Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016
Laugardagur, 31. desember 2016
Má grípa til aðgerða til verndar heilsu manna og dýra á grundvelli EES-samningsins?
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, skrifaði grein um meðfylgjandi efni sem birt var í Morgunblaðinu á Þorláksmessu. Greinin er endurbirt hér:
Úrlausn fyrir dómstólum
Í framhaldinu, hinn 25. apríl 2014, höfðaði fyrirtækið Ferskar kjötvörur mál á hendur íslenska ríkinu þar sem farið var fram á að ríkið endurgreiddi kostnað við flutning á fersku nautakjöti til landsins. Synjað hafði verið um innflutningsleyfi fyrir kjötið á grundvelli þess skilyrðis að geyma þyrfti það við að minnsta kosti -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Stefnandi mótmælti þessu skilyrði, án árangurs. Kjötinu var því fargað.
Í tengslum við þann málarekstur ákvað Héraðsdómur Reykjavíkur að beina nokkrum spurningum til EFTA-dómstólsins varðandi það hvort veiting innflutningsleyfa samkvæmt framangreindu fyrirkomulagi samrýmdist samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningnum). EFTA-dómstóllinn felldi úrskurð sinn 1. febrúar 2016 og var niðurstaða hans sú að einstök EES-ríki hefðu ekki frjálsar hendur um setningu reglna um innflutning hrárrar kjötvöru, né heldur gætu þau krafist þess að innflytjandi sækti um sérstakt leyfi fyrir innflutningnum þar sem áskilið væri að innflytjandi legði fram vottorð um að kjötvaran hefði verið geymd í frysti í tiltekinn tíma fyrir tollafgreiðslu. Í nóvember féll síðan dómur í málinu í héraðsdómi, stefnanda í hag.
Væntanlega verður þessu máli áfrýjað til Hæstaréttar, þó ekki sé nema af þeirri ástæðu einni að íslenska ríkið vilji fá úrskurð æðsta dómstigs landsins í svo veigamiklu máli sem kallar á lagabreytingar af hálfu Alþingis. Eftir svo umfangsmikinn málarekstur mætti ætla að öll kurl væru komin til grafar. Ítrekað hefur verið bent á að veigamikil rök liggi fyrir um hættuna á því að hættulegir sjúkdómar, sem ekki finnast hér á landi, geti borist hingað með hráu kjöti.
Eru enn óleyst álitaefni í málinu?
Í desemberhefti norska lögfræðitímaritsins Lov og Rett (2016) birtist grein eftir Stefán Má Stefánsson, prófessor emeritus, þar sem hann fjallar um dóm EFTA-dómstólsins frá 1. febrúar sl. Hann vekur þar athygli á að málsvörn íslenska ríkisins hafi byggst á því að í 18. gr. meginmáls EES-samnings sé vísað til 13. gr. og sagt að hún skuli gilda. Ákvæði 13. gr. hljóðar svo:
Ákvæði 11. og 12. gr. koma ekki í veg fyrir að leggja megi á innflutning, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlætast af almennu siðferði, allsherjarreglu, almannaöryggi, vernd lífs og heilsu manna eða dýra eða gróðurvernd, vernd þjóðarverðmæta, er hafa listrænt, sögulegt eða fornfræðilegt gildi eða vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar og viðskipta. Slík bönn eða höft mega þó ekki leiða til gerræðislegrar mismununar eða til þess að duldar hömlur séu lagðar á viðskipti milli samningsaðila.
Í stuttu máli komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að vísa til markmiðsins um vernd lífs og heilsu manna og dýra í viðskiptum innan EES, eins og það birtist í 13. gr. EES-samningsins, í tilvikum þar sem tilskipun 89/662/EBE Samræming reglukerfis um dýraheilbrigðiseftirlit, kveður á um samræmingu nauðsynlegra aðgerða til að tryggja vernd og heilsu dýra og manna og um eftirlit með framkvæmd þess markmiðs.
Í grein sinni í Lov og Rett bendir Stefán Már á að þessi niðurstaða taki hins vegar ekki á kjarna málsins, þ.e. hvort tilvísunin í 18. gr. EES-samningsins til 13. gr. skuli alltaf gilda þegar fjallað er um viðskipti með landbúnaðarvörur sem falla undir 18. gr. Væri það staðreynd myndi það þýða að nokkuð aðrar og eftir atvikum auknar heilbrigðiskröfur myndu eftir atvikum gilda á EES en innan ESB. Slík niðurstaða gæti verið eðlileg að mati greinarhöfundar, m.a. í ljósi þess að samningurinn tekur ekki til landbúnaðar nema að takmörkuðu leyti.
Niðurstaða Stefáns í greininni er sú að dómstóll EFTA hafi ekki svarað meginálitaefni málsins með rökstuddum hætti, þ.e. hvers vegna 13. gr. gildi ekki þrátt fyrir að í 18. gr. sé sagt að hún skuli gilda. Spurningunni um hvað það er nánar tiltekið sem veldur því að ekki skuli beita 13. gr. þrátt fyrir fyrirmæli 18. gr. EES-samningsins þar um svarar dómstóllinn ekki með rökstuddum hætti. Í því efni nægi hvorki að vísa til efnis né tilgangs tilskipunarinnar eins og dómstóllinn gerir, því ákvæði hennar geta ekki breytt ákvæðum meginmáls EES- samningsins.
Hvað gerist næst?
Niðurstaða dómstóls EFTA í málinu fól í sér ráðgefandi álit fyrir dómstóla hér á landi og var það því ekki bindandi um niðurstöðu þess fyrir íslenskum dómstólum. Stefán rekur í grein sinni að þetta ráðgefandi álit hafi verið afar veikt lögfræðilega og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé álitaefni hvort dómstóllinn hafi haldið sig innan valdmarka sinna ef tekið er mið af þeim forsendum sem hann lagði til grundvallar ráðgefandi áliti sínu. Fari mál Ferskra kjötvara gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar, eins og öll efni standa til, virðist í hæsta máta eðlilegt að Hæstiréttur taki þessi sjónarmið til skoðunar. ESA hefur nú ákveðið að höfða mál á hendur íslenska ríkinu til að knýja fram breytingar á íslenskri löggjöf til samræmis við fyrri niðurstöðu sína og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Enn munu því vonandi gefast tækifæri til að knýja fram afstöðu til þeirra álitaefna sem reifuð eru hér að ofan.
www.eftacourt.int
www.domstolar.is
Lov og Rett nr. 10 2016, Universitetsforlaget Oslo, bls. 640 og áfram.
Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 31. desember 2016
Síðasti séns áður en ESB bannar
Nú er síðasti séns fyrir áramóta- og skotglaða Íslendinga að skjóta upp almennilegum flugeldum og skotkökum áður en nýjar Evrópureglur taka gildi. Fulltrúi björgunarsveitanna segir að þriðjungur tekna þeirra komi frá þessum flugeldum. Ýmsir eru argir - en samt ætla allir að hafa það ánægjulegt og skemmta sér í kvöld.
TAKK FYRIR ÁRIÐ - OG GLEÐILEGT NÝTT ÁR.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. desember 2016
Ofveiði í ESB til ársins 2034 með sama áframhaldi
Umhverfishópurinn Oceana, sem beitir sér gagnvart framkvæmdastjórninni í Brussel, hefur reiknað út fyrir EUobserver að með sama áframhaldi verði það ekki fyrr en árið 2034 sem fiskistofnar í landheldi ESB verða sjálfbærir. Það er 14 árum seinna en lagaleg krafa er um slíkt í ESB löndunum.
Heimssýnarvefurinn fjallaði nýlega um þessi efni.
Sjá einnig stuttan pistil hér um fiskveiðistefnu ESB.
Þriðjudagur, 27. desember 2016
Ísland stöðvar arðrán ESB í Vestur-Sahara
ESB gerði á sínum tíma samning við Marokkó um fiskveiði á svæði sem tilheyrir Vestur-Sahara, en Marokkó hernam Vestur-Sahara fyrir um 40 árum. Þar með studdi ESB yfirgang Marokko gegn þjóð Vestur-Sahara. Í fréttum er nú greint frá því að framlag Íslands hafi skipt sköpum í dómi Evrópudómstólsins sem varðar varning sem framleiddur er á hinu hernumda svæði.
Af Evrópusambandslöndum hafa það einkum verið Frakkar sem hafa stutt yfirgang og arðrán Marokkó í Vestur-Sahara. Ekki er alveg ljóst á fréttum hvort dómurinn nái til fiskveiðiafurða sem eiga rætur að rekja til fiskistofna við Vestur-Sahara.
Það er hins vegar fagnaðarefni að verið sé að stíga einhver skref til að draga úr þeim yfirgangi og því arðráni sem ESB hefur stuðlað að í Vestur-Sahara og við vesturströnd Afríku. Það er jafnframt ánægjulegt að framlag utanríkisráðherra og ríkisstjórnar Íslands skuli hafa haft þar nokkur áhrif eins og fram kemur í grein Stefáns Pálssonar sagnfræðings í grein hans sem Fréttablaðið birtir ídag - en Bylgjan fjallaði einnig um málið í hádegisfréttum.
Heimssýnarvefurinn hefur áður fjallað um þetta efni. Sjá hér og hér. Sjá einnig Nei við ESB. Sjá ennfremur pistil á Fullveldisvaktinni hér.
Í hádegisfréttunum minnti Stefán Pálsson á að ESB hefði lagt áherslu á að hernumdu svæðin í Vestur-Sahara væri hluti af Marokkó. Þessu væru aldeilis ekki allir sammála og að afstaða Íslands og áhrif þess sýndi að Íslandi gæti haft rödd þegar kæmi að friðarmálum og í stuðningi við sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
Það ætti jafnframt öllum að vera ljóst að Ísland hefði ekki haft þessi afrifaríku áhrif á framgang þessa máls ef það væri ekki fullvalda og sjálfstætt ríki utan ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 27. desember 2016
Hagfræðingur segir loks hug sinn til ESB
Mervyn King, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bretlandi segir nú loks hug sinn til Evrópusambandsins þegar fyrir liggur að Bretar eru að yfir gefa það. Hann segir að ESB sé misheppnað, sérstaklega í efnahagslegum skilningi. Þar hlýtur hann sérstaklega að eiga við framkvæmd evrusamstarfsins.
Umrædd ummæli viðhafði King í viðtali við BBC. Viðskiptablaðið birtir frétt um málið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. desember 2016
Skipulögð ofveiði í ESB-ríkjunum
Sjávarútvegsráðherrar ESB-ríkja ákváðu í vikunni að hunsa ráðleggingar sérfræðinga varðandi veiðar á 34 fiskitegundum, sem eru rúmlega fjórðungur þeirra tegunda sem framkvæmdastjórn ESB fjallar um. Talið er að ofveiði eigi sér stað í 64% fiskitegunda í landhelgi ESB-landa.
Sjá nánar hér.
Þriðjudagur, 13. desember 2016
ESB er skattaskjól
Tvö kjarnaríki ESB, þ.e. Holland og Lúxemborg, eru meðal helstu skattaskjóla í heiminum. Írland og Kýpur eru þar einnig ofarlega á lista. Juncker, núverandi formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var lengi forsætisráðherra í Lúxemborg. Það segir sitt um stjórnarhætti helsta forystumanns ESB. Skattaskjólið í Lúxemborg hefði ekki getað viðhaldist án vitundar og velvilja hans.
Mbl.is greinir svo frá:
Fjögur ríki í Evrópusambandinu eru á meðal fimmtán helstu skattaskjóla sem fyrirtæki nýta sér samkvæmt nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Oxfam sem beita sér gegn fátækt í heiminum. Skýrslan var birt í dag en ríkin eru Holland, Lúxemborg, Kýpur og Írland.
Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að ríkin stuðli að því að stórfyrirtæki geti komið sér undan skattgreiðslum í miklum mæli þrátt fyrir tilraunir Evrópusambandsins til þess að koma í veg fyrir slíkt. Bermúda er í efsta sæti listans. Holland er í þriðja sæti, Írland í sjötta sæti, Lúxemborg í sjöunda sæti og Kýpur í tíunda sæti.
1. Bermúda
2. Cayman-eyjar
3. Holland
4. Sviss
5. Singapúr
6. Írland
7. Lúxemburg
8. Curaçao
9. Hong Kong
10. Kýpur
11. Bahama-eyjar
12. Jersey
13. Barbados
14. Máritíus
15. Bresku jómfrúareyjar
Fjögur skattaskjól innan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. desember 2016
Bankar á Ítalíu valda áhyggjum fyrir evrusvæðið
Eins og þessi frétt ber með sér valda fleiri bankar en sá elsti í heimi áhyggjum á evrusvæðinu.
Mbl.is segir:
Stærsti banki Ítalíu, UniCredit, ætlar að fækka störfum um 14 þúsund og auka eigið fé bankans um milljarða evra en óttast er að yfirvofandi sé bæði banka- og stjórnmálakreppa í landinu.
Bankinn, sem er einn þeirra banka sem kemur einna verst út úr álagsprófum evrópskra banka, staðfestir í tilkynningu að reynt verði að útvega 13 milljarða evra frá fjárfestum til þess að koma rekstri bankans í betra horf.
UniCredit vonast til þess að hægt verði að koma í veg fyrir að bankinn þurfi að leita á náðir ríkisins.
Alls verður störfum hjá UniCredit fækkað um 14 þúsund fyrir árslok 2019 og er það hluti af endurskipulagningu rekstrar. Talið er að þetta geti sparað 1,1 milljón evra í starfsmannakostnað. Eins verður reynt að draga úr kostnaði sem nemur 600 milljónum evra þannig að árlegur sparnaður verði 1,7 milljarðar evra.
Tilkynning UniCredit kemur á sama tíma og mikill skjálfti ríkir í fjármálalífi Ítalíu vegna afsagnar Matteo Renzi, forsætisráðherra landsins í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ekki er staðan betri hjá elsta banka heims, Monte dei Paschi di Siena (BMPS), sem leitar nú eftir stuðningi einkageirans svo hægt verði að bjarga bankanum frá falli.
Óttast bankakreppu á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. desember 2016
ESB vill banna áramótagleðina!
DV greinir frá því að nú sé síðasti séns fyrir skotglaða Íslendinga að skjóta upp kraftmiklum flugeldum. ESB hafi bannað þá frá og með næstu áramótum. EF það eru ekki bognir bananar sem reglugerðir ESB fyrirskipa, þá eru það kraflausar ryksugur eða sturtuhausar með dropateljara.
Hvað kemur næst?
Frétt DV er hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. desember 2016
Vilja aðild að ESB þótt það þjóni ekki hagsmunum Íslands
Píratar og fylgiflokkar þeirra vilja í raun aðild að ESB jafnvel þótt það þjóni ekki hagsmunum Íslands. Krafa um aðildarviðræður er krafa um aðlögun að ESB - eins og allir vita. Þegar samningum er náð á viðræðuríkið að vera búið að uppfylla öll skilyrði ESB. Jón Baldur Lorange bendir á hversu furðuleg þessi aðferðafræði Pírata og fylgiflokka þeirra er. Hann segir í bloggi sínu:
Aðferðafræði Pírata og fylgiflokka þeirra við myndun ríkisstjórnar vekur athygli. Flokkarnir vilja ekki hefja formlegar viðræður fyrr en allir fimm flokkarnir hafa komist að niðurstöðu um að þeir vilji starfa saman og hafa komist að niðurstöðu um málamiðlanir í stærstu málunum. Þá fyrst á að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður.
Í sjálfu sér má skrifa upp á þessa aðferðafræði. En hafandi í huga að þetta er allt sömu stjórnmálaflokkarnir sem hafa talað fyrir því að hefja formlegar viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu áður en þeir hafa komist að niðurstöðu um hvort það þjóni hagsmunum Íslands að gerast aðili eða ekki, og áður en komist er að niðurstöðu um hvort stærstu hagsmunamál Íslands í þeim viðræðum, svo sem í sjávarútvegsmálum, þá vantar eitthvað upp á samkvæmnina í þessu. Þar er í fínu lagi að sækja um aðild og hefja formlegar viðræður og aðlögun að Evrópusambandinu - en að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka, það er má alls ekki fyrr en sést til lands í viðræðunum.
Eitthvað finnst mér, jú, vanta upp á samkvæmnina í þessum vinnubrögðum.
Nýjustu færslur
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 100
- Sl. sólarhring: 302
- Sl. viku: 1938
- Frá upphafi: 1187165
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 1706
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar