Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Efnahagur Íslands óvenju góður vegna krónunnar

gylfizÍ viðtali við Stöð2 í kvöld sagði Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði og fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að staða Íslands væri óvenju góð og að engin ástæða væri fyrir Íslendinga að líta til annarra gjaldmiðla svo sem evru. Viðtalið var tekið í kjölfar þess að seðlabankastjóri sagði í viðtali í þættinum Sprengisandi að hann myndi ekki eftir jafn góðri stöðu í íslensku efnahagslífi.

Gylfi sagði í viðtalinu að það væri hægt að reka öfluga peningastefnu með krónunni. Allt tal um að skipta um gjaldmiðil til að fá einhvern ímyndaðan veruleika úr öðrum löndum væri allt saman á misskilningi byggt. 

 

Ein af ástæðum þess hversu vel hefur tekist til hér á landi á síðustu árum er að við höfum okkar eigin gjaldmiðil. Við getum þakkað honum að verulegu leyti efnahagsbatann eftir fjármálakreppuna.


Fulltrúi AGS varar Íslendinga við evrunni

Anne Krueger, fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, ræður Íslendingum frá því að ganga í evrusamstarfið. Í viðtali við Jón Hákon Halldórsson sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Hefurðu séð hvað gerðist í Grikklandi?“ spyr hún og bætir við að Grikkir hafi ekki getað notað venjuleg bjargráð vegna aðildar að evrusamstarfinu. „Ef Grikkir hefðu haft sjálfstæða mynt þá hefðu þeir getað lækkað gengið. Þeir hefðu vissulega glímt við vandamál en þau hefðu verið miklu minni,“ sagði Krueger."

Í Fréttablaðinu segir jafnframt: 

Stóra spurningin að loknu afnámi hafta er hvernig peningamálum verður háttað í framtíðinni. Krueger telur að Íslendingar geti vel notað krónu áfram. „Gjaldmiðillinn mun ná þeirri stöðu sem ásættanleg er, markaðurinn sér um það svo lengi sem peningastefnan og ríkisfjármálastefnan hér heima er í lagi." Krueger ítrekar að lykillinn sé öguð peningastefna og ríkisfjármálastefna. „Ekki annað hvort, heldur hvort tveggja. Þær verða að verka saman.“ Þær verði að stuðla að verðstöðugleika. Þá sé hægt að nota gengi gjaldmiðilsins til þess að bregðast við sveiflum í alþjóðahagkerfinu.

 


Jón Baldvin og sjálfsmorðsleiðangur ESB

ESB-umsóknin 2009 var sjálfsmorðsleiðangur ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta er í raun það sem fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og leiðtogi ESB-aðildarsinna, Jón Baldvin Hannibalsson, viðurkennir í viðtali við Ríkisútvarpið. „Það þýðir ekkert að tala um að ganga inn í brennandi hús ... þegar ég horfi á Evrópu þá sé ég Evrópusamband sem er nánast í sjálfsmorðsleiðangri vegna þess að pólitíska forystan hefur algjörlega brugðist  – og það er kreppa eftir kreppu“. Svo segir Jón Baldvin í viðtali við morgunþátt Ríkisútvarpsins.

Nú væri skynsamlegast hjá forystu Samfylkingar og Vinstri Grænna að fylgja kúvendingu Jóns Baldvins eftir og viðurkenna mistök sín með ESB-umsókninni og biðja þjóðina afsökunar. Þetta er reyndar það sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar gerir í opnu bréfi til félaga sinna, eins og fram kemur í bréfi Árna Páls til félaga í Samfylkingunni.

Ríkistjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks heyktist á að afturkalla ESB umsóknina refjalaust og ótvírætt eins og lofað var.

Forysta Samfylkingar og Vinstri Grænna hefur tækifæri til að ganga enn hreinna til verks og taka frumkvæðið í afturköllun þessa ólánsgjörnings sem umsóknin var.

Þannig geta þessir flokkar hreinsað borðið hjá sér og hafið baráttu fyrir öðrum stefnumálum sínum á trúverðugum  grunni.


Jón Baldvin segir skattaparadísarskúrka stýra brennandi flaki ESB

JBHJón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði í þættinum Morgunvakt Rásar 1 á Ríkisútvarpinu í morgun að það væri skúrkur sem byggt hefði upp skattaparadís í Lúxemborg sem væri nú æðstiprestur ESB. Sambandsbyggingin væri eftir því og ESB væri nú að hruni komið vegna bandvitlausrar peninga- og efnahagsstefnu og algjörs getuleysis gagnvart flóttamannavandanum.

Þessi ummæli Jóns Baldvins eru mjög athyglisverð því hér talar fyrrum ESB-maður númer eitt á Íslandi. Hann var formaður Alþýðuflokksins, utanríkisráðherra þegar við gengum í EES og helsti pólitíski talsmaður þess síðustu áratugi að Ísland gerðist aðili að ESB. Nú hefur Jón Baldvin algjörlega skipt um skoðun á ESB. Hann telur það bákn nú vera ónytjasdrasl. 

Ýmsir hafa orðið til þess á bloggsíðum að taka undir með Jóni Baldvini í dag. Meðal þeirra er Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Það er enn fremur athyglisvert að núverandi forysta Samfylkingarinnar hefur viðhaft ummæli sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en svo að ESB-stefna flokksins hafi verið röng.

 

 


Pólitískt atvinnubann - berufsverbot - tengt ESB

ESB-aðildarsinnar hafa löngum hrætt efnilegt fólk með atvinnubanni viðri það skoðanir gegn aðild að ESB. Slíkrar tilhneigingar hefur gætt í stjórnkerfi margra Evrópulanda. Fram­kvæm­stjóra Breska viðskiptaráðsins (BCC) hefur nú verið sagt upp störf­um eft­ir að hann mælti fyr­ir því að Bret­ar segðu sig úr Evr­ópu­sam­band­inu. Berufsverbot nær víða.

John Longworth, fram­kvæmda­stjóri BCC, lét um­mæl­in falla í ræðu í síðustu viku, en afstaða hans til veru Breta í sam­band­inu er önn­ur en yf­ir­lýst stefna sam­tak­anna um hlut­leysi. 

Longworth sagði í sam­tali við Sky News að hagsmunum Bretlands sé best borgið með því að yfirgefa ESB.

Fyrir þau ummæli var hann rekinn.


mbl.is Rekinn fyrir að mæla fyrir úrsögn úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baktjaldamakkið í VG

Hverjir gerðu baktjaldasamkomulagið á milli VG og Samfylkingar um umsóknina að ESB í aðdraganda kosninganna 2009? Svo spyr Bergþór Ólafsson í aðsendri grein sem Morgunblaðið birtir í dag. Hvernig hljómaði baktjaldasamkomulagið, hverjir gerðu það og hvenær? Hvers vegna fást ekki svör við því, spyr Bergþór? Vinstri græn höfðu heitið því að halda Íslandi utan við ESB. Þau sviku það loforð. Hvers vegna spyr enginn um þátt núverandi forystumanna VG í þessu baktjaldamakki?


Áskorun frá Heimssýn

esbneitakkHeimssýn fagnar samþykkt svissneska þingsins um afturköllun umsóknar að ESB. Það er stór frétt sem alþjóðlegir fjölmiðlar gera góð skil. Blaðamanni nokkrum hér á landi þykir það hins vegar talsverð frétt að Heimssýn skuli ekki hafa tekið það skýrt fram að einungis skuli hafa verið um neðri deild þingsins að ræða í þetta skiptið. Það fréttamat blaðamannsins er í sjálfu sér örlítil frétt (hann fer reyndar ekki rétt með nafn félagsins). Við fögnum hins vegar öllum fréttum sem upplýsa um afstöðu þjóða og þinga til aðildar að ESB.

Heimssýn hefur notað þetta tækifæri til þess að skora með ályktun á ríkisstjórn Íslands og Alþingi Íslendinga að fylgja því fordæmi Svisslendinga sem skrefið sem þing þeirra steig með samþykkt sinni ber vott um. 

Ályktun Heimssýnar er svohljóðandi:

Framkvæmdastjórn Heimssýnar skorar á ríkisstjórn Íslands að fylgja fordæmi Sviss og afturkalla formlega umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.

Skiptar skoðanir hafa verið um hver sé stjórnsýsluleg staða  umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu frá 2009. Utanríkisráðherra lagði fyrir Alþingi 2014 tillögu til þingsályktunar um afturköllun umsóknarinnar að ESB. Tillögunni var ekki fylgt eftir á næsta þingi en í stað þess sendi utanríkisráðherra framkvæmdastjórninni bréf þar sem tilkynnt var að núverandi ríkisstjórn Íslands liti ekki á Ísland sem umsóknarríki. Og jafngilti það því að umsóknin hafi verið afturkölluð.

Formleg staðfesting af hálfu ESB um sama skilning á málinu hefur hinsvegar ekki borist.  Sendiherra ESB hér á landi hefur lýst því í viðtali að ESB líti svo á að umsókn Íslands sé áfram virk. Staða umsóknar Sviss og Íslands hefur því verið í áþekk.

Svissneska þingið  hefur nú samþykkt  með 126 at­kvæðum gegn 46 að draga form­lega til baka um­sókn Sviss um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sem verið hef­ur á ís frá því að sviss­nesk­ir kjós­end­ur höfnuðu aðild að Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) í þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 1992. Viðræður höfðu þá haf­ist um inn­göngu í sam­bandið en í kjöl­far þjóðar­at­kvæðis­ins ákváðu sviss­nesk stjórn­völd að hætta þeim og setja um­sókn­ina á ís þar sem hún hef­ur verið síðan.

Svissneska þingið lítur svo á að mikilvægt sé að hafa hreinar línur í framtíðarsamskiptum við Evrópusambandið og því sé mikilvægt að umsóknin sé formlega og ótvírætt dregin til baka.

Sama má segja um stöðu umsóknar Íslands. Ýmsir stjórnmálaflokkar, samtök og einstaklingar líta opinberlega svo á að umsókn Íslands sé í fullu gildi og að hvenær sem er sé hægt að   halda áfram ferlinu um inngöngu í Evrópusambandið.

Þess vegna er mikilvægt að á  Íslandi eins og í Sviss séu hreinar línur í þessum efnum gangvart Evrópusambandinu. Því er mikilvægt að ríkisstjórn og  Alþingi fylgi fordæmi Sviss og samþykki formlega afturköllun umsóknarinnar að ESB frá 2009.

 


Nú er það svart!

Nú er það svart! Við kippum okkur ekki upp við það þótt ýmsir minni spámenn sjái svart. En þegar sjálfur Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og helstikrati Evrópu, Mervyn King, fyrrverandi seðlabankastjóri Englands og sjálfur Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri í Bandaríkjunum telja verulega hættu framundan - ja - þá fer maður að velta fyrir sér hvað doktor ragnarök segir.

Allir eru á því að lágvaxtastefna seðlabanka í Evrópu og víðar sé að valda miklum vandræðum og sé m.a. að grafa undan evrunni.


Svisslendingar draga umsóknina að ESB til baka

svissNú þegar svissneska þingið hefur samþykkt að draga umsóknina að ESB formlega til baka ætti að vera hægðarleikur fyrir íslenska þingið að koma í kjölfarið. Það er reyndar mjög athyglisvert að svissnekska þingið skuli nú með 126 atkvæðum gegn 46 samþykkja að draga umsóknina formlega til baka en nær fjórðungur úr öld er frá því svissnekskir kjósendur höfnuðu aðild að EES og þar með að ESB. 

Skoða má samþykkt svissneska þingsins sem yfirlýsingu um að Sviss hafi og muni betur farnast utan ESB. Þótt umsóknin hafi að mestu verið dauður bókstafur frá því hún var sett á ís eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um EES árið 1992 var talið nauðsynlegt að hafa skýrar línur í þessu þar sem ESB hafi vegna umsóknarinnar ekki litið á Sviss sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Umsóknin hafi þannig í vissum atriðum staðið Svisslendingum fyrir þrifum.

Samkvæmt skoðanakönnunum vija aðeins 5% Svisslendinga ganga í ESB.


mbl.is ESB-umsókn Sviss verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 39
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 2002
  • Frá upphafi: 1176856

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 1824
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband