Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018

Sjálfstæðisflokkurinn leggst einnig gegn orkureglum ESB hér á landi

1033418Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú bæst í hóp þeirra sem leggjast gegn því að stofnanir ESB komist til valda á orkumarkaði hér á landi. Landsfundur flokksins samþykkti í dag ályktun þar sem þetta er staðfest, en í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafni frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.

Þetta eru gleðifréttir. Það er útlit fyrir að norska Stórþingið hafni frumvarpi ríkisstjórnar Noregs um aðild landsins að Orkusambandi ESB. Ásælni ESB mun þó varla linna og því er full ástæða til að vera vel á verði gegn ásælni ESB til valda hér á landi í þessum málaflokki sem og öðrum.

 

 


Framsókn stendur vörð um fullveldið

sigurdur_ingi_johannssonÁ flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi var tekin afgerandi afstaða gegn því að orkulöggjöf Evrópusambandsins verði tekin inn í samninginn um evrópska efnahagsvæðið. Fram kom í ályktun sem samþykkt var um málið að þannig vildi Framsóknarflokkurinn meðal annars standa vörð um fullveldi Íslands.

Í umræðum um málið kom fram að Evrópusambandið hafi ákveðið að taka upp aukna miðstýringu í orkumálum undir yfirstjórn orkustofnunar (ACER) og legði áherslu á að sama regluverk og þar með að vald ACER næði til Íslands, færi svo að Ísland undirgengist orkulöggjöfina. Framsóknarflokkurinn hafni því enda sé það algerlega óásættanlegt að erlendu stjórnvaldi verði falin bein eða óbein völd yfir orkumálum þjóðarinnar.


Evru og ESB kastað útbyrðis

1033418Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, lýsti því yfir í ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag að hvorki aðild að ESB né upptaka evru kæmi til greina fyrir Ísland. Það væri skýr stefna Sjálfstæðisflokksins.

Það er ágætt að fá þetta staðfest.

Evran og ESB eru ekki lengur á dagskrá á Íslandi.

 


Íslenskur stjórnmálaflokkur heldur landsfund undir fána erlends ríkjasambands

vidreisnStjórnmálaflokkurinn Viðreisn hélt landsfund í samkomuhúsinu Stapa í Reykjanesbæ um helgina. Fundurinn var haldinn undir fána Evrópusambandsins. Hvað skyldi það þýða? Það er alþekkt að Evrópusambandið vill að merki þess sé í hávegum haft þar sem það hefur borgað reikninginn. Því vaknar spurningin hvort ESB hafi hér borgað einhverja reikninga? Þetta er í öllu falli undarlegt uppátæki. Minna má á að samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda þeirra frá 2006 er óheimilt að veita viðtöku framlögum frá erlendum ríkisborgurum, fyrirtækjum eða öðrum aðilum sem skráðir eru í öðrum löndum.

 

 

 

 


Leyndarhyggjan í ESB

Meðfylgjandi frétt á mbl.is segir frá þeirri leyndarhyggju sem er ríkjandi varðandi útgjöld og reikninga sambandsins sem sjaldnast hafa verið samþykktir hljóðalaust af endurskoðendum. Í þetta sinn eru það þingmenn sem ekki vilja gera grein fyrir því hvernig þeir verja sérstöku ráðstöfunarfé sem þeir fá frá ESB og er sem svarar rúmlega sex milljónum króna á ári. Þetta er í takt við ýmsa aðra leyndarhyggju hjá ESB, svo sem er varðar ákvarðanir Seðlabanka Evrópu þar sem ekki má skýra frá því hvernig fulltrúar aðildarríkja greiða atkvæði.

Mbl.is greinir svo frá:

Til­raun­ir til þess að varpa ljósi á það með hvaða hætti þing­menn á Evr­ópuþing­inu verja mánaðarlegu ráðstöf­un­ar­fé sínu upp á rúm­lega 4.400 evr­ur (um 550 þúsund ís­lenskr­ar krón­ur) virðast vera að stuðla að átök­um inn­an þings­ins sam­kvæmt frétt Eu­obser­ver.com.

Ráðstöf­un­ar­féð, sem ætl­ast er til að sé notað til að mynda í rekst­ur skrif­stofu og síma- og póst­kostnað og er skatt­frjálst, bæt­ist við föst mánaðarlaun þing­manna á þingi Evr­ópu­sam­bands­ins sem nema 8.484 evr­um eða rúmri einni millj­ón ís­lenskra króna.

Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að ekk­ert eft­ir­lit sé með því með hvaða hætti ráðstöf­un­ar­fénu er raun­veru­lega varið en ekki þurfi að skila inn nein­um papp­ír­um vegna þess. Til­kynn­ing­ar hafi borist um að sum­ir þing­manna hafi varið fénu með öðrum hætti en ætl­ast sé til.

Hafi frjáls­ar hend­ur til að sinna störf­um sín­um

Þýski Evr­ópuþingmaður­inn Rainer Wie­land fer fyr­ir starfs­hópi sem ætlað er að finna leiðir til þess að gera reglu­verkið í kring­um greiðslur til þing­manna á Evr­ópuþing­inu skýr­ara. Haft er eft­ir hon­um að tvær leiðir séu til skoðunar en að hann vildi ekki upp­lýsa hverj­ar þær væru.

Hins veg­ar er haft eft­ir Wie­land að hug­mynd­ir starfs­hóps­ins falli lík­lega ekki í góðan jarðveg hjá for­sæt­is­nefnd Evr­ópuþings­ins sem sam­an­stend­ur af for­seta þings­ins og vara­for­set­um þess. Gert er ráð fyr­ir að nefnd­in fari yfir málið um miðjan þenn­an mánuð.

Verði gerðar breyt­ing­ar á regl­un­um munu þær ekki taka gildi fyrr en þegar næsta þing tek­ur til starfa. Wie­land seg­ist hins veg­ar mjög hlynnt­ur greiðslu ráðstöf­un­ar­fjárins til Evr­ópuþing­manna. Það sé hluti af því að þeir hafi frjáls­ar hend­ur til að sinna störf­um sín­um.

Hvorki spurt spurn­inga né kraf­ist kvitt­ana

Fram kem­ur í frétt­inni að greiðsla ráðstöf­un­ar­fjárins til þing­manna á Evr­ópuþing­inu sé mjög um­deild og ekki síst þar sem það sé greitt beint inn á per­sónu­lega banka­reikn­inga þeirra án þess að spurt sé nokk­urra spurn­inga eða farið fram á kvitt­an­ir fyr­ir því hvernig því sé varið.

Hóp­ur blaðamanna hef­ur reynt að fá Evr­ópuþingið til þess að upp­lýsa um út­gjöld þing­manna með dóms­máli fyr­ir Evr­ópu­dóm­stóln­um í Lúx­emburg. Einnig er rætt í frétt­inni við Klaus Welle, fram­kvæmda­stjóra Evr­ópuþings­ins, sem lagði grunn­inn að vinnu starfs­hóps­ins.

Rifjuð eru upp þau um­mæli Welle í sam­tali við Eu­obser­ver.com í síðustu viku að fullt gagn­sæi yrði ekki til þess að auka vin­sæld­ir Evr­ópuþings­ins á meðal al­menn­ings. Banda­ríska þingið veitti mest­ar slík­ar upp­lýs­ing­ar og væri fyr­ir vikið óvin­sæl­asta þingið í heim­in­um.


mbl.is Fullt gagnsæi ávísun á óvinsældir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimssýn ályktar um gagnrýna skoðun á EES-samningnum

Á aðalfundi Heimssýnar í gær var eftirfarandi ályktun samþykkt:

Senn eru 25 ár liðin frá því Ísland gerðist aðili að samningi um evrópskt efnahagssvæði og tímabært að leggja mat á kosti og galla samningsins fyrir íslenskt samfélag. Ljóst er að samstarfið hefur að nokkru leyti þróast á annan veg en margir hugðu í upphafi og sumar  afleiðingar samningsins hafa verið ófyrirséðar. Bretar hafa ákveðið að ganga úr Evrópusambandinu og þar með EES og nýlegir alþjóðsamningar gefa vísbendingar um nýja kosti í alþjóðaviðskiptum.

Í ljósi ofanritaðs leggur aðalfundur Heimssýnar til að gagnrýnin skoðun fari fram á aðild Íslands að evrópska efnahagssvæðinu. Slík endurskoðun ætti að miða að því að leiða í ljós þá kosti sem í boði eru og best eru til þess fallnir að tryggja í senn fullveldi Íslands sem og aðra hagsmuni Íslendinga til langframa.


Heimssýn ályktar: Stöndum vörð um yfirráð yfir orkumálum og höfnum orkustjórn Evrópusambandsins

Á aðalfundi Heimssýnar í gærkvöldi var samþykkt ályktun í tilefni af áformum um að orkulöggfjöf Evrópusambandsins verði tekin inn í samninginn um EES. Ályktun þessi er svipuð ályktun sem norsku samtökin Nei til EU hafa samþykkt og er svohljóðandi:

DSC_0117Stöndum vörð um yfirráð yfir orkumálum og höfnum orkustjórn Evrópusambandsins

Nú er í bígerð að taka orkulöggjöf Evrópusambandsins inn í samninginn um EES.  Með því lytu Noregur og Ísland forsjá orkuskrifstofu Evrópusambandsins, ACER og eftirliti ESA í orkumálum. Málið er til meðferðar í norska Stórþinginu og verður að líkindum lagt fyrir Alþingi innan tíðar.

Orkustofa Evrópusambandsins, ACER, ræður orkumálum sambandsins og ganga ákvarðanir hennar framar vilja einstakra þjóðríkja í málum sem lúta að sölu og flutningi orku.

Fyrirhugað er að setja á stofn orkueftirlit sem lýtur tilskipunum ACER og ESA, með svipuðum hætti og fjármálaeftirlit lýtur tilskipunum frá Evrópusambandinu. Allt er það óháð vilja lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðríkjanna.

Markmið ACER er að þróa sameiginlegan evrópskan orkumarkað þar sem meintir hagsmunir sameinaðrar Evrópu ganga framar hagsmunum einstakra ríkja. Á það meðal annars við um raflínur og orkuflutning milli landa. Hvort tveggja mun lúta stjórn Evópusambandsins. 

DSC_0147Innan Evrópusambandsins er áhersla lögð á miðstýringu í orkumálum, þ.e. hið «fimmta svið frelsis», undir yfirstjórn orkustofunnar ACER. Það er mikil og óásættanleg áhætta í því fólgin að fela slíkum aðila það vald sem nú er í höndum stjórnvalda á Íslandi og Noregi.   Afleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar.

Heimssýn og Nei til EU í Noregi krefjast þess að kjörnir fulltrúar landanna hafni með festu öllum tilraunum Evrópusambandsins til að ná yfirráðum yfir orkumálum Íslands og Noregs.


Haraldur Ólafsson kjörinn formaður Heimssýnar

Har_KathrHaraldur Ólafsson prófessor var í kvöld kjörinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins sem var haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík. Haraldur tekur við formennsku af Ernu Bjarnadóttur sem verið hefur formaður síðastliðið ár, en hún var áður gjaldkeri félagsins og í framkvæmdastjórn til nokkurra ára. Á aðalfundinum í kvöld voru samþykktar ályktanir sem nánar verður greint frá síðar, auk þess sem Kathrine Kleveland, formaður Nei til EU í Noregi, flutti stórfróðlegt erindi um það hvernig EES-samningurinn dregur smám saman úr fullveldi Noregs ef ekki er spyrnt við fótum. Um þessar mundir snýst baráttan um að halda orkumálum utan áhrifasviðs EES og ESB, sem er nokkuð sem fremur lítið hefur verið rætt hér á landi til þessa. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á aðalfundinum í kvöld. Á efstu myndinni eru Haraldur Ólafsson, nýkjörinn formaður Heimssýnar og Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU. Á næstu mynd er Erna Bjarnadóttir, fráfarandi formaður Heimssýnar, Kathrine Kleveland og Haraldur Ólafsson. Á þriðju myndinni má sjá Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmann, í ræðustól á fundinum.

 

E_K_H

 

frosti


ESB mun ráða orkumálum á Íslandi

Með þeim lögum og reglugerðum sem ESB samþykkir og EES-ríkin verða að fylgja er ESB að taka völdin yfir orkumálum á öllu svæðinu. Það er niðurstaða ýmissa í Noregi, meðal annars samtakanna Nei til EU í Noregi. Æ fleiri hér á landi hallast einnig að þessari skoðun. Þannig var t.d. ekki hægt að skilja Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, öðruvísi á dögunum en að hann varaði við því að  ESB væri í gegnum EES-samninginn að sælast til æ meiri valda hér á landi.Um þetta verður fjallað á fundi Heimssýnar kl. 18:15 á Hótel Sögu í dag.

Morgunblaðið birtir í dag ítarlegt viðtal við gest fundarins, Kathrine Kleveland, formann Nei til EU í Noregi, þar sem komið er inn á ofangreind atriði. Áður en fundurinn hefst með Katrhine verða almenn aðalfundarstörf hjá Heimssýn, en þau hefjast klukkan 17:15.

Sjá hér mynd af viðtalinu við Kathrine Kleveland sem er á blaðsíðu 36 í Morgunblaðinu í dag.

vidtal

 


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 483
  • Sl. viku: 2514
  • Frá upphafi: 1166274

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 2154
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband