Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Miðvikudagur, 31. ágúst 2011
Evran eyðileggur samheldni Evrópu
Evran eykur sundrungu í Evrópu. Grikkir, Spánverjar og Portúgalar mótmæla ekki aðeins stjórnvöldum í heimalöndum sínum heldur einnig Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Ríki eins og Svíþjóð og Bretland, sem standa utan evru-samstarfsins, láta sér ekki til hugar koma að ganga inn í gjaldmiðlasamstarfið. Rúmenía er á hinn bóginn vís með að vilja inngöngu enda landlægur áhugi þar að komast undan ábyrgð á skuldbindingum. Evran er einmitt slíkt verkfæri; þar sem allir bera ábyrgð á skuldum allra ber í reynd enginn ábyrgð.
Á þessa leið skrifar Hans-Olaf Henkel fyrrum forseti Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi í Financial Times. Hann segir það mestu mistökin á sínum ferli að hafa stutt gjaldmiðlasamstarfið um evruna.
Úr þessu verður evrunni ekki bjargað, skrifar Henkel. Tillaga hans er að Þýskaland ásamt Finnlandi, Austurríki og Hollandi kljúfi sig úr evru-samstarfinu og myndi nýjan gjaldmiðil. Suður-Evrópuríkin sætu uppi með evruna sem myndi gjaldfalla og skapa forsendur fyrir betri samkeppnishæfni.
Umræðan í Þýskalandi grefur jafnt og þétt undan tiltrú á evrunni. Þjóðverjar eru óðum að gera upp við sig að hvort vilja þeir né geta borið ábyrgð á skuldum evru-ríkjanna.
Þriðjudagur, 30. ágúst 2011
Össur: björt framtíð án ESB-aðildar
Ísland á sér bjarta framtíð, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í ítarlegri grein í Fréttablaðinu. Hvergi í greininni er aðildarumsókn Íslands til Evrópusambandsins nefnd á nafn. Þvert á móti viðurkennir utanríkisráðherra að mistök hafi verið gerð og er það óbein vísun í dauðvona umsókn.
Málflutningur Össurar og Samfylkingar er að jafnaði sá að Íslendingar kunni ekki fótum sínum forráð og séu því tilneyddir að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Nýfengin trú á getu þjóðarinnar að fara með sín mál sjálf er lofsverð. Össur ætti að sýna hug sinn í verki með því að græja þetta lítilræði sem útaf stendur og kippa umsókninni tilbaka.
Mánudagur, 29. ágúst 2011
Greiðsluþreyta Þjóðverja
Björgun evrunnar stendur og fellur með Þjóðverjum. Þýski ríkissjóðurinn er í bakábyrgð fyrir lánum til Grikkja, Portúgala og Íra. Sami ríkissjóður er óbeinn aðili að kaupum Evrópska seðlabankans að skuldabréfum Spánverja og Ítala til að halda ávöxtunarkröfunni í kringum fimm prósent.
Ambrose Evans-Pritchard í Telegraph hefur eftir þýskum yfirmanni björgunarsjóðs evru-ríkjanna að þýsk móðursýki hamli framgangi björgunaráætlunarinnar.
Á síðustu dögum hafa mikilvægar stofnanir í Þýskalandi, forsetaembætti og seðlabanki landsins, varað við yfirtöku skulda óreiðuríkja í Suður-Evrópu (vitanlega eru varnaðarorðin háttvís).
Þann 7. september boðar þýski stjórnlagadómstóllinn úrskurð í kæru vegna björgunarpakkans til Grikklands. Merkel kanslari var búinn að ákveða ferðlag til Rússlands um sama leyti. Ferðalaginu hefur verið frestað.
Sunnudagur, 28. ágúst 2011
Kindarleg þögn Vg um Evrópumál
Flokksráð Vinstri grænna hittist um helgina og samkvæmt venju var ályktað um stórt og smátt er lýtur að stjórnmálmálum t.d. velferðarmál, átökin í Líbíu og nauðsyn dýralækninga. Eitt mál var þó ekki nefnt stöku orði í ályktun flokksráðsins og skyldi þó ætla að skylt væri skeggið hökunni; Evrópumál, sem hafa verið í stefnuyfirlýsingu Vg frá stofnun 1999 fengu enga umfjöllun.
Í stefnuyfirlýsingunni frá 1999 segir
Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.
Flokksforysta Vinstri grænna vanvirti þessa stefnu þegar samið var við Samfylkinguna um að styðja þingsályktun um að veita heimild til aðildarumsóknar að ESB. Tveir þingmenn Vinstri grænna hafa kvatt þingflokkinn gagnvart vegna Evrópumála.
Oft hefur verið ályktað af minna tilefni.
Laugardagur, 27. ágúst 2011
Breidd og dýpt; greinaflokkur Tómasar I. Olrich
Í sumar birti Morgunblaðið greinaflokk eftir Tómas I. Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, um Evrópusambandið og Ísland. Tómas fjallar þar um tilurð sambandsins í ljósi evrópskrar sögu og alþjóðlegrar þróunar.
Tómas er þaulkunnur aðstæðum í Frakklandi og víða í Evrópu og miðlar af þekkingu sinni og reynslu í greinunum sem höfundur veitt góðfúslegt leyfi að yrðu birtar á heimasíðu Heimssýnar.
Greinaflokkur Tómasar veitir innsýn í þá pólitísku krafta sem móta Evrópusambandið og hver staða Íslands er gagnvart þeim reginöflum.
Föstudagur, 26. ágúst 2011
Evran stendur ekki undir Evrópusambandinu
Evran var pólitískt verkfæri sem átti að auka hraðann á samrunaferli Evrópusambandsins. Flest bendir til að evran valdi ekki þessu hlutverki og samstarf þeirra 17 ríkja sem hafa evru fyrir lögeyri mun ljúka með einum eða öðrum hætti.
Evran átti að vera tæknileg lausn á pólitísku álitaefni; hve langt á að ganga í samruna aldagamalla þjóðríkja. Rétti vettvangurinn fyrir úrlausn á þessu álitaefni er þjóðmálaumræðan. Evran átti að stytta leiðina að Stór-Evrópu.
Evran mun ekki fæða af sér Stór-Evrópu. Líkur eru til að kreppa gjaldmiðilsins mun færa samrunaþróun Evrópusambandins aftur um tvo til þrjá áratugi.
Veðja á hrun evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. ágúst 2011
Lýðskrumið um ónýtu krónuna
Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar bloggar um krónu og hagstjórn.
Guðmundur Steingrímsson sem í gær sagði sig úr Framsóknarflokknum nefnir að ónýtur gjaldmiðill sé m.a. ástæða úrsagnar hans úr flokknum í merkingunni að forsystumenn flokksins styðja ekki að Ísland taki upp evru.
Gjaldmiðill getur ekki verið ónýtur en aftur á móti getur hagstjórnin verið það léleg að það endurspeglast í gjaldmiðlinum. Ástand gjaldmiðils er tákn um ástand hagkerfisins.
Það er því einhverskonar bull þegar menn kasta fram lýðskrumsfrasanum "ónýt króna". Ekki er hægt að taka mark á þeim sem svona tala og horfa til töfralausna eins og ESB og evru.
Það er algerlega á kristaltæru að nákvæmlega sömu meðulum þarf að beita við hagstjórnina hvort sem menn eru með krónu eða evru sem er einmitt m.a. ástæða þess að evrusamstarfið gerir kröfu um svokölluð Maastrict hagstjórnarskilyrði.
Það er af þeirri nákvæmlega sömu ástæðu að Grikkland er í vondum málum ásamt fleiri evruríkum og Ísland vegna þess að þau fylgdu ekki leiðbeiningum Maastricht. Ásamt auðvitað fleiri atriðum því þótt Maastrict skilyrðin séu nauðsynleg þá eru þau ekki nægjanleg.
Það er því ekki mark takandi á neinum stjórnmálamanni sem vill "bíða eftir inngöngu í ESB og upptöku evru" til að taka á hagstjórninni í stað þess að einhenda sér í verkið strax. Það þarf nefnilega hvort sem er að taka á hagstjórnni hvort sem evra verður tekin upp eða ekki. ESB leyfir ekki annað.
Miðvikudagur, 24. ágúst 2011
Eistneskt fullveldi og íslenskur kjánaskapur
Eistneskir þingmenn heimsóttu Heimssýn fyrir tveim árum og gerðu grein fyrir ástæðum þess að Eistar gegnu í Evrópusambandið. Ástæðurnar voru tvíþættar. Í fyrsta lagi efnahagslegar, þar sem sjötti hver eistnesk króna kom frá Brussel, og í öðru lagi öryggishagsmunir gagnvart Rússlandi.
Þingmennirnir útskýrðu að Eistland væri á ,,áhrifasvæði" Rússa og löngum verið hernumið af grönnum sínum. Með því að tengjast Vestur-Evrópuríkjum nánari böndum í gegnum Evrópusambandið væru varnir efldar gegn rússnesku ofríki.
Aðildarsinnar á Íslandi, trúir söguleysi sínu og einfeldningshætti, setja jafnaðarmerki milli fullveldis Eista og Íslands. Það er eins og að bera saman sjávarútveg á Íslandi og í Sviss.
Miðvikudagur, 24. ágúst 2011
Þingmaðurinn og evrópska Brussan
Haraldur Hansson bloggar um aðildarsinnaða þingmenn og fer á kostum.
Svo blindir geta menn orðið í trúnni á draum sinn, að hvítt verður svart og vont verður gott. Þingmaður skrifaði grein í Fréttablaðið og er engu líkara en að Birtíngur hafi stýrt pennanum.
Birtíngur trúði af sakleysi öllu sem Altúnga, lærifaðir hans, kenndi honum, enda mikið einfaldur að hjartalagi". Altúnga kenndi að þeir lifðu í hinum allra besta heimi og að allt sem þar gerist miði til góðs.
Þeir sem segja að alt sé í lagi eru hálfvitar; maður á að segja að alt sé í allrabesta lagi.
Magnús Orri Schram ritar í Fréttablaðið og tekst, eins og Birtíngi, að lesa vondar fréttir sem gleðitíðindi. Evrópskir stjórnmálamenn óttast aukna miðstýringu en Magnús Orri kallar það nánara samstarf". Ytra telja menn að aldrei verði hægt að ná sátt um slíkt fullveldisafsal, en okkar maður telur það jákvæðar breytingar".
Þannig trúir hann að allt sem gerist í Evrópusambandinu miði til góðs, sama hversu slæmt það er. Hann trúir bábiljunum öllum og getur varla beðið eftir evrunni, sem sligar nú hvert jaðarríkið á fætur öðru.
Magnús Orri bregður sér í hlutverki Birtíngs, Evrópusambandið er hans Kúnígúnd og Össur er lærifaðirinn Altúnga. Þingmaðurinn er jafn blindaður af hrifningu sinni á Brussel og Birtíngur var af ást sinni á Kúnígúnd.
Vinstrihandargiftíng
Birtíngur eyddi aumri ævinni í að leita að æskuástinni Kúnígúnd. Þrátt fyrir samfelldar hrakningar og þjáningar trúði hann því að hlutirnir geti ekki verið öðru vísi en þeir eru og hljóti að fá hinn allra besta endi.
Þegar hann loks fann Kúnígúnd hafði hún ljókkað svo mjög að hann hrökk skelfdur þrjú skref afturábak. Hann bar enga löngun til að giftast henni en hún gekk svo freklega eftir honum að hann komst ekki undan því.
Lærifaðirinn Altúnga tók saman ritgerð og sannaði að hin eðalborna Kúnígúnd gæti gifst Britíngi vinstrihandargiftíngu. Jafnvel þegar allir draumar Birtíngs höfðu molnað sannaði Altúnga að þeir byggju í hinum besta allra heima.
Birtíngur tók að efast í mesta mótlætinu og taldi brjálsemi að halda því fram að allt sé í lagi þegar allt er í ólagi". Þingmaðurinn á eftir að ná þeim þroska. Og að skilja að hamingjan fæst ekki með því að giftast óhrjálegri evrópskri Brussu vinstrihandargiftíngu.
Þriðjudagur, 23. ágúst 2011
Hraðferð inn í brennandi hús
William Hague breski utanríkisráðherrann er höfundur þeirrar myndlíkingar að evran væri eins og brennandi hús þar sem allar útgönguleiðir eru lokaðar. Hague notaði líkinguna fyrir áratug þegar umræða var í Bretlandi um að gerast aðili að Evrulandi. Sumir vildu það á sínum tíma en þær raddir eru löngu þagnaðar. En þegar eldar loga í evruhúsi berast skringilegar fréttir af eyju í norðri.
Á Íslandi er utanríkisráðherra sem biður stækkunarstjóra Evrópusambandsins að taka Ísland í hraðferð inn í brennandi evruhúsið.
Er Össur orðinn háður því að hlegið sé að honum í útlöndum?
Segir ESB-umsóknina tilgangslausa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 328
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2430
- Frá upphafi: 1188211
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar