Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
Föstudagur, 31. ágúst 2012
Makríll, ESB-umsókn og strandríkjahagsmunir
Ef Ísland væri í Evrópusambandinu fengjum við skammtað frá Brussel leyfilegum hámarksafla. Og sá afli yrði harla lítill þar sem Ísland býr ekki að neinni veiðireynslu að heitir getur í makrílveiðum.
Inni í Evrópusambandinu ætti Ísland ekki neina strandríkjahagsmuni, þeir hagsmunir væru komnir í sameiginlega stjórnsýslu ESB - rétt eins og sambandið fer núna með hagsmuni írskra og skoskra sjómanna gagnvart okkur.
Og það eru strandríkjahagsmunir, veiðar fyrst og fremst, sem eru undirstöður velferðarþjóðfélags á Ísland. Hverjum dettur í hug að þessum hagsmunum sé betur borgið í Brussel en á Íslandi?
Ráðherrar ræða makríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. ágúst 2012
Evran balkanvæðir jaðarríki ESB
Peningar eru á stórflótta frá jaðarríkjum evru-svæðisins, einkum Suður-Evrópu. Frankfurter Allgemeine segir frá ótta um balkanvæðingu einstakra ríkja með tilvísun í varanlegan óstöðuleika ríkjanna á Balkanskaga.
Þýskir og franskir bankar vinna skipulega að því minnka áhættuna af viðskiptum í Suður-Evrópu. Almenningur í þessum löndum tekur peningana sína úr bönkum vegna ótta um að vakna einn daginn við nýja mynt og frosnar bankainnistæður.
Afleiðingin er lömuð bankastarfsemi er getur ekki veitt fyrirtækjum eðlilega lánafyrirgreiðslu.
Enn eykst verðbólga á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. ágúst 2012
ESB krefst frekari aðlögunar
Íslendingar verða að venjast sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, sem kveður á altækt vald ESB yfir sjávarútvegi aðildarríkja.
Rökrétt er að Íslendingar afsali sér forræði yfir makrílstofninum til framkæmvdastjórnarinnar í Brussel á meðan aðlögunarviðræður standa yfir. Liður í aðlögunarferli umsóknarríkis inn í Evrópusambandið er að taka upp lög og stjórnsýslu sambandsins jafnt og þétt.
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra er þegar búinn að búa í haginn fyrir eftirgjöf gagnvart Evrópusambandinu enda í gildi samkomulag milli stjórnarflokkanna um aðlögun Íslands inn í Evrópusambandið.
Vilja hlé á ESB-viðræðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. ágúst 2012
Hótanir halda lífi í ESB-umsókninni
ESB-umsóknin varð til með hótun: vorið 2009 neitaði Samfylkingin að mynda ríkisstjórn með VG nema fallist yrði á að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Þremur árum síðar þegar ESB er í upplausn og engin von til að Íslendingar samþykki aðild hótar Samfylking stjórnarslitum ef umsóknin verður dregin til baka.
Stærsta máli seinni tíma stjórnmálasögu landsins er haldið gangandi með ofbeldisorðræðu Samfylkingar.
Viðræðuslit leiddu til stjórnarslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. ágúst 2012
VG: tími stöðumats er liðinn, aðgerða er þörf
Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk kosningu út á andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Forysta flokksins sveik þessa stefnu 16. júlí 2009 með því að styðja þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar um að sækja um aðild að ESB.
Allir sem nenna að fylgjast með umræðunni í Evrópu vita að engar líkur eru á því að ESB starfi áfram óbreytt. Vegna evru-kreppunnar er sambandið í tilvistarkreppu sem varir næstu árin ef ekki áratug. Það eitt og sér er nægileg ástæða til að afturkalla ESB-umsóknina.
VG sveik í ESB-málinu og getur ekki gengið til kosninga með þau svik útistandandi. Eina leiðin til að bæta fyrir þau er að afturkalla ESB-umsóknina.
Samstaða um að fara yfir stöðuna í Evrópumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. ágúst 2012
Sannfæring og verslun í pólitík
Mælingar sem gerðar eru á afstöðu fólks til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið mæla iðulega hversu sterk sannfæringin er fyrir afstöðu viðkomandi. Það er gert með því að gefa svarendum kost á að svara því hvort viðkomandi sé ,,örugglega" eða ,,sennilega" með eða móti aðild.
Í öllum þeim könnunum sem mæla sannfæringuna fyrir afstöðunni eru andstæðingar aðildar með hátt skor í staðfestu sinni en fylgjendur með lágt skor. Umræðan í samfélaginu endurspeglar þennan mun á sannfæringu. Andstæðingar aðildar eru ákafir í andstöðu sinni þar sem fullveldið og forræði okkar mála er í húfi. ESB-sinnar, á hinn bóginn, vilja ,,sjá hvað er í boði," - þeir spyrja um krónur og aura.
VG stendur fyrir róttæku hefðina í íslenskum stjórnmálum þar sem ekki var spurt um krónur og aura heldur pólitíska sannfæringu. Flokksmenn forvera VG, Alþýðubandalagsins, máttu tíðum sætta sig við skert kjör á atvinnumarkaði vegna stjórnmálaafstöðu sinnar.
VG er flokkur sem stofnaður er á grunni sannfæringar. Þegar flokkforystan selur sannfæringuna í stórpólitísku deilumáli eru aðeins krónur og aurar eftir. Og hver nennir að leggja VG lið upp á peninga?
Subbulegar alhæfingar í ræðu Katrínar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 25. ágúst 2012
Makríll er prófsteinn á ESB-aðlögun
Í grunnlögum Evrópusambandsins, Lissabon-sáttmálanum, segir að ákvarðanir um fiskveiðar á hafsvæði aðildarríkja séu alfarið á forræði Evrópusambandsins. Þetta er ástæðan fyrir því að Evrópusambandið talar máli útgerða á Írlandi í makríldeilunni við Íslendinga - en ekki írsk stjórnvöld sem mest lítið um málið að segja.
Í viðræðum Íslands við Evrópusambandið vegna aðildarumsóknar samfylkingarhluta ríkisvaldsins steytir á skeri vegna fiskveiðihagsmuna. Evrópusambandið vill beygja Ísland til að samþykkja forræði sambandsins um ráðstöfun fiskveiðiauðlindarinnar. Í því felst að Evrópusambandið ákveður makrílkvóta Íslendinga.
Fiskveiðistefna Evrópusambandsins er endurskoðuð á tíu ára fresti. Endurskoðun stendur núna yfir og samkvæmt greiningu danskra og skoskra vísindamanna eru engar líkur á að breytingar verði á fiskveiðistefnunni svo nokkru nemi.
Af þessu má draga þá ályktun að ef og þegar Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra tilkynnir samninga um makríl við Evrópusambandið þá sé það hluti af aðlögunarferli Íslands inn í sambandið.
Þrír kaflar stranda á makrílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. ágúst 2012
Eina lausnin fyrir evruna?
ESB var á sínum tíma draumsýn og það var evran líka. Nú hefur hvort tveggja orðið að veruleika, sem er þó allt annar veruleiki en vonast hafði verið eftir, einkum varðandi evruna. Evru-draumsýnin er reyndar orðin að martröð. Samt er allt kapp lagt á að eysa vandræði evrunnar sjálfrar og koma í veg fyrir að hnökrar hennar íþyngi íbúum Evrópu um of. ESB og Seðlabanki Evrópu leita nokkuð hefðbundinna leiða í þeim efnum, en það eru ekki allir trúaðir á að lausnir þeirra dugi til lengdar. Það þurfi miklu róttækari leiðir til að leysa vandann.
Einn þeirra sem vill leita róttækra lausna er belgíski félagsvísindamaðurinn, heimspekingurinn og hagfræðiprófessorinn Philippe van Parys sem hefur verið verðlaunaður fyrir framlag sitt til umræðu um þjóðfélagsmál í heimalandi sínu og víðar.
Í stuttu máli segir hann að vandamál evrunnar sé aðallega af tvennum toga. Í fyrsta lagi sé hreyfanleiki vinnuafls of lítill í Evrópu til þess að það geti jafnað sveiflur í framboði og eftirspurn eftir vinnuafli á mismunandi svæðum í álfunni. Ástæðan er einkum mörg tungumál og ólík menning. Þetta sé annar helsti munurinn á Evrópu og Bandaríkjunum. Hinn munurinn sé sá að opinber og miðstýrð fjárframlög til ólíkra héraða sé margfalt meiri í Bandaríkjunum en í Evrópu, eða 20-40 sinnum meiri, og því geti Bandaríkjamenn á þann hátt brugðist betur við mismunandi hagsveiflum einstakra fylkja. Þetta skýrist af því að alríkið í Bandaríkjunum hefur talsvert umleikis, en styrkur ESB í hlutfalli af styrk einstakra ríkja er almennt mjög lítill og fjárveiting ESB til aðildarríkja og héraða sé örsmá í þeim samanburði og allt of lítil til að geta brugðist við og jafnað ólíkar hagsveiflur héraðanna. Fræðimaðurinn taldi að ekki væri útlit fyrir að breyting yrði á þessum tvennu.
Eina lausnin, segir van Parys, er að koma upp kerfi fyrir jöfn og ótekjutengd framlög til allra einstaklinga á evrusvæðinu. Þar yrði um að ræða ákveðið framlag til hvers einstaklings - sem yrði það sama hverjar sem tekjur eða aðstæður viðkomandi væru. Þannig væri hægt að jafna kjör allra að vissu marki, koma í veg fyrir skort, jafna eftirspurn og neyslu og draga úr þeim endalausa vanda sem blasað hefur við evrunni. Þessi framlög yrðu fjármögnuð með virðisaukaskatti.
Philippe van Parys kynnti þessar hugmyndir sínar í opnunarerindi á árlegri ráðstefnu bandarískra félagsfræðinga sem haldin var í Denver í Colorado í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Fræðimaðurinn gerir sér aðspurður grein fyrir því að þessi hugmynd hans er draumsýn og að ekki séu margir í ESB-stofnunum sem aðhyllast þessar skoðanir hans. Hann fylgir máli sínu þó eftir með því að segja að allar nýjar stofnanir hafi verið draumsýn á sínum tíma - og því geti hans draumsýn allt eins orðið að veruleika og aðrar. Með því að deila sama ótekjutengda framlaginu niður á alla íbúa álfunnar yrði stuðlað að grunnframfærslu, vissum jöfnuði og væntanlega félagslegri sátt.
Hugmynd fræðimannsins er athyglisverð, en hún er þó mjög fjarri því að verða að veruleika. Miðað við að hann segi að evran standist ekki við núverandi aðstæður og að örfáir deili draumsýn hans um lausn mála virðist sem evran eigi sér litla von sem stendur. Lausnin virðist ekki í sjónmáli. Fram kom í máli manna á göngum ráðstefnunnar að ýmsir telja að á meðan svo er sé skynsamlegra fyrir íslensku þjóðina að bíða í það minnsta átekta og fresta öllum áformum um inngöngu í þetta samband sem nú stendur á ansi veikum fótum. - SJS
Ræða framtíð Grikklands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. ágúst 2012
Ímynduð blóðlykt Steingríms J.
Félagar Steingríms J. Sigfússonar sem halda úti Vinstrivaktinni velta fyrir sér merkingu eftirfarandi orða formannsins
Menn geta svo ekki horft fram hjá því, eins og venjulega, að þegar andstæðingar ríkisstjórnarinnar finna einhvers staðar blóðlykt þá eru þessi venjubundnu vitni leidd fram. Ég hélt að menn væru orðnir leiðir á því að láta nota sig til að reka ímyndaða fleyga í uppdiktaðar sprungur á milli stjórnarflokkana.
Vinstrivaktin segir um þessi ummæli
Þessi niðurlægjandi tónn í garð Katrínar, Svandísar og Árna Þórs vegna yfirlýsinga þeirra er athyglisverður og ber vott um að Steingrímur er ekki í rónni yfir umræðunni um VG og ESB sem átt hefur sér stað nú seinustu dagana.
Við hér á Heimssýn veltum fyrir okkur hvers vegna formaðurinn er með áhyggjur af ímynduðum ágreiningi.
Miðvikudagur, 22. ágúst 2012
ESB-aðlögun á fullt skrið eftir kosningar
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG ætlar að láta ESB-umsóknina standa fram yfir alþingiskosningar og setja síðan aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið á fullt skrið - fái ríkisstjórnarflokkarnir haldið velli. Þetta má lesa úr svari Steingríms J., sem ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar, við fyrirspurn þingmannanna Jóns Bjarnasonar og Atla Gíslasonar.
Í svarinu viðurkennir Steingrímur J. aðlögunarkröfu Evrópusambandsins með þessum orðum
Þeir Atli og Jón spurðu einnig hvort ESB geti krafist þess að tilteknum áföngum verði náð í aðlögun íslenskrar stjórnsýslu að löggjöf ESB áður en samningskaflanum um landbúnað verður lokað. Í svari ráðherra segir að viðræður um samningskaflann séu ekki hafnar og því ótímabært að geta sér til um hvort og þá hvernig ESB kunni að setja fram lokunarviðmið í kaflanum. Rýniskýrsla ESB um landbúnaðarkafla viðræðnanna nefnir stefnu íslenskra stjórnvalda um að ekki verði ráðist í breytingar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú aðgerðaáætlun sem nú liggur fyrir byggist á þeirri nálgun.
Aðeins 18 kaflar af 35 samningsköflum í viðræðum við ESB hafa verið opnaðir. Ástæðan er sú að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki treyst sér til að mæta aðlögunarkröfum Evrópusambandsins.
Ef ríkisstjórnin heldur velli verður litið svo á að hún sé komin með umboð frá kjósendum til að setja aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið á fullt skrið.
Engu breytt fyrir atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 64
- Sl. sólarhring: 405
- Sl. viku: 2473
- Frá upphafi: 1165847
Annað
- Innlit í dag: 56
- Innlit sl. viku: 2147
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar