Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
Sunnudagur, 30. júní 2013
Evrulandið Írland enn í djúpri kreppu
Nýjar hagtölur benda til að evrulandið Írland sé enn í djúpri kreppu. Framleiðsla hefur dregist saman, atvinnuleysi hefur margfaldast frá því evrukreppan hófst og húsnæðisverð hefur lækkað um helming að jafnaði.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri frétt Reuters-fréttastofunnar, sem að jafnaði er talin ein hin traustasta af hinum stóru alþjóðlegu fréttastofum.
Hagvöxtur var neikvæður á Írlandi á fyrsta fjórðungi þessa árs eftir nokkurn samdrátt á síðari hluta síðasta árs.
Opinber útgjöld hafa verið skorin niður á Írlandi í verulegum mæli til að bregðast við himinháum skuldum sem ríkisvaldið tók á sig vegna bankakreppunnar. Írar hafa tekið niðurskurðinum af meira æðruleysi en margar aðrar þjóðir. Samt hafa margir Írar orðið fyrir launalækkun sem nemur um 20 prósentum, auk þess sem skattar hafa verið hækkaðir. Atvinnuleysið er nú 14%.
Írland var annað evrulandið sem AGS og ESB aðstoðuðu með björgunaraðgerðum í nóvember 2010, en þeim björgunaraðgerðum hefur enn ekki verið lokið. Það er hins vegar mikilvægt fyrir ESB að Írland komist á eigin fætur sem fyrst. Afturkippurinn sem efnahagslífið á Írlandi hefur orðið fyrir síðustu ársfjórðunga bendir þó ekki til að það muni takast vel.
Sunnudagur, 30. júní 2013
Sigmundur Davíð segir aðildarviðræður nú algjörlega út í hött
Í fróðlegu viðtali á Sprengisandi Bylgjunnar nú fyrir hádegi sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í raun að aðildarviðræður við ESB væru algjörlega út í hött. Þjóðin er á móti aðild, þingið sem þjóðin kaus er á móti aðild og ríkisstjórnin sem kjósendur kusu til valda er á móti aðild.
Aðspurður um hvort ekki þyrfti að ganga hreinlegra til verks gagnvart ESB minnti Sigmundur á að Svisslendingar hefði verið með umsókn að ESB í frysti í nokkra áratugi. Þótt það taki nokkra mánuði að ganga frá þessum málum hér á landi þurfa menn því ekki að fara af hjörunum.
Þá hefði sú aðferð sem síðasta ríkisstjórn viðhafði við umsóknar- og aðildarferlið verið fyrir neðan allar hellur. Það þýddi ekki, eins og síðasta ríkisstjórn gerði, að senda inn umsókn og bíða svo eftir tilboði um samning. Það væri mjög óeðlilegur gangur í aðildarferlinu. Það yrði að vera svo að þegar umsókn væri send inn þá meintu menn eitthvað með því, ekki hvað síst ríkisstjórnin, og það yrði að vera ríkur vilji til þess meðal þjóðarinnar og stjórnmálaaflanna að ganga í ESB. Slíku hefði ekki verið til að dreifa í tilviki fyrri ríkisstjórnar og því væri síður en svo til að dreifa nú.
Það þarf vilja þjóðar, þings og ríkisstjórnar til að endurvekja aðildarumsóknina eins og Vinstrivaktin segir í pistli.
Sigmundur hittir Barroso aðalframkvæmdastjóra ESB um miðjan næsta mánuð og mun þá gera honum nánari grein fyrir stöðunni.
Sigmundur ítrekaði að núverandi stjórnarflokkar vildu ekki að Ísland yrði aðili að ESB og að í stjórnarsáttmálanum stæði að ef til þess kæmi að halda ætti viðræðum áfram þá yrði slíkt að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrst.
Sá tími er ekki kominn - og það er ekkert sem bendir til þess að hann komi á næstunni þar sem ríkisstjórnin og þjóðin eru á móti aðild að ESB.
Sigmundur bætti því svo við að sérfræðingar efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD teldu það mjög óhentugt fyrir Íslendinga að standa í aðildarviðræðum nú.
Í lokin sagði Sigmundur að það yrði í hæsta máta hjákátlegt að vera að standa í viðræðum við ESB þegar sambandið hótaði okkur refsiaðgerðum vegna makrílveiða.
Það yrðu ámóta ólögmætar refsiaðgerðir og hryðjuverkastimpillinn sem Bretar settu á okkur í október 2008 sem kostuðu íslenskt þjóðarbú ómælda fjármuni.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30. júní 2013
Sigmundur Davíð segir krónuna og fiskinn bjargvætti
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir krónuna vera einn þeirra þátta sem hefur hjálpað Íslandi út úr kreppunni og að nýta eigi áfram þá möguleika sem krónan veitir til bjargar út úr þeim erfiðleikum sem enn blasa við.
Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi Bylgjunnar í morgun.
Í þættinum undirstrikaði Sigmundur einnig mikilvægi neyðarlaganna svokölluðu á sínum tíma. Þá sagði Sigmundur að með sjálfstæðum gjaldmiðli, þ.e. krónunni, væri hægt að leysa mun betur en ella þann vanda sem fylgir svokallaðri snjóhengju, þ.e. þann vanda sem krónueign erlendra aðila skapar.
Í þættinum undirstrikaði Sigmundur einnig hversu mikilvægar fiskveiðar og fiskvinnsla væru Íslendingum og að góður gangur í þeim atvinnugeirum væru einnig að hjálpa Íslendingum út úr kreppuvandanum.
Sem sagt: Sjálfstæður gjaldmiðill og trygg yfirráð landsmanna yfir fiskveiðiauðlindinni eru grundvallaratriði sem við eigum ekki að gefa eftir í samskiptum við aðrar þjóðir. Það er lífsspursmál að þjóðin geti notið afraksturs fiskveiðiauðlindarinnar sem best, hér eftir sem hingað til.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 28. júní 2013
Eltingaleikurinn við Ólaf Ragnar
Sumir fjölmiðlar eru í einhverjum eltingaleik við Ólaf Ragnar Grímsson forseta þessa dagana - eða öllu heldur við það sem hann hefur sagt eða ekki sagt. Tjái Ólafur sig við fjölmiðla er samstundis leitað álits hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands um það hvort ummæli forsetans eigi við rök að styðjast eða séu réttmæt.
Sagnfræðingarnir taka hlutverk sitt mjög alvarlega eins og vönduðum fræðimönnum ber og leggja fumlaust mat á orð forsetans hvort sem þau varði sagnfræði, lögfræði, stjórnmálafræði eða hvaða fræðigrein sem hugsast getur.
Björn Bjarnason fjallar um þetta mál á Evrópuvaktinni nýlega - pistil hans má lesa hér: ESB-aðildarsinnar í eltingarleik við Ólaf Ragnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 27. júní 2013
Ásmundur Einar segir ESB-málið ekki vera á dagskrá
Það þarf stundum að stafa staðreyndir máls ofan í fólk vegna þess að búið er að afflytja það af þeim sem láta draumsýn og óskhyggju ráða. Ásmundur Einar Daðason tekur hér af allan vafa um það hver staðan er í ESB-málinu. Stjórnin er á móti ESB-aðild, Alþingi er á móti ESB-aðild og þjóðin er á móti ESB-aðild. ESB er ekki lengur á dagskrá.
Svo segir í frétt Morgunblaðinsins um málið:
Það liggur alveg ljóst fyrir að ferlið verður þannig að verið er að vinna ákveðna skýrslu um málið og sú vinna fer í gang. Bæði varðandi stöðu viðræðnanna og stöðu Evrópusambandsins. En stjórnarsáttmálinn, og þær samþykktir sem ríkisstjórnin hefur til grundvallar, segir ekkert um að það muni fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið heldur aðeins að það muni fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla ef viðræður verði hafnar á nýjan leik.
Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í morgun. Hann svaraði þar fyrirspurn frá Evrópuþingmanninum Søren Søndergaard sem spurði hvort það væri rétt skilið hjá sér að stefna ríkisstjórnarinnar væri sú að í kjölfar skýrslu um stöðu umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið og stöðuna innan sambandsins sjálfs yrði tekin ákvörðun af ríkisstjórninni og meirihluta hennar á þingi um framhaldið. Þjóðaratkvæði kæmi aðeins til ef sú ákvörðun yrði á þá leið að hefja á ný viðræður.
Ekki forsendur til þess að halda málinu áfram
Ásmundur minnti á að fyrri ríkisstjórn hefði hægt á viðræðuferlinu fyrir þingkosningar og ný stjórn hefði einfaldlega ákveðið að gera alvöru hlé á viðræðunum. Meðal annars væri í undirbúningi að leysa upp samningshópa en síðustu fundir þeirra hafi farið fram í síðustu viku og verið lokafundir. Ennfremur myndi Ísland ekki taka við nýjum styrkjum frá Evrópusambandinu sem hugsaðir væru til aðlögunar að því. Þá rifjaði Ásmundur upp þau ummæli Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, að viðræðum við sambandið yrði ekki haldið áfram á hans vakt í utanríkisráðuneytinu og að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefði að sama skapi sagt að hann teldi ekki að þjóðaratkvæði um málið færi fram á kjörtímabilinu.
Ég held að það sé mikilvægt að tala mjög skýrt hvað þetta snertir og ég sé í rauninni ekki fyrir mér að ríkisstjórn sem er svo andsnúin Evrópusambandsaðild geti í raun haldið áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið á meðan allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru andsnúnir Evrópusambandsaðild. Á meðan flokkarnir sem mynda ríkisstjórnina, báðir tveir, eru andsnúnir Evrópusambandsaðild þá sér maður ekki fyrir sér að þetta ferli geti haldið áfram, sagði hann. Ekki væri rétt að gera sér neinar falsvonir um það hvað framundan væri varðandi Evrópusambandsviðræður þegar til staðar væri ríkisstjórn sem væri andsnúin aðild að sambandinu.
Þjóðaratkvæði ekki fyrirhugað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 27. júní 2013
Atvinnuleysi ungs fólks til umræðu á toppfundi ESB
Forysta Evrópulanda er nú að ræða um mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks og leiðir til að draga úr því, en að meðaltali eru um 25 prósent ungs fólks á vinnumarkaði í álfunni án atvinnu. Þá er miðað við þá sem eru yngri en 25 ára. Minnst er atvinnuleysið í Þýskalandi, 7,5%, en mest í Grikklandi 62,5%.
Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar segir að líklega þurfi löndin í Evrópu að líta til þeirra leiða sem farnar eru í Þýskalandi og Austurríki, þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst. Í þessum löndum er svokallað lærlingakefi sagt vera vel útfært og árangursríkt og menn velta fyrir sér hvort það sé ein ástæðan fyrir litlu atvinnuleysi meðal unga fólksins í þessum löndum.
Þessi mál verða væntanlega í fréttum næstu daga vegna toppfundar ESB um málið, en á meðfylgjandi mynd sést hvernig ástandið er í hinum ýmsu löndum. Þar sést m.a. að á Íslandi er 12% þessa hóps sagður vera án atvinnu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. júní 2013
Forystumenn ESB segja það vera að liðast í tvennt
Það hafa margir spáð því að skipta verði ESB upp á líkan hátt og forseti þýska sambandsþingsins er að fjalla hér um. Áhugavert væri að vita hvoru megin samfylkingarforystan telur að Ísland ætti að lenda?
Nánar er fjallað um þetta í meðfylgjandi frétt á mbl.is og á heimasíðu forsetaembættisins.
Telur líklegt að ESB skiptist í tvennt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 26. júní 2013
Brynja Halldórsdóttir lýsir vanda Grikkja
Aðhaldsaðgerðir Evrópusambandsins bitna illa á grískum almenningi. Verst setti hópurinn eru konur af erlendum uppruna. Öfgahópar vaða uppi.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í fróðlegu viðtali neiesb.is við Brynju Halldórsdóttur, en hún fór á ráðstefnu í Grikklandi nýverið þar sem fjallað var um aðhaldsaðgerðir Evrópusambandsins.
Í viðtalinu við NeiviðESB segir:
Brynja Halldórsdóttir og Bjarni Harðarson fóru á ráðstefnu í Aþenu síðustu helgi sem var haldin til þess að mótmæla andfélagslegum aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins.
Blaðamaður neiesb.is tók Brynju á létt spjall.
Það sem ég komst að á ráðstefnuninni er að verst útsetti hópurinn í Grikklandi eru konur að erlendum uppruna. Bæði eru þær konur og eru útlendingar. Ég fór á rosalega góðan fund sem var almennt verið að tala um stöðu kvenna í Grikklandi. Kona sem var þelþökk talaði á fundinum en hún kom til Grikklands árið 1993 og varð heimilisþræll og strauk þaðan síðar. Hún fékk aðra vinnu en má ekki fara út og missti vinnuna afþví að hún kom á ráðstefnuna. Það eru mjög margar konur af erlendum uppruna í þessari stöðu. Eina leiðin til að fá einhverja vinnu er að selja sig, sem er mjög algengt, eða vera á heimilum, gleymdar sem þrælar í raun og veru og fá ekki að fara út., sagði Brynja og sagði ástandið hafa versnað mikið í kreppunni.
Útlendingahatur hefur verið vandamál lengi og hefur blossað upp í kreppunni. Margir Grikkir telja að útlendingarnir taki störfin þeirra..
Brynja sagði að heilbrigðiskerfið í landinu væri í hræðilegu ásigkomulagi. Hún sagði að konur þyrftu að borga gríðarlega háar upphæðir fyrir að fæða á sjúkrahúsum og ef þær gætu ekki borgað fyrir það væru dæmi þess að börnin væru tekin af þeim þangað til að þær gætu borgað.
Þetta ýtir auðvitað konum út í heimafæðingar en þær virðast vera ólöglegar í Grikklandi þar sem konur hafa verið handteknar fyrir þær..
Brynja segir fjármálin í Grikklandi í algjörum ólestri. Grikkir virðast ekki vera að taka á rót vandans. Þeir skera niður algjörlega á vitlausum enda. Þeir eru með útblásna stjórnsýslu og hlífa henni, en skera niður í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Þeir eru í raun að skera niður þar sem þeir eru veikastir fyrir..
Brynja segir að aðhaldsaðgerðir Evrópusambandsins skili sér ekki til fólksins. Fólkið líði fyrir þær.
Það er verið að taka svo mikið af fólkinu að það veldur varanlegum skaða. Þau eru ekki bara að taka á sig smávegis lífskjaraskerðingu heldur er þetta svo miklu miklu meira., segir Brynja og hefur áhyggjur af því að aðhaldsaðgerðirnar muni skaða Grikkland til frambúðar og hafa gríðarlega skaðleg áhrif.
Mikill vöxtur er á öfgastjórnmálaflokkum í Evrópu eftir að kreppan skall á, og er Grikkland engin undantekning en hún segir að fasistaflokkur Grikklands hafi fengið 6% fylgi í síðustu þingkosningum, en hann sé mikið á móti, konum, útlendingum og samkynhneigðum og mikið áhyggjuefni sé að um 60% lögregluþjóna þar í landi hafi kosið flokkinn.
Brynja segir ráðstefnuna hafa endað með því að ráðstefnugestir fóru í miðborg Aþenu og mótmæltu aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. júní 2013
Sighvatur segir Benedikt og Þorstein stunda sjálfsblekkingu
Meðvituð sjálfsblekking virðist fjarska lífseig á Íslandi. Eins og þegar ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun ásamt fleirum láta sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir forystu ríkisstjórnar þar sem allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafa lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB.
Svo segir Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra í grein í Fréttablaðinu sem visir.is endurbirtir.
Þarna segir hann ennfremur:
Hvernig heldur þú, lesandi góður, að viðbrögðin yrðu úti í heimi ef ætti að halda viðræðum áfram af hálfu Íslands undir forystu ríkisstjórnar sem ekki aðeins lýsir sig algerlega andvíga sjálfum efnisatriðum viðræðnanna heldur telur Ísland ekkert erindi eiga í ESB?! Sá utanríkisráðherra sem mætti til leiks í Brussel með þannig veganesti yrði réttilega aðhlátursefni umheimsins og sjálf íslenska þjóðin þar með. Við kæmumst enn og aftur í heimsfréttirnar. Afreksfólk í aðhlátri!
Auðvitað vita þeir Þorsteinn og Benedikt þetta mætavel. Ég trúi því ekki að líka þarna hafi heimskan borið hyggjuvitið ofurliði. Held frekar að greindir og góðviljaðir sjálfstæðismenn eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun leggi þarna sérstakt kapp á meðvitaða sjálfsblekkingu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að ef þeir hefðu viljað áframhald viðræðnanna hefðu þeir þurft að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sem sé ekki heimska heldur meðvituð sjálfsblekking af ærnu tilefni.
Það verður að segjast eins og er að það virðist vera mikið til í þessu hjá Sighvati.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. júní 2013
Að svæfa eða ljúka aðildarviðræðum við ESB?
Það er nauðsynlegt að Alþingi samþykki formlega að ljúka aðildarviðræðum við ESB á sama hátt og Alþingi samþykkti að hefja viðræðurnar. Það er eðlilegt framhald af uppgjöf fyrri stjórnar í málinu, niðurstöðu kosninga og stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar sem nýtur meirihlutafylgis á Alþingi.
Í þessa veru ritar Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður, fyrrverandi ráðherra og fyrrum formaður Framsóknarflokksins í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag.
Í greininni segir Guðni þetta:
Ýmsir þeir sem vilja halda áfram aðlögun eða samningaviðræðum við ESB fara nú mikinn og fordæma ríkisstjórnarflokkana og væna þá um svik við kjósendur. Svikaumræðan nú stafar af því að Alþingi ályktaði að sótt yrði um aðild að ESB sumarið 2009 og sú ályktun standi þar til annað verði ákveðið. Ennfremur er því haldið fram að allavega Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort viðræðunum verði fram haldið eða hætt einhvern tímann á kjörtímabilinu. Þessi umræða og ákvarðanataka, sem virðist þvælast fyrir nýrri ríkisstjórn og ráðherrum, getur áður en varir skaðað trúverðugleikann og ESB botnar þetta ekki heldur. Allt er þetta sambærileg orðræða og á síðasta kjörtímabili sem nú er að fara í gang og þegar svikaumræðan tröllreið Vinstri-grænum og þeir voru eðlilega vændir um að hafa svikið sitt stærsta og eina kosningaloforð 2009. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, staddur á sínum Kögunarhól, og fleiri fara fyrir þessari umræðu. Umræðan er ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum hættuleg til lengdar. Ég vil trúa því að höggvið verði á allan vafa í þessu efni þegar Alþingi kemur saman til fundar í haust.
Ef sáttmáli stjórnarflokkanna er lesinn yfir finnst mér hann auðskilinn en ég heyri hann samt túlkaðan á mismunandi vegu eftir viðhorfum manna, hvort þeir vilja halda áfram í aðildarviðræðum eða ekki. Kaflinn hljóðar svo: »Gert verði hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.« Þetta þýðir að mínu viti að viðræðum er lokið og formlega beri að staðfesta það sem fyrst.
Alþingi verður að höggva á hnútinn
Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur farið á fund Stefans Füle, stækkunarsjóra ESB, og tilkynnt hlé á viðræðunum, já, hlé, ekki viðræðuslit. Össur Skarphéðinsson tilkynnti að hægt yrði á viðræðum í aðdraganda kosninganna eins og menn muna, ljósin dempuð. Í stjórnarsáttmálanum stendur að tekið verði saman tvennt: annars vegar staða samningaviðræðnanna og hins vegar þróun ESB frá því aðildarviðræður hófust 2010. Nú er sambandið að verða yfirþjóðlegt og gerræðislegt gagnvart ríkjum í erfiðleikum. Ég get hins vegar tekið undir það með Þorsteini Pálssyni að á þeim sama stað og viðræður voru settar í gang með ályktun 2009 verði einnig að ljúka þeim á Alþingi sjálfu. Þorsteinn segir: »Í fullveldi Alþingis felst að Ísland er umsóknarland þar til það sjálft ályktar annað.« Þarna liggur hundurinn grafinn og um þetta munu ríkja deilur. Þess vegna verður að virða þessa skoðun og kalla fram nýjan þingvilja til að framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar og að utanríkisráðherrann, Gunnar Bragi Sveinsson, standi á bjargi en ekki í sandi.
Þjóðarvilji, þingvilji og ríkisstjórnarvilji
Í haust þegar úttektin liggur fyrir og verður lögð fyrir Alþingi á á grundvelli hennar að samþykkja ályktun um að aðildarviðræðum um inngöngu Íslands í ESB verði slitið. Eins og hér er rakið stendur samþykktin frá 2009 verði hún ekki rofin með nýrri ályktun Alþingis, munu þeir sem vilja í ESB nota gömlu ályktunina eins og arfasátuna forðum í brennunni, kveikja við hana bál og ófrið sem verður ríkisstjórninni hættulegur. Alltaf er best í átakamálum að ganga hreint til verks og höggva á hnútana. Það getur ekki verið erfitt fyrir stjórnarflokkana að gera þetta afdráttarlaust. Báðir boðuðu þeir þetta í kosningabaráttunni og kallast nei-flokkar sem unnu afgerandi kosningasigur. Samfylkingin, ESB-flokkurinn, tapaði kosningunum og ellefu þingmönnum. Afdráttarlaus fannst mér þjóðhátíðarræða forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, á þjóðhátíðardaginn um sjálfstæði Íslands og þar kom fram hörð gagnrýni á ESB fyrir aðförina að Íslandi í Icesave. Og ekki lyfti ESB hönd til að verja okkur í hryðjuverkaárás Bretanna að efnahag Íslendinga, sem er versta aðför að sjálfstæðu ríki - og það Natóþjóð gegn annarri vopnlausri Natóþjóð. Það þarf síðan þjóðarvilja, þingvilja og ríkisstjórnarvilja til að fara í aðildarviðræður við ESB að nýju. Komi fram ríkisstjórnarvilji síðar sem ekki er til staðar nú þarf fram að fara þjóðaratkvæðagreiðsla um málið. Utanríkisráðherra á því aðra ferð fyrir höndum til Brussel í haust til að tilkynna endanlega niðurstöðu ríkisstjórnar og Alþingis; að viðræðunum sé slitið. Góður vilji Gunnars Braga eða hljómmikil ræða dugar skammt. Alþingi verður að klára málið.
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 328
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2430
- Frá upphafi: 1188211
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar