Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Var Árni Páll á Evrópuþinginu??

Mogginn segir að Árni Páll hafi verið á Evrópuþingi. Sjaldan lýgur Mogginn, að sagt er, en væri nú ekki réttara að segja að Árni Páll hafi verið á ESB-þinginu? Það er nú algjör óþarfi að láta ESB það eftir að eigna sér alla Evrópu. 

Það eru nú hátt í annan tug Evrópuríkja sem ekki eru í ESB og því ekki rétt að kalla þingið Evrópuþing. Eða hvað?

 


mbl.is Árni Páll heimsækir Evrópuþingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undanþága til að veiða skrautfiska ...

ErpurNeividESBSamtökin Nei við ESB hafa birt myndbönd sem eru aðgengileg á YouTube með viðtölum við fólk sem lýsir því hvers vegna það vill ekki að Ísland gangi í ESB. Þetta eru viðtöl við fjölda einstaklinga úr ýmsum sviðum íslensks þjóðfélags og meðal þeirra eru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar.

Þeir svara þeirri einföldu spurningu út frá sínu brjósti hvers vegna þeir vilja ekki að Ísland verði hluti af þessari ríkjasamsteypu og eru svörin á ýmsa lund.

Margir leggja áherslu á að fullveldi tapist með aðild að ESB og að vald yfir grunnstoðum íslensks efnahagslífs, eins og sjávarútvegi, færist til Brussel. Aðrir minna á að ESB sogi til sín auðæfi ýmissa þróunarlanda og skerði því kjör þar og enn aðrir segjast ekki vilja verða hluti af því skrifræði sem sambandið er.

Þá minna viðmælendur á að aðild að ESB þýði að umsóknarþjóðir verði að samþykkja sambandið eins og það er, með þeim kostum og göllum sem því fylgir, og sætta sig við þá vegferð sem ESB er á. Svokallaður pakki sem ýmsir vilji kíkja í liggi því fyrir opinn og sýnilegur.  Svokallaðar undanþágur frá meginsreglum sambandsins séu í mesta lagi á borð við leyfi til að selja munntóbak, eins og Svíar fengu, eða leyfi til að veiða skrautfiska, eins og einn viðmælenda lýsti undanþágu Maltverja frá meginreglum ESB.

Myndböndin verða sett á YouTube á næstu dögum og dreift þaðan um fésbókarsíður aðildar- og systursamtaka Nei við ESB.

Sjá hér hluta viðtalanna:

https://www.youtube.com/watch?v=PHbQvhWuNgk 

https://www.youtube.com/watch?v=9136a1c_Y9o 

 

 

 


Mörgum spurningum ósvarað um fríverslunarsamninginn

Fram kemur í meðfylgjandi frétt að viðræðum um fyr­ir­hugaðan fríversl­un­ar­samn­ing á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna ljúki ekki fyr­ir næstu ára­mót eins og von­ast hafði verið til. Viðræður muni ná fram á næsta ár. Hvenær þeim lýk­ur er óvíst en tíma­mörk­in vegna þeirra hafa áður verið fram­lengd. Viðræðurn­ar hóf­ust árið 2013 og átti upp­haf­lega að ljúka þeim árið 2014.

Ýmsir hér á landi hafa lýst áhuga á að vera þátttakendur í þessum samningi.

Það er hins vegar ýmsum spurningum ósvarað, meðal annars spurningum og athugasemdum frá þeim sem hafa gagnrýnt þennan væntanlega samning.

Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt er að samningurinn geti skapað ríkjum skaðabótaskyldu gagnvart fyrirtækjum ef aðstæður breytast í viðkomandi löndum sem eru óhagstæðar fyrir fyrirtækin.

Það er hættulegt fyrir litla þjóð sem á í samskiptum við stórfyrirtæki ef breyttar aðstæður innanlands skapi stórfyrirtækjum vígstöðu til að sækja sér bætur sem nemi umtalsverðum hluta fjárlaga.

Þetta hefur nánast ekkert verið rætt hér á landi.


mbl.is Óttast að viðræðurnar verði bitbein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinberar skuldir evruríkjanna aukast

geldÞrátt fyrir hinn gífurlega niðurskurð sem átt hefur sér stað í evru- og ESB-ríkjunum halda opinberar skuldir áfram að vaxa. Skuldirnar jukust sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF) í ríkjum á evrusvæðinu úr 90,9% af VLF í lok árs 2013 í 91,9% í lok árs 2014. Á ESB-svæðinu í heild jukust skuldirnar úr 85,5% í 86,8%. Á þessu sést að skuldirnar eru heldur meiri á evrusvæðinu. Markmiðið er að skuldirnar nemi ekki meiru en 60%

Skuldirnar eru mestar í Grikklandi, 177,1% af VLF og á Ítalíu 132,1% af VLF.

Sjá nánar hér

Sjá einnig á vef Folkebevægelsen mod EU í Danmörku.


Bíðum enn eftir viðbrögðum ESB

Gunnar BragiEnn er ekki að fullu ljóst hver viðbrögð ESB verða við bréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þar sem hann lýsti þeirri afstöðu ríkisstjórnar Íslands að ekki skuli líta á Ísland sem umsóknarríki, jafnframt sem óskað var eftir að ESB lagaði verklag sitt að því.

Í bréfi Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, kemur fram að tekið verði mið af afstöðu Íslands og að tilteknar breytingar muni verða á verkferlum ráðherraráðs ESB með hliðsjón af bréfi Gunnars Braga.

Alls er óljóst á þessari stundu hvaða breytingar gerðar verða í kjölfarið á þessum óljósu bréfaskriftum.


mbl.is Bréfið til Gunnars Braga komið á vefinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin þjáning og veikindi dýra vegna ESB-reglugerðar

ESB_kusaTilskipun ESB frá í janúar gerir það að verkum að beita verður óhefðbundnum lækningum og aðferðum græðara til að sinna veikum dýrum ef afurðir þeirra eiga að falla í flokk lífrænna afurða. Fyrir vikið getur þjáning veikra dýra aukist og varað um lengri tíma auk þess sem hætt er við aukinni bakteríuflóru í afurðum.

Þetta kemur fram í The Telegraph.

Í fréttinn kemur fram að bændur sem vilja framleiða lífrænar afurðir séu neyddir til að beita lækningaaðferðum gagnvart sjúkum dýrum sem vísindamenn segja vera gagnslausar og jafnvel skaðlegar. 

Sjá hér nánari umfjöllun um þetta:

EU orders Britain's organic farmers to treat sick animals with homeopathy

 


Reykjavíkurborg og Landspítalinn látin greiða AGS-lánið

landspitaliÁkveðið hefur veirð að láta Reykjavíkurborg, Landspítalann Háskólasjúkrahús og ýmis önnur sveitarfélög og stofnanir, svo sem Fæðingarorlofssjóð, greiða afganginn af láninu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fyrir vikið verður dregið úr félagslegri þjónustu sveitarfélaga, fresta verður ýmsum skurðaðgerðum og fæðingarorlof verður stytt um tvo mánuði.

 - Svona gætu fréttir hafa hljómað ef farið hefði verið í einu og öllu að ráðum og kröfum forystu ESB þegar fjármálahrunið reið yfir Ísland.

- Svona hefði getað farið fyrir Íslendingum ef stefna hörðustu ESB-aðildarsinna hefði náð fram að ganga í hruninu.

- Svona er komið fyrir Grikkjum í dag. Þetta eru afleiðingar af þeirri röngu ákvörðun að taka upp evru og af kröfum ESB, AGS og SE í garð Grikkja.

Það er oft hollt og nauðsynlegt að setja sig í spor annarra. Þá fyrst áttar maður sig á hvað er að gerast og hvað ber að forðast.

 


mbl.is Ganga í sjóði opinberra stofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðvum kalt stríð ESB á norðurslóðum er krafa frá Norður-Noregi

grensevakt_stort_bildeSamtökin Nei til EU í Noregi hafa verulegar áhyggjur af hernaðaruppbyggingu ESB á norðurslóðum. Norður-Noregur hefur lifað í sátt og samlyndi við Rússland bæði fyrir og eftir síðari heimsstyrjöld, en hernaðaruppbyggingin beinist einkum gegn Rússlandi. Samskipti og viðskipti íbúa í Rússlandi og Finnmörku hafa haft æ meiri þýðingu á síðustu árum, bæði á sviði fiskveiða, iðnaðar og olíuiðnaðar.

Nú er útlit fyrir breytingar á þessu, segir í yfirlýsingu frá aðildarfélagi Nei til EU í Norður-Noregi.

Samtökin minna á að norska ríkisstjórnin hafi fullveldi til að þróa eigin stefnu á norðurslóðum án aðkomu ESB. Þess vegna hvetja samtökin Nei til EU í Norður-Noregi til þess að Noregur beiti afli sínu í stjórnmálum og efnahagsmálum til þess að stuðla að friði og góðri sambúð á svæðinu, og dragi þannig úr þeirri eingangrunarstefnu sem ESB beiti sér fyrir.

 


Ríkisstjórnin ekki lokið ESB-verkinu

esbneitakkRíkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur ekki lokið því verki að draga umsóknina um aðild að ESB formlega til baka. Stjórnin hefur fullt umboð til þess verks. Umboðið fékk hún í síðustu þingkosningum á grunni skýrrar stefnu flokkanna að halda Íslandi utan við ESB. Á því byggist stjórnarsáttmálinn og þau áform stjórnarflokkanna að draga umsóknina til baka.  Því verki er síður en svo lokið. Óljósar fregnir af fundum ráðherraráðs ESB í Brussel staðfesta það.

Fundargerð ráðherraráðs ESB frá 21. apríl síðastliðnum lýsir ekki skýrri afstöðu til þeirrar stefnu ríkisstjórnarinnar að Ísland verði tekið af lista yfir ríki sem sækja um aðild að ESB.

Í fundargerðinni segir:

Relations with Iceland

The Council agreed on a reply by the Minister for Foreign Affairs of Latvia to the Minister for Foreign Affairs of Iceland. The Council, taking note of the Icelandic position, will consider certain further practical adjustments to the EU Council working procedures on the EU accession negotiations.
 

Þessi fundargerð segir ekki skýrt hver framvindan verður. Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, krefst þess að umsókn um aðild Íslands að ESB verði tafarlaust dregin til baka. Jafnframt krefst Heimssýn þess að ESB viðurkenni rétt Íslands sem sjálfstæðis ríkis, en fálæti ESB gegn beiðni ríkisstjórnarinnar í þessum efnum sýnir ekkert annað en hroka embættis- og stjórnmálakerfisins í Brussel gagnvart þjóð okkar.

Það er því krafa okkar að ESB svari kröfum íslenskra stjórnvalda með afgerandi hætti en ekki einhverjum stjórnsýsluklækjum sem birtast í óskýrum fundargerðum.


Ræður stjórnsýsla ESB við flóttamannavandann?

Ástandið á Miðjarðarhafi er hrikalegt. Þúsundir flóttamanna frá Afríku hafa farist á Miðjarðarhafi á undanförnum árum á illa búnum bátum sem smyglarar hafa fyllt af fólki og tekið morð fjár fyrir. Einstök ríki - og þá einkum Ítalíu og Malta, hafa gert út skip og björgunarflokka til leitar að þessu fólki og hefur skip hinnar íslensku landhelgisgæslu verið ráðið í slíka leiðangra og bjargað hundruðum ef ekki þúsundum manna.

Á meðan situr stjórnsýslan í Evrópusambandinu að mestu hjá og virðist ekki ráða við að taka almennilega á þessu sameiginlega vandamáli ESB-ríkjanna.

Mun hún ráða við vandann?


mbl.is Neyðarkall á Miðjarðarhafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 1176818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1789
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband