Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Sunnudagur, 31. mars 2013
Finnskur prófessor segir lýðræðið verða að fjúka svo laga megi galla evrusvæðisins
Evrusvæðishörmungin mikla (The Great Eurozone Disaster) er heiti á bók eftir finnska stjórnmálafræðiprófessorinn Heikki Patomäki, en bókin var nýverið þýdd á ensku. Patomäki segir að evran fái ekki staðist í núverandi mynd. Ástæðan sé meðal annars sú að ekki sé hægt að ná samtímis þrennu sem flest samfélög í Evrópu hafi búið við.
Hið fyrsta er lýðræði. Annað atriðið er fullvalda ríki. Þriðja atriðið er alþjóðavæðing eða algjörlega opnir markaðir.
Patomäki segir að tvennt af þessu geti farið saman, en ekki allt í einu. Hann vitnar m.a. í Dani Rodrik sem fjallar um þetta í bókinni The Globalization Paradox. Patomäki segir ennfremur að megin viðbrögð stjórnmálaleiðtoga og embættismanna í Evrópusambandinu í evrukrísunni, sem skapast hefur m.a. af ofangreindri mótsögn, hafi verið að draga úr lýðræðinu til þess að styrkja markaðsþróunina.
Jafnframt segir Patomäki að evrukreppan sé annað stig hinnar alþjóðlegu kreppu sem hófst árin 2007-2008.
Hann segir að önnur leið, næst á eftir því að draga úr lýðræðinu eins og gert hefur verið, væri að takmarka alþjóðavæðinguna og það megi reyndar greina umræðu í þá átt í gögnum embættismannakerfisins í Brussel, þótt þær hugmyndir séu víkjandi og hverfandi.
Þriðja leiðin er að alþjóðavæða lýðræðið, eða að minnsta kosti að Evrópuvæða það. Þannig verði Evrópubúar að deila með sér lýðræðinu. Þetta hafi þó ekki verið rætt að marki meðal leiðtoga Evrópusambandsins.
Patomäki er þó þeirrar skoðunar að það sé eina lausnin. Hann segir að vænlegasta lausnin út úr kreppu evrusvæðisins sé sú að íbúar í Evrópu gefi eftir fullveldi ríkja sinna og deili algjörlega lýðræðinu með öðrum þjóðum í álfunni. Annað hvort það eða að evran hverfi.
Þess vegna sé eina lausnin út úr þessu hörmungarástandi að stofna Sambandsríki Evrópu. Og það sem meira er: Patomäki segir að þetta eigi að verða að Sambandsríki á grunni jafnaðarmennskunnar! Íslendingar eigi því að deila fiskimiðunum með öðrum þjóðum.
Það er ólíklegt að margir deili þessari sýn Patomäki á lausn evrukreppunnar. Greining hans á vanda evrusvæðisins og tilkomu hans er hins vegar athyglisverð og verður væntanlega fjallað um þá greiningu nánar hér á þessu bloggsvæði síðar. Meðal þess sem Patomäki segir er það sama og ýmsir sögðu áður en stofnað var til myntsamstarfsins: Myntbandalag án stjórnmálabandalags (með sama stjórnkerfi, einni yfirstjórn sem tekur ákvarðanir um skatta og útgjöld) fær ekki staðist til lengdar.
Það sem verra er: Þær leiðir sem leiðtogarnir hafa ákveðið að fara til lausnar á evruvandanum bitna fyrst og fremst á hinum tekjulægri í löndunum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 31. mars 2013
Tvö þúsund milljarða vantar til að loka fjárlagagati ESB
Kostnaðurinn við ESB er meiri en aðildarlöndin eru tilbúin til að samþykkja. Nú vantar sem svarar næstum því tvö þúsund milljörðum króna til þess að endar nái saman í rekstri ESB.
Þetta kemur fram í sænska vefritinu Europaportalen. Vandamálið er reyndar ekki nýtt því útgjöld ESB hafa í áraraðir verið meiri en aðildarlöndin hafa sætt sig við og þekkt er að endurskoðendur hafa ekki viljað skrifa upp á reikningana í mörg ár. Fram kemur í fréttinni að stór hluti kostnaðarins sé vegna styrkja til landanna sjálfra.
Embættismenn ESB saka stjórnmálamenn í aðildarlöndunum um að vera eins strútar sem stinga höfðinu í sandinn.
Sunnudagur, 31. mars 2013
Hlutabréfamarkaður á Kýpur alveg lokaður frá hruninu
Eins og meðfylgjandi frétt EUobserver ber með sér hefur hlutabréfamarkaður verið alveg lokaður í bankahruninu á Kýpur.
Bankarnir voru hins vegar opnaðir eftir að hafa verð lokaðir í tæplega hálfan mánuð, en úttektir eru takmarkaðar. Kýpur er fyrsta evruríkið til að innleiða gjaldeyrishöft, en höftin á Kýpur eru talin mjög víðtæk.
Sunnudagur, 31. mars 2013
Skuldir í Eistlandi tvöfölduðust vegna evrunnar
Skuldir ríkisins í Eistlandi nær tvöfölduðust í fyrra vegna þátttöku Eista í björgunarsjóði ESB sem koma á til hjálpar skuldþyngdum ríkjum á evrusvæðinu. Skuldir eistneska ríkisins jukust frá ríflega 6 prósentum af vergri landsframleiðslu á árinu 2012 í rúmlega 10 prósent í fyrra. Rekstur ríkisins var að öðru leyti nokkurn veginn í jafnvægi.
Haft er eftir Agnesi Naarits, sérfræðingi eistnesku hagstofunnar í þessari frétt EUbusiness að meginástæðan fyrir auknum skuldum ríkisins sé þátttakan í björgunarsjóðnum EFSF ásamt fjárfestingum í vegum.
Laugardagur, 30. mars 2013
Evran veldur atgerfisflótta
Ástæðan fyrir því að Þýskaland er að soga til sín menntað vinnuafl frá jaðarríkjum evrusvæðisins í suðri er sú að í myntsamstarfinu hefur Þjóðverjum tekist að bæta samkeppnisstöðu sína umfram keppinautana í suðri.
Þjóðverjum hefur tekist að halda verði betur niðri, sem hefur gert útflutningsvörur þeirra ódýrari fyrir vikið í samkeppni við útflutning frá Grikkjum, Ítölum og Spánverjum. Atvinnustigið er hærra fyrir vikið í Þýskalandi - og þeir þurfa nú frekar á nýju og menntuðu vinnuafli að halda en hinar suðrænu þjóðir.
Evrusamstarfið gerir það þannig að verkum að Þjóðverjar verða ekki aðeins betur efnaðir en samkeppnisþjóðirnar í suðri - heldur soga Þjóðverjar líka til sín best menntaða vinnuaflið frá jaðarsvæðunum. Þannig stuðlar evrusamstarfið að miklum atgerfisflótta frá jaðarsvæðunum.
Þetta er líklega það sem Samfylkingin og Björt framtíð vilja. En mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti þessu.
Vilja erlenda lækna og verkfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 30. mars 2013
Aðeins raunverulegir ákvörðunartakendur ráða um evru - en ekki fólkið í landinu
Ákvörðun um hvort Lettar taki upp evruna verður ekki tekin af fólkinu í landinu heldur af því sem fjármálaráðherra landsins kallar raunverulega ákvörðunartakendur (real decision makers). Þetta kemur fram í EUbusiness.com.
Íbúar Lettlands, Litháens og Póllands eru almennt á móti því að taka upp evru samkvæmt skoðanakönnunum. Samkvæmt samningum við ESB sem gerðir voru fyrir um áratug hafa þjóðirnar þó ekkert að segja um það nú heldur skulu þær breyta um gjaldmiðil þegar skilyrði eru uppfyllt. Hluti stjórnmálamanna og almennings vill þó stöðva eða fresta hreyfingu í þá átt.
Pólverjar hafa leyft gengi gjaldmiðils síns að fljóta undanfarin ár og er það talið hafa hjálpað þeim við að komast í gegnum kreppuna. Lettar og Litháar hafa hins vegar bundið gengis sinna gjaldmiðla við evruna og þeim hefur ekki gengið eins vel í efnahagsmálunum.
Þeim skoðunum vex nú fiskur um hrygg í Póllandi að evrunni verði ekki tekin upp nema með því að þjóðin samþykki slíkt. Það verður því fróðlegt að fylgjast með þróun mála í þessum löndum.
Laugardagur, 30. mars 2013
Hvert flæða peningarnir í Evrópu?
Hvar er best fyrir Evrópubúa að geyma peningana sína núna? Það er spurning sem greinilega er ofarlega í huga margra eftir aðgerðirnar á Kýpur. Eins og fyrirsagnir vefmiðla sem vitnað er í hér í hægri dálki undir RSS-straumar bera með sér eru vangaveltur um að ríkir Rússar flytji peninga sína frá Kýpur til Lettlands. Aðrir óttast að fé muni nú flæða frá Evrópu.
Lettar neita því að rússagullið leiti nú í auknum mæli til þeirra, en þó er vitað að um helmingur af öllum innlánum í lettneskum bönkum er í eigu útlendinga og þá einkum íbúa fyrrum Sovétlýðvelda.
Nú er komið í ljós að fjárflótti hófst fyrir nokkru úr bönkum á Kýpur. Þannig eru nú birtar tölur um að í síðasta mánuði hafi um milljarður evra af sparnaði verið fluttur úr landi.
Þá má líka sjá að yfirvöld á Möltu, Lettlandi, Lúxemborg og Slóveníu sverja af sér að bankakerfið í þessum löndum líkist nokkuð því sem er á Kýpur, en Financial Times fjallaði um það í fyrradag.
Það eru því enn miklar hræringar í bankakerfum Evrópulanda og ekki útséð hvenær né hvar þær muni enda að þessu sinni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 30. mars 2013
Katrín Jakobsdóttir ítrekar andstöðu við aðild að ESB
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekar andstöðu sína við aðild Íslendinga að ESB í viðamiklu viðtali við blaðamann Morgunblaðsins í dag. Hún segir að viðbrögð ESB við fjármálakreppunni endurspegli að sambandið hafi ekki hagsmuni almennings að leiðarljósi heldur þrengri hagsmuni tiltekinna fjármagnseigenda.
Svo hljóðar sá hluti viðtalsins þar sem fjallað er um ESB:
- Þú hefur lýst þig andvíga aðild að Evrópusambandinu. Hvernig rökstyður þú það?
- - Fyrir mér er Evrópusambandið mjög markaðssinnað fyrirbæri. Það byggist í grunninn á að búa til markað fyrir Evrópu. Að sumu leyti á það líka við um EES. Síðan hefur margt gerst innan ESB í félags- og umhverfismálum, en drifkrafturinn hefur frá upphafi verið viðskipti og kapítalismi. Það sést greinilega þegar ESB tekst á við fjármálakreppuna, þá eru kallaðir til tíu karlar yfir miðjum aldri, sem allir eru beintengdir fjármálageiranum, til að veita ráðgjöf um hvert eigi að fara. Þetta er mjög kapítalískt fyrirbæri og þess vegna hef ég sagt að við Íslendingar getum farið okkar eigin leið.
Ég sat með hins vegar í nefnd sem Björn Bjarnason stýrði frá 2003 til 2007 og eftir að hafa kynnst ESB frá ólíkum hliðum er mín niðurstaða ekki svarthvít. Það hvort við eigum að ganga inn eða ekki er stórpólitískt viðfangsefni sem hefur verið í umræðunni í 20 ár eða síðan við gerðumst aðili að EES. Þess vegna stóð ég með þeirri ákvörðun að sækja um aðild, því ég tel þetta mál sem á endanum komi til kasta þjóðarinnar. Fólk hefur ólíka sýn og kannski snýst þetta á endanum um hvar við staðsetjum okkur. Ég átta mig á að myndin er ekki svarthvít og þess vegna stóð ég með því að fara í þennan leiðangur, sem hefur verið umdeild ákvörðun innan míns flokks og minnar hreyfingar. - -
- Það vakti athygli að þú varðst undir í atkvæðagreiðslu um ESB á landsfundinum. Þú vildir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarviðræðum yrði haldið áfram, en það varð ofan á að tímasetja aðildarviðræðurnar.
- - Ég taldi þjóðaratkvæðagreiðslu líklegri til að sætta ólík sjónarmið. En önnur tillaga var samþykkt og ég stend með þeirri tillögu. Hún gengur út á að ljúka aðildarviðræðunum og leggja efnislegar niðurstöður í dóm þjóðarinnar innan tilskilins tíma. Við höfum rætt um ár, án þess að dagsetningin sé nákvæm, og það tengist því að mörg okkar höfðum þá trú þegar við fórum út í þetta ferli að við yrðum komin með niðurstöðuna núna. - -
- Erfiðustu kaflarnir hafa ekki enn verið opnaðir. Hvað ef þessi tímarammi helst ekki?
- - Það er búið að vinna mikla undirbúningsvinnu, en það er rétt að stór mál eru eftir, sjávarútvegur, landbúnaður, byggðamál og gjaldmiðillinn. Við leggjum áherslu á að fá fram niðurstöðu eins hratt og mögulegt er. - -
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. mars 2013
Sparnaður almennings í ESB á að bjarga bönkunum
Stjórnarmaður í Seðlabanka Evrópu, Klaas Knot, er sagður hafa haldið því fram við hollenska dagblaðið Het Financieele Dagblad, að aðferðin við björgun banka á Kýpur sé sú sem ESB muni beita framvegis. Þannig verði sparnaður fólks í bönkunum notaður til að reisa við bankakerfið.
Stjórnarmaðurinn segir að þessi aðferð hafi legið lengi á teikniborðinu hjá yfirvöldum í Evrópu. Þetta kemur fram í EUobserver.com.
Þá vitum við það. Varla verður þessi hugmyndafræði þó til þess að styrkja bankakerfið til frambúðar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 29. mars 2013
Kýpur nú - Lúxemborg, Lettland, Slóvenía eða Malta næst?
Fámennar þjóðir með ofvaxið bankakerfi eru í hættu staddar. Eftir bankahrunið á Kýpur beinast augu fjármálaspekúlanta nú að öðrum fámennum þjóðum með bankakerfi í yfirstærð. Athyglin beinist þannig að Lettlandi, Lúxemborg, Möltu og Slóveníu.
Það er því líklegt að í Lettlandi hafi almenningur þessa dagana meiri áhyggjur af bankakerfinu en áhættusæknum dorgveiðimönnum sem fara út á hafís og reka frá landi.
Hið virta breska fjármáladagblað, Financial Times, fjallar í gær um evrukreppuna og beinir blaðið einkum sjónum sínum að fámennu fjármálaþjóðunum í ESB. Þannig er minnt á ummæli Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollendinga, en hann sagði að í ljósi Kýpurkreppunnar ættu þjóðir eins og Lúxemborg og Malta að taka til í bankakerfinu hjá sér áður en vandinn yrði of stór. Bankar í þessum löndum þyrftu að styrkja eiginfjárstöðu sína því nú væri ekki lengur víst að ESB og AGS, ásamt Seðlabanka Evrópu, kæmu svo skjótt til bjargar.
Stjórnvöld og almenningur í Lúxemborg tóku þessum ummælum hollenska fjármálaráðherrans skiljanlega ekki vel, en endurtekið hafa birst ásakanir á hendur bönkum í smáríkinu um að þeir þvætti peninga.
Af þessu tilefni fjallar Financial Times nánar um þau fjögur ríki sem að ofan eru nefnd og nefnir nokkur atriði um hvert þeirra:
Lúxemborg er skattaparadís fyrir fjölþjóðafyrirtæki. Landið er mikil fjármálamiðstöð en eignir bankanna eru meira en tvítugföld landsframleiðsla í ríkinu. Tekið er fram að þetta sé tvisvar til þrisvar sinnum stærra hlutfall en gilti um Kýpur, Írland og Ísland fyrir bankakreppuna. Stjórnvöld í Lúxemborg sáu ástæðu til þess í fyrradag að senda frá sér tveggja síðna yfirlýsingu um að stærð bankakerfisins þar þar í landi fæli ekki í sér hættu fyrir ríkið.
Malta er talin líkjast Kýpur að ýmsu leyti. Eignir fjármálakerfisins eru á við áttfalda landsframleiðslu þar í landi. Rekstur bankakerfisins er þó talinn heilbrigður, meðal annars þar sem bankar eiga litlar eignir í skuldabréfum banka í krepptum ríkjum evrusvæðisins. Opinberar skuldir Möltu eru þó áhyggjuefni, en þær nema nú um 73% af landsframleiðslu.
Vandamálið í Slóveníu er fyrst og fremst niðursveiflan í efnahagslífinu sem bitnað hefur bæði á rekstri bankakerfisins og afkomu ríkisins með tilheyrandi skuldasöfnun. Slóvensk yfirvöld hafa orðið að gefa frá sér yfirlýsingar um að bankar þar í landi stæðu traustum fótum.
Lettland er fjórða ríkið sem Financial Times beinir sjónum sínum að. Ástæðan er hvorki stór fjármálageiri né miklar opinberar skuldir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að um helmingur allra innlána í bönkum í Lettlandi eru í eigu útlendinga, fyrst og fremst Rússa. Yfirvöld í Lettlandi hafa orðið að gefa frá sér yfirlýsingu um að það væri ekkert líkt með Lettlandi og Kýpur: Bankakerfið í Lettlandi væri aðeins á við rúma landsframleiðslu og fjármálaeftirlitið í landinu sæi til þess að bankakerfinu stafaði ekki hætta af innlánum erlendra aðila. Opinberar skýrslur, meðal annars frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, benda þó til þess að innlán erlendra aðila hafi vaxið gríðarlega mikið á síðasta ári eða um nær 20%, sem er helmingi meira en innlán innlendra aðila, og að 80-90 prósent innlána erlendra aðila hafi komið frá íbúum fyrrum Sovétlýðvelda sem eigi erfitt með að ávaxta sitt fé í þeim evruríkjum þar sem erfiðleikar hafa steðjað að. Talið er að þessi staða gæti torveldað Lettum að taka upp evru.
Sagan sem Financial Times segir í blaðinu í gær minnir á umræðu sem kom upp eftir að Grikkir lentu fyrst í erfiðleikum í bankakreppunni fyrir nokkrum árum. Þá fóru sjónir manna að beinast að Írlandi, en írsk stjórnvöld sendu út yfirlýsingar um að það væri ekkert líkt með Grikklandi og Írlandi. Þegar bankakreppan á Írlandi var orðin staðreynd fóru sjónir manna að beinast að Portúgal, og yfirvöld þar í landi brugðust við með álíka yfirlýsingum og hin írsku. Þegar Portúgal var fallið upphófst sami söngur stjórnvalda á Spáni. Bæði þar og á Ítalíu eru vandamál í efnahagslífinu viðvarandi, svo sem fréttir bera með sér.
Erfiðleikar ESB- og evruríkjanna eru ekki að baki, en framtíðin ein mun leiða í ljós hvort útbreiðsla bankaerfiðleika smáríkja í ESB verði með þeim hætti sem óttast er.
Yfir 200 Lettar hætt komnir á ísjaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 328
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2430
- Frá upphafi: 1188211
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar