Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012
Þriðjudagur, 31. júlí 2012
Atvinnuleysisbandalag Evrópu og Ísland
Atvinnuleysi í Evrópusambandinu mælist núna 11,2 % og nálgast að vera tvöfalt atvinnuleysi á Íslandi. Vaxandi atvinnuleysi í Evrópusambandinu er til marks um stöðugt dýpri kreppu sem ekki sér fyrir endann á.
Í jaðarríkum evrunnar eru atvinnuleysi hærra en meðaltalið, tæp 15 prósent á Írlandi og nærri 25 prósent á Spáni.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er með umsókn um aðild að atvinnuleysisbandalagi Evrópu.
Aldrei meira atvinnuleysi á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. júlí 2012
Hr. Evra: aðeins nokkrir dagar í evru-hrun
Eftir tvo mánuði gæti evran ekki lengur verið til, segir Jean-Claude Juncker forsætisráðherra Lúxembúrgar og formaður evru-hópsins svokallaða þar sem í sitja 17 fjármálaráðherrar evru-landa. Juncker er stundum kallaður Hr. Evra.
Í samtali við þýskt dagblað um helgina boðaði Juncker örvæntingaraðgerðir Seðlabanka Evrópu til að bjarga evrunni. Formaður evru-hópsins styður Mario Draghi, seðlabankastjóra, sem vill að bankinn kaupi ríkisskuldabréf Spánar og Ítalíu til að lækka ávöxtunarkröfuna sem er að sliga ríkissjóði þessara landa. Seðlabanki Þýskalands leggst gegn slíkum áformum.
Verkefni Junckers og Draghi næstu vikur er að halda Grikklandi í evru-samstarfinu annars vegar og hins vegar að lækka ávöxtunarkröfu á suður-evrópsk ríkisskuldabréf. Þjóðverjar eru meira og minna búnir að gefast upp á Grikkjum og þeim gest ekki að tilhugsuninni að veðsetja þýskan fjármálastöðugleika fyrir spænsk og ítölsk ríkisverðbréf.
Hr. Evra er skiljanlega í nokkurri geðshræringu.
Markaðir undir áhrifum loforða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. júlí 2012
Evran afhjúpar pólitískt gjaldþrot Evrópu
Á nýöld hét Evrópa ,,hinn kristni heimur." Á tímum kalda stríðsins var aldrei talað um Evrópu sem eina heild heldur var henni skipt í austur og vestur. Eftir fall Berlínarmúrsins fékk hugtakið ,,Evrópa" pólitíska merkingu með Evrópusambandinu. Ákvörðun um sameiginlegan gjaldmiðil Evrópu var tekin í samhengi við sameiningu þýsku ríkjanna.
Evrópa er ekki ýkja hátt skrifuð í pólitískri meðvitund almennings. Evran þótti hagkvæmt verkfæri til að stunda viðskipti en breytti litlu um það að Frakkar vilja helst starfa og búa í Frakkland og það sama gildir um þorra almennings í þeim 17 ríkjum sem mynda evru-samstarfið.
Evran þykir ekki lengur hagkvæm mynt vegna þess að hún skapar kreppu í Suður-Evrópu sem aftur kalla fram kröfu til íbúa Norður-Evrópu að veita fjármagni suður á bóginn. Íbúar Norður-Evrópu eru á hinn bóginn aldeilis ekki á því að niðurgreiða lífskjör sunnanmanna.
Án fjármagnsflutnings frá norðri til suðurs er evru-samstarfið búið að vera.
Stóra fréttin í evru-umræðunni er að Evrópuhugsjónin er pólitískt gjaldþrota.
51% Þjóðverja vill evruna burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 28. júlí 2012
90% líkur að Merkel/Hollande verði ósannindafólk
Kanslari Þýskalands og forseti Frakklands ætla að gera ..allt" til að verja evru-samstarf 17 ríkja. Það felur í sér að Grikkir haldi áfram í samstarfinu. Bandaríski bankinn Citigroup telur 90 prósent líkur á að Grikkir yfirgefi evru-samstarfið á næstu misserum.
Til að Grikkir haldist innan evrunnar þarf að útbúa nýjan björgunarpakka handa þeim, þann þriðja. Grikkir eru komnir upp á lagið að skrifa upp á samninga um tiltekt í ríkisfjármálum en efna ekki sinn hluta samningsins og fá lengri frest og meiri stuðning.
Ef þolinmæðina gagnvart Grikkjum þrýtur ekki mun Spánverjar trúlega feta sömu slóð og fá niðurgreiðslu á lífskjörum sínum frá Norður-Evrópu.
Á næsta ári eru kosningar í Þýskalandi. Merkel mun ekki líðast að grafa undan þýskum fjármálastöðugleika með auknum stuðningi við ríkisfjármál óreiðuríkja.
Gera allt til að verja evrusvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. júlí 2012
Erik Boel: aðeins bjánar vanmeta ESB-andstöðu Íslendinga
Landhelgin og evru-kreppan eru aðeins yfirvarp fyrir andstöðu Íslendinga að ganga í Evrópusambandið. Í reynd er það sjálfstæðið sem er ástæðan fyrir því að tveir þriðju hlutar eyþjóðarinnar eru á móti inngöngu í ESB.
Á þessa leið skrifar Erik Boel formaður dönsku Evrópuhreyfingarinnar. Erik hefur komið til Íslands nokkrum sinnum. Hann er ESB-sinni í húð og hár og sá fyrir sér að innganga Íslands myndi hafa í för með sér aukinn áhuga fyrir Evrópusambandinu í Noregi og Færeyjum.
En núna segir Erik aðeins bjána vanmeta andstöðu Íslendinga við að afsala fullveldinu til Evrópusambandsins.
Fimmtudagur, 26. júlí 2012
Ólafur Ragnar og utanríkisstefna þjóðarinnar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti talar fyrir utanríkisstefnu þjóðarinnar þegar hann hafnar aðild Íslands að Evrópusambandinu. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild og stjórnmálaályktanir þriggja flokka af fjórum á alþingi hafna aðild. Aðeins Samfylkingin vill Ísland inn í Evrópusambandið.
Ólafur Ragnar útskýrir í nokkrum setningum hvers vegna Ísland á ekki heima í Evrópusambandinu.
Mín afstaða hefur byggst á nokkrum atriðum. Eitt er að við erum hluti af Norður-Atlandshafinu og norðurhluta Evrópu. Nágranni okkar í vestri, Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið. Nágranni okkar í austri, Noregur, gekk tvisvar í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur um inngöngu í Evrópusambandið og mistókst í bæði skiptin. Ef þú ferð um alla norðanverða Evrópu frá Grænlandi gegnum Ísland, Bretland, Noreg, Danmörku og Svíþjóð er það ekki fyrr en á Finnlandi sem þú finnur evruríki.
Í reynd hefur nánast öll Norður-Evrópa ákveðið að halda í eigin gjaldmiðil og ef þú bætir við landfræðilegri staðsetningu okkar og hvernig nágrannaríki okkar hafa valið að fara aðra leið í gjaldmiðilsmálum og bætir svo við yfirráðunum yfir landhelginni og auðlindum landsins. Það hefur alltaf verið mitt mat að það væri betra fyrir Ísland, að þessu gefnu, að halda þjóðinni utan við Evrópusambandið, sagði Ólafur Ragnar.
Er ekki ráð að ríkisstjórnin setjist á skólabekk á Bessastöðum?
Sigur lýðræðislegrar byltingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. júlí 2012
5 ára neyðaráætlun til bjargar evru
Evru-kreppan kallar fram margvísleg viðbrögð, til dæmis að reisa tollmúra. Einir 17 alþjóðlega viðurkenndir hagfræðingar sendu frá sér 5 ára neyðaráætlun til að bjarga evrunni. Hagfræðingarnir eru ESB-sinnar og telja Evrópusambandið i hættu fari illa fyrir evrunni.
Hagfræðingarnir segja evru-samstarfið byggja á rangri hönnun sem þurfi að leiðrétta. Leiðréttingin fæli í sér að smíða sérstakar stofnanir um evruna, s.s. sérstakt eftirlit með fjármálastofnunum og ríkisfjármálum.
Til að ná tökum á skuldavandanum verða ríku evruþjóðirnar Þýskaland, Austurríki, Finnland og Holland að veita aukinn stuðning til Suður-Evrópuþjóða.
Neyðaráætlunin er byggð á traustri hagfræðilegri greiningu en jafnframt innblásin ESB-pólitík. Neyðaráætlun til fimm ára sýnir hversu langt er í land í evru-kreppunni.
Vilja endurskoða fríverslunarsamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. júlí 2012
Þýska stjórnin í hættu vegna Grikklands
Grikkland þarf þriðja björgunarpakkann upp á 30 til 50 milljarða evra til að landið verði áfram í evru-samstarfinu. Eftir því sem Grikkland færist nær bjargbrúninni vex þrýstingur á þýsk stjórnvöld að grípa í taumana og samþykkja ný neyðarlán.
Die Welt segir deiluna um hvort bjarga eigi Grikklandi eða ekki geta fellt ríkisstjórn Angelu Merkel.
Á meðan gríska vandamálið er óleyst sekkur Spánn dýpra í kviksyndi evru-kreppunnar.
Spánn sekkur enn dýpra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. júlí 2012
75% ESB-andstaða í Noregi
Um 75 prósent Norðmanna hafna aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Norðmenn hafa í tvígang hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, árin 1972 og 1994. Eftir því sem evru-kreppan dýpkar eykst andstaðan í Noregi við aðild að ESB.
Efasemdir um annað evrópskt samstarf eykst einnig í Noregi. Þigmaður Miðflokksins vill að Noregur hætti Schengen-samstarfinu. Schengen auðveldar glæpamönnum flutning milli landa.
Kreppan í Evrópusambandinu mun hafa ófyrirséðar afleiðingar.
Sunnudagur, 22. júlí 2012
Meiri miðstýring til að bjarga evrunni
Evru-kreppan stafar af hönnunargalla. Sameiginlegt mynt 17 ríkja flytur ríkisfjármálavanda eins ríkis yfir á önnur án þess að nokkur sameiginleg úrræði séu fyrir hendi til að taka á vandanum.
Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu segir í viðtali sem birtist í þýðingu á Evrópuvaktinni að aukin miðstýring sé forsenda fyrir því að hægt sé að ná tökum á evru-kreppunni.
Í Evrópusambandinu er 27 ríki en aðeins 17 hafa evruna sem lögeyri. Þau tíu ríki sem ekki búa við evru munu ekki taka þátt í aukinni miðstýringu evru-ríkja.
Nýjustu færslur
- Nei, Rósa Björk
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 27
- Sl. sólarhring: 655
- Sl. viku: 2735
- Frá upphafi: 1166935
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 2363
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar