla við undirstöðum þess. Forsetinn er ættaður af Vestfjörðum líkt og Jón Sigurðsson og þekkir af eigin raun brauðstrit alþýðufólks til sjávar og sveita sem er baksvið þjóðmálabaráttunnar á síðustu tveim öldum. Í framhaldi segir Ólafur Ragnar
Þegar Jón Sigurðsson ritaði Hugvekju til Íslendinga mótaði þessi heimanmundur ásamt lærdómi og reynslu boðskapinn, bjargið sem baráttan byggðist á, áherslur um þjóðarvitund og sjálfstæðisþrá. Þetta voru burðarásar sigranna sem síðar unnust, sumir löngu eftir að Jón var allur, hugsjónir í brjóstum fólksins sem safnaðist til Hrafnseyrar 17. júní 1911 og 1944, leiðarljós í uppbyggingu samfélags sem við hlutum í arf, undirstöður að traustum sessi Íslands í veröldinni; sjálfstæðisþrá og þjóðarvitund.
Nokkru síðar
Sjálfstæðisþrá og þjóðarvitund skópu líka sigrana í glímunni um landhelgina, veittu kynslóðunum sem okkur ólu kraft til að umbylta samfélagi fátæktar, gera menntun og velferð að réttindum allra, efla atvinnugreinar sem skapa ungu fólki fjölda nýrra tækifæra allt árangur sem á rætur í hugsjónum Jóns Sigurðssonar og kynslóðanna sem fögnuðu 17. júní 1911 og 1944.
Lokaorðin eru bein tilvísun í umsókn Samfylkingarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu
Okkur ber að vega slíkar ákvarðanir á vogarskálum Jóns Sigurðssonar, boðskapar hans, æviverks og stefnu og einnig á vogarskálum fólksins sem með einurð og trúmennsku færði okkur fullan rétt í samfélagi þjóða heims, fólksins sem fyrir hundrað árum og á sigurstundum síðustu aldar var á þessum sögufræga stað.
Umorðun á sömu hugsun: drögum umsóknina tilbaka.
Mánudagur, 20. júní 2011
Umbi Össurar án umboðs
Stefán Haukur Jóhannesson er í umboði Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra aðalsamningamaður Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Stefán Haukur skilur umboð sitt víðtækara en stjórnskipunin gerir ráð fyrir. Á Evrópuvaktinni segir um nýlegan útvarpsþátt þar sem Stefán Haukur var gestur.
Þarna lýsir Stefán Haukur því að hann og samnefndarmenn hans muni útfæra álit meirihluta utanríkismálanefndar alþingis og gera þau að samningsmarkmiðum gagnvart Evrópusambandinu.
Stefán Haukur ætlar að taka sér vald sem ekki einu sinni margreyndum erindrekum Evrópusambandsins dettur í hug að embættismenn í lýðfrjálsu ríki taki sér. Í viðtali Fréttablaðsins 12. febrúar í vetur við Timo Summa sendiherra Evrópusambandsins hér á landi kemur eftirfarandi fram, undirstrikun er spurning blaðamanns Fréttablaðsins
Næsta skref í þessu er að íslensk stjórnvöld kynni samningsmarkmið sín í hverjum málaflokki fyrir sig. Þú vísaðir til þessara markmiða á opnum fundi um daginn og sagðir að óeining í ríkisstjórn gæti tafið fyrir aðildarviðræðum? Þar var ég að svara spurningu úr sal um hvort það tæki lengri tíma fyrir stjórnvöld að svara um samningsmarkmið sín en hefur gert hingað til í spurningum um tæknileg atriði. Ég sagði að stjórnvöld hér þurfi tæknilega greiningu til að geta sett saman markmið sín, sem síðan fara í gegnum ríkisstjórn og Alþingi. Svona er ferlið og ég ætla ekki að giska á hversu langan tíma það tekur. Það fer eftir Íslendingum.
Summa gerir ráð fyrir aðkomu ríkisstjórnar og alþingis. ,,Svona er ferlið," segir hann en gleymir að Samfylkingin ræður yfir utanríkisráðuneytinu og lýðræðisleg vinnubrögð ekki í hávegum höfð þar á bæ.
Stefán Haukur starfar í umboði Össurar, ekki ríkisstjórnar og heldur ekki alþingis og enn síður þjóðarinnar. Þegar Össur tekur upp tjaldhælana sína í ráðuneytinu verður fararsnið á fleiri en honum einum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
- Spurningunni sem aldrei var svarað
- Klipptir strengir
- Skrýtið - en þó ekki
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 201
- Sl. sólarhring: 227
- Sl. viku: 1612
- Frá upphafi: 1208429
Annað
- Innlit í dag: 178
- Innlit sl. viku: 1497
- Gestir í dag: 164
- IP-tölur í dag: 164
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar