Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
Þriðjudagur, 31. mars 2015
Ríkisstjórnin verður að gera betur
Ríkisstjórn með þá skýru stefnu að Ísland eigi ekki að ganga í ESB og ekki vera umsóknarríki, stefnu sem bökkuð er upp af samþykktum æðstu lýðræðisstofnana þeirra flokka sem að ríkisstjórninni standa, verður að gera betur en þetta til að draga umsókn um aðild að ESB til baka og sjá til þess að ekki sé litið á Ísland sem umsóknarríki að ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 31. mars 2015
Skýrsla úr fílabeinsturni
Á þessari frétt Morgunblaðins um skýrslu starfsmanns endurskoðunarfyrirtækisins KPMG verður ekki annað séð en að viðkomandi fylgist ekki vel með því sem er að gerast í efnahagsmálum.
Í fyrsta lagi er ESB miklu meira en bara gjaldmiðilsbandalag. Í öðru lagi virðist ekkert mið vera tekið af því að þetta gjaldmiðilsbandalag er ekki sjálfbært miðað við núverandi skipulag. Í þriðja lagi skiptir litlu máli hvort við séum á leið inn í ESB eða ekki; ákveðin atriði varðandi höftin verður að leysa óháð því og áður en af mögulegri inngöngu gæti orðið.
Svo er líka vert að muna að það kom okkur að engu haldi að vera umsóknarríki í ESB varðandi höftin. ESB og utanríkisráðuneytið voru með einhverja sýndartilburði um sérfræðiaðstoð en öll sú sérfræðiaðstoð sem þegin hefur verið kemur annað hvort frá innlendum sérfræðingum eða sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérfræðingar AGS á þessu sviði eru svo aðallega frá öðrum löndum en Evrópulöndum.
Heppilegra að losa höftin með evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 29. mars 2015
Evran lifir ekki af við núverandi aðstæður
Framkvæmdastjórar stærsta fjárfestingasjóðs í heimi segja að evrusvæðið muni ekki lifa af við núverandi fyrirkomulag. Eina leiðin fyrir framtíð evrunnar er sú að þau lönd sem nota evruna verði að einu ríki með sameiginlegri stjórn á sköttum og fjármálum ríkisins.
Þetta segja Andrew Bosomworth og Mike Amey sem eru framkvæmdastjórar The Pacific Investment Management Company (PIMCO) í samtali við breska blaðið The Telegraph. Þeir segja að hægagangurinn í efnahagslífinu á evrusvæðinu með litlum eða engum hagvexti að undanförnu og miklu atvinnuleysi, sem hefur verið nálægt 11% að undanförnu að meðaltali og nálægt 23% hjá ungu fólki, hafi fætt af sér öflugar stjórnmálahreyfingar á ystu vængjum stjórnmálanna til hægri og vinstri, svo sem Podemos á Spáni, Syriza í Grikklandi og Front National í Frakklandi.
Framkvæmdastjórarnir segja að sagan sýni að fyrirkomulag á borð við evruna geti ekki staðist til lengdar og vísa meðal annars til gamla norræna myntbandalagsins (1873-1914) í þeim efnum. Miðstýrð peningastefna, eins og hjá Seðlabanka evrunnar, geti ekki lifað af án þess að henni fylgi miðstýrð ríkisfjármálastjórn.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 29. mars 2015
Eigum við að afhenda ESB makrílinn?
ESB hefur unnið gegn Íslendingum varðandi veiðar á makríl og öðrum svökölluðum deilistofnum eða flökkustofnum. Í fyrstu vildi ESB ekki viðurkenna rétt Íslendinga til að veiða makríl en síðan krafðist sambandið að Íslendingar veiddu ekki meira en um 6% í stað þeirra ca. 17% sem íslensk stjórnvöld hafa talið réttan hlut. Ef ESB hefði ráðið hefðu útflutningstekjur Íslendinga verið um hundrað milljörðum króna minni síðustu ár og mun erfiðara fyrir Íslendinga að ná sér upp úr erfiðleikunum eftir kreppuna.
Ef Ísland gengur í ESB tæki forysta ESB yfir samningsrétt okkar varðandi flökkustofna eins og makríl. Hefðum við verið komin undir ESB-valdið árið 2010 er líklegt að við hefðum ekki fengið að veiða neinn makríl til að byrja með og síðan að líkindum í hæsta lagi aðeins brot af því sem við höfum veitt í dag.
Vill fólk afhenda ESB samningsréttinn varðandi deilistofna? Lesendur eru hvattir til að taka þátt í lítilli skoðanakönnun um það hér til hliðar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 28. mars 2015
70% Norðmanna hafna ESB og aukin umræða um EES-samninginn
Þessi frétt á mbl.is sýnir hve gífurlega mikil andstaða er gegn inngöngu Noregs í ESB. Jafnframt sýnir hún að umræðan um kosti og galla EES-samningsins er vaxandi í Noregi. Þannig hafa þrjú stéttarfélög þegar tekið upp þá stefnu að tengsl Noregs við innri markað Evrópusambandsins verði ekki byggð á EES-samningnum. Hér á landi er andstaðan við inngöngu í ESB álíka mikil. Fólk er líka smátt og smátt að gera sér grein fyrir "ómöguleika" þess að halda áfram viðræum á grunni umsóknar með margháttaða galla. Þá eru flestir nú sammála um að hið gallaða regluverk fyrir fjármálafyrirtæki á EES-svæðinu hafi ekki dregið úr skaðanum sem bankabólunni fylgdi fyrir 2008 - síður en svo.
Fréttin á mbl.is er hér:
Sjö af hverjum tiu Norðmönnum vilja ekki ganga í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar. Um 20% vilja hins vegar ganga í sambandið en aðrir eru óákveðnir. Könnunin var gerð af fyrirtækinu Sentio fyrir norsku dagblöðin Nationen og Klassekampen.
Fram kemur í frétt Nationen að skoðanakannanir hafi sýnt stöðugan meirihluta gegn inngöngu í Evrópusambandið undanfarinn áratug. Fyrir vikið leggi samtök andstæðinga inngöngu í sambandið, Nei til EU, meiri áherslu í dag á andstöðu við aðild Norðmanna að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og vinni að því að fá stéttarfélög til þess að taka afstöðu gegn honum. Þrjú stéttarfélög hafi þegar tekið upp þá stefnu að tengsl Noregs við innri markað Evrópusambandsins verði ekki byggð á EES-samningnum.
Greint er frá því að Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, hafi ritað langa grein í Klassekampen nýverið þar sem hann hafi varað við því að segja EES-samningnum upp. Haft er eftir Kathrine Kleveland, formanni Nei til EU, að greinina hefði hann ekki skrifað nema hann hafi talið sig tilneyddan. Hins vegar kemur fram í fréttinni að meirihluti Norðmanna vilji samkvæmt skoðanakönnunum halda í EES-samninginn.
70% Norðmanna vilja ekki í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 28. mars 2015
Var umsókn Össurar á skjön við lög og stjórnarskrá?
Ljóst er að Össur Skarphéðinsson fór á skjön við viðmið Evrópusambandsins þegar hann afhenti forystumönnum ESB umsókn um inngöngu Íslands án þess að getið var um þá fyrirvara sem Alþingi Íslands setti um fiskveiðimál og fleira. Þegar þeir fyrirvarar komu í ljós steytti umsóknin á skeri.
Það er í fleiri atriðum sem umsóknin brýtur gegn lögum og stjórnarskrá samkvæmt skilningi margra. Þannig fól umsóknin í sér fyrirætlun um valdaframsal til erlends aðila sem var og er óheimilt samkvæmt stjórnarskránni.
Í öðru lagi telja margir að umsóknin hafi verið það mikilvæg stjórnarráðstöfun að það hefði átt að bera hana upp í ríkisráði. Það var ekki gert.
Hvernig í ósköpunum ætlar fólk sér að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald umsóknar sem var vafasöm, ekki aðeins út frá stjórnarskrá og íslenskum lögum, heldur einnig gagnvart þeim reglum sem gilda í Evrópusambandinu?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 27. mars 2015
VG vill skoða aðild Íslands að nýju hernaðarbandalagi
Sem kunnugt er hefur forysta VG, þvert á samþykktir flokksins, viljað toga Ísland í átt að ESB og meira að segja vinna að því að gerður verði samningur svo hægt sé að kíkja í pakkann, sem kallað er. Ráðamenn í ESB vilja gera samtökin að hernaðarbandalagi.
Forysta VG vill því skoða aðild Íslands að nýju hernaðarbandalagi.
Föstudagur, 27. mars 2015
Frakkland er stóra vandamálið í ESB
Fyrrverandi forsætisráðherra Ítala og þekktur hagfræðingur þar í landi segja að Frakkland sé að verða að stærsta vandamáli ESB. Frakkar eigi erfitt með að fylgja ýmsum reglum og reglugerðum sem ESB setur, þeir heimti að fá fresti til að uppfylla skilyrði um opinberan rekstur og svo sé almenningsálitið í Frakklandi mjög andsnúið ESB.
Einhverjir héldu að Grikkland væri aðalvandamál ESB. En það er víst bara smáræði á við það ef eitt af stóru ríkjunum er á leið í skammarkrókinn.
Miðvikudagur, 25. mars 2015
Umsókn Össurar á skjön við stjórnsýslu ESB
Það verður ekki annað séð en að sú umsókn sem Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sendi forkólfum ESB fyrir hönd ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og þáverandi meirihluta Alþingis hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem ESB gerir til slíkra umsókna. Umsóknin var skilyrt en ESB gerir kröfur um skilyrðislausa umsókn.
Össur lét vera að kynna ESB þá fyrirvara sem Alþingi gerði með vísan til álits meirihluta utanríkismálanefndar. Þeir fyrirvarar komu hins vegar upp á yfirborðið þegar farið var að ræða sjávarútvegsmál vorið 2011. Á því strandaði málið.
Össur fór því af stað með ótæka umsókn og sigldi því í raun og veru undir fölsku flaggi gagnvart ESB og íslensku þjóðinni.
Evrópumál | Breytt 26.3.2015 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 25. mars 2015
Gögn utanríkisráðuneytis um umsóknarferlið
Lesendur Heimssýnarvefjarins eru fljótir að átta sig á því sem aðrir í tímahraki fundu ekki strax. Gögn utanríkisráðuneytisins um umsóknarferlið voru náttúrulega á sínum stað þótt leiðum að þeim hefði einhvers staðar verið breytt. Svona skilar samvinnan sér. Hafið bestu þakkir fyrir. Utanríkisráðuneytið var vitaskuld með þetta á vísum stað! Glöggir lesendur geta svo séð hvort þarna vanti að þýða einhverjar skýrslur.
Sbr. fyrri færslu:
Glöggir lesendur Heimssýnarvefjarins hafa tekið eftir því að efni á íslensku um aðildarviðræður við ESB sem áður var aðgengilegt er ekki vel sýnilegt lengur á vef utanríkisráðuneytisins. Efnið er aðgengilegt á ensku en við viljum gjarnan hafa áfram aðgang að því efni sem hinir þýðingarmiklu þýðendur stjórnarráðsins höfðu fyrir að vinna.
Þess vegna er þeim eindregnu tilmælum beint til ráðuneytisins að gera þetta efni betur aðgengilegt því þar er ýmsan fróðleik að finna.
Á ensku er þetta hér: http://eu.mfa.is/documents/
Sé hér um einhvern misskilning eða mislestur að ræða skal strax beðist afsökunar á því!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 328
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2430
- Frá upphafi: 1188211
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar