Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Aukinn stuðningur við krónuna - meirihluti vill halda henni

peningarMeirihluti landsmanna vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fleiri vilja halda krónunni nú en fyrir tveimur árum.

Þetta er á sama tíma og nýkjörinn formaður Samfylkingar og landsfundur Samfylkingar leggja aukna áherslu á evru og Evrópusambandið. Þjóðin er því greinilega á annarri leið en Samfylkingin.

Fréttablaðið og visir.is greina frá þessari könnun um afstöðu til krónunnar. Þar segir:

Alls sögðust 52,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi, en 47,4 prósent sögðust ekki vilja krónuna áfram.

Hlutfall þeirra sem vilja halda krónunni hefur hækkað verulega, en 40,5 prósent vildu halda krónunni í febrúar 2011, þegar afstaðan til hennar var könnuð síðast í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Enn færri, 38,1 prósent, voru þeirrar skoðunar í apríl 2009.

Stuðningur við krónuna er afar misjafn eftir stjórnmálaskoðunum fólks. Meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vill halda krónunni, en lítill hluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar er sömu skoðunar, .....

Mikill munur er á afstöðu kynjanna til krónunnar. Minnihluti karla, 46 prósent, vill halda krónunni, en ríflegur meirihluti kvenna, 60,1 prósent.

Einnig er talsverður munur á afstöðu fólks eftir aldri. Um 55,5 prósent fólks á bilinu 18 til 49 ára vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill Íslands, en 49 prósent 50 ára og eldri.
Við framkvæmd könnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 1.382 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki. Hringt var miðvikudaginn 30. janúar og fimmtudaginn 31. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi? Alls tóku 72,8 prósent þeirra sem tóku þátt afstöðu til spurningarinnar.


Undanrenna Samfylkingar

Guðmundur SteingrímssonFramboðsflokkurinn Björt framtíð er ekki annað en útþynnt Samfylking. Björt framtíð nær eyrum kjósenda með því einu að lofa sólskini og sælu eftir kosningar. Þau þykjast koma fram sem óspjölluð væru af stjórnmálum fortíðarinnar. Svo er þó alls ekki.

Helstu forystumenn hinna Björtu hafa setið á Alþingi og tekið afstöðu til mála. Það er því ekki trúverðugt þegar þau stíga fram sem boðberar breytinga í stjórnmálum. Eitt af því sem þau segjast vilja breyta er umræðuhefðin á Alþingi. Þar er gagnrýni þeirra á svokallað málþóf ofarlega á blaði. Foringjar hinna Björtu, þeir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall, gangrýndu einmitt stjórnarandstöðuna á sínum tíma fyrir að vera að tefja hið mikla framfaramál þegar alþingismenn vildu ekki samþykkja Icesave-samninga Svavar Gestssonar.

Í ljósi niðurstöðu EFTA-dómstólsins nú á dögunum, dettur engum skynsömum manni í hug að gagnrýna andstöðu þeirra þingmanna sem ekki vildu stökkva á þann ólánsvagn sem hefði leitt til hörmungarástands.

Stundum þurfa þingmenn að standa í lappirnar þegar þjóðarhagsmunir eru að veði. Það gerðu þeir ekki þessir kappar, Guðmundur og Róbert, enda er þessi undanrenna Samfylkingarinnar að laumast með inngöngu í ESB í þokukenndri stefnuskrá og vilja afsala þar með dýrmætum fullveldisrétti smáþjóðar til að ráða sínum málum á ögurstundu.

Framtíð Bjartrar framtíðar er ekki björt framtíð fyrir Ísland. Aldrei hefur íslensku þjóðinni verið jafn ljóst og nú, að við þurfum stjórnmálamenn sem hafa burði til að standa í lappirnar þegar á reynir.


Formaður Samfylkingar virðist vilja herða gjaldeyrishöftin

arnipallÁrni Páll Árnason nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar virðist vilja herða gjaldeyrishöftin enn frekar en orðið eða setja hér á stífari gjaldeyrisreglur en þegar eru í gildi. Öðruvísi er vart hægt að skilja orð hans í þættinum Á Sprengisandi í morgun um að stjórnmálamenn eigi að ná samstöðu um stöðugt gengi.

Stjórnmálamenn hafa ekki ákveðið gengi gjaldmiðilsins í áratugi. Það er ákveðið á markaði.

Ef Árni Páll á við það að setja Ísland inn í fordyri evrunnar (ERM), þá er ekkert slíkt inni í myndinni næsta áratuginn. Slíkt myndi heldur ekki tryggja algjöran stöðugleika.

Árni Páll lætur hins vegar eins og það sé ákvörðun stjórnmálamanna að fella gengi krónunnar. Út frá því er skiljanlegur sá misskilningur Árna Páls að stjórnmálamenn geti fest gengið. Eina leiðin til að gera það er að taka markaðsöflin úr sambandi og koma á stífari gjaldeyrishöftum en þegar eru til staðar.

Þess vegna er Árni Páll mikill haftamaður. Að minnsta kosti til skamms tíma.

Það er eðli gjaldmiðla að sveiflast í verði, hvort sem þeir heita evra, króna, dollar eða eitthvað annað. Og það eru undirliggjandi efnahagsaðstæður í löndunum sem ráða langtímagengi gjaldmiðlanna.

Það má svo minna Árna Pál og fleiri ESB-sinna á það að herkostnaðurinn af evrunni (Árna er tíðrætt um herkostnað af krónunni) er sá að atvinnuleysi er orðið að þjóðarböli í mörgum evrulöndum. Atvinnuleysið hjá ungu fólki á Spáni og víðar er um 50%.

Er nema von að Sigurjón Sprengisandsstjóri hafi orðið dálítið langleitur við yfirlýsingar Árna Páls, en Sigurjón spurði:

Ætlast þú til þess að ég trúi því að allt yrði komið hér í góðan farveg með evru?

Þá varð Árni hljóður um stund ...

Síðan hélt hann áfram og gerðist nú óviss og ónákvæmur og fór eitthvað að tala um stöðuga rýrnun kjara hér á land síðustu áratugi!

Væri nú ekki ráð fyrir Samfylkinguna að kenna Árna Páli að lesa tölur Hagstofunnar?


ESB-ríkisstjórnin með 20 prósenta fylgi

Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar sem kynnt var á Sprengisandi í morgun er athyglisverð.

Vinstri grænir eru við það að þurrkast út af þingi og Samfylkingin er komin í hefðbundið kratafylgi fyrri tíma.

Þjóðin hefur ekki trú á þessari ESB-ríkisstjórn.


mbl.is Vinstri-grænir með 5,7% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur telur eðlilegt að kjósa um aðlögunarviðræðurnar

SigmundurÞað var ýmislegt athyglisvert sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði í viðtali við Sigurjón Egilsson í þættinum Á Sprengisandi í morgun.

Sigmundur sagði meðal annars, aðspurður um hvort kjósa ætti um aðlögunarviðræðurnar, að þátttaka í slíkum viðræðum fæli í sér vilja til að gerast aðili að Evrópusambandinu. Þess vegna bæri að kjósa áður en farið væri í slíkar viðræður.

Þetta er alveg rétt hjá Sigmundi. Viðræðurnar fela í sér yfirlýsingu um vilja Íslands til þess að ganga í Evrópusmbandið.

Vandinn er hins vegar sá að þjóðin hefur aldrei verið spurð að því hvort hún vilji ganga í Evrópusambandið.

Samt fela þessar viðræður það í sér að Íslendingar eigi að breyta lögum og reglum til þess að uppfylla skilyrði ESB um aðild.

Flestir eru farnir að gera sér grein fyrir þessu, fyrir utan fáeina forystumenn á þingi.


Ekki upplýst umræða á Írlandi um Ísland

NoonanÞegar aðildarsinnar hér á landi eru ekki sáttir við afstöðu Íslendinga til ESB kvarta þeir yfir því að umræðan hér á landi sé ekki nægilega vel upplýst.

Meðfylgjandi frétt bendir nú til þess að umræðan á Íslandi sé oft upplýstari en á Írlandi.

Fjármálaráðherra Íra er hins vegar vorkunn. Það er talsverður misskilningur erlendis um það hvernig farið var með bankana á Íslandi í hruninu. Flestir eru hins vegar farnir að átta sig á því að almennur sparnaður var tryggður hér á landi, en að hluthafar og lánardrottnar hafi orðið fyrir miklu tjóni.

En ætli utanríkisráðuneytið sendi fjármálaráðherranum eða Iris Independent ekki leiðréttingar?


mbl.is „Ísland vann engan sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er eins og hótel Kalifornía

hotelcaliforniaEvrópusambandið er eins og segir í lagi bandarísku súpergrúppunnar Eagles, Hotel California þar sem “you can check out any time you like — but you can never leave.”.

Í dag geta ríki sem sagt ekki yfirgefið ESB.

Mark Rutte forsætisráðherra Hollands vill hins vegar breyta þessu. Hollendingar vilja gera það mögulegt fyrir ríki að yfirgefa sambandið. Kannski eru það viðbrögð við tillögum breskra íhaldsmanna um að óska eftir nýjum samningum fyrir Breta og leyfa svo bresku þjóðinni að kjósa um þá samninga.

Forystumenn í þessum Icesave-þjóðum vilja því breyttar forsendur fyrir ESB-samstarfið. Þeir gera sér væntanlega grein fyrir því að talsverð óánægja er meðal Evrópuþjóða um ESB og stór hluti hverrar þjóðar hverju sinni væri alveg til í að losna úr sambandinu.

Evrópuvaktin fjallar um þetta í dag.

Þetta er einnig til umfjöllunar á sænska vefsvæðinu Europaportalen, auk þess sem ýmsir fjölmiðlar hafa nýverið fjallað um þetta, svo sem EUobserver.


Fyrstu ósannindi Árna Páls formanns Samfylkingar strax á fyrstu mínútum

arnipallFyrstu ósannindi Árna Páls Árnasonar sem nýkjörins formanns Samfylkingar komu strax í þakkarávarpi hans þegar hann sagði að staða fólks hér á landi væri sú lakasta í Evrópu.

Það kom reyndar í ljós í formannskosningabaráttunni að Árni Páll átti dálítið erfitt með að fara með rétt mál þegar kom að Evrópumálunum.

Þetta lofar ekki góðu fyrir framhaldið.

Það er lágmark að maður í þessari stöðu geti farið rétt með um svona mál.

Það er einnig athyglisvert að Árni Páll skuli fella þennan dóm um árangur ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna.

Að staða fólks skuli vera sú lakasta hér á landi í gjörvallri Evrópu.

Sjá hér nokkur yfirlit yfir afkomu fólks í heiminum, en þar sést að tekjur á mann hér á landi (oftast skilgreint sem verg landsframleiðsla á mann) eru hærri hér en í flestum Evrópulöndum og yfir meðaltali ESB-landa.


mbl.is Árni kosinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir með öndina í hálsinum vegna hæstaréttardóms um ESB

danskHæstiréttur Danmerkur tekur nú afstöðu til þess hvort ríkisstjórn Danmerkur hafi brotið gegn stjórnarskrá landsins þegar hún skrifaði undir Lissabon-sáttmálann. Europaportalen greinir frá þessu.

Rétturinn á að skera úr um hvort aðild að sáttmálanum hafi farið rétt fram. Tuttugasta grein dönsku stjórnarskrárinnar gengur út frá því að meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu eða stuðningur fimm sjöttu hluta þjóðþings þurfi að koma til svo heimila megi valdaframsal til yfirþjóðlegrar stofnunar á borð við ESB. Hvorugt átti sér stað og þess vegna höfðuðu 30 Danir mál til að fá aðildinni hnekkt.

Það gæti orðið afdrifaríkt ef Hæstiréttur Danmerkur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið farið rétt að. Lagalegar gjörðir sem byggja á Lissabon-sáttmálanum munu þá ógildast.

Dómurinn er talinn geta orðið sögulegur, m.a. fyrir stöðu lýðræðis í landinu.

Dómurinn verður kveðinn upp 20. febrúar næstkomandi.


Hassið í ESB lausn við atvinnuleysinu?

CeciliaEvrópa fer ekki varhluta af vímuefnavandanum, eins og tengd frétt í EUbusiness greinir frá. Embættismenn í álfunni eru þó ekki á því að gefast upp, heldur vilja loka aðkomuleiðum fyrir dópið.

Þrjár milljónir Evrópubúa reykja kannabisefni daglega, en það veldur ýmsum geðrænum vandamálum og íþyngir heilbrigðisþjónustu landanna verulega, samanber nýlega umfjöllun hér á landi. 

Það er þekkt að atvinnuleysi fylgir aukin hætta á dópneyslu. Þetta vandamál er sérstaklega stórt á Spáni. 

ESB berst gegn lögleiðingu á sölu kannabisefna, ef marka má fréttina. Lög, reglur, eftirlit og aðgerðir til að koma í veg fyrir neyslu virðast því vera einkunnarorð og helstu aðferðir ESB í þessum efnum.

Cecilia Malmstroem, einn helsti embættismaður ESB á þessu sviði, vill því ekki fara hina mjúku, hollensku leið. Þó er viðurkennt að skoðanir um lögleiðingu eru skiptar í Evrópu.

Yfirvöld verða því að einbeita sér við að uppræta dópsöluna, hvort sem hún á sér stað með aðstoð hefðbundinna vöruflutninga eða um internetið, segja þessir aðilar. Það þarf að skoða póstinn - einn helsta dreifingaraðilann fyrir dópið!

Pósturinn getur greinilega verið banvænn.

dop


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 132
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 1548
  • Frá upphafi: 1214434

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 1429
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 118

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband