Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
Föstudagur, 13. september 2013
Stefán segir aðlögunarferlinu lokið
Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, er búinn að átta sig á því að hann kemst ekki lengra með Ísland. Því sættir hann sig við að búið er að leysa upp þær samninganefndir sem tóku þátt í aðlögunarviðræðunum.
Mbl.is segir svo frá:
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undrast ekki þá ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að leysa samninganefnd Íslands vegna viðræðna um inngöngu landsins í sambandið frá störfum. Framkvæmdastjórnin hefur sjálf ákveðið að leggja niður sérstaka Íslandsdeild á vegum stækkunarstjóra Evrópusambandsins sem sett var á laggirnar á sínum tíma vegna umsóknar Íslands og fengið starfsmönnum hennar önnur verkefni.
Þetta kemur fram í svar sem fréttavefurinn Eyjan.is fékk frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þar sem leitað var eftir viðbrögðum hennar við þeirri ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, að leysa formlega upp samninganefnd Íslands. Þetta kemur framkvæmdastjórninni ekki á óvart, enda hefur ríkisstjórn Íslands ítrekað undirstrikað að hún ætli ekki að halda aðildarviðræðum áfram, segir í svari frá framkvæmdastjórninni.
Hins vegar undirskrikar framkvæmdastjórnin að hún sé eftir sem áður reiðubúin að hefja viðræður á ný án fyrirvara ef íslensk stjórnvöld óska þess. Sérfræðiþekking sem aflað hafi verið í tengslum við viðræðurnar til þessa glatist ekki þó starfsmenn séu settir í önnur verkefni.
ESB undrast ekki ákvörðun Gunnars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. september 2013
OECD varar við stöðunni á evrusvæðinu
Bankar á evrusvæðinu þurfa nauðsynlega á aukinni fjármögnun að halda ef takast á að koma á stöðugleika á svæðinu að mati Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD).
Mbl.is skýrir svo frá:
Fram kemur í skýrslu frá stofnuninni sem gefin var út síðastliðinn þriðjudag að nauðsynlegt sé að grípa til ráðstafana til þess að stuðla að trúverðugleika eignasafns bankanna fyrir álagspróf næsta árs og tryggja aðgengi þeirrar að fjármagni minnki eiginfjárhlutfall þeirra.
Aðalhagfræðingur OECD, Jorgen Elmeskov, varaði við því á blaðamannafundi að þó evrusvæðið væri ekki lengur í niðursveiflu þá væri svæðið enn viðkvæmt fyrir frekari spennu á mörkuðum og vegna skuldastöðu fjármálastofnana og ríkja.
Evrubankar þurfa aukna fjármögnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 8. september 2013
Erlendir miðlar hafa eftir Sigurði Inga að hótanir skili ekki árangri í makríldeilunni
Fréttamiðillinn SeefoodSource.com hefur eftir Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að samningalipurð en ekki hótanir muni skila árangri í makríldeilunni.
Frásögnina er hægt að finna hér.
Samningafundur um skiptingu makrílsstofnsins hófst í Reykjavík í gær, en fundinum lýkur í dag. Fundinn sitja fulltrúar Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins. Norðmenn og ESB krefjast þess að Íslendingar og Færeyingar dragi úr veiðum og hefur Framkvæmdastjórn ESB hótað að leggja löndunarbann á fiskafurðir frá Íslandi og Færeyjum vegna veiða þeirra á makríl.
,,Við vonumst til þess að hótunum um refsiaðgerðir verði vikið til hliðar og að samningaaðilar muni mæta til þessara viðræðna með opnum huga," hefur miðillinn eftir Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sannfærður um að makríldeilan verði leyst með samræðu og samningum en ekki hótunum.
Í dag klukkan 14 verður yfirgangi ESB í deilunni mótmælt á Ingólfstorgi. Um leið verður hægt að smakka á vel matreiddum makríl, auk þess sem boðið verður upp á harmonikkutónlist við hæfi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. september 2013
Sigurgeir Þorgeirsson er vonsvikinn með ESB
Formaður samninganefndar Íslands í deilunni við ESB um makrílveiðar er vonsvikinn með hótanir ESB í garð Íslendinga. Á morgun klukkan 14 verður yfirgangi ESB í deilunni mótmælt á Ingólfstorgi. Um leið verður hægt að smakka á vel matreiddum makríl, auk þess sem boðið verður upp á harmonikkutónlist við hæfi.
Svo segir mbl.is frá:
Samningafundur um skiptingu makrílsstofnsins hófst í Reykjavík í morgun. Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninganefndar Íslands, segist vona að allir komi til fundarins með það að markmiði að ná árangri.
Fundurinn stendur í dag og á morgun. Fundinn sitja fulltrúar Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins. Norðmenn og ESB krefjast þess að Íslendingar og Færeyingar dragi úr veiðum og hefur Framkvæmdastjórn ESB hótað að leggja löndunarbann á fiskafurðir frá Íslandi og Færeyjum vegna veiða þeirra á makríl.
Við vonum að allir komi til fundarins með því hugarfari að ná árangri og hótanir liggi ekki í loftinu, sagði Sigurgeir í samtali við Morgunblaðið fyrir fundinn. Hann sagði hótanir ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi í aðdraganda fundarins vissulega valda vonbrigðum.
Það segir sig sjálft að það eru ákveðin vonbrigði að eftir að þessi fundur var boðaður, og eftir að allir aðilar höfðu þegið fundarboð, skuli því enn hafa verið veifað að refsiaðgerðir ESB gegn Íslandi væru í undirbúningi. Við göngum engu að síður bjartsýnir til fundarins. Við erum með góðan málstað, og við ætlumst til að aðrir, ekki síður en við, komi með uppbyggilegar tillögur, sagði Sigurgeir.
Fimm ára gömul deila
Forsaga deilunnar er sú að makríll fór að ganga inn í lögsögu Íslands í miklu magni upp úr miðjum síðasta áratug og veiðar Íslendinga jukust mikið 2007 til 2010. Allt frá því að farið var að stjórna nýtingu makríls á vettvangi Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðsins 1999 sóttist Ísland eftir að verða viðurkennt strandríki en var ekki samþykkt fyrr en 2010.
Deilan um skiptingu stofnsins hefur staðið síðan 2008.
Fundur í makríldeilunni hafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 6. september 2013
Makrílhátíð fyrir almenning á sunnudag
Heimssýn ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á grillaðan makríl á Ingólfstorgi á sunnudaginn á milli klukkan 14 og 17 í tilefni af því að fulltrúar Íslands, Noregs, Færeyja og ESB hittast í Reykjavík um helgina til að ræða um þennan góða matfisk. Með þessu vill Heimssýn undirstrika mótmæli sín gegn framgöngu ESB í makrílmálinu.
Boðið verður upp á tónlist við hæfi, en hinir feykigóðu harmonikkubræður munu flytja nokkur frábær harmonikkulög á meðan á samkomunni stendur.
Þá hefur Heimssýn sent frá sér ályktun þar sem fram kemur að hún harmar framgöngu ESB í makríldeilu sambandsins við Íslendinga, auk þess sem hótanir um að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum eru harmaðar.
Hér er ágæt uppskrift fyrir matreiðslu á makríl:
Makríll í hvítlauki
2 miðstærðar makríl
5 hvítlauksrif, pressuð
100g smjör
salt
pipar
1 eða 2 sítrónur
Forhitið grillið að miðlungs hita og berið olíu á rimlana.
Bræðið smjör í lítinn pott og bætið hvítlauknum við.
Skerið þrjár rifur á báðum hliðum fisksins. Kryddið vel með salti og pipar. Setjið fiskinn á grillið í 4-5 mínútur. Snúið fiskinum við og látið liggja í 4-5 mínútur. Takið fiskinn af grillinu og setjið brædda hvítlaukssmjörið yfir (um það bil 2-3 matskeiðar).
Kreistið sítrónu yfir fiskinn og berið fram strax.
Namminamm!
Heimssýn heldur makrílhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. september 2013
Leki hjá framkvæmdastjórn ESB
Upplýsingar um áframhaldandi samdrátt á evrusvæðinu eru svo viðkvæmar að þær komast ekki fyrir augu og eyru íbúa Evrópusambandsins nema þeim sé lekið. Í það minnsta þurfti leka til þess að frétt birtist í fjölmiðlum um að kýpverska hagkerfið dragist saman um 13 prósent á þessu ári og næsta og að samdráttur verði til ársins 2015.
Ekki fylgir fréttinni hver lak henni eða hvernig, né hvaða augum menn líta lekann. Hins vegar kemur fréttin fæstum á óvart sem fylgst hafa með málefnum Kýpur að undanförnu.
Spáð 13% samdrætti á Kýpur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. september 2013
ESB segir Ítalíu ekki mega lækka skatta
Forsætisráðherra Ítalíu vill afnema óvinsælan eignaskatt. Hann var ekki fyrr búinn að nefna það en Olli Rehn efnahagsmálakommissar ESB sagði að ekki mætti lækka skattabyrðina á Ítala. Ef eignaskatturinn yrði lækkaður yrðu aðrir skattar að vera hækkaðir til að tryggja sömu skattabyrði á Ítala.
Það er alveg ljóst hvert skattheimtuvaldið er að flytjast í aðildarríkjum : Til Brussel.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 33
- Sl. sólarhring: 498
- Sl. viku: 2540
- Frá upphafi: 1166300
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 2177
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar