Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Áramótaheitið er .......

Það er alveg ljóst að áramótaheit allra unnenda þess að Íslandi verði lýðræðislega stjórnað af Íslendingum sjálfum er að herða nú róðurinn á nýju ári gegn hægfara en stöðugri ESB-væðingu hér á landi og krefjast þess að hin illa undirbúna umsókn um aðild að ESB verði dregin til baka.

Á Evrópuvaktinni var í dag birtur athyglisverður pistill um efnið. Hann er svohljóðandi:

Í áramótagreinum forystumanna stjórnarflokkanna, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar, í Morgunblaðinun í dag, er ekki að finna orð um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eða vísbendingar um hvað þeir ætlist fyrir með þá umsókn. Þetta veldur vonbrigðum. Ætla hefði mátt að þeir, hvor um sig, hefðu talið tilefni til að upplýsa nú, hvort þeir hyggist hafa forgöngu um að afturkalla þá umsókn. Þeir hafa ekki séð tilefni til þess. Að vísu á eftir að koma í ljós, hvort forsætisráðherra gerir málið að umtalsefni í ávarpi sínu til þjóðarinnar í kvöld, gamlárskvöld.

Andstæðingar aðildar Íslands að ESB hafa haldið að sér höndum frá því að stjórnarflokkarnir gáfust upp við það sl. vor, að afgreiða tillögu utanríkisráðherra á Alþingi um afturköllun umsóknar.

Nú er ljóst að þeir geta ekki beðið lengur og eiga ekki annan kost en að hefja virkari baráttu fyrir því að málið verði tekið til meðferðar á Alþingi. Það hlýtur að verða eitt helzta verkefni andstæðinga aðildar á nýju ári.

SG

 

 


Grikkland veldur aftur usla í ESB

Það er greinilegt að grískur almenningur og grískir stjórnmálamenn eru orðnir þreyttir á því að þjóna lund þeirra sem stýra í ESB. Pólitíkusarnir í Aþenu skynja hug þjóðarinnar og fylgja honum með því að neita að kjósa það forsetaefni sem ESB og ákveðin öfl í Grikklandi vilja. Því verða þingkosningar sem geta haft talsverð áhrif á þróunina í Grikklandi en enn fremur í ESB og þá evrulöndunum sérstaklega.

Sjá hér ýmsar erlendar fréttir um málið:

BBC

Berlingske Tidende

Dagens Nyheter

 

Sjá hér einnig Eyjuna.is

 

 


mbl.is Tókst ekki að kjósa forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er Rauðsmýrarmaddaman í dag?

euromonsterGuðbjartur Jónsson, Bjartur í Sumarhúsum, var illa leikinn af Rauðsmýrarmaddömunni og hennar slekti. Bankarnir kreistu svo úr honum það sem eftir var þegar maddaman hafði fengið sitt. Ýmsir vilja finna í þessum mikla sagnabálki Halldórs Laxness tilvísun til íslensks samfélags í dag, meðal annarra aðstandendur þeirrar leikgerðar sem frumsýnd var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Þegar grannt er skoðað gæti Rauðsmýrarmaddaman verið fulltrúi ESB hér á landi.

Reyndar hafa ýmsir sagt að peninga- og valdaöflin í sögunni eigi sér hliðstæðu í bönkum og atvinnurekendum í dag - og jafnvel ríkisstjórninni. Þeir ESB-aðildarsinnar sem lengst hafa gengið hafa viljað meina að Bjartur í Sumarhúsum sé fulltrúi fyrir afturhalds- og einangrunarsinna sem ekki vilja vera í ESB (þessir ESB-sinnar átta sig ekki á því að andstæðingar ESB-aðildar vilja ekki loka sig af innan ESB heldur opna sig til alls heimsins - sbr. nafnið Heimssýn).

Sagan lýsir áhættu í lífi einyrkjans

Sagan er þó flóknari og á sjálfstæðari grunni en svo að hægt sé að nota hana sem mælistiku fyrir stöðu mála í dag. Hún á rætur í því samfélagi sem höfundurinn bjó í þegar skáldsagan er skrifuð. Almennt lýsir hún þó þeirri áhættu sem hver einstaklingur tekur með því að vilja standa algjörlega á eigin fótum, hvort sem það er sjálfstæður bóndi, atvinnurekandi eða bara einstaklingur sem vill koma undir sig fótunum. 

Leikgerð Símons Birgissonar, Ólafs Egils Egilssonar og Atla Rafns Sigurðarsonar á Sjálfstæðu fólki sem frumsýnd var í gær er um margt áhugaverð og í heild skilar verkið vel þeim aðstæðum, söguþræði og persónusköpun sem lesa má úr bókum skáldsins. Og frammistaða leikara virtist almennt góð. Útúrdúrar í leikgerðinni með efni úr Íslandi samtímans kitluðu hláturtaugar margra í salnum.

Hvað ef ....?

Þar sem sú list er gjarnan iðkuð að staðsetja löngu gengna rithöfunda og verk þeirra í samtímanum skulum við hér ekki liggja á liði okkar í þeim efnum - þótt það sé meira í gamni gert en alvöru: Þegar íslensk þjóð vildi tryggja frelsi sitt og sjálfstæði og neitaði að taka á sig skuldir óreiðubanka, þ.e. ábyrgjast höfuðstól, vexti og kostnað af Icesave-innlánunum í gegnum ríkissjóð og þar með skattgreiðslur höfðu rauðsmýringar og túliníusar í Brussel, Lundúnum, Hag og fleiri aðsetrum ríkisstjórna í ESB-löndunum reynt að knýja íslenska stjórnmálamenn til að velta ábyrgðinni af innlánunum yfir á íslenska skattgreiðendur. Rauðsmýringar í Evrópu og aftaníossar þeirra hér á landi beittu lygum og drottnunaraðferðum líkum þeim sem Rauðsmýrarmaddaman iðkaði. Þeir sem ekki vildu samþykkja Icesave-samningana voru sagðir efnahagslegir hryðjuverkamenn, Ísland yrði einangrað efnahagslega og hér yrði kúbverskt eða norður-kórekst ástand. Íslensk aðlýða braut það rauðsmýrarlið á bak aftur, ólíkt því sem gerðist í sögu Laxness.

ESB-maddaman ....

Annars er ansi góð lýsing á Rauðsmýrarmaddömunni eftir Kristinn Andrésson sem birt var í Verkalýðsblaðinu 13. mars 1936. Hún er látin fljóta hér með og svipar þar margt til ýmissa sem haldið hafa  eða hafa viljað halda í ESB-taumana:

Ein af skoplegustu persónunum í „Sjálfstæðu fólki" er Rauðsmýrarmaddaman. Hún er hræsnin og fagurgalinn uppmálað. Eigingjörnustu svikráð sín klæðir hún í búning kærleika og umbyggjusemi. Henni er aldrei meiri fláttskapur í brjósti en þegar hún mælir fegurst, þegar hún lyftir sér hæst á vængjum ylríkra orða og breiðir mest út faðminn til að umvefja allt og alla, eins og í drukkinni ást á tilverunni. Þá getur hún haldið langar ræður um fegurð lífsins og kólfinn í mýrinni. Henni lætur ekkert eins vel og tala þvert um huga sér. Það er hennar list og íþrótt. Þegar fólkið hungrar í kring um hana, þá heldur hún hugnæmastar ræður um sælu fátæktarinnar.

Síðasta setninginn gæti vísað í sælu þeirra sem eru atvinnulausir í Evrópu í dag.


Með upptöku evrunnar fór verulega að halla undan fæti fyrir Frökkum

"Það var síðan með upptöku eurosins sem fór að halla undan fæti fyrir alvöru.  Það fór enda saman við róttækar breytingar í Þýskalandi.  Frakkland fór hægt, rólega en örugglega að tapa samkeppnishæfi sínu, og því hlaut atvinnuleysi að aukast.  Nú er talað um að euroið sé 15 til 20 20% of sterkt fyrir Frakkland.  Ef gjaldmiðilinn getur ekki gefið eftir, verða aðrir þættir atvinnulífsins að gera það.  Ef kaupgjaldið lækkar ekki, eykst atvinnuleysið."

G. Tómas Gunnarsson segir það sem segja þarf.


mbl.is Metatvinnuleysi í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran ekki gjaldmiðill á vinsælustu jólastöðunum í Evrópu

jolaskrautMeðfylgjandi samantekt ber með sér að vinsælustu viðkomustaðir í Evrópu í tilefni jólahátíðarinnar séu Prag og Lundúnir. Þar gengur verslunin almennt best fyrir sig í pundum og svo krónum, líkt og hér á landi.

Að þessu litla gamni slepptu er án efa alls staðar ánægjulegt að vera í Evrópu um jólin ef rétti andinn fylgir með. 

Að svo mæltu óskum við lesendum gleðilegra jóla, farsældar á komandi ári og við þökkum fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða og á liðnum árum.


Hver er árangurinn af rekstri Evrópustofu?

ESB hefur veitt sem svarar nálægt hálfum milljarði króna í rekstur Evrópustofu og tengda starfsemi hér á landi frá árinu 2011 í þeim tilgangi að Íslendingar hafi „réttar“ og „rétt matreiddar“ upplýsingar um Ísland og ESB þegar að því kæmi að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulegan aðildarsamning Íslands að ESB.

Hver er árangurinn af nýtingu þessara fjármuna?

Hefur notkun þessara fjármuna breytt vitund Íslendinga um ESB?

Hafa þessir fjármunir haft áhrif á skoðanir Íslendinga um ESB?

Hafa þessir fjármunir haft áhrif á afstöðu Íslendinga til mögulegrar aðildar að ESB?

Hvernig væri staðan í þessum málum ef Evrópustofa hefði ekki dælt óhindrað út áróðri sínum og áróðurspeningum?

Svona mætti lengi spyrja. Það er ólíklegt að rekstur skrifstofu með fjölmennu starfsliði fyrir hundruð milljóna í nokkur ár hafi ekki einhver áhrif á vitund, vitneskju og afstöðu fólks í fámennu samfélagi.

Kannski hafði starfsemi Evrópustofu allt önnur áhrif en ætlað var?

Er áróðursstarfsemi af þessu tagi eðlileg í lýðræðisríki? Er eðlilegt að erlent afl sem reynir að hafa áhrif á niðurstöðu lýðræðislegrar þróunar í öðru ríki hagi sér svona?


mbl.is Framtíð Evrópustofu óljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tékkneski seðlabankinn vill ekki innleiða evru

eurobrokenÓviss efnahagsbati á evrusvæðinu veldur því að Seðlabanki Tékklands mælir ekki með því að evran verði tekin upp á næstunni þótt öll skilyrði séu uppfyllt. Þegar Tékkland gerðist aðili að ESB undirgekkst það um leið kvöð um að taka upp evruna þegar réttar aðstæður sköpuðust.

EUBusiness greinir frá þessu.

Fjármálaráðuneyti Tékklands tekur undir þau sjónarmið að ekki sé heppilegt að sinni að taka upp evruna þrátt fyrir að landið uppfylli öll skilyrði fyrir upptöku en þau varða hagstæða þróun verðlags, opinberra fjármála og vaxta.

Litháen verður í byrjun næsta árs 19. landið til að taka upp evru. Pólland og Tékkland hafa hins vegar engin áform enn sem komið er að taka upp evruna. Svíþjóð hefur sem kunnugt er heldur engin áform um að taka upp evruna. Önnur ESB lönd sem eru án evru eru meðal annarra Danmörk og Bretland.


Litháar vilja ekki evruna en verða samt

Samkvæmt könnunum vilja Litháar ekki taka upp evruna. Þeir verða samt að innleiða þennan gjaldmiðil ESB í byrjun næsta árs. Um helmingur þjóðarinnar er á móti þeim áformum ríkisstjórnar landsins að innleiða evru í janúar á næsta ári. Aðeins um 26% þjóðarinnar styðja þau áform.

Lýðræðið er skrýtin skepna í Evrópusambandinu.

Sjá nánar í EUOBSERVER.


ESB skiptir sér af forsetakosningum í Grikklandi

junckerGrikklandJean-Claude Juncker formaður framkvæmdastjórnar ESB lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali í Austurríki nýlega að Grikkir ættu að varast að kjósa ákveðna einstaklinga í forsetakosningum sem framundan eru.

Juncker varaði Grikki við að velja það sem hann kallaði fulltrúa öfgaafla. Í staðinn gaf hann í skyn að þeir ættu að velja fyrrverandi fulltrúa í framkvæmdasjtórn ESB sem forseta. Juncker hefur ítrekað lýst því yfir að hin nýja framkvæmdastjórn ESB sem hann er í forystu fyrir myndi verða pólitískari en áður hefði þekkst. Yfirlýsingar hans í áðurnefndum sjónvarpsþætti þykja sýna að hann sé nú að fylgja eftir þeim áformum sínum að hann muni skipta sér meira af pólitík aðildarríkjanna en forveri hans í stóli formanns framkvæmdasjtórnar ESB, Barroso. 

Juncker sagði í viðtalinu að hann tryði því að Grikkir vissu mætavel hvaða afleiðingar röng niðurstaða í forsetakosningunum myndi hafa fyrir Grikkland og evrusvæðið. Hann sagðist vilja sjá þekkt andlit í forsetakosningunum.

Gríska þingið velur nýjan forseta á næstu dögum. Til að hljóta kjör þarf forseti að hafa fylgi 180 af 300 þingmönnum. Náist það ekki í þremur tilraunum verður að boða til nýrra þingkosninga. Skoðanakannanir benda til að í þeim myndi vinstriflokkurinn Syriza vinna mikinn sigur.Sem stendur er óvíst að óskafulltrúi Junckers nái fylgi 180 fulltrúa og því gæti stórra pólitískra tíðinda verið að vænta frá Grikklandi.

Þessar hræringar hafa haft áhrif á fjármálamarkaðinn þar sem Syriza hefur krafist þess að samið verði að nýju um ríkisskuldir og opinber útgjöld Grikkja.

Juncker er þó ekki einn um að hafa reynt að hafa áhrif á þróun kosningabaráttunnar í Grikklandi. Framkvæmdastjórnin í heild hefur einnig sagt skoðanir sínar á forsetaefnum og dásamað það að Antonis Samaras forsætisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við Stavros Dimas, fyrrverandi fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, mann sem framkvæmdastjórnin lítur á sem nægilega góðan Evrópumann.

Stjórnendur í ESB vilja þannig raða sínu fólki til forystu í aðildarlöndunum.

Europaportalen fjallar um þetta hér.

Evrópuvaktin fjallar einnig um þetta hér.

 

 


77% Svía á móti evrunni

Andstaðan við upptöku evrunnar í Svíþjóð er mikil og stöðug. Ástæðan er meðal annars sú kreppa sem evran veldur í ESB-ríkjunum. Sænskir stjórnmálaskýrendur telja einnig að andstaðan við ESB í Svíþjóð hafi nú í vaxandi mæli færst yfir á evruna. 

Europaportalen greinir frá þessu.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 102
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 1940
  • Frá upphafi: 1187167

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 1708
  • Gestir í dag: 86
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband