Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018
Mánudagur, 28. maí 2018
Ítalía undir hælnum á ESB?
Snúningarnir í ríkisstjórnarmyndun á Ítalíu síðustu daga sýna svo ekki verður um villst að aðildin að ESB dregur úr lýðræði. Lýðræðislega valinn kandídat í forsætisráðherraembættið má ekki fá með sér efnahagsmálaráðherra sem er ekki ESB að skapi. Í staðinn er fenginn AGS-þjálfaður hagfræðingur til að stýra utanþingsstjórn. Er nema von að fólk velti því fyrir sér hvort Ítalía sé frjálst og fullvalda ríki?
Þingkosningar í síðasta lagi í ársbyrjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. maí 2018
Eru Bretar að kála EES-samningnum?
Meðfylgjandi frétt um útgöngu Breta úr EES ber með sér að breskir stjórnmálamenn og almenningur í Bretlandi telji að EES-samningurinn henti ekki hagsmunum Breta vegna þess meðal annars að samningurinn myndi skerða fullveldi Breta um of og þar með ekki vera í samræmi við niðurstöður Brexit-kosningarinnar. Því megi búast við tvíhliða samningum á milli Breta og ESB. Verði það raunin mun það verða rökstuðningur fyrir tvíhliða samningi fleiri landa við ESB og þá eitthvað sem við Íslendingar ættum að vera farnir að skoða í alvöru. Skyldi vera hafin athugun á þessu í utanríkisráðuneytinu?
Aðild að EES er dauð eftir þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. maí 2018
Ítölsk ríkisstjórn með efasemdir um ESB
Nú er ríkisstjórn flokka á Ítalíu í burðarliðnum sem eru mjög gagnrýnir á ESB. Verður ITEXIT næsta stóráfall ESB?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. maí 2018
Ný könnun: Íslendingar eru á móti valdaframsali í orkumálum til ESB
Íslendingar eru á móti því valdaframsali í orkumálum sem nýjar tilskipanir ESB fela í sér. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem Heimssýn hefur fengið fyrirtækið Maskínu til að gera. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að aukið vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært ti l evrópskra stofnana? Samtals eru 80,5% þjóðarinnar andvíg því að færa vald yfir íslenskum orkumálum til evrópskra stofnana. Þar af eru 57,4% mjög andvíg og 23% frekar andvíg. Hins vegar eru 8,3% hlynnt því.
Sjá hér áréttingu Heimssýnar í tilefni af áformum um upptöku þriðja orkupakka ESB i EES-samninginn.
Mbl.is greinir svo frá könnuninni:
Tryggja þarf fullveldi EFTA-ríkjanna
Tilefni könnunarinnar er umræða á undanförnum mánuðum um fyrirhugaða þátttöku Íslands í svonefndum þriðja orkupakka Evrópusambandsins og Orkustofnun sambandsins í gegnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna aðildar landsins að EES-samningnum.
Meirihluti kjósenda allra flokka andvígur
Meirihluti stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi er andvígur því að færa vald yfir orkumálum á Íslandi til evrópskra stofnana. Mest andstaðan er á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins þar sem 91,6% eru andvíg og 2,8% hlynnt.
Þar á eftir koma stuðningsmenn Flokks fólksins með 64,1% andvíg og 6,3% hlynnt, Samfylkingarinnar með 63,8% andvíg og 18,6% hlynnt og loks stuðningsmenn Pírata með 60,8% andvíg og 18,7% hlynnt. Aðrir stuðningsmenn flokkanna eru í meðallagi andvígir/âfylgjandi.
Þeir sem búa utan Reykjavíkur andvígari
Þegar kemur að kynjum eru 83,8% kvenna andvíg því að vald yfir stjórn íslenskra orkumála sé fært til evrópskra stofnana og 5,5% fylgjandi á meðan 77,7% karla eru andvíg og 10,4% hlynnt. Andstaðan eykst eftir því sem fólk er eldra og meiri andstaða er utan Reykjavíkur.
Hvað menntun varðar eru þeir sem eru með framhaldsskólapróf/âiðnmenntun mest andvígir eða 85,6% þeirra en 5% hlynnt. Þá koma þeir sem eru með grunnskólapróf (79,2% andvíg og 8,2% hlynnt) og þeir sem hafa háskólapróf (77,8% andvíg og 9,7% hlynnt).
Þegar kemur að tekjum er andstaðan við slíka færslu á valdi úr landi mest á meðal þeirra sem eru með 800-999 þúsund krónur í mánaðarlaun (88,5% andvíg og 3,5% hlynnt) og næst mest hjá þeim sem eru með 400-549 þúsund krónur (84,4% hlynnt og 5,7% hlynnt).
Vilja vald yfir orkumálum áfram á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. maí 2018
Óþarfur hraði í gagnatilskipun til að þóknast ESB
Norsku samtökin Nei til EU benda á það á vef sínum að óþarflega mikill hraði hafi verið í því að innleiða nýja gagnatilskipun ESB, sem sumir kalla persónuverndartilskipun, í þeim tilgangi að þóknast ESB. Jafnframt gagnrýna samtökin að með tilskipuninni sé enn á ný verið að færa aukið vald til stofnana ESB og og þar með sé verið að fara á svig við stjórnarskrá og grafa undan tveggja stólpa skipulagi EES-samningsins.
Sjá nánar hér:
Unødvendig hasteinnføring av EUs personvernregler
Laugardagur, 5. maí 2018
ESB er að grafa undan EES-samningnum
Það kemur nú æ betur í ljós að EES-samningurinn er ekkert annað en hægfara aðlögun Íslands, Noregs og Liechtenstein að ESB í anda þeirrar hugmyndafræði sem Jean Monnet og fleiri settu fram á sjötta áratug síðustu aldar (gradualist approach for constructing European unity - eða spægipysluaðferðin). Norska þjóðin er að spyrna við fótum vegna þessa og æ fleiri Íslendingar átta sig nú á þessu.
Því er athyglisvert að fylgjast með nýjasta innleggi norsku samtakanna Nei till EU í þessu, en í nýlegri skýrslu eru þau að fjalla um það hvernig EES-samningurinn þenst stöðugt út með viðbótum á sviði banka- og fjármála, samgöngumála og orkumála en á þeim sviðum sé verið að færa æ meira vald til ESB og þar með sé verið að grafa undan því tveggja stoða kerfi sem EES-samningurinn átti að byggja á þar sem fullveldi EFTA-landanna yrði viðhaldið. Nú sé verið að kippa annarri stoðinni undan samningnum og þar með innlima EFTA-kerfið í ESB.
Hversu margir ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn hafa spyrnt við fótum í þessu?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 4. maí 2018
Aukin fátækt meðal eldra fólks í ESB er áhyggjuefni
Hætta er á því að fátækt aukist meðal eftirlaunaþega í Evrópusambandinu á næstunni. Talið er að 17,3 milljónir einstaklinga eldri en 65 ára, eða 18,2% einstaklinga í þessum aldurshópi, eigi á hættu að lenda í fátækt og félagslegri útskúfun.
Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu ESB um lífeyrismál.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 1. maí 2018
Heimssýnarfólk setti svip á dagskrána í dag
Hópur Heimssýnarfólks tók þátt í dagskrá á baráttudegi verkafólks í dag og setti svip á kröfugöngu sem fór niður Laugaveginn og á útifund á Ingólfstorgi. Heimssýnarfélagar vildu með þessu sýna mikilvægi þess fyrir atvinnu og lýðréttindi á Íslandi að landinu verði haldið utan við ESB.
Meðfylgjandi mynd var tekin af hópi Heimssýnarfólks í kröfugöngunni í dag.
Þriðjudagur, 1. maí 2018
Fyrsta maí ganga Heimssýnar í dag
Félagar í Heimssýn ætla að fjölmenna í 1. maí gönguna í morgun. Safnast verður saman á Hlemmi, við gamla Arion-bankahúsið, kl. 13:00 og gengið niður Laugaveg kl. 13.30. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10. Gengið verður með Nei við ESB kröfuspjöld eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Félagar eru hvattir til að mæta.
Nýjustu færslur
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 420
- Sl. sólarhring: 503
- Sl. viku: 2258
- Frá upphafi: 1187485
Annað
- Innlit í dag: 387
- Innlit sl. viku: 2007
- Gestir í dag: 364
- IP-tölur í dag: 356
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar