Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
Föstudagur, 31. janúar 2014
Baráttan gegn aðild að ESB vekur athygli í Bretlandi
Það er fróðlegt að lesa skrif Richards North um baráttuna hér á landi gegn aðild að ESB. Með skrifum hans fylgir lýsandi mynd um hið erfiða verkefni Samfylkingarinnar við að draga Ísland inn í Evrópusambandið.
Richard, sem hélt erindi í Háskóla Íslands í gær, greinir í skrifum sínum frá samtölum sínum við Ernu Bjarnadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Þar er m.a. fjallað um ferli umsóknar og aðlögunarviðræðna. Fyrrverandi ríkisstjórn og forsvarsmenn ESB sögðu að ekki ætti að taka langan tíma að klára það litla sem út af stæði í samningagerð. Markmið íslenskra stjórnvalda hefðu þó lítt verið gerð opinber.
Skrif Richards North eru hin skemmtilegasta lesning.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 30. janúar 2014
Evran eykur fátækt á Spáni
Evran eykur fátæktina á Spáni. Rúmleg þriðjungur barna býr við fátæktarmörk. Ein af ástæðunum er kreppan á Spáni sem evran á hlut að. Aðhaldsaðgerðir ESB gera ástandið enn verra. Atvinnuleysi er nú tæplega 30% á Spáni.
Mbl.is segir svo frá:
Rúmlega þriðjungur spænskra barna búa við fátæktarmörk að sögn góðgerðasamtakanna Save the Children. Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda á Spáni hafi ennfremur gert ástandið verra.
Fram kemur í frétt AFP að samtökin vísi í nýjustu tölur frá Evrópusambandinu þess efnis að 2,8 milljónir einstaklinga undir 18 ára aldri hafi verið við fátæktarmörk árið 2012. Það samsvararði um 33,8% spænskra barna.
33,8% spænskra barna við fátæktarmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 30. janúar 2014
Hvað er Já Ísland að fela? Hver var spurning nr. 1?
Glöggir lesendur hafa tekið eftir því að Já Ísland birtir ekki fyrstu spurninguna í þeirri skoðanakönnun sem greint var frá í dag.
Þetta vekur náttúrulega upp spurningar um hver sú spurning hafi verið og ekki síður hver svörin voru þar.
Hvað er Já Ísland að fela?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. janúar 2014
Sighvatur Björgvinsson telur það heimsku að ætla sér þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður
Þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna um aðild að ESB nú yrði á skjön við það lýðræðislega ferli sem átt hefur sér stað undanfarin 5 ár. Samfylkingin knúði í gegn samþykkt Alþingis um umsókn að ESB. Hún hafði allt kjörtímabilið til að klára málið en hafði ekki erindi sem erfiði og gafst upp hálfu ári áður en kjörtímabilinu lauk. Að láta kjósa um framhald viðræðna væri algjörlega á skjön við eðlilegan gang málsins.
Stjórnmálafræðingar og aðrir sérfræðingar um stjórnmál hljóta að sjá þetta í hendi sér. Æ fleiri líta á það sem hina mestu firru að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal þjóðarinnar nú í ljósi þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað frá síðustu kosningum. Ný ríkisstjórn er tekin við sem á grunni samþykkta landsfunda og flokksþinga og kosningastefnuskrár hefur samþykkt skýran sáttmála og verkefnaskrá fyrir ríkisstjórnina. Þar segir skýrum stöfum að hætta eigi viðræðum. Ríkisstjórnarflokkarnir séu á móti aðild. Það er því engin pólitísk ástæða til þess að hefja viðræður að nýju. Það væri í raun og veru hlálegt eins og Sighvatur Björgvinsson, Alþýðuflokksmaður og fyrrverandi ráðherra, sagði svo skýrt í greinarskrifum fyrir stuttu, en greinin ber heitið Hrunið og heimskan.
Sighvatur sagði það sjálfsblekkingu og undarlegt að ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun láti sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist í aðildarviðræðum við Evrópusambandið þegar núverandi ríkisstjórn, allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafi lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB.
Sighvatur segir að Þorsteinn og Benedikt ættu að gera sér grein fyrir þessu. Þeir séu hins vegar haldnir meðvitaðri sjálfsblekkingu.
Það eru margir fleiri en Sighvatur sem hafa fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um aðild að ESB með sama hætti. Þorfinnur Ómarsson er einn þeirra. Hann sagði meðal annars um miðjan þennan mánuð að ríkisstjórnin hefði fullt lýðræðislegt umboð til þess að stöðva viðræðurnar við ESB.
Þessi rök þeirra Sighvats og Þorfinns vilja heitustu talsmenn ESB-aðildar Íslands ekki heyra minnst á. Þeir eru fastir í þeirri sjálfsblekkingu sem Sighvatur lýsti svo vel; það yrði hlegið að okkur í Brussel ef ríkisstjórn sem væri á móti aðild kæmi þangað í þeim tilgangi að semja um aðild.
Við lokin á þessu innleggi vaknar sú spurning hvort ekki þyrfti að bjóða upp á námskeið í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands þar sem farið væri fræðilega, faglega og af reynslu í þessa umræðu.
Kannski Sighvatur Björgvinsson gæti tekið að sér að vera stundakennari í námskeiði af slíku tagi. Umræðan bendir til þess að ekki væri vanþörf á slíku.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 30. janúar 2014
Reglur ESB munu víkja fyrir reglum stofnana Sameinuðu þjóðanna
Ég tel næstum því 100% líkur á því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið á næstu árum, segir dr. Richard North, rithöfundur og stjórnmálaskýrandi, en hann mun flytja erindi í hádeginu í dag um nýjustu ritgerð sína, Noregskosturinn (The Norway Option), þar sem hann færir rök fyrir þeim valkosti Breta að ganga aftur í EFTA og taka upp EES-samninginn í stað þess að vera áfram í Evrópusambandinu. Erindið hefst í stofu 101 í Odda hjá Háskóla Íslands kl. 12.
North segir að nafngiftin sé komin til þar sem Noregur sé stærsta ríkið af þeim þremur sem eru í EFTA og EES. Ég hefði, til að gæta sanngirni, átt að láta heitið vera Noregs-Íslands-Liechtenstein-kosturinn, segir North, en bendir jafnframt á með glettni að skammstöfun þessara þriggja landa á ensku myndi vera Núll-kosturinn.
Viljum sömu völd og þið
North tók fram að helsta gagnrýnin gegn hugmynd sinni væri sú að efnahagur Noregs væri svo ólíkur efnahag Bretlands, að Noregs-kosturinn ætti ekki við. Efnahagur Noregs byggðist á olíu og mannfjöldinn væri mun minni en á Bretlandi. Noregur væri því líkari Skotlandi en öllu Bretlandi.
En hvers vegna ættu Bretar þá að ganga í EES? Við myndum vilja vera jafnvaldamikil og þið, segir North, og hafa okkar málefni í eigin höndum. Staða Íslands þyki því öfundsverð á Bretlandi. North segir að það sem hann hafi komist að, þegar hann var að rannsaka Noregskostinn, sé það hversu valdamikil í raun þessi lönd gætu verið á alþjóðavettvangi.
Hnattvæðingin hefur gjörbreytt valdajafnvæginu á milli Evrópusambandsins og ríkja sem standa utan þess, segir North. Reglur Evrópusambandsins séu í síauknum mæli samdar á alþjóðlegu stigi, og Norðmenn hafa áttað sig á því. North nefnir sem dæmi viðtal sem hann tók við norskan dýralækni, sem vann fyrir norsk stjórnvöld, og sat fyrir þeirra hönd sem formaður nefndar Alþjóðamatvælaskrárráðsins um fisk og fiskafurðir. Í krafti setu sinnar þar hefði Noregur getað haft gríðarleg áhrif á alþjóðlegt lagaumhverfi um fisk og fiskvinnsluvörur, sem Evrópusambandið neyddist síðan til þess að taka upp vegna eigin skuldbindinga undir alþjóðarétti.
Þannig að Noregur í þessu tilfelli býr til reglurnar fyrir Evrópusambandið, faxar þær til Brussel, þar sem menn neyðast til að taka þær upp, þeir setja stimpil Evrópusambandsins á þær og faxa áfram til Óslóar! North segir að fleiri dæmi þessa þekkist nú enda séu alþjóðlegar nefndir af þessu tagi til í nærri þúsunda tali. Evrópusambandið líkist því einna helst heildsala og dreifingaraðila á lögum og reglugerðum frekar en framleiðanda, segir North og bætir við að fyrir Breta skjóti það skökku við að þegar verið sé að semja þær reglur sem á endanum gildi í Bretlandi eigi ríki eins og Ísland, þar sem færri búa en í einu hverfi í London, sæti við borðið, en Bretar ekki, þar sem fulltrúi Evrópusambandsins sjái um það fyrir þeirra hönd. Íslendingar eru því miklu valdameiri í alþjóðasamfélaginu en við.
Vill að Bretar skoði aðild að EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. janúar 2014
Evrulöndin taka á sig miklar þrengingar
Litháen stefnir á evru 2015 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. janúar 2014
Þetta er bara misskilningur með ESB og friðinn
Um leið og við fögnum þeirri staðreynd að Evrópuríki viðurkenni í dag mikilvægi friðsamlegra samskipta þá er það sögulega ónákvæmt og misvísandi að tengja það eingöngu við Evrópusamrunann. Sérhver sagnfræðileg greining á Evrópu eftirstríðsáranna verður að taka mið af gríðarlega mikilvægum þætti Atlantshafsbandalagsins (NATO), kalda stríðsins og Bandaríkjanna í að varðveita friðinn.
Þetta segir í aðsendri grein vefsíðubreska dagblaðsins Guardian í gær sem tíu fræðimenn á sviði sagnfræði, meðal annars við háskólana í Cambridge og Oxford, undirrita. Greinin er viðbrögð við grein eftir Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, í sama blaði síðastliðinn mánudag þar sem ráðherrann gerði meðal annars að umfjöllunarefni sínu vaxandi gagnrýni á Evrópusambandið (ESB) og hélt því fram að sambandið og forverar þess hefðu tryggt friðsamleg samskipti á milli Evrópuríkja.
Fræðimennirnir benda ennfremur á að ESB hafi mistekist hrapalega að koma í veg fyrir stríðsátök á Balkanskaganum sem og samfélagsleg átök í ríkjum við Miðjarðarhafið sem efnahagsstefna sambandsins hefði stuðlað að. Ekki væri rétt að afskrifa alla gagnrýni á ESB með því að tengja hana við á þjóðernishyggju. Ógagnsæi og skortur á lýðræðislegri ábyrgð einkenna sem fyrr stofnanir ESB. Í stað þess að beina reiði sinni að þeim sem kvarta undan skorti á lýðræði innan sambandsins ættu leiðtogar þess að viðurkenna þörfina fyrir umbætur sem forgangsverkefni.
Fræðimennirnir sem undirrita greinina eru David Abulafia prófessor við Cambridge University, dr. David Starkey, Andrew Roberts, Nigel Saul prófessor við University of London, dr. Brian Young hjá Oxford University, dr. Robert Crowcroft hjá University of Edinburgh, dr. Hannes Kleineke, Robert Tombs prófessor við Cambridge University, dr. Richard Rex hjá Cambridge University og Jeremy Black hjá University of Exeter.
ESB ekki eitt um að tryggja friðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. janúar 2014
Eiríkur Bergmann segir að skuldir hefðu orðið meiri ef við hefðum verið í ESB
Það var mjög athyglisvert að heyra doktor Eirík Bergmann stjórnmálafræðing halda því fram í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld að ef Íslendingar hefðu verið í ESB fyrir hrunið hefðu opinberar skuldir verið langtum meiri en þær eru núna.
Það var jafnframt fróðlegt að heyra fullyrðingu Helga Seljan fréttamanns að hið evrópska regluverk hafi gert bankaútrásina og bankavöxtinn mögulegan, en þetta evrópska kerfi hafi ekkert komið okkur að haldi þegar í óefni var komið.
Það er gott að heyra að tveir svo málsmetandi menn skulu taka undir með því sem lengi hefur verið haldið fram hér á þessum vef:
1. Ein af forsendum þess að útrás bankanna var möguleg og um leið hinn mikli vöxtur bankakerfisins sem óx íslensku hagkerfi yfir höfuð voru hinar samevrópsku reglur sem gerðu það að verkum að þegar banki hafði fengið starfsleyfi hér á landi fékk hann í raun leyfi til að hefja starfsemi í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu. Það voru hins vegar engar nægilegar varnir eða nægt eftirlit yfir landamæri, hvað þá sameiginleg ábyrgð þeirra ríkja þar sem þessir bankar störfuðu. Því var hið evrópska regluverk eitraður kokteill fyrir Íslendinga.
2. Ef við hefðum verið í ESB fyrir hrunið hefðu stjórnvöld stærstu ESB-ríkjanna þvingað íslenska ríkissjóðinn til þess taka á sig ábyrgðir, ekki bara Icesave, heldur miklu stærri hluta af skuldum bankakerfisins. Það hefði leitt til þess að íslenska ríkið hefði orðið ógjaldfært og Íslendingar hefðu verið í jafn vondum ef ekki verri málum en Grikkir.
Það er mjög athyglisvert að heyra Eirík Bergmann viðurkenna þetta eftir margra ára rannsóknir. Reyndar vissu sumir íslenskir embættismenn og sumir stjórnmálamenn þetta þegar árið 2008. Þess vegna var farin sú leið sem farin var með neyðarlögunum margfrægu.
Það er hins vegar gott til þess að vita að þessar staðreyndir skuli smám saman síast inn í vitund fræðimanna og fjölmiðlamanna.
Batnandi mönnum er best að lifa.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. janúar 2014
Sigurður Ingi Jóhannsson harmar hótanir ESB um ólöglegar viðskiptaþvinganir
Ég verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það að hótanir um viðskiptaaðgerðir séu á ný í umræðunni. Slíkar aðgerðir væru ólögmætar og það ýtir ekki undir jákvæðan framgang viðræðna að draga þær inní umræðuna, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, atvinnuvegaráðherra, um ummæli Mariu Damanakis sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins. Í netútgáfu Spiegel í gærkvöldi hótaði hún Íslendingum og Færeyingum refsiaðgerðum gengu þeir ekki til samninga fyrir vikulok.
Sigurður Ingi segist ekki telja rétt að tjá sig um gang eða beint inntak þeirra viðræðna sem nú standa yfir á meðan þær fara fram, en viðræðufundur stendur nú yfir í Bergen í Noregi.
Til þess að samningar náist verða öll strandríkin að vera tilbúin til þess að gefa eitthvað eftir. Færeyingar þurfa nú að taka sig saman í andlitinu og nálgast viðræðurnar lausnamiðað og Noregur að huga að orðspori sínu sem fiskveiðiþjóð sem stýrir veiðum með sjálfbærum hætti og hefur vísindaráðgjöf að leiðarljósi. Það er einstakt tækifæri til að leysa deiluna nú sem við höfum lagt okkar ítrasta af mörkum til að nýta og ég kalla eftir því að hin ríkin geri það sama.
Þau ár sem deilan hefur staðið yfir hefur málstaður Íslands staðfastlega verið sá að málið skuli leysa á vísindalegum grunni og stuðlað skuli að sjálfbærum veiðum. Styðjast þarf við nýjustu upplýsingar um göngumynstur stofnsins, fæðustöðvar hans og horfa til þeirra breytinga sem hafa orðið í hafi. Málið ber að nálgast í gegnum samningaviðræður, ekki hótanir um ólöglegar viðskiptaþvinganir.
Slitni upp úr viðræðum nú orsakast það ekki af skorti á samningsvilja okkar. Ísland hefur lagt sitt af mörkum til þess að nálgast niðurstöðu. Samningamenn okkar reyna nú til þrautar að leiða að samkomulagi í Björgvin en ég get því miður ekki sagt að það sé augljóst að það takist, segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Miðvikudagur, 29. janúar 2014
Vaxandi yfirgangur ESB í makríldeilunni
Færeyingum og Íslendingum hefur verið gert rausnarlegt tilboð um lausn makríldeilunnar af hálfu Evrópusambandsins og taki þeir því ekki fyrir lok þessarar viku mun sambandið hefja samninga við Norðmenn án aðkomu þjóðanna tveggja. Taki Færeyingar og Íslendingar ekki tilboðinu kunna þjóðirnar ennfremur að standa frammi fyrir refsiaðgerðum.
Þetta segir Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, í samtali við fréttavef þýska blaðsins Spiegel í dag. Viðræður hófust í Bergen í Noregi í morgun um lausn deilunnar. Möguleikinn á refsiaðgerðum er enn til staðar, segir hún. Hins vegar vonist hún eftir að samningar náist á síðustu stundu. Viðræður við Íslendinga og Færeyinga að undanförnu gefi vonir um að það takist.
Evrópusambandið hefur boðið Íslendingum og Færeyingum 11,9% hlutdeild í árlegum makrílkvóta en þjóðirnar hafa til þessa farið fram á 15-16% hlutdeild. Norðmenn telja hins vegar 11,9% vera of hátt hlutfall og hafa lagst gegn því. Sama er að segja um stjórnvöld á Írlandi en þau eru hins vegar ekki beinir aðilar að viðræðunum heldur semja fulltrúar Evrópusambandsins fyrir hönd þeirra.
Hótar refsiaðgerðum vegna markrílsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 330
- Sl. sólarhring: 334
- Sl. viku: 2432
- Frá upphafi: 1188213
Annað
- Innlit í dag: 312
- Innlit sl. viku: 2190
- Gestir í dag: 292
- IP-tölur í dag: 289
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar