Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015
Fimmtudagur, 16. apríl 2015
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, útskýrir sjúkdómsmerki evrusvæðisins
Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Stýrivextir bankans, sem gilda fyrir evrusvæðið, verða því áfram 0,05%. Bankar verða að greiða 0,2% vexti fyrir að geyma fjármuni hjá seðlabankanum. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með fulltrúum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á mánudag sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og peningastefnunefndarmaður, að ástandið hér á landi væri mun heilbrigðara en á evrusvæðinu þar sem vextirnir væru í kringum núllið.
Eyjan.is endurbirtir útskýringar prófessorsins á fundinum:
Þessir núll prósent vextir og mínus vextir eru dæmi um að það er eitthvað mikið að í þessum löndum. Og það sem er að er mikið atvinnuleysi, skortur á eftirspurn eða, eins og í Danmörku, þetta gríðarlega innflæði, það er áhlaup á dönsku krónuna. Menn eru að veðja á að þeir gefist upp og láti hana hækka. Á evrusvæðinu er það gríðarlegt atvinnuleysi í ýmsum löndum. Bretar eru að reyna að ná upp eftirspurn með þessum lágu vöxtum og á sama tíma eru þessi lönd, með þessari vaxtastefnu, að blása út eignaverðbólur fasteignaverðbólur, hlutabréfaverðbólur, aukna skuldsetningu heimila.
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. apríl 2015
Helmingur Breta vill ganga úr ESB
Breskir kjósendur skiptast í um jafn stóra hópa þegar þeir eru spurðir hvort Bretland eigi að segja sig úr Evrópusambandinu.
Þar segir enn fremur:
Um þrjár vikur eru nú til þingkosninga í landinu. David Cameron forsætisráðherra hefur heitið þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð sambands Bretlands og ESB fyrir lok ársins 2017, vinni flokkurinn sigur í kosningunum.
Í nýrri könnun Populus sem birtist í blaðinu Financial Times kemur fram að 39 prósent aðspurðra myndi kjósa að Bretland yfirgæfi sambandið, en 40 prósent segjast styðja áframhaldandi aðild.
Cameron segist sjálfur vilja að Bretland eigi áfram aðild að sambandinu, þó með breyttu sniði. Hann segist ekki útiloka neitt, sjái hann ekki þær breytingar á sambandinu sem honum hugnast, þar á meðal aðgerðir til að draga úr straumi flóttafólks til Bretlands.
Íhaldsflokkur Cameron mælist með nokkurt forskot á Verkamannaflokkinn í könnunum, en þingkosningar fara fram þann 7. maí næstkomandi.
Miðvikudagur, 15. apríl 2015
Pappírshrekkur gegn stefnu Seðlabanka evrunnar
Það er illa gert að hrekkja fólk með þessum hætti en Mario Draghi, seðlabankastjóra evrunnar, brá illilega þegar ung kona stökk upp á borðið sem hann sat við á fundi áðan og dreifði yfir hann pappírsrusli. Jafnframt öskraði konan að binda ætti enda á harðstjórn Seðlabanka evrunnar.
Þessi atburður átti sér stað í dag.
Mótmælendur hafa sakað bankann um að reyna að keyra í gegn harkalegar aðhaldsaðgerðir á evrusvæðinu, sérstaklega í Grikklandi, eins og segir í frétt mbl.is.
Mótmælandi veittist að Mario Draghi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 15. apríl 2015
Þrýstihópar í ESB valda hættu á spillingu
Nýleg skýrsla ber með sér að hætta sé á því að þrýstihópar, sem eru öflugir innan Evrópusambandisns, valdi efnahagslegri spillingu innan sambandsins. Þess vegna sé mikilvægt fyrir ríkisstjórnir og stofnanir að setja skýrar reglur um starfsemi þrýstihópa.
Fram kemur í skýrslunni að verst sé ástandið í Ungverjalandi og á Kýpur en skást í Slóveníu.
Það er þekkt að öflugir þrýstihópar sem starfa í Strasbourg og Brussel hafa mun meiri áhrif á lagasetningu í Evrópusambandinu en almennir kjósendur.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 14. apríl 2015
Fé var borið á Íslendinga, segir Ögmundur
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tók það fram í umræðum á Alþingi í kvöld um tillögu Samfylkingar og fleiri um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um inngöngu Íslands í ESB að hann vildi breyta spurningu sem lagt er til að lögð verði fyrir þjóðina þannig að spurt yrði beint um afstöðu til aðildar að ESB.
Jafnframt sagði Ögmundur að þeir sem samþykkt hefðu tillögu um umsókn um aðild að ESB árið 2009 hefðu verið hafðir að fíflum með því að látið var í veðri vaka að umsóknarferlið tæki ekki nema 18-24 mánuði. Umsóknarferlið hefði hins vegar reynst miklu víðfeðmara og langdregnara en nokkur hefði búist við.
Þá ítrekaði og undirstrikaði Ögmundur að ekki hefði verið um neinar venjulegar aðildarviðræður að ræða heldur hefði komið í ljós að þetta voru aðlögunarviðræður (eins og lýst hefur verið hér í þessu bloggi nýlega með vísan í framvinduskýrslur) og að aðilar í stjórnkerfinu hefðu verið keyptir með aðlögunarstyrkjum til að hraða aðlöguninni sem mest.
Ögmundur sagði í því efni að það hefði verið borið fé á Íslendinga.
Vill Samfylkingin að áfram verði borið fé á Íslendinga?
Evrópumál | Breytt 15.4.2015 kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 14. apríl 2015
Icesave-þvingun í skjóli umsóknar að ESB
Það er gott að rifja það upp að ein af þeim svokölluðu aðlögunum sem ESB krafðist eftir að Ísland hafði sótt um aðild að ESB var sú að íslenska ríkið ábyrgðist Icesave-skuld bankanna. Þetta má lesa um í svokölluðum framvinduskýrslum sem gerðar voru um viðræður við ESB. Þannig notaði ESB umsókn Íslands um inngöngu í ESB til að þvinga fram ábyrgð íslenskra skattgreiðenda á Icesave-skuld íslenskra banka.
Sjá m.a. hér: Iceland 2010 Progress Report.
Í skýrslunum er meðal fjallað um aðlögun í fjármálageiranum og þar er ítrekað komið inn á að engin framþróun hafi átt sér stað í Icesave-málinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. apríl 2015
ESB krefst nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss
ESB krefst nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíss um innflytjendamál, ári eftir að Svisslendingar kusu um málið og niðurstaðan var ekki ESB að skapi. ESB krefst þess að frjáls för vinnuafls sé ófrávíkjanleg regla og að Sviss verði að samþykkja þá reglu ef landið vilji vera í eðlilegum samskiptum við ESB.
Norska blaðið Dagens Næringsliv segir frá þessu. Frosti Sigurjónsson þingmaður skrifar um þetta á fésbók sinni og segir (leturbr. Heimssýn):
ESB ætlar ekki að una niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í Sviss um innflytjendalöggjöf. ESB krefst þess að þjóðaratkvæðagreiðsla verði endurtekin, enda gáfu kjósendur í Sviss rangt svar að mati ESB. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í ESB um innflytjendalöggjöf, hún er samin af andlitslausum embættismönnum sem enginn kaus. Þjóðþingin stimpluðu lögin möglunarlaust væntanlega til að lenda ekki veseni eða því að sökuð um slóðaskap í innleðingakeppninni. Hver á að setja lögin í Sviss? Embættismenn ESB í Brussel eða kjósendur í Sviss?
Mánudagur, 13. apríl 2015
Meirihluti Íslendinga vill í raun draga umsóknina til baka
Niðurstaða þessarar skoðanakönnunar segir okkur það eitt að meirihluti Íslendinga vilji í raun draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka. Gera má ráð fyrir að margir sem svari því játandi að Ísland sé umsóknarríki séu í þeim flokki sem vill fá að kíkja í pakkann en séu í raun andvígir inngöngu í ESB. Miðað við þetta er alveg ljóst að það er skynsamlegast að fylgja því eftir að umsóknin verði formlega og tryggilega dregin til baka svo að Ísland verði tekið af lista yfir þau ríki sem skráð eru sem umsóknarríki að ESB.
Sjá hér upplýsingar um könnun sem MMR gerði fyrir Andríki.
Í frétt mbl. kemur eftirfarandi fram:
41,6% Íslendinga vilja að Ísland sé umsóknarríki að ESB en 42,5% eru því andvíg. Þetta kemur fram í niðurstöðu viðhorfskönnuna sem MMR gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki.
15,9% tóku ekki afstöðu. Ef aðeins er horft til þerra sem tóku afstöðu eru 50,5% andvíg því að Ísland sé umsóknarríki að ESB en 49,5% fylgjandi.
Í könnuninni var spurt: Vilt þú að Ísland sé umsóknarríki að Evrópusambandinu. Fram kemur að vikmörk við bæði jákvæð og neikvæð svör við spurningunni séu 3,3%. Alls tók 891 afstöðu, þar af svaraði 441 játandi og 450 neitandi.
Þjóðin klofin í afstöðu til ESB-umsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 13. apríl 2015
Guðmundur Steingrímsson vonsvikinn með svör Seðlabankans um evruna
Guðmundur Steingrímsson þingmaður reyndi ítrekað að fá fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabankans, sem fundaði á opnum fundi með efnahags- og viðskiptanefnd i morgun, til að taka undir það sjónarmið í nýlegri skýrslu KPMG að auðveldar væri að losna við fjármagnshöft með evru. Fundurinn var í opinni útsendingu á vef Alþingis.
Þegar fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans gátu ekki tekið undir sjónarmið Guðmundar lýsti hann yfir sérstökum vonbrigðum með svör þeirra.
Þvert á móti kom fram hjá fulltrúum peningastefnunefndar að losun fjármagnshafta væri algjörlega óháð hugsanlegri inngöngu í ESB og mögulegri upptöku evru í framhaldinu.
Ólund Guðmundar yfir svörum fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabankans er staðfesting á því að skýrsla KPMG um málið fyrir skemmstu er gagnslaus.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. apríl 2015
Maltverjar samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að veiða farfugla í net
Maltverjar gengu í gær að kjörborði og kusu um það hvort leyfa ætti veiðar á farfuglum í net. Veiðar af þessu tagi hafa verið hefðbundnar á Möltu en mikil barátta hefur verið gegn þeim síðustu áratugi og umhverfisyfirvöld í ESB hafa verið á móti þeim. Maltverjar fundu þó glufu í lögum sambandsins og ríkisstjórnin lét þjóðina kjósa um framhaldið. Maltverjum finnst mörgum hverjum að ESB eigi ekki að vera að skipta sér af gömlum og góðum siðum á Möltu eins og þessum fuglaveiðum.
Meirihluti landsmanna, 50,4% samþykktu í gær, laugardag, að leyfa veiðarnar áfram. Þar munaði talsvert um að íbúar á norðureynni, Gozo, studdu veiðarnar áfram í ríkum mæli.
Maltverjar geta því áfram veitt lóur og aðra farfugla á vorin og haustin í net þegar farfuglarnir tylla sér á þessa klettaeyju í Miðjarðarhafi á löngum ferðalögum til eða frá varpstöðum.
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur strax vakið upp hörð viðbrögð meðal náttúruverndarsinna og hvetja sumir þeirra til þess að Malta verði sniðgengin í viðskiptum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 113
- Sl. sólarhring: 353
- Sl. viku: 2522
- Frá upphafi: 1165896
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 95
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar