Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

Barroso hleypur frá borði í dag

barrosoPortúgalinn Manuel Barroso lýkur síðasta vinnudegi sínum í dag sem formaður framkvæmdastjórnar ESB. Hann er það sem er næst því að vera forsætisráðherra sambandsins og hefur gegnt þeirri stöðu lengst allra, eða í 10 ár. Hann skilur við ESB í hálfgerðum rústum. Atvinnuleysi á evrusvæðinu er stöðugt nálægt 12 prósentum, efnahagslífið er í hægangi og verðbólgan nálægt núlli. 

Efnahagsmálaspekúlantarhafa verulegar áhyggjur af Evrópusambandinu. Hinn nýi formaður framkvæmdastjórnarinnar,  Jean-Claude Juncker frá Lúxemborg, ætlar ekki að einbeita sér við efnahagsmálin heldur gera framkvæmdastjórnina pólitískari. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeirri breytingu.

 


Landshelgisgæsla Íslands ein af kjölfestum Evrópu í flóttamannamálum

Tyr_juli2013

Ýmsum þykir Evrópusambandið hafa tekið heldur lausum og lélegum tökum á þeim flóttamannavanda sem stöðugur straumur fólks norður yfir Miðjarðarhafið veldur Ítölum og fleiri þjóðum við norðanvert hafið. Viðbrögð ESB við ömurlegum aðstæðum fólks á leið yfir hafið þykja hæg og klén og svipað má segja um aðgerðir vegna þeirra sem ná alla leið upp á fast land.

Financial Times fjallar um þetta í dag. Í ár hafa fleiri en hundrað þúsund flóttamenn flúið sjóleiðina frá Afríku yfir til Ítalíu. Gæsluskip Ítala og Spánverja hafa á síðustu árum bjargað ámóta fjölda, eða um hundrað þúsund manns, frá bráðum bana vegna vosbúðar og volks yfir hafið. Meira að segja hlýr sjórinn í Miðjarðarhafi getur reynst illa búnum sjófarendum hættulegur.

Flóttamenn eyða oft aleigunni til að kaupa sér far yfir hafið fyrir sig og fjölskyldu sína með illa búnum bátum sem eru í eigu eða undir stjórn manna sem einskis svífast til að komast yfir fé fólksins. Í stað þess að reynast bjargvættir eru þetta ótýndir glæpamenn og ræningjar sem senda illa búna flóttamenn út á opið haf á ryðkláfum eða lekum byttum. Ófáir bátar hafa sokkið. Eitt óhuggulegasta dæmið var í sumar þegar glæpamennirnir sem réðu ferðinni lokuðu um hundrað flóttamenn inni í smábát án vatns og matar í langan tíma - og hitinn var nálægt fjörutíu stigum á Celcius við sjávaryfirborð. Stærsti hluti fólksins lést, þar á meðal nokkur ung börn. Fólkið hefur líka verið læst inni í bátum sem hafa sokkið.

Landhelgisgæsla Íslands hefur verið við björgunarstörf á þessum slóðum og bjargað stórum hópum fólks og eflaust komið einhverjum glæpamönnum á réttan stað líka.

Fregnir herma að Landhelgisgæslan muni fljótlega leggja í hann á nýjan leik í leit að illa búnum bátum flóttamanna suðurundan strönd Sikileyjar. Í svona verkefni er líklega betra að vera vel búinn. Vatnsbyssa getur komið sér ágætlega við vissar aðstæður, en sjálfsagt er betra að hafa í bakhöndinni eitthvað skjótvirkara ef takast þarf á við þá skipulögðu glæpastarfsemi sem stendur á bak við stóran hluta af flóttamannastraumnum. En sem betur fer virðast allar aðgerðir Landhelgisgæslunnar á þessum slóðum hafa farið mjög friðsamlega fram.


Hagkerfi Evrópu er í hvíld

UntitledEvrusvæðið burðast með stærsta efnahagsvandamál í heiminum í dag, segir hið virta efnahagsfréttarit The Economist. Þar er stórhætta á verðhjöðnun og frekari stöðnun. Leiðari blaðsins um þetta er þarft lesefni.

Afturköllum ESB-umsóknina

Erna Bjarnadóttir, fulltrúi í framkvæmdastjórn Heimssýnar, ritar áhugaverða grein um umsóknarferlið gagnvart ESB í grein sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Greinin er endurbirt hér:
 
 
ESB-umsóknin þarf að koma aftur heim
Hinn 8. október sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér skýrslu um framgang viðræðna við þau lönd sem annaðhvort er búið að samþykkja sem umsóknarríki um a...

Erna Bjarnadóttir
Hinn 8. október sendi framkvæmdastjórn ESB frá sér skýrslu um framgang viðræðna við þau lönd sem annaðhvort er búið að samþykkja sem umsóknarríki um aðild eða sem væntanlega umsækjendur. Í fyrri hópnum eru Svartfjallaland, Serbía, Albanía, FYR Makedónía, Tyrkland og Ísland. Seinni flokkinn fylla svo Kosovo og Bosnía-Hersegóvína.

 

Í ár bregður svo við að staða Íslands sem umsóknarland er afgreidd með einni setningu sem í lauslegri þýðingu hljóðar svo: Í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands hafa aðildarviðræður legið niðri síðan í maí 2013 (following a decision of the Icelandic government, accession negotiations have been put on hold since May 2013). Þessar skýrslur framkvæmdastjórnarinnar undanfarin ár eru ein meginheimild stöðu og framgangs viðræðnanna á hverjum tíma. Einnig má lesa í þeim á hverju strandar á hverjum tíma varðandi framgang viðræðnanna í þeim köflum sem viðræður höfðu verið opnaðar.

 

Það má þó öllum vera ljóst að viðræður Íslands og ESB voru komnar í strand löngu fyrr. Erfitt er kannski að benda á nákvæma tímasetningu en sú staðreynd að ESB hefur aldrei lagt fram rýniskýrslu sína um sjávarútveg talar sínu máli. Rýnifundur með ESB þar sem íslensk stjórnvöld kynntu íslensku löggjöfina um sjávarútveg var haldinn dagana 28. febrúar til 2. mars 2011 eða fyrir fjórum og hálfu ári. Engin dæmi eru um að ESB hafi dregið svo lengi, án sjáanlegra skýringa, að leggja fram svo mikilvæga rýniskýrslu. Rýniskýrslan er lykilgagn í hverjum samningskafla og greinir frá því hvort eða hvaða kröfur ESB setur fram fyrir frekari framgangi viðræðnanna. Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri og höfundur Viðauka I við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands sem bar heitið: Aðildarumsókn Íslands og stækkunarstefna ESB, benti á þetta í yfirgripsmiklu erindi sem hann hélt á aðalfundi Heimssýnar hinn 9. október sl. Afleiðingin var sú að aðildarviðræðurnar hlutu að sigla í strand. Ótal spurningar vakna í þessu samhengi og svörin við þeim liggja yfirleitt ekki á lausu heldur verður að leiða líkur að hinu líklega samhengi hlutanna.

 

Ágúst reifaði í þessu samhengi kafla úr fyrrnefndum Viðauka I um grundvallarskilyrði fyrir stækkun en þar segir orðrétt í kafla 5: »Að því er varðar efnisleg atriði er almennt viðurkennt að umsóknarríkin gangast undir ákveðin grundvallarskilyrði fyrir stækkun (principles of enlargement) sem eru í meginatriðum að þau samþykki sáttmála ESB, markmið þeirra og stefnu og ákvarðanir sem hafa verið teknar síðan þeir öðluðust gildi. Grundvallarskilyrðin eru fjögur: í fyrsta lagi snýst stækkun um aðild að stofnun sem er fyrir hendi en ekki að til verði ný stofnun, í annan stað þarf umsóknarríki að samþykkja réttarreglur bandalagsins, acquis communautaire, í einu og öllu, í þriðja lagi skulu umbreytingafrestir (e. transitional periods) vera takmarkaðir og ekki fela í sér undanþágur frá grunnsáttmálunum og þeim meginreglum sem bandalagið byggir á. Í fjórða lagi er um að ræða skilyrðasetningu, sem á ensku hefur verið nefnt conditionality. Hið síðastnefnda varð hluti af aðildarferlinu vegna stækkunar sambandsins 2004 og 2007. Fyrstu þrjú skilyrðin voru þegar hluti af stækkun sambandsins árið 1973. Þessi grundvallarskilyrði eru almennt viðurkennd þótt þau séu ekki talin í áðurnefndri 49. gr. SESB.«

 

Fjórða skilyrðið þýðir í raun að orðið er til eins konar foraðildarferli. Hér á landi hefur hart verið tekist á um hvort ESB-viðræðurnar hafi snúist um aðlögun. Því verður tæpast á móti mælt að þetta skilyrði sýni svo ekki verður um villst að til að eiga möguleika á aðild verður umsóknarlandið að aðlagast tiltekinni stöðu fyrirfram. Markmiðið er að viðkomandi land verði þess fullbúið að uppfylla kröfur sem gerðar eru til aðildarríkis og að innleiða löggjöf og regluverk sambandsins með skilvirkum hætti.

 

Ef litið er til greinargerðarinnar sem fylgdi með þingsályktun alþingis um að sækja skyldi um aðild að ESB sést að Ísland var í raun að gera kröfur um frávik eða breytingar á sjávarútvegsstefnu sambandsins. Ef ESB hefði átt að verða við þeim hefði þurft að víkja frá fyrsta skilyrðinu sem þarna er nefnt. Það þarf því ekki mikið ímyndunarafl til að segja sér að rýniskýrsla ESB myndi einmitt gera kröfur til Íslands til að aðlagast sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni rétt eins og gert var í rýniskýrslu fyrir landbúnað þar sem sett var fram krafa um tímasetta aðgerðaáætlun.

 

Greinargerðin með þingsályktun alþingis felur í sér upptalningu á alls konar skilyrðum fyrir aðild. Af þessum fjórum skilyrðum sem ESB setur fyrir aðild má ráða að aðildarsamningur á þeim forsendum er í raun óhugsandi. Þetta á ekki bara við um sjávarútveg þótt hagsmunirnir séu mestir þar, heldur einnig landbúnað og fleiri atriði. Niðurstaða Ágústar Þórs var því að óhugsandi sé að halda áfram með eða kannski öllu heldur taka upp að nýju viðræður um aðild Íslands að ESB á grundvelli samþykktar alþingis frá 16. júlí 2009. Umsókn Íslands um aðild að ESB ber því að kalla heim hið snarasta.


 

Evran eykur á vandann í Frakklandi

Evrusamstarfið heldur Frökkum í skrúfstykki í efnahagsmálum. Þeir geta sig hvergi hrært. Atvinnuvegaráðhera Frakka segir baráttuna gegn atvinnuleysinu vera tapaða. Stór orð og þau segja sitt um  áhrif evrunnar.
 
Mbl.is segir svo: 
 
 

At­vinnu­laus­um í Frakklandi fjölgaði um 19.200 í síðasta mánuði og eru þeir nú alls 3,43 millj­ón­ir. At­vinnu­vegaráðherra Frakk­lands, Franço­is Rebsam­en, sagði í viðtali við Le Parisien nú um helg­ina, að bar­átt­an gegn at­vinnu­leys­inu væri í raun og veru töpuð. 

Rebsam­en viður­kenndi að rík­is­stjórn­in hefði mátt fara aðrar leiðir til þess að minnka at­vinnu­leysi. Hann seg­ir einnig að rík­is­stjórn­in hefði mátt út­skýra bet­ur fyr­ir þjóðinni hversu lé­legt efna­hags­ástandið í land­inu væri í raun og veru. 

„Ástandið í at­vinnu­mál­um mun ekk­ert batna á kom­andi mánuðum. Ef það á að ger­ast þurf­um við hag­vöxt.“

At­vinnu­leysið minnkaði ör­lítið í land­inu í ág­úst og veitti það mönn­um tölu­verða bjart­sýni. Það tíma­bil ent­ist ekki lengi og nú jókst at­vinnu­leysið á nýj­an leik, í öll­um hóp­um sam­fé­lags­ins. Sér­stak­lega er unga fólkið í vand­ræðum með að finna sér vinnu. 

Rebsam­en lýsti næstu skref­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í at­vinnu­mál­um. Mun ríkið niður­greiða 50 þúsund vinnu­sam­bands­samn­inga, þar af 15 þúsund fyr­ir fólk und­ir 25 ára aldri. Grein­ing­ar­deild­ir í Frakklandi telja kostnaðinn við þetta verða um 200 millj­ón­ir evra. 

mbl.is „Baráttan gegn atvinnuleysinu er töpuð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með þátt EES-reglna í bólgnun bankanna, Haukir Logi?

HaukurLogiKarlsson
Þetta er mjög athyglisvert framlag hjá Hauki Loga Karlssyni, sem skrifar fræðigrein um framfylgd á afmörkuðu sviði EES-samningsins, nefnilega er varðar ríkisaðstoð. Eins og hann bendir á er þar ýmislegt sem mætti skoða betur, m.a. sem lið í þeirri þróun sem leiddi til fjármálahrunsins. 
 
Það verður hins vegar ekki séð af þessari frétt á mbl.is að Haukur Logi fjalli í fræðigrein sinni um þann gífurlega mikla skaða sem EES-samningurinn olli með því að stuðla að útþenslu og gígantískri stækkun íslenskra banka á erlendri grund. Lögfræðilegir fræðimenn víða í Evrópu hafa bent á það að regluverk EES varðandi starfsemi banka yfir landamæri hafi verið meingallað og síðan hefur verið reynt að bregðast við því.
 
Það var mjög líklega miklu alvarlegra og afdrifaríkara vandamál en útfærsla eða framkvæmd á reglum er varðar ríkisstyrki.
 


mbl.is Pólitík skipti verulegu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtungur evrubanka stenst ekki álagspróf

Ný skýrsla gefur til kynna að 25 bankar á evrusvæðinu standist ekki fjárhagslega heilbrigðisskoðun Seðlabanka Evrópu. Karninn.is greinir frá þessu og vitnar í frétt Wall Street Journal. Enginn þessara banka er sagður vera í Þýskalandi eða Frakklandi, en samtals eru þetta þó um 20% af þeim bönkum sem skoðaðir hafa verið.

Sagt er að Seðlabanki Evrópu muni skýra nánar frá samantektinni á morgun. Fram kemur þó að margir bankar hafi þegar brugðist við í því skyni að auka við eigið fé sitt.


Stór stuðningur við ESB í Bretlandi

Bretar styðja við bakið á ESB. Þeir styðja það jafnvel betur en þær þjóðir sem eru alveg inni í ESB, með evruna og allt saman. Bretar eru ekki með evruna og þess vegna gengur þeim betur að ráða við efnahagsmálin. Hagvöxtur og framleiðsla er meiri fyrir vikið og tekjur Breta meiri. Þess vegna hafa þeir efni á að styðja betur við bakið á ESB jafnvel þótt Bretar hafi annars minni áhuga á starfsemi ESB en flestar aðrar þjóðir. Cameron forsætisræaðherra er samt ekki alveg sáttur við að greiða hálaunaliðinu í ESB sem svarar 330 milljörðum króna til viðbótar þeim 1.700 milljörðum sem þeir greiða annars árlega.

Cameron hefði sjálfsagt viljað nota þessa peninga í annað. Það væri fróðlegt að reikna út hátekjuskattinn sem við Íslendingar þyrftum að greiða hálaunaliðinu í Brussel værum við í ESB.


mbl.is ESB krefur Breta um 330 milljarða til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margs konar gengi á evrunni?

ESB-aðildarsinnar tifa stöðugt á því að með evru yrði verð hið sama í evrulöndunum og reyndar vextir einnig. Annað hefur nú rækilega komið á daginn. Íslendingur á ferð í Þýskalandi tók eftir því að vara var merkt með ákaflega mismunandi verði eftir því í hvaða evrulandi hún yrði seld.

Alls munar um 25% á hæsta og lægsta verðinu á þessari vöru. Mismunandi skattar skýra hér muninn að einhverju leyti. Alvarlegasti munurinn á vöruverði í evrulöndunum stafar hins vegar af mismunandi árangri landanna í baráttunni við verðbólguna. Þar hefur Þjóðverjum tekist best upp (athugið að velja þarf myndbirtingu frá árinu 2001 þegar evran var tekin upp til að sjá þetta betur). Fyrir vikið hafa þeir unnið samkeppnina á útflutningsmörkuðum innan evrusvæðisins, þeir selja miklu meira en aðrir og útflutningsiðnaðurinn hjá Þjóðverjum hefur skilað þeim miklum viðskiptaafgangi og eignaaukningu, auk aukinnar atvinnu. Í samkeppnislöndunum, þ.e. á ÍtalíuSpániGrikklandi  (sama hér; velja myndbirtingu frá árinu 2001 þegar evran var tekin upp) og í Frakklandi hefur niðurstaðan orðið þveröfug, þ.e. viðskiptahalli, skuldasöfnun og atvinnuleysi - auk reyndar verri stöðu ríkisfjármála. Það er nú afleiðing evrunnar.

Áður hefur oft verið fjallað um mikinn vaxtamun á smásölumarkaði á evrusvæðinu og er því þess vegna sleppt hér að sinni. 

 

Hér sýnir bláa ferlið afganginn og eignasöfnunina í Þýskalandi sem evran hefur valdið. 

 

Historical Data Chart 

Og hér sýna neikvæðu tölurnar viðskiptahallann og eignabrunann sem evran hefur valdið á Spáni:

Historical Data Chart 


Urmull af óþörfum ESB-tilskipunum

Stjórnkerfið hér á landi er á stundum stíflað vegna erfiðleika við að koma  í gegn óþörfum tilskipunum frá reglugerðarséníunum í Brussel. Vinnuálagið hefur aukist gífurlega hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu vegna þessa.

Hvenær kemur að því að Íslendingar átti sig á því að gleðisöngurinn um EES-ábatann er orðinn holur og falskur?

EES-samningurinn gerði stækkun bankanna mögulega og átti því þátt í einu stærsta fjármálahruni veraldarsögunnar - hlutfallslega séð. Auðvitað skipti þar fleira máli - en EES skapaði rammann.

Við þekkjum óþarfar tilskipanir um bognar gúrkur, ljóslitlar ljósaperur, kraftlitlar ryksugur og vatnslitla sturtuhausa. Að ekki sé talað um stærri og veigameiri mál tengd EES eins og raforkumarkaðinn.

Hvenær verður komið nóg af þessari vitleysu? 

Morgunblaðið fjallar um þetta í dag. Hér er frétt blaðsins á síðu 4 endurbirt:

 

Tilskipun um samlokur
Tilskipun ESB vegna tyrkneskra samloka tekur gildiSjávarútvegsráðuneytið á fullt í fangi með tilskipanir
Mikið annríki hefur verið hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Matvælastofnun vegna breytinga á reglugerðum vegna innleiðinga á tilskipunum ...

Höfuðstöðvar ESB í Brussel Tilskipanir frá ESB hafa áhrif á framboð á matvöru í íslenskum verslunum.
Mikið annríki hefur verið hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Matvælastofnun vegna breytinga á reglugerðum vegna innleiðinga á tilskipunum frá Evrópusambandinu.

 

Má þar nefna að ný reglugerð um verndarráðstafanir varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis gekk í gildi á Íslandi hinn 22. september sl.

 

Fram kemur í Stjórnartíðindum ESB að um sé að ræða bivalve molluscs, eða samlokur sem samheiti yfir flokk lindýra, þ.e. skelfisk.

 

Ástæða bannsins er sú að tyrkneskar samlokur hafa ekki uppfyllt kröfur um hreinlæti. Er því lagt bann við innflutningi á tyrkneskum samlokum til ríkja Evrópusambandsins og EES-svæðisins.

 

Skilyrði um karrílauf

 

Annað dæmi er ný reglugerð um sérstök skilyrði fyrir innflutningi á okru og karrílaufi frá Indlandi.

 

Þriðja dæmið er reglugerð um aukaefni í matvælum, að því er varðar notkun á natrínfosfötum (E 339) í náttúrulegar garnir fyrir pylsur og notkun á brennisteinsdíoxíði - súlfítum (E 220-228) í afurðir, að stofni til úr kryddvíni. Þá tók gildi reglugerð um matvæli »sem eru ætluð ungbörnum og smábörnum, matvæli sem eru notuð í sérstökum læknisfræðilegum tilgangi og þyngdarstjórnunarfæði í stað alls annars fæðis,« svo vitnað sé til texta í umræddri reglugerð.

 

Þegar óskað var upplýsinga hjá Matvælastofnun um tilefni þessara reglugerðarbreytinga var á það bent að hér væru á ferð nokkrar reglugerðir sem jafn marga sérfræðinga þyrfti til að ræða um. Vannst því ekki tími til að ganga frá málinu.

 

Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir aðspurður mikinn tíma fara í það ár hvert innan ráðuneytisins að tryggja að tilskipanir frá ESB séu innleiddar í íslenskar reglugerðir.

 

Á erfitt með að hafa undan

 

»Á okkar skrifstofu erum við með einn starfsmann í þessu verkefni. Hann gerir nánast ekkert annað og á fullt í fangi með að hafa undan. Það er í mörg horn að líta. Við þurfum líka að vinna þetta með okkar sérfræðingum hjá Matvælastofnun. Síðan er umtalsverð sérfræðivinna sem fer fram hjá Matvælastofnun og oft á tíðum þyrfti ráðuneytið, og ef til vill líka Matvælastofnun, að hafa meiri mannafla og getu til þess að fylgjast með því hvaða gerðir eru í farvatninu og hverjar eru til meðferðar í sérfræðinganefndum ESB. Þar er kannski pottur brotinn hjá okkur,« segir Ólafur sem telur mikilvægt að geta gert athugasemdir á fyrri stigum.

 

»Ef við höfum eitthvað sérstakt til málanna að leggja og ef aðstæður hér á landi eru öðruvísi en annars staðar þá þurfum við að koma þeim sjónarmiðum á framfæri þegar viðkomandi reglugerð er í smíðum. Þegar undirbúningsvinna að reglugerðinni fer fram er mikilvægt að koma að með þau sjónarmið sem við höfum. Ef við höfum málefnalegar ástæður, þá eru miklu meiri líkur á því að það sé hægt að taka á því meðan reglugerðin er í smíðum, heldur en eftir að búið er að gefa hana út og innleiða hana meðal aðildarlanda,« segir Ólafur.

 

»Mjög umfangsmikil löggjöf«

 

Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir innleiðingu tilskipana frá ESB í þeim málaflokkum sem varða störf stofnunarinnar alfarið á höndum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

 

»Eftirlitið er síðan ýmist hjá okkur eða heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga,« segir Jón og á við eftirlit með framleiðslu dýraafurða. Annað eftirlit á markaði með tilbúnum matvælum sé hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. »Það mætti eflaust vera fleira fólk í þessum störfum. Þetta er mjög umfangsmikil löggjöf,« segir Jón og svarar því aðspurður til að kröfur um öryggi matvæla aukist sífellt.

 

Spurður hvort starfsmenn MAST komi að ferlinu þegar reglugerðarbreytingar ganga í gegn segir Jón »slíka vinnu geta verið í samstarfi við starfsmenn ráðuneytisins þegar þeir eru að innleiða reglugerðirnar«. 

 


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 2514
  • Frá upphafi: 1166274

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2154
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband