Leita í fréttum mbl.is

Engin fordćmi fyrir varanlegum undanţágum frá sjávarútvegsstefnu ESB

trawler.jpgOlli Rehn, stćkkunarmálastjóri Evrópusambandsins, ítrekađi í viđtali viđ Fréttablađiđ 8. nóvember sl. ađ engin fordćmi vćru fyrir varanlegum undanţágum frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins. Ţetta er í samrćmi viđ ţađ sem sjálfstćđissinnar hafa bent á en hins vegar algerlega á skjön viđ ţađ sem margir Evrópusambandssinnar hafa margoft haldiđ fram. Rehn er ţó langt ţví frá fyrsti forystumađur Evrópusambandsins sem tekiđ hefur ţetta fram en ţađ gerđi t.a.m. Franz Fischler, ţáverandi sjávarútvegsstjóri sambandsins, ítrekađ á sínum tíma og benti jafnframt á ađ slíkar varanlegar undanţágur vćru einfaldlega ekki í bođi.

Í viđtali Fréttablađsins viđ Olli Rehn kom fleira athyglisvert fram. Ţar sagđist hann einnig "ţess fullviss ađ Ísland gćti uppfyllt ađildarskilyrđin [í sjávarútvegsmálum] og lagađ sig ađ sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB." Ísland á m.ö.o. ađ laga sig ađ sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins en ţađ er hins vegar alls ekki í bođi ađ sjávarútvegsstefna sambandsins verđi löguđ ađ hagsmunum Íslendinga. Ţetta er í fullu samrćmi viđ reynslu Norđmanna af síđustu ađildarviđrćđum ţeirra viđ Evrópusambandiđ fyrir um 15 árum síđan. Ţeim var ađeins bođiđ upp á tímabundinn ađlögunartíma ađ sjávarútvegsstefnu sambandsins en varanlegar undanţágur voru ekki frekar í bođi ţá en í dag.

Viđ ađild ađ Evrópusambandinu heyrđi íslenska fiskveiđilögsagan sögunni til og yrđi eftirleiđis ađeins hluti af "Evrópusambandshafinu" eins og ţađ er kallađ. Öll yfirstjórn sjávarútvegsmála Íslendinga yrđi fćrđ til sambandsins. Ţar yrđu teknar allar veigameiri ákvarđanir um íslensk sjávarútvegsmál. Ađkoma Íslendinga ađ ţeim málum yrđi eftir ţađ nánast engin enda fer vćgi ađildarríkja Evrópusambandsins innan ţess fyrst og fremst eftir ţví hversu fjölmenn ţau eru. Samkvćmt ţeirri meginreglu sambandsins yrđi vćgi Íslands lítiđ sem ekkert og allir möguleikar til áhrifa eftir ţví. Ţ.m.t. á sjávarútvegsmálin.

Heimild:
Hćgt ađ semja fljótt um inngöngu í ESB (Fréttablađiđ 08/11/08)

Tengt efni:
Sjávarútvegsstefna ESB ósamrýmanleg íslenskum hagsmunum
Sjómenn sem fyrr andvígir ESB-ađild
LÍÚ segir Evrópusambandsađild sem fyrr ekki koma til greina
Evra í skiptum fyrir 200 mílna auđlind?
Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB fćr falleinkunn í nýrri skýrslu

Ítarefni:
Héldu Íslendingar yfirráđum sínum yfir auđlind Íslandsmiđa viđ ađild ađ ESB?
Hvert yrđi vćgi Íslands innan ESB?

Rétt er ađ hafa ávallt hugfast ađ umrćđan um Evrópumálin snýst fyrst og síđast um ţađ hvort viđ Íslendingar eigum áfram ađ vera sjálfstćđ og fullvalda ţjóđ eđa hvort viđ eigum ađ ganga í Evrópusambandiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annađ

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband