Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Heimssýn er ekki haftaflokkur

Einhverjir lesendur hafa misskilið síðasta blogg þannig að Heimssýnarfólk sé eitthvert sérstakt áhugafólk um gjaldeyrishöftin. Svo er ekki. Eins og skilja má af lokum pistilsins er æskilegt að hægt verði að losna við höftin sem fyrst og það óhagræði sem þem fylgir.

Ofmat Þórlinds á neikvæðum áhrifum gjaldeyrishafta villir honum sýn

thorlindurÓbeit og ótti virðist vera aflvaki athafna Þórlinds Kjartanssonar og félaga sem ætla enn á ný að reyna að keyra hugmyndir sínar í gegn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, samanber frétt á vb.is. Þórlindur er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins, en hirðir samt ekki um að líta á málin frá öllum hliðum.

Gjaldeyrishöftin hafa bæði kosti og galla. Þórlindur lítur aðeins á gallana - og hann ýkir þá - kannski í þeirri viðleitni sinni að rökstyðja þá skoðun að krónunni eigi að skipta út fyrir einhverja aðra mynt - í þessu tilviki Kanadadollar (sem engin rök mæla með að við tökum upp).

Nú var gjaldeyrishöftunum komið á í tíð Sjálfstæðisflokksins við stjórn landsins. Forystumenn flokksins hafa án efa metið það þannig að kostirnir við að setja höftin á væru meiri en ókostirnir. Kostirnir eru minni sveiflur í gengi og verði en ella hefði orðið, styrkara bankakerfi og lægri fjármögnunarkostnaður hins opinbera og einkageirans.

Höftin hafa því stuðlað að aukinni velferð landsmanna. Við skulum jú ekki gleyma því að þrátt fyrir árangursleysi ríkisstjórnar á ýmsum sviðum hefur hagvöxtur hér á landi verið meiri en í flestum öðrum löndum sem við berum okkur saman við. Líklegt að höftin hafi átt sinn þátt í því.

Ókostir haftanna eru óhagræði tiltekinna og tiltölulega fárra aðila í tengslum við viðskipti og fjárfestingar.

Þetta óhagræði er miklu minna en það hagræði sem almenningur hefur af því skjóli sem höftin veita.

Þess vegna eru Þórlindur og félagar að ofmeta neikvæð áhrif haftanna. Þeir gleyma því að nettóáhrifin eru jákvæð enn sem komið er.

En vissulega ber að stefna að afnámi haftanna eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ítrekað sagt. En ekki með einhverjum hókus-pókus aðferðum við myntskipti sem enginn ábyrgur aðili getur tekið undir.


Foringjarnir tala tæpitungulaust um ESB-umsókn

althÞað má gera ráð fyrir því að stjórnmálaforingjarnir muni tala tæpitungulaust um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB á opnum fundi Heimssýnar í Norræna húsinu þriðjudaginn 5. febrúar næstkomandi.

Fundurinn hefst klukkan 12:00

Framtíð aðildarumsóknarinnar mun fyrst og fremst ráðast af afstöðu flokkanna til málsins og árangri þeirra í kosningunum í vor.

Heimssýn hefur sem sagt ákveðið að gefa kjósendum tækifæri til þess að kynna sér afstöðu flokkanna til málsins og heldur því opinn fund um málið. Á fyrri hluta fundarins fær hver frummælandi að kynna afstöðu sína og síns flokks, en í seinni hluta fundarins verður fundargestum gefið færi á að koma með spurningar úr sal.


mbl.is Opinn fundur um framtíð umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjört óráð Össurar í bankamálum

ossurBankasamband Evrópu er verulega gallað. Hið virta fjármáladagblað, Financial Times, birti um daginn grein eftir tvo sérfræðinga um hið væntanlega bankasamband Evrópu, en þeir segja að það geti valdið skattborgurum í álfunni stórfelldu tjóni.

Sérfræðingarnir heita Hans-Werner Sinn og Harald Hau, en þeir eru annars vegar forstöðumaður Ifo stofnunarinnar og hins vegar prófessor í fjármálum í Genfarháskóla í Sviss. Greinin heitir Eurozone banking union is deeply flawed.

Sérfræðingarnir segja að hætta sé á því að þetta bankasamband muni fyrst og fremst leiða til þess að hið opinbera, skattborgararnir, eigi að borga skuldir banka ef illa fer. Hætta sé á að þetta kerfi muni kosta skattborgarana hundruð milljarða evra eða tugþúsundir milljarða króna. Þetta sé fyrst og fremst hugsað til bjargar hagsmunum hluthafa og lánardrottna bankanna og meðferðin á þessu máli sýni að þeir ráði þar algjörlega för og hagsmunir venjulegra skattborgara séu fyrir borð bornir.

Er það þetta sem Össur Skarphéðinsson, helsti efnahagsmálasérfræðingur Samfylkingarinnar vill, samanber meðfylgjandi frétt mbl.is? Að þröngva Íslandi inn í þetta kerfi til þess að hægt sé að láta almenna borgara blæða fyrir illa rekna banka?

Er ekki nóg komið?

Það er gott að Sjálfstæðisflokkurinn skuli spyrna við fótum í þessu efni og ekki láta þröngva sér til að samþykkja fljótfærnislegar breytingar á stjórnarskránni vegna þessa.

Það virðist alveg ljóst að bankakerfi Evrópu er enn á hálfgerðum brauðfótum. Seðlabanki Evrópu er búinn að dæla 900 milljörðum evra í verstu bankana. Heildarskuldir þeirra eru hins vegar um 10 trilljónir evra, þrefalt hærri en opinberar skuldir viðkomandi ríkja.

Skyldi Össur vera búinn að reikna dæmið til enda í þetta sinn? Skyldi hann vera búinn að átta sig á því hvað 10 trilljónir evra er há fjárhæð í krónum og hversu stór hluti gæti fallið á Íslendinga?


mbl.is „Hreinlegra að ganga í ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben blæs á tillögur áhugamanna í Sjálfstæðisflokknum um Kanadadollar

BBenBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er staðfastur í þeirri skoðun sinni að ekki sé rétt að taka upp aðra mynt hér á landi. Það kemur fram í meðfylgjandi frétt á visir.is. Hann segir:

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera tímabært að skipta um mynt hér á landi, þ.e. að kasta krónunni og taka upp alþjóðlega mynt. Hann segir brýnna að ná fyrst tökum á ríkisfjármálunum, eyða fjárlagahallanum og koma á meiri stöðugleika í efnahagslífinu. „Ég tel að það sé alveg sjálfsagt mál að ræða um framtíð gjaldmiðilsins, en ég tel það alls ekki tímabært að við Íslendingar hefjum undirbúning að því að skipta um gjaldmiðil [...] Ég tel sjálfur að landsfundur muni ekki samþykkja þessar tillögur, en það er sjálfsagt mál að taka um þetta umræðu."

 Það verður því fróðlegt að fylgjast með afdrifum þessar tillögu sem sögð er ættuð frá sérstökum áhugamönnum um upptöku annarrar myntar hér á landi, og þá einkum Kanadadal.

Líklega er mestur vindur farinn úr áhugamönnunum við þessi viðbrögð formannsins.


Icesave-útgreiðslan sögð til að bjarga bankakerfi ESB!

icesaveÞetta hefur lengi verið vitað og er hér ítrekað. Ákvörðun breskra og hollenskra yfirvalda um að greiða innstæðueigendum Icesave-reikninga við fall íslensku bankanna voru teknar vegna ótta þeirra um að annars yrði gert áhlaup á marga evrópska banka sem nú er vitað að stóðu afar höllum fæti.

Það sjónarmið var númer eitt, tvö og þrjú. Að bæta þessum sérstöku innstæðueigendum Icesave-reikninganna mögulegt tap var númer fjögur.

Síðan kröfust bresk og hollensk yfirvöld þess að Íslendingar greiddu sérstaka þóknun fyrir það að Bretar og Hollendingar hefðu upp á sitt einsdæmi ákveðið að fara þessa leið til að bjarga eigin skinni.

Samfylkingin, forystumenn Bjartrar framtíðar og fáeinir til viðbótar voru tilbúnir til að verðlauna bresk og hollensk yfirvöld fyrir þetta og hengja skuldasnöru um háls íslensku þjóðarinnar.

En þjóðin sagði NEI!

Morgunblaðið segir svo í meðfylgjandi frétt:

Í tilviki Stóra-Bretlands og Hollands hafi innistæðueigendur Icesave-reikninga fengið allar innistæður sínar. Þetta var gert, að því er sagt var, til þess að slá á mögulegt áhlaup á banka í löndunum tveimur. „Hvort það var nægileg ástæða eða ekki, þá var það ákvörðun þeirra, ekki Reykjavíkur, og það er rétt að London og Haag beri kostnaðinn af eigin björgunaraðgerðum,“ segir í lok leiðara WSJ, sem fjallað er um í fréttaskýringu um Icesave og eftirköst þess í Morgunblaðinuí dag.


mbl.is London og Haag beri kostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB

BjarniBenÞað er gott að Bjarni Benediktsson skuli vekja svona athygli á þessu máli. Þetta er í raun ekkert annað en undirgefni við óþolandi kröfur Evrópusambandsins eins og hann segir.

Sjá hér fréttina í heild.

„Það verður ekki annað séð en að meirihluti nefndarinnar sé að opna fyrir það að þingið geti án þess að það verði borið undir þjóðina tekið ákvörðun um að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana sem við Íslendingar eigum ekki aðild að,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í annarri umræðu um frumvarp til nýrrar stjórnarskrár.

Vísaði Bjarni þar til meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins og ákvæða frumvarpsins um utanríkismál. Benti hann á að í greinargerð með frumvarpinu segði að þetta væri hugsað til þess að greiða fyrir eðlilegri þróun samstarfsins um Evrópska efnahagssvæðisins.

„Það er mín skoðun að hér sé ekkert annað á ferðinni heldur en fullkomin eftirgjöf gagnvart óþolandi kröfum Evrópusambandsins um að við framseljum til stofnana, sem við eigum enga aðild að og starfa á grundvelli ESB-sáttmála, ríkisvald og þannig verði horfið frá tveggja stoða kerfinu sem EES-samstarfið hefur ávallt byggst á,“ sagði hann.

Bjarni beindi orðum sínum til Valgerðar Bjarnadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og spurði hvers vegna í ósköpunum nefndin væri að leggja til að ekki yrði áfram starfað á grundvelli tveggja stoða kerfisins.

Skírskotaði hann þar til þess fyrirkomulags að Ísland og önnur aðildarríki EES sem standa utan Evrópusambandsins heyra ekki undir vald framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og dómstóls þess heldur sér Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA-dómstóllinn um eftirlit með framkvæmd EES-samningsins gagnvart þeim.

Valgerður svaraði því til að upp kæmu atvik þar sem ekki næðist samkomulag um að byggja á tveggja stoða kerfinu. Þar hefði Alþingi verið að leika sér á gráu svæði með tilliti til stjórnarskrárinnar. Bjarni vísaði þessum ummælum á bug og sagði skýrt að framsal valds til stofnana sem Ísland ætti ekki aðild að væri brot á stjórnarskránni.

„Þetta er ekkert annað en undirgefni við óþolandi kröfur Evrópusambandsins sem menn eiga að mæta af hörku eins og ávallt hefur verið gert fram til þessa, á til dæmis við um bankatilskipunina sem núna er í farvatninu, og það er ekkert hægt að tala svona um það að við höfum verið að leika okkur á einhverju gráu svæði,“ sagði Bjarni ennfremur.


mbl.is „Fullkomin eftirgjöf gagnvart ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt stopp í ESB í næstu viku: Stórverkfall hjá starfsmönnum ESB!

strikeeuÞrjú verkalýðssambönd tugþúsunda starfsmanna Evrópusambandsins hafa boðað til verkfalls í næstu viku eins og meðfylgjandi frétt EUObserver segir frá. Þetta er aðeins fáum dögum fyrir leiðtogafund í Brussel þar sem ræða á um sparnað í rekstri ESB, en áform eru um að skera stjórnsýsluútgjöld niður um 15 milljarða evra, en við það er óttast um uppsagnir og atvinnuleysi meðal starfsmanna ESB.

EUBusiness segir líka frá þessu. Gera má ráð fyrir að ESB-báknið stöðvist við þessi verkföll, um stund að minnsta kosti.

Heildarútgjöld ESB eru þarna sögð vera um „trilljón“ evrur. Það eru einkum Bretar sem vilja draga úr útgjöldum ESB. Útgjöld ESB eru reyndar annars staðar sögð 130-150 milljarðar evra eftir því hvernig reiknað er, eða um 24 þúsund milljarðar króna.

Í fréttinni er minnst á þá alkunnu staðreynd hversu feitir bitar störfin í ESB eru. En þau kosta sem sagt skattborgarana allt of mikið eins og sparnaðaráformin benda til.


Það verður aldrei sátt í Evrópu um evruna og ESB

CamHolESB vill verða USA. Svo verður þó aldrei þar sem allar forsendur skortir til þess. Það verður aldrei sátt um ESB í öllum ESB-löndunum með sama hætti og um tilvist Bandaríkjanna. Ennþá síður verður sátt um evruna.

Svíar fylgjast með því sem er að gerast í Evrópu, eins og meðfylgjandi frétt í vefmiðlinum Europaportalen ber með sér.

Bretar, Svíar og Danir vilja ekki sjá evruna. Fleiri lönd eru hikandi. Bretar vilja losna úr ESB. Um helmingur Frakka vill losna við Breta úr ESB, samkvæmt könnunum. Jafnframt vilja margir Frakkar losna við evruna. 

Við þurfum að vinna úr okkar efnahagsmálum eftir hrunið. Niðurstaðan í Icesave-málinu er ánægjulegur áfangi á þeirri leið. Þar vildu hörðustu ESB-sinnarnir niðurstöðu sem hefði orðið þjóðinni mjög óhagfelld.

Evra er ekki lausn fyrir Íslendinga. Þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið.

Við erum smám saman að feta okkar eigin leið áfram.


mbl.is Króna í höftum ekki framtíðargjaldmiðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn harðnar á dalnum í Evrópu

aspaniÁstandið virðist ekkert vera að skána í Evrópu. Eins og meðfylgjandi frétt á visir.is ber með sér eru Spánverjar enn í djúpum .. vandræðum. Landsframleiðsla dregst saman, smásala dregst saman og atvinnuleysi er komið upp í 26%.

Á sama tíma hafa forsvarsmenn ESB og Seðlabanka Evrópu miklar áhyggjur af Kýpur, eins og meðfylgjandi frétt á Vb.is greinir frá.

Hérna segir Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, frá því að renni viðræður kýpverskra stjórnvalda við Evrópusambandið út í sandinn eða ef Kýpur stendur ekki við fjárhagslegar skuldbindingar sínar gæti það stefnt í voða „því jákvæða andrúmslofti“ sem einkennt hefur evrópska markaði frá því í júlí í fyrra.

Haft er eftir Draghi í breska blaðinu Telegraph að kýpverskir bankar séu nógu stórir til að fela í sér kerfislæga áhættu fyrir evrusvæðið.

Í þýska þinginu eru þær raddir sagðar háværari sem vilja ekki að tekið verði á Kýpur með neinum silkihönskum. Er það einkum vegna þess að ekki alls fyrir löngu lak út skýrsla þýsku leyniþjónustunnar þar sem því er haldið fram að rússneska mafían nýti sér gjarnan banka á Kýpur til að þvo illa fengið fé.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 52
  • Sl. sólarhring: 268
  • Sl. viku: 2154
  • Frá upphafi: 1187935

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 1927
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband