Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn dró taum ESB

Gagnsæi og ábyrgð viku þegar AGS fjallaði um vandamál evrusvæðisins. Í staðinn skapaðist svigrúm fyrir pólitískt möndl forystu evruríkjanna innan AGS. Evrusvæðið fékk aðra meðferð en önnur svæði sem lentu í erfiðleikum. Þetta eru meðal atriða sem koma fram í nýrri skýrslu um það hvernig stjórnendur AGS tóku á evruvandanum.

Þarf nokkurn að undra að fyrst pólitísk öfl ESB-ríkjanna náðu þessum árangri hvað sig sjálf varðar að þá hafi þeim reynst auðvelt að koma ár sinni fyrir borð innan AGS þegar um málefni Íslands og annarra ríkja utan ESB var að ræða?

 

Frétt Morgunblaðsins er meðfylgjandi. Sjá hér einnig frétt í The Guardian.

Mbl.is segir svo frá:

Stjórn­end­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins gerðust „klapp­stýr­ur“ evr­unn­ar og hunsuðu háska­merki um yf­ir­vof­andi kreppu í evru­ríkj­un­um.

Þetta kem­ur fram í innri út­tekt sjóðsins á flók­inni póli­tískri stöðu sjóðsins í skulda­vanda evruland­anna, sem birt var í gær. Þar er farið djúpt ofan í starf­semi sjóðsins í aðdrag­anda krepp­unn­ar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í skýrsl­unni kem­ur einnig fram að stjórn­end­urn­ir hafi gefið stjórn sjóðsins rang­ar upp­lýs­ing­ar og til dæm­is gert fjöl­mörg af­drifa­rík mis­tök hvað varðaði sér­tæk­an fjár­hags­vanda Grikk­lands.

Einnig kem­ur fram að eng­ar neyðaráætlan­ir hafi verið til staðar um hvernig ætti að bregðast við fjár­málakreppu á evru­svæðinu eða hvernig ætti að bregðast við póli­tískri spennu sem gæti mynd­ast í fjölþjóðlegu mynt­banda­lagi.


mbl.is Svört skýrsla um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönglar Benedikt nú sitt Evrópustef morendo?

benediktÍ þessari samantekt í Morgunblaðinu kemur fram að meirihluti hefur verið fyrir því meðal kjósenda að standa utan ESB samfleytt í sjö ár. Sjötíu prósent af þeim sem taka afstöðu eru nú á móti aðild. Þeim fjölgar sem eru á móti aðild en mestu munar þó um að áhugasömum um aðild hefur fækkað um þriðjung.

Það er forvitnilegt út frá þessu að fylgjast með þeim sveiflum sem orðið hafa í málefnaframburði og áherslum Viðreisnar. Kveikjan að stofnun þess flokks var sú að forysta Sjálfstæðisflokksins hlýddi því kalli venjulegs sjálfstæðisfólks að taka einarða afstöðu gegn aðild að ESB. Þá fór Benedikt Jóhannesson af stað með sína liðssöfnun. Þegar stofnfundur Viðreisnar var haldinn var hins vegar orðið ljóst að áhuginn á aðild meðal landsmanna var minni en vonir Benedikts stóðu til. Þá voru öll ESB-mál tónuð niður. Síðustu daga, fyrir síðustu skoðanakönnun, sveiflaði Benedikt hins vegar sprotanum cresendo, með vaxandi styrk, hvað Evrópumálin varðar, enda verður vonarflokkur af þessu tagi að halda í sína fylgismenn þótt þeim fari fækkandi.

Það verður því fróðlegt að sjá hver næstu viðbrögð Benedikts verða í tónfræðum Evrópumálanna, þ.e. hvort Benedikt söngli nú sitt Evrópustef „diminuendo“ (með minnkandi styrk) eða jafnvel „morendo“ (deyjandi). Í öllu falli gerir hann það varla „espressivo“. 

Þeir eiga hins vegar framtíðina fyrir sér þessir ungu íslensku tónlistarmenn sem leika hér annað tveggja helstu Evrópustefa samtímans: Ungir tónlistarmenn leika Evrópusjónvarpsstefið.

 

Frétt Moggans er til upplýsinga aðgengileg hér:

 

Meiri­hluti hef­ur verið fyr­ir því að standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins í öll­um skoðana­könn­un­um sem gerðar hafa verið hér á landi und­an­far­in sjö ár eða allt frá því í júlí 2009 um það leyti þegar samþykkt var á síðasta kjör­tíma­bili að sækja um inn­göngu í sam­bandið.

Þetta sam­fellda tíma­bil hófst með skoðana­könn­un sem Capacent gerði fyr­ir hug­veit­una And­ríki fyr­ir sjö árum en sam­kvæmt henni voru 48,5% and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en 34,7% henni hlynnt. Fram að því höfðu skoðanakann­an­ir ým­ist sýnt meiri­hluta hlynnt­an inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, and­víg­an þeim ráðahag eða and­stæðar fylk­ing­ar hníf­jafn­ar.

Sam­kvæmt niður­stöðum nýj­ustu könn­un­ar­inn­ar, sem gerð var af MMR og birt 22. júlí, eru 55,5% and­víg því að ganga í sam­bandið en 24,7% hlynnt því. Ef ein­ung­is er tekið mið af þeim sem taka af­stöðu með eða á móti inn­göngu eru rúm 69% and­víg henni en tæpt 31% vill að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­bandið.

Eins og mbl.is fjallaði um fyrr í dag hef­ur stuðning­ur við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið minnkað tölu­vert frá því í byrj­un þessa árs sam­kvæmt skoðana­könn­un­um MMR þegar hann var 36,2% eða um 11,5 pró­sentu­stig. Á sama tíma hef­ur andstaðan við inn­göngu í sam­bandið auk­ist úr 47% í 55,5% eða um 8,5 pró­sentu­stig.

 

mbl.is Evrópusambandinu hafnað í sjö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúska með 420 milljarða í ESB-bókhaldinu

Það gengur erfiðlega í fjármálunum í ESB-löndunum á ýmsa lund. Samkvæmt síðustu fréttum fjölgaði í fyrra tilkynntum rangfærslum með fé úr sameiginlegum sjóðum aðildarlandanna um þriðjung. Fjárhæðir sem um ræðir nema um 420 milljörðum króna.

Um er að ræða alls kyns mistök og misferli, allt frá rangt skráðum reikningum til undanskota og fjárdráttar. Um er samtals að ræða 22 349 tilvik á síðasta ári. Verst virðist ástandið vera á Spáni og í Slóvakíu.

Það er ekki nema von að endurskoðendur hafi átt erfitt með að samþykkja bókhald ESB á síðustu árum.

Sjá nánar hér: Fúska með 420 milljarða í ESB-bókhaldinu.

 


Áhugi Íslendinga á ESB snarminnkar

Það er greinilegt á þessari könnun MMR að áhugi Íslendinga á aðild að ESB fer snarminnkandi. Aðeins 24,7 prósent segjast hlynnt aðild að ESB af þeim sem taka afstöðu en 55,5 prósent eru andvíg aðild. Andvígum fjölgar og áhugasmömum fækkar.

Sjá nánar hér niðurstöðu skoðanakannana MMR um afstöðu til aðildar að ESB.

Stuðning­ur við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hef­ur minnkað tölu­vert frá því í byrj­un þessa árs sam­kvæmt skoðana­könn­un­um MMR en þá var hann 36,2%. Síðan þá hef­ur stuðning­ur­inn minnkað um 11,5 pró­sentu­stig. Á sama tíma hef­ur andstaðan við inn­göngu í sam­bandið auk­ist úr 47% í 55,5% eða um 8,5 pró­sentu­stig.


mbl.is Meirihlutinn vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB er ósjálfbært segir S&P

ESBfaniESB stenst ekki til lengdar í núverandi mynd. Það er mat lánshæfismatsfyrirtækisins Standard & Poor's.

Fyrirtækið gefur ríkjum, fyrirtækjum og stofnunum einkunn sem er viðmið um það hversu góðir lántakendur viðkomandi eru. Fyr­ir­tækið gagn­rýn­ir það fyr­ir­komu­lag inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins að ríki þess „deili“ full­veldi sínu þar sem sam­bandið taki sér vald yfir ýms­um mál­um ríkj­anna af handa­hófi.

Sjá hér frétt Morgunblaðsins um efnið.

Sjá hér frétt breska viðskipta­blaðsins City A.M.


mbl.is Telur Evrópusambandið ósjálfbært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illugi fimbulfambar um ESB-málin

IllugiHann er skondinn pistillinn sem Illugi Jökulsson skrifar í vefritið Stundina nýverið. Það er eins og Illugi hafi gleymt því að við sóttum um aðild að ESB og að sú umsókn rann út í sandinn af því að ekki var hægt að uppfylla þau skilyrði sem Alþingi setti. Ríkisstjórnin var klofin í málinu og þjóðin var á móti aðild. Það vita það allir, og hér á landi sérstaklega, nema Illugi, eftir þá útreið sem umsókn Jóhönnustjórnarinnar fékk, að það þýðir ekkert að sækja um aðild eða halda áfram viðræðum nema tryggur þingmeirihluti og góður meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi aðild.

Þess vegna væri rétt að spyrja þjóðina um afstöðu til aðildar að ESB ef halda ætti viðræðum áfram. Meira að segja helstu forkólfar ESB-ríkjanna eru þessarar skoðunar. En ekki Illugi.

Illugi virðist hins vegar átta sig á því að þetta mál er dautt, enda skrifar hann: 

"Sumpart má segja að þetta skipti ekki öllu máli akkúrat þessa mánuðina því nýjar aðildarviðræður að ESB séu vart yfirvofandi alveg á næstunni."

En Illuga er þó mikið í mun að gera lítið úr núverandi utanríkisráðherra sem hefur þó meiri reynslu af samskiptum við forystulið ESB en flestir aðrir í ríkisstjórninni og á Alþingi Íslendinga. Hann virðist ekki gera ráð fyrir því að reynsla utanríkisráðherrans móti að einhverju leyti afstöðu hennar í ESB-málunum.

Er það kannski ómeðvituð kvenfyrirlitning hjá Illuga?

 


Lævís ESB-áróður leynist víða

DSC_0049Hann er lævís ESB-áróðurinn og hann leynist víða. Jafnvel þar sem maður á hans síst von. Það fékk tíðindamaður Heimssýnarbloggins að reyna á ferð um landið. Lengst uppi í óbyggðum, á bekk við borð hafði meðfylgjandi skilti verið komið fyrir, en undir sæti svo það eyðilegði nú ekki útivistaránægju ferðalanga. Evrópusambandið passar upp á að merkja sér þær krónur sem fara í gerð skiltisins, jafnvel á ólíklegustu stöðum.

Skiltaáróður af þessu tagi sést í ýmsum Evrópulöndum. Hann á að fegra ímynd ESB og gera fólk jákvæðara gagnvart sambandinu.


Sýndargjörningur hortugra ESB-karla

Þetta er merkileg játning ESB-höfðingja. Útgönguákvæðið, grein 50 í Lissabon-sáttmálanum, var aðeins hugsað af honum, höfundi greinarinnar, sem sýndargjörning til að kveða í kútinn gagnrýni frá Bretum um að ekki væri hægt að yfirgefa ESB. Nú þegar Bretar ætla að nýta sér ákvæðið vill þessi ítalski stjórnmálaforingi láta þjarma duglega að Bretum.

Þetta ESB er hætt að koma manni á óvart!

Mbl segir um þetta í viðfestri frétt:

 

Aldrei var hug­mynd­in að grein 50 í Lissa­bon-sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins yrði virkjuð líkt og Bret­land stefn­ir nú að því að gera í kjöl­far þess að bresk­ir kjós­end­ur samþykktu að yf­ir­gefa sam­bandið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu í júní. Þetta er haft eft­ir Giuliano Amato, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu og höf­undi grein­ar­inn­ar í frétt Reu­ters.

Amato seg­ir að grein­in hafi þannig ekki verið sett í sátt­mál­ann til þess að hún yrði notuð held­ur ein­ung­is til þess að kveða í kút­inn gagn­rýni frá Bret­um um að ekki væri hægt að yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið. „Hug­mynd­in var að það yrði til staðar dæmi­gerður ör­ygg­is­ventill sem yrði hins veg­ar aldrei notaður,“ seg­ir hann og lík­ir grein­inni við slökkvi­tæki sem aldrei er notað.

Amato kall­ar einnig eft­ir því að Evr­ópu­sam­bandið taki harða af­stöðu í fyr­ir­huguðum samn­ingaviðræðum við Breta um úr­sögn þeirra úr því þar sem raun­veru­leg hætta væri á því að leiðtogi ann­ars rík­is inn­an sam­bands­ins yrði eins „brjálaður“ og Dav­id Ca­meron, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og boðaði einnig til þjóðar­at­kvæðis um ver­una inn­an þess. 


mbl.is Greinina átti aldrei að nota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB á móti þjóðaratkvæðagreiðslum

Það er merkilegt að fylgjast með umræðunni í Bretlandi og Þýskalandi eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi um útgöngu úr ESB. Ýmsir í Bretlandi, ekki hvað síst fylgismenn Verkamannaflokksins, og í Þýskalandi, svo sem forseti þeirra nú, halda því fram að þjóðaratkvæðagreiðsla henti ekki í svo stóru máli sem aðild að ESB er. Forseti Þýskalands virðist telja að atkvæðagreiðslur þeirrar tegundar henti betur á sveitarstjórnastiginu.

Um þetta má ýmislegt segja. Forkólfar ESB og fylgjendur ESB-aðildar í ýmsum löndum hafa oftar og heldur viljað að kjörnir fulltrúar, sem oft eru mótaðir af stjórnmálamenningu og valdaelítu hvers lands, ákveði örlög stærri ESB-mála fremur en þjóðir viðkomandi landa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vissulega eru á þessu undantekningar, en þær hræða valdaelítuna í Brussel þar sem niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslu hefur oft ekki verið henni að skapi.

Í þjóðaratkvæðagreiðslum um ESB-mál er að jafnaði kosið um tvo kosti. Í Bretlandi var kosið um það að vera úti eða inni. Það var aðeins tvennt í boði. Það var ekkert um það að ræða að vera í dyragættinni og með annan fótinn inni og hinn inni. Þegar um tvo ósamrýmanlega kosti er að ræða er erfitt að koma fyrir málamiðlunum eins og forkólfar fulltrúalýðræðisumræðunnar halda fram að þurfi í þessu samhengi. Í Bretlandi segja nú ýmsir þeir sem urðu undir í atkvæðagreiðslunni að breska þingið þurfi að taka málið til sín því fulltrúalýðræðið sé betur til þess fallið að miðla málum og gæta ólíkra sjónarmiða. Þeir sem halda þessu fram vita sem er að pólitískt kjörnir fulltrúar sem hafa hlotið innrætingu frá valdastofnunum í Brussel og öðrum álíka eru síður líklegir til að vilja segja nei við aðild að ESB eða að yfirgefa ESB eftir að þangað inn er komið. Þessir aðilar vilja að ESB-valdið haldi í spottana eins fast og eins lengi og unnt er. Þetta er bara eðli þeirrar stofnanatregðu sem við öll þekkjum. Þetta er hins vegar ekki í boði vegna eðlis þeirra valkosta sem um er að ræða. Þetta hefur breska ríkisstjórnin nú viðurkennt með aðgerðum sínum eftir kosninguna. Það er nefnilega eðlilegasta leiðin, þegar um tvo eða fleiri ósamrýmanlega kosti er að ræða, að láta kjósa um þá. Aðeins þannig er hægt að fá niðurstöðu því að málamiðlun er ekki í boði. Kosningar eru nefnilega lýðræðisleg leið til að skera úr um þegar ekki er lengur hægt að komast að niðurstöðu með samræðum. 

Þetta gildir að ýmsu leyti um ESB-ferlið hér á landi. Þjóðin hefur aldrei verið spurð nema í skoðanakönnunum og þá hefur slíkri aðild oftast og lengstum verið hafnað með miklum mun. Forsprakkar aðildar vilja hins vegar fara fulltrúalýðræðisleiðina eins lengi og hægt er til að mjaka okkur smám saman inn í ESB, nota hina margfrægu "koníaksaðferð" Jean Monnet. Þjóðin var ekki spurð um EES og hún var heldur ekki spurð áður en umsókn var send árið 2009.

Það virðist því nokkuð ljóst að helstu fylgjendur ESB-aðildar hafa til þessa heldur viljað fara leið fulltrúalýðræðisins vegna þess að það er viðráðanlegri leið til að þóknast ESB-hugmyndum þeirra.

 

 


ESB vill ráða því hverjir verða ráðherrar í Bretlandi

Lýðræði og fulltrúalýðræði hafa sinn gang í þeim ríkjum sem slíkt iðka. Þegar Boris Johnson var borgarstjóri í Lundúnum var hann eftirlæti margra. Líka margra ESB-aðildarsinna. Nú hefur hann verið valinn utanríkisráðherra. Þá trompast forystumenn ESB.

Hvar tíðkast það annars staðar en hjá ESB í dag að forystumenn í stjórnmálum séu að reyna að hafa áhrif á gang lýðræðisins í öðrum löndum? 


mbl.is Hefur móðgað fólk um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 205
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 1944
  • Frá upphafi: 1177117

Annað

  • Innlit í dag: 187
  • Innlit sl. viku: 1764
  • Gestir í dag: 183
  • IP-tölur í dag: 180

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband