Leita í fréttum mbl.is

„Höfum ekkert ađ gera í ESB ađ óbreyttri fiskveiđistefnu ţess"

trawler_734905.jpgAdolf Guđmundsson, nýkjörinn formađur Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ómyrkur í máli um Evrópusambandiđ og fiskveiđistefnu ţess í viđtali í Fiskifréttum í dag. „Frá sjónarhóli íslensks sjávarútvegs höfum viđ ekkert inn í Evrópusambandiđ ađ gera á međan sjávarútvegsstefna ţess er óbreytt."

Greint er frá viđtalinu á heimasíđu LÍÚ. Ţar kemur fram ađ Adolf segir umrćđur um hugsanlega ađild ađ Evrópusambandinu mótast af ţví ađ menn haldi ađ „ţađ sé einhver patentlausn ađ ganga í Evrópusambandiđ en ţađ er rangt." Hann segir ennfremur ađ ţetta sé óheppilegur tími til samningaviđrćđna „ţví viđ erum ekki í neinni stöđu til ţess ađ gera kröfur á sama tíma og viđ erum á hnjánum ađ biđja ţessar ţjóđir um lán."

Formađur LÍÚ hefur í viđtalinu ekki nokkra trú á ţví ađ Íslendingum takist ađ hnika ESB til í afstöđu sambandsins til sjávarútvegs. „Ekki ómerkari stjórnmálamenn en Margaret Thatcher og Tony Blair reyndu ađ fá breytingar fyrir breskan sjávarútveg en tókst ekki. Ţví skyldi okkur takast ţađ frekar?"

Adolf bendir einnig á ađ í ráđ og nefndir innan ESB sé rađađ út frá mannfjölda ađildarríkjanna. „Hver verđa ţá áhrif okkar ađ mikilvćgum málum?" spyr formađurinn.

Heimild:
Höfum ekkert ađ gera í ESB ađ óbreyttri fiskveiđistefnu ţess (Vísir.is 21/11/08)

Tengt efni:
ESB: Varanlegar undanţágur í sjávarútvegi ekki í bođi
Engin fordćmi fyrir varanlegum undanţágum frá sjávarútvegsstefnu ESB

Sjávarútvegsstefna ESB ósamrýmanleg íslenskum hagsmunum

Sjómenn sem fyrr andvígir ESB-ađild

LÍÚ segir Evrópusambandsađild sem fyrr ekki koma til greina

Evra í skiptum fyrir 200 mílna auđlind?

Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB fćr falleinkunn í nýrri skýrslu

Ítarefni:
Héldu Íslendingar yfirráđum sínum yfir auđlind Íslandsmiđa viđ ađild ađ ESB?

Hvert yrđi vćgi Íslands innan ESB?

Rétt er ađ hafa ávallt hugfast ađ umrćđan um Evrópumálin snýst fyrst og síđast um ţađ hvort viđ Íslendingar eigum áfram ađ vera sjálfstćđ og fullvalda ţjóđ eđa hvort viđ eigum ađ ganga í Evrópusambandiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 40
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 2003
  • Frá upphafi: 1176857

Annađ

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 1825
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband