Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Fimmtudagur, 7. febrúar 2013
Sérfræðingar eru efins um evruna
Eftir að skýrsla Seðlabanka Íslands um gjaldmiðlamálin kom út í haust er eitt víst. Sérfræðingar hafa lengi verið og eru enn efins um að rétt sé fyrir Ísland að taka upp evru sem gjaldmiðil. Skýrslan er í raun rothögg fyrir evrusinnana í Samfylkingunni og víðar.
Þessarar skýrslu hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Vitanlega væntu ESB-aðildarsinnar í Samfylkingunni og víðar þess að skýrslan myndi leiða til skýrrar niðurstöðu sem væri þeim þóknanleg. En því var ekki til að dreifa. Í raun hefur sú afstaða sem lesa má út úr niðurstöðum af athugunum seðlabankafólksins og forystu þess verið nokkurn veginn hin sama frá því þessi umræða hófst. Það hafa alltaf verið efasemdir um upptöku gjaldmiðils á borð við evruna.
Árið 1997 var ekki áhugi fyrir evru
Árið 1997 gaf Seðlabankinn út skýrsluna Efnahags- og myntbandalag Evrópu EMU Aðdragandi og áhrif stofnunar EMU. Þótt þetta væri tveimur árum áður en efnahags- og myntbandalagið tók formlega til starfa hafði heilmikil rannsóknarvinna og umræða verið í gangi. Margir hagfræðingar vöruðu við ófullburða fæðingu gjaldmiðilsbandalagsins. Stjórnmálaelítan í Evrópu lét varnaðarorðin sér í léttu rúmi liggja, en það sýnir m.a. að ESB og EMU (myntbandalagið) eru fremur pólitísk bandalög en að þau séu byggð á efnahagslega skynsömum grunni. Í formála bankastjórnar árið 1997 kemur fram að meginniðurstaða skýrslunnar sé að efnahagsleg áhrif bandalagsins á íslenskt efnahagslíf séu óljós.
Vissulega var ýmislegt óljóst með myntbandalagið í upphafi og því ekki að undra þótt Seðlabankinn treysti sér ekki þá til að fjalla beinlínis um rök með og móti ESB. Þær ályktanir eru þó dregnar að best sé fyrir Ísland að halda að minnsta kosti um sinn óbreyttri gengisstefnu.
Árið 2000 var ekki heldur áhugi fyrir evru
Um þremur árum síðar, árið 2000, gaf Hagfræðistofnun Háskóla Íslands út ritið Macroeconomic Policy Iceland in an Era of Global Integration (þjóðhagsstefna Ísland á tímum alþjóðlegrar samþættingar). Í kafla um val á hagkvæmustu gengisstefnu fyrir Ísland komast höfundar að þeirri niðurstöðu að formgerðareinkenni hagkerfisins styðji öll þá ályktun að heppilegast sé fyrir Ísland að vera með sveigjanlegt gengi. Jafnframt virðist þeim sem Ísland uppfylli engin, eða nánast engin af þeim skilyrðum sem kenningin um hagkvæm myntsvæði gerir til þess að Ísland tengist evrunni.
Eftir þetta fór evrusvæðið í gang og fyrstu árin virtust lofa góðu. Þegar á leið fóru hins vegar erfiðleikar að koma í ljós. Nú er svo komið að Efnahags- og myntbandalagið hefur í nokkur ár átt í gífurlegum erfiðleikum sem ekki sér fyrir endann á. Þeim stjórnmálamönnum utan evrusvæðisins fjölgar stöðugt sem vilja halda sig sem lengst frá myntbandalaginu nema innan Samfylkingarinnar á Íslandi. Það er óþarfi að telja hér upp ýmsa hagfræðinga austan hafs og vestan sem varað hafa við þessari evrukreppu.
Árið 2012: Evran er ekki kostur um fyrirsjáanlega framtíð
Í nýútkominni skýrslu Seðlabankans er komist að þeirri skýru niðurstöðu að það sé fyrsti kostur að halda krónunni og bæta umgjörð hennar. Evran komi ekki til álita sem stendur, bæði vegna erfiðleika evrusvæðisins en einnig vegna annarra þátta, þótt bankinn komist skiljanlega að þeirri niðurstöðu að rétt sé að loka engum leiðum fyrst aðildarumsóknin er í gangi. Hins vegar er á það bent að Íslendingar ættu í raun fremur að huga að almennt bættri hagstjórn fremur en að líta á einn eða annan gjaldmiðil sem einhverja töfralausn á ýmsum vanda.
Þetta hljóta að vera gífurleg vonbrigði fyrir þann hóp innan Samfylkingarinnar sem gert hefur það að leiðarljósi lífs síns að Ísland gangi í ESB og að besta leiðin til að ná því marki væri að telja fólki trú um að með evru fengjust betri lífskjör hér á landi. Þeir sérfræðingar sem gerst þekkja hafa aldrei trúað almennilega á þessa spádóma eða óskir ESB-sinnanna. Hið gífurlega atvinnuleysi sem stór hluti Evrópubúa hefur búið við sýnir svo ekki verður um villst, að enda þótt evran komi sumum vel hefur hún leitt til ófarnaðar fyrir stóran hluta álfunnar.
(Þessi texti birtist fyrst á Vinstrivaktinni)
![]() |
Vilja ekki gengisstefnu fyrir evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2013
Fulltrúi ESB hindraði Bjarna Ben í að ljúka máli sínu
Sá fáheyrði atburður átti sér stað á opnum fundi Heimssýnar í Norræna húsinu í gær að launaður starfsmaður ESB þreif með frammíköllum lokaorðin af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins.
Þetta átti sér stað í lok fundarins, en við frammíköllin komst ókyrrð á fundarsalinn og sleit fundarstjóri þá fundi. Fyrir vikið gat Bjarni Benediktsson ekki flutt sín lokaorð og svarað þeim spurningum sem til hans hafði verið beint.
Það er út af fyrir sig ekkert athugavert við það að fulltrúar erlendra ríkja mæti hér á opna fundi og fylgist með því sem hér er að gerast. Hins vegar verður að krefjast þess af þeim að þeir sýni frummælendum og fundarmönnum tilhlýðilega virðingu og hleypi ekki upp fundum, jafnvel þótt langt sé liðið á fundartímann.
Í þessu sambandi skiptir ekki máli að umræddur launaður starfsmaður ESB er Íslendingur. Um er að ræða almannatengil Evrópustofu hér á landi, Árna Þórð Jónsson, en sem vitað er ákvað Evrópusambandið að veita ríflega 200 milljónum króna til þeirrar starfsemi. Sem almannatengill og starfsmaður erlendra aðila hér á landi er lágmark að menn virði ákveðnar siðareglur og komi ekki í veg fyrir að aðrir fái að tjá sig.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2013
Fjögur þúsund starfsmenn í Seðlabanka Evrópu þegja á ofurlaunum
Báknið þenst út í ESB. Tvöfalda þarf fjölda starfsmanna Seðlabanka Evrópu, samkvæmt meðfylgjandi frétt mbl.is.
Þannig fer starfsmannafjöldinn úr tveimur þúsundum í fjögur þúsund.
Starfsmannafjöldi í ESB-bákninu í heild skiptir tugum þúsunda. Stór hluti þeirra hefur hærri laun en æðstu embættismenn aðildarríkjanna, auk þess sem þeir búa við mikil skattafríðindi og greiða reyndar skatta til ESB en ekki aðildarríkjanna.
Þótt starfsmenn Seðlabanka Evrópu séu nú þegar um tvö þúsund eru þeir ekki mikið gefnir fyrir það að upplýsa borgara aðildarlandanna um það sem gerist innan bankans.
Þannig er algjörlega bannað að upplýsa um afstöðu þeirra sem taka ákvörðun um stýrivexti evrulandanna. Engar fundargerðir eru birtar af þeim fundum sem taka ákvarðanir um slíkt.
Seðlabanki Evrópu er lokuð stofnun og verður sjálfsagt ekki opnari þótt starfsmannafjöldinn tvöfaldist.
![]() |
Tvöfalda þarf starfsmannafjöldann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2013
Evran er ekki stöðugur gjaldmiðill
Hollande Frakklandsforseti telur það ósvinnu að evran hreyfist eftir markaðsaðstæðum, eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt.
Hann og fleiri vilja að gengi evrunnar sé stöðugt gagnvart gengi annarra gjaldmiðla. Eina leiðin til þess er að aðrir gjaldmiðlar verði lagðir niður. Ætli Hollande hafi spurt Obama að því hvort hann vilji ekki bara kasta dalnum og taka upp evru?
Frétt mbl.is um þetta er hér:
Frakklandsforseti segir of hátt gengi evrunnar vera til þess fallið að skaða efnahagslega hagsmuni Evrópusambandsins og vill að gripið verði til alþjóðlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að höfð séu óeðlileg áhrif á þróun gengis gjaldmiðla. Þetta kom fram í ræðu sem François Hollande flutti í Evrópuþinginu í Strasbourg samkvæmt Financial Times í dag.
Evran á ekki að sveiflast eftir duttlungum markaðarins, sagði forsetinn ennfremur í ræðu sinni. Myntbandalag verður að búa yfir gengisstefnu. Sé svo ekki stýrist það af gengi sem endurspeglar ekki raunverulega stöðu efnahagslífsins.
Hollande lagði þó áherslu á að hann væri ekki að kalla eftir því að Evrópski seðlabankinn kæmi sér upp gengisviðmiði en krafðist þess að komið yrði á brýnum umbótum á fyrirkomulagi gjaldmiðlamála í heiminum. Að öðrum kosti væru allar tilraunir evruríkja til þess að auka samkeppnishæfni sína að engu gerðar af evrunni.
Hollande sagði á blaðamannafundi eftir ræðuna að evran ógnaði meðal annars tilraunum Frakka við að auka samkeppnishæfni sína. Sagði hann að forystumenn evrusvæðisins yrðu að koma sér saman um gengi evrunnar til skemmri tíma litið. Við verðum að grípa til aðgerða á alþjóðlegum vettvangi til þess að vernda hagsmuni okkar, sagði hann.
Fram kemur í fréttinni að franskir ráðherra hafi undanfarið kvartað mjög yfir háu gengi evrunnar og sagt að einstök evruríki væru berskjölduð gagnvart úthugsuðum tilraunum ríkja eins og Japans til þess að hafa óeðlileg áhrif á gengi evrunnar. Evrópusambandið skilur evruna eftir varnarlausa gagnvart órökréttum sveiflum í eina áttina eða aðra, sagði Hollande ennfremur.
![]() |
Hátt gengi evrunnar ógnar ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2013
Húsfyllir á fundi Heimssýnar í hádeginu um umsóknarferlið
Fundur Heimssýnar í Norræna húsinu í hádeginu um umsóknarferlið var bæði fjölmennur og fjörugur. Forystumenn stjórnmálaflokka gerðu grein fyrir afstöðu sinni til málsins og fundarmenn gátu lagt fyrir þá spurningar.
Á fundinum var m.a. rætt um stöðu og þróun Evrópusambandsins, eðli umsóknar- eða aðlögunarferlis, eðli svokallaðra sérlausna og undanþága, og um gjaldmiðilsmálin.
Mbl.is skýrir svo frá fundinum:
Umræðan um það að halda eigi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu áfram til að sjá hvað bíður landsmanna þar innan er á villigötum, þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins á málfundi Heimssýnar um framtíð aðildarviðræðnanna í Norrænahúsinu í hádeginu í dag.
Á fundinum fluttu erindi auk Sigmundar, Bjarna Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður Vinstri-grænna og Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Fundarstjóri var Páll Magnússon, útvarpsstjóri.
Bjarni Benediktsson benti á að ESB hefði að mörgu leyti breyst síðan að Íslands sótti um aðild að sambandinu. Bjarni spurði í erindi sínu hvar þeir væru sem vildu fyrirvaralaust ganga inn í Evrópusambandið. Benti hann á að í öllum öðrum ríkjum sem sótt hefðu um aðild að sambandinu hefðu menn boðað fyrirvaralausan stuðning við aðild.
Þá sagði hann ekki einu sinni Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þora að lýsa yfir fyrirvaralausum stuðningi við aðild að sambandinu. Loks sagði hann framtíð umsóknarinnar felast í því að staðan yrði metin og þjóðinni síðan leyft að taka ákvörðun um framhaldið.
Það eru mikil tækifæri sem felast í Evrópusambandinu, sagði Árni Páll Árnason í erindi sínu. Hann sagðist vera einn þeirra sem að Bjarni lýsti eftir. Þá sagðist hann vissulega hafa efast um eigin afstöðu til aðildar, einkum í fyrra, eftir þær breytingar sem orðið hafa á sambandinu.
Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að skipta um gjaldmiðil og sagði að það að búa við gjaldgengan gjaldmiðil sem er raunverulega einhvers virði og hægt er að nota í öðrum ríkjum væri mannréttindi. Þá benti hann á rétt fólks til að hafa laun í sama gjaldmiðli og það skuldar. Jafnframt benti hann á að fyrirtæki hér á landi ættu mörg hver erfitt uppdráttar. Í miðri ræðu Árna Páls gekk einn mótmælandi að púltinu með mótmælendaskilti við dræmar undirtektir fundargesta og var þess óskað að hann annað hvort legði niður skiltið eða yfirgæfi fundinn.
Eðlilegt að hægja á viðræðunum
Árni Þór Sigurðsson að eðlilegt hafi verið við þær aðstæður sem voru uppi um áramótin að endurskoða aðildarferlið. Sagði hann að væntingar margra hefðu verið að hægt yrði að ljúka viðræðunum fyrir lok kjörtímabilsins, sagði hann vonbrigði að ekki hefði tekist að klára þýðingarmikla málaflokka eins og til dæmis sjávarútvegskaflann.
Sagðist hann telja að það hafi verið rétt og skynsamlegt skref að hægja á viðræðunum. Hann lagði einnig áherslu á að ekki ætti að gera lítið úr skoðunum þeirra sem ekki vissu hvað fælist í aðild að ESB og vildu fá að vita slíkt. Það á jafnvel enn meira við í dag að EES samningurinn er að komast í visst öngstræti, sagði Árni Þór.
Guðmundur Steingrímsson sagði að Björt framtíð vildi klára aðildarviðræðurnar og gera það vel því að versta niðurstaðan væri vondur samningur. Hann sagði eitt mikilvægt gagn vanta inn í þessa umræðu núna, aðildarsamninginn sjálfan. Benti hann á að í kjölfar hrunsin hefðu Íslendingar komið að nei-um og lokuðum dyrum í alþjóðasamfélaginu. Þá benti Guðmundur á að hann teldi fullveldi þjóðarinnar betur borgið innan ESB heldur en með EES-samningnum.
![]() |
Umræðan um ESB á villigötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2013
ESB myndi þá ekki bjarga Íslandi
Sú hugsun er algeng að við venjulegar aðstæður eigi bara að bjarga þeim bönkum sem eru kerfislega mikilvægir fyrir efnahagslífið í heild. Þess vegna bjarga seðlabankar Stórabanka í Höfuðborg en ekki Sparisjóði Litluhafnar.
Þjóðverjar telja Kýpur of lítið og áhrifalítið til að það taki að bjarga því, samanber meðfylgjandi frétt.
Ef Kýpur eru of lítið og áhrifalítið land í Evrópu er líklegt að Ísland falli í sama flokk og yrði ekki bjargað.
Hverju yrðum við þá bættari í ESB hvað það varðar? Það er kannski eins gott að reyna að standa á eigin fótum.
Sjá hér frétt mbl.is um málið:
Þýskir stjórnmálamenn velta því nú fyrir sér hvort Kýpur sé nógu stórt hagkerfi til þess að það réttlæti aðstoð frá Evrópusambandinu. Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að rætt sé um í röðum þeirra hvort efnahagserfiðleikar einstakra ríkja innan evrusvæðisins skapi hugsanlega ekki nógu mikla áhættu fyrir svæðið í heild til þess að það réttlæti slíka aðstoð.
Embættismenn Evrópusambandsins segja að þessi umræða sé aðeins hugsuð af hálfu þýskra stjórnmálamanna til þess að bæta samningsstöðu sína um mögulega aðstoð við Kýpur en þýsk stjórnvöld benda hins vegar á að umræðan byggi einfaldlega á lagalegum skilyrðum slíkrar aðstoðar. Vísa þau í því sambandi í löggjöfina sem björgunarsjóður Evrópusambandsins byggi á þar sem gert er ráð fyrir að hver ósk um aðstoð skuli metin út frá þeirri áhættu sem til staða kunni að vera fyrir evrusvæðið í heild eða aðildarríki þess.
Gæti skapað nýja hættu fyrir Grikkland
Evrópski seðlabankinn hefur lýst því yfir að við eðlilegar aðstæður gæti verið litið svo á að lítið ríki eins og Kýpur, þar sem um ein milljón manna býr, skapaði ekki kerfislæga áhættu fyrir evrusvæðið en annað sé hins vegar uppi á teningnum við núverandi aðstæður. Í því sambandi er bent á að slæm staða efnahagsmála á Kýpur kunni að fela í sér nýjar hættur fyrir Grikkland vegna náinna tengsla á milli bankakerfa ríkjanna tveggja. Mat seðlabankans er því að verði Kýpur ekki hjálpað kunni það að hafa hliðstæð áhrif fyrir evrusvæðið og fall bandaríska bankans Lehman Brothers haustið 2008.
Þýsk stjórnvöld eru ekki sammála þessu. Þau leggja áherslu á að þau vilji að Kýpur verði áfram hluti af evrusvæðinu en til þess að fá samþykki þýska þingsins á aðstoð við ríkið verði að tryggja að hægt sé að sýna með algerandi hætti fram á nauðsyn hennar enda hafi þýska stjórnarandstaðan sem og þingmenn úr röðum stjórnarliða hótað því að stöðva málið í þinginu. Til viðbótar við umræðu um það hvort nauðsynlegt sé að bjarga Kýpur hefur því verið haldið fram að víðtæk spilling þrífist í eyríkinu.
Gert er ráð fyrir að fjármálaráðherrar evruríkjanna leggi blessun sína yfir efnahagsaðstoð við Kýpur á fundi sínum í mars en þá á þýska þingið eftir að samþykkja ráðahaginn. Hugsanlegt er að meirihluti þýskra þingmanna komist þá að þeirri niðurstöðu að Kýpur sé of lítil og enn of spillt til þess að réttlætanlegt sé að koma ríkinu til bjargar.
![]() |
Kýpur of lítil til að bjarga? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. febrúar 2013
ESB er völundarhús án útgönguleiðar
G. Tómas Gunnarsson vekur athygli á þeim átökum sem nú eiga sér stað um leiðir í Evrópusambandinu á milli þeirra sem vilja efla miðstýringu og einsleitni í sambandinu, en þeir stýra nú öllu í sambandinu, og hinna sem vilja opna á meiri fjölbreytni.
Sjá hér: Eins og völundarhús án útgönguleiðar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 4. febrúar 2013
ESB eyðir 400 milljónum króna í að njósna um skoðanir fólks á netinu
Breska blaðið Daily Telegraph upplýsir hér að ESB hyggist verja sem svarar fjögur hundruð milljónum króna í að fylgjast sérstaklega með þeim sem hafa efasamdir um Evrópusambandið. Jafnframt kemur fram að hugmyndin sé sú að embættismenn ESB hyggist bregðast við slíkri umræðu efasemdarmanna.
Fram hefur komið að ESB ætlaði að verja ríflega 200 milljónum króna til að hafa áhrif á umræðuna hér á landi, m.a. í gegnum svokallaða Evrópustofu.
Frétt á mbl.is um þetta er svohljóðandi:
Evrópuþingið hyggst verja sem nemur um tveimur milljónum punda í eftirlit með fjölmiðlum og umræðum á netinu þar sem efasemdir um Evrópusambandið eru viðraðar vegna áhyggja af því að andúð í garð sambandsins fari vaxandi. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.
Blaðið byggir frétt sína á trúnaðargögnum sem það segist hafa undir höndum þar sem fram komi tillögur um fjármögnum og aðra skipulagningu á mikilli áróðursherferð í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins sem fram fara í júní 2014. Fram kemur að lykilatriði í herferðinni samkvæmt gögnunum séu aðgerðir til þess að fylgjast með afstöðu almennings og að greina á fyrstu stigum hvort pólitísk umræða á meðal þátttakenda á samfélagsmiðlum eða bloggsíðum sé líkleg til þess að vekja athygli fjölmiðla eða almennings.
Ennfremur segir í gögnunum, sem voru samþykkt á síðasta ári samkvæmt fréttinni, að beina þurfi sérstakri athygli að þeim ríkjum þar sem efasemdir um Evrópusambandið hafi farið vaxandi. Þá segir að embættismenn Evrópuþingsins þurfi að geta fylgst með slíkum samskiptum á milli almennings á netinu sem og utan þess með skipulögðum hætti og tekið þátt í þeim og haft áhrif á þau með því að leggja fram staðreyndir og bregðast þannig við goðsögnum um Evrópusambandið. Þjálfun starfsmanna þingsins í þeim efnum hefst síðar í þessum mánuði.
![]() |
Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 4. febrúar 2013
Evran fellur vegna pólitískrar spennu á Spáni og Ítalíu
Hin pólitísku vandræði sem verið hafa og eru í uppsiglingu á Spáni og Ítalíu eru nú farin að þjaka gjaldmiðil allrar álfunnar.
Evran þolir ekki vinnubrögð stjórnmálamanna á Spáni og Ítalíu, að því er virðist, ef notaður er algengur frásagnarmáti um hreyfingar gjaldmiðla og ástæður þeirra.
Það er svolítið merkilegt, en samkvæmt þessu virðast markaðir viðkvæmari fyrir pólitískum titringi en efnahagslegum undirstöðum.
En þetta er ekki alslæmt. Það er eðli gjaldmiðla að sveiflast í verði, og þessi breyting getur komið sér vel fyrir hluta álfunnar.
![]() |
Lækkun í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. febrúar 2013
Umræðufundur um framtíð aðildarumsóknar
Heimssýn boðar til umræðufundar um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB. Eins og segir í tilkynningu frá samtökunum:
Á morgun hinn 5. febrúar klukkan 12:00 í Norræna húsinu, mun Heimssýn hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, standa fyrir opnum fundi um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB. Framtíð aðildarumsóknarinnar mun fyrst og fremst vera ráðin af afstöðu flokkanna til málsins og árangur þeirra í kosningunum í vor.
Þá hefur Heimssýn ákveðið að gefa kjósendum tækifæri til þess að kynna sér afstöðu flokkanna til málsins og heldur því opinn fund um málið. Í fyrri hluta fundarins fær hver frummælandi að kynna afstöðu sína og síns flokks, en í seinni hluta verður fundargestum gefið færi á að koma með spurningar úr sal.
Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar, setur fundinn, en fundarstjóri verður Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Frummælendur verða:
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar
Árni Þór Sigurðsson þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins
Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins
Heimssýn hvetur fólk til þess að mæta og vonast eftir opinskárri og málefnalegri umræðu.
Facebook síða viðburðsins má finna hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Einn pakki, enginn valkostur
- Regluvæðingin ryður samkeppni úr vegi
- Öryggismál og Brusselspuni
- Þjóðaratkvæðagreiðsla eða inngönguyfirlýsing?
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 stærra en Icesave o...
- Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
- Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
- Kristrún hér er nesti til Brussel!
- Bara upp á punt
- Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
- Skynsemin ræður í Noregi
- Bókun 35 - nokkur atriði sem Alþingi ætti að ræða
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 85
- Sl. sólarhring: 160
- Sl. viku: 1501
- Frá upphafi: 1214387
Annað
- Innlit í dag: 80
- Innlit sl. viku: 1384
- Gestir í dag: 79
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar