Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

Ítalía undir hælnum á ESB?

Snúningarnir í ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu síðustu daga sýna svo ekki verður um villst að aðildin að ESB dregur úr lýðræði. Lýðræðislega valinn kandídat í forsætisráðherraembættið má ekki fá með sér efnahagsmálaráðherra sem er ekki ESB að skapi. Í staðinn er fenginn AGS-þjálfaður hagfræðingur til að stýra utanþingsstjórn. Er nema von að fólk velti því fyrir sér hvort Ítalía sé frjálst og fullvalda ríki?


mbl.is Þingkosningar í síðasta lagi í ársbyrjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Bretar að kála EES-samningnum?

ees_logoMeðfylgjandi frétt um útgöngu Breta úr EES ber með sér að breskir stjórnmálamenn og almenningur í Bretlandi telji að EES-samningurinn henti ekki hagsmunum Breta vegna þess meðal annars að samningurinn myndi skerða fullveldi Breta um of og þar með ekki vera í samræmi við niðurstöður Brexit-kosningarinnar. Því megi búast við tvíhliða samningum á milli Breta og ESB. Verði það raunin mun það verða rökstuðningur fyrir tvíhliða samningi fleiri landa við ESB og þá eitthvað sem við Íslendingar ættum að vera farnir að skoða í alvöru. Skyldi vera hafin athugun á þessu í utanríkisráðuneytinu?


mbl.is „Aðild að EES er dauð eftir þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítölsk ríkisstjórn með efasemdir um ESB

Nú er ríkisstjórn flokka á Ítalíu í burðarliðnum sem eru mjög gagnrýnir á ESB. Verður ITEXIT næsta stóráfall ESB?

Sjá frétt í Viðskiptablaðinu


Ný könnun: Íslendingar eru á móti valdaframsali í orkumálum til ESB

virkjunÍslendingar eru á móti því valdaframsali í orkumálum sem nýjar tilskipanir ESB fela í sér. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem Heimssýn hefur fengið fyrirtækið Maskínu til að gera. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að aukið vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært ti l evrópskra stofnana? Sam­tals eru 80,5% þjóðarinnar and­víg því að færa vald yfir ís­lensk­um orku­mál­um til evr­ópskra stofn­ana. Þar af eru 57,4% mjög and­víg og 23% frek­ar and­víg. Hins veg­ar eru 8,3% hlynnt því.

Sjá hér áréttingu Heimssýnar í tilefni af áformum um upptöku þriðja orkupakka ESB i EES-samninginn.

Mbl.is greinir svo frá könnuninni:

Til­efni könn­un­ar­inn­ar er umræða á und­an­förn­um mánuðum um fyr­ir­hugaða þátt­töku Íslands í svo­nefnd­um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins og Orku­stofn­un sam­bands­ins í gegn­um Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) vegna aðild­ar lands­ins að EES-samn­ingn­um.

 

Meiri­hluti kjós­enda allra flokka and­víg­ur

Meiri­hluti stuðnings­manna allra stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á Alþingi er and­víg­ur því að færa vald yfir orku­mál­um á Íslandi til evr­ópskra stofn­ana. Mest andstaðan er á meðal stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins þar sem 91,6% eru and­víg og 2,8% hlynnt.

Þar á eft­ir koma stuðnings­menn Flokks fólks­ins með 64,1% and­víg og 6,3% hlynnt, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með 63,8% and­víg og 18,6% hlynnt og loks stuðnings­menn Pírata með 60,8% and­víg og 18,7% hlynnt. Aðrir stuðnings­menn flokk­anna eru í meðallagi and­víg­ir/​fylgj­andi.

Þeir sem búa utan Reykja­vík­ur and­víg­ari

Þegar kem­ur að kynj­um eru 83,8% kvenna and­víg því að vald yfir stjórn ís­lenskra orku­mála sé fært til evr­ópskra stofn­ana og 5,5% fylgj­andi á meðan 77,7% karla eru and­víg og 10,4% hlynnt. Andstaðan eykst eft­ir því sem fólk er eldra og meiri andstaða er utan Reykja­vík­ur.

Hvað mennt­un varðar eru þeir sem eru með fram­halds­skóla­próf/​iðnmennt­un mest and­víg­ir eða 85,6% þeirra en 5% hlynnt. Þá koma þeir sem eru með grunn­skóla­próf (79,2% and­víg og 8,2% hlynnt) og þeir sem hafa há­skóla­próf (77,8% and­víg og 9,7% hlynnt).

Þegar kem­ur að tekj­um er andstaðan við slíka færslu á valdi úr landi mest á meðal þeirra sem eru með 800-999 þúsund krón­ur í mánaðarlaun (88,5% and­víg og 3,5% hlynnt) og næst mest hjá þeim sem eru með 400-549 þúsund krón­ur (84,4% hlynnt og 5,7% hlynnt).


mbl.is Vilja vald yfir orkumálum áfram á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfur hraði í gagnatilskipun til að þóknast ESB

Norsku samtökin Nei til EU benda á það á vef sínum að óþarflega mikill hraði hafi verið í því að innleiða nýja gagnatilskipun ESB, sem sumir kalla persónuverndartilskipun, í þeim tilgangi að þóknast ESB. Jafnframt gagnrýna samtökin að með tilskipuninni sé enn á ný verið að færa aukið vald til stofnana ESB og og þar með sé verið að fara á svig við stjórnarskrá og grafa undan tveggja stólpa skipulagi EES-samningsins.

Sjá nánar hér: 

Unødvendig hasteinnføring av EUs personvernregler

 


ESB er að grafa undan EES-samningnum

eösÞað kemur nú æ betur í ljós að EES-samningurinn er ekkert annað en hægfara aðlögun Íslands, Noregs og Liechtenstein að ESB í anda þeirrar hugmyndafræði sem Jean Monnet og fleiri settu fram á sjötta áratug síðustu aldar (gradualist approach for constructing European unity - eða spægipysluaðferðin). Norska þjóðin er að spyrna við fótum vegna þessa og æ fleiri Íslendingar átta sig nú á þessu. 

Því er athyglisvert að fylgjast með nýjasta innleggi norsku samtakanna Nei till EU í þessu, en í nýlegri skýrslu eru þau að fjalla um það hvernig EES-samningurinn þenst stöðugt út með viðbótum á sviði banka- og fjármála, samgöngumála og orkumála en á þeim sviðum sé verið að færa æ meira vald til ESB og þar með sé verið að grafa undan því tveggja stoða kerfi sem EES-samningurinn átti að byggja á þar sem fullveldi EFTA-landanna yrði viðhaldið. Nú sé verið að kippa annarri stoðinni undan samningnum og þar með innlima EFTA-kerfið í ESB. 

Hversu margir ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn hafa spyrnt við fótum í þessu?

 


Aukin fátækt meðal eldra fólks í ESB er áhyggjuefni

ESBfaniHætta er á því að fátækt aukist meðal eftirlaunaþega í Evrópusambandinu á næstunni. Talið er að 17,3 milljónir einstaklinga eldri en 65 ára, eða 18,2% einstaklinga í þessum aldurshópi, eigi á hættu að lenda í fátækt og félagslegri útskúfun. 

Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ESB um lífeyrismál.


Heimssýnarfólk setti svip á dagskrána í dag

FyrstiMaiNeiESB2018Hópur Heimssýnarfólks tók þátt í dagskrá á baráttudegi verkafólks í dag og setti svip á kröfugöngu sem fór niður Laugaveginn og á útifund á Ingólfstorgi. Heimssýnarfélagar vildu með þessu sýna mikilvægi þess fyrir atvinnu og lýðréttindi á Íslandi að landinu verði haldið utan við ESB.

Meðfylgjandi mynd var tekin af hópi Heimssýnarfólks í kröfugöngunni í dag.


Fyrsta maí ganga Heimssýnar í dag

neiesb1mai2015Félagar í Heimssýn ætla að fjölmenna í 1. maí gönguna í morgun. Safnast verður saman á Hlemmi, við gamla Arion-bankahúsið, kl. 13:00 og gengið niður Laugaveg kl. 13.30. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10. Gengið verður með „Nei við ESB“ kröfuspjöld eins og gert hefur verið undanfarin ár.

Félagar eru hvattir til að mæta.


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 420
  • Sl. sólarhring: 503
  • Sl. viku: 2258
  • Frá upphafi: 1187485

Annað

  • Innlit í dag: 387
  • Innlit sl. viku: 2007
  • Gestir í dag: 364
  • IP-tölur í dag: 356

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband