Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014
Sunnudagur, 16. mars 2014
Icesavefólkið vill inn í ESB
Sunnudagur, 16. mars 2014
Ásta Guðrún Helgadóttir Pírati segir engar undanþágur í boði
Sífellt er rifist um það hvort varanlegar eða tímabundnar sérlausnir eða undanþágur geti fengist í samningum við Evrópusambandið með sérstakri áherslu á landbúnað og sjávarútveg. Svo virðist sem ríkisstjórnarflokkarnir geri sér ekki grein fyrir því að aðild að Evrópusambandinu og reyndar Evrópusambandið sjálft er ævarandi samningsferli í stöðugri þróun en ekki bundin einum 100.000 blaðsíðna óbreytanlegum reglupakka. Þetta hafa stjórnarherrar reyndar verið duglegir að benda á. Þeir vilja ekki ganga inn í sambandið sem er í stöðugri þróun. Ef þeir segja við Evrópusambandið að við viljum varanlegar undanþágur er það vegna þess skiljanlegt að Evrópusambandið lyfti brúnum. Það er ekki tilbúið að skuldbinda sig um tiltekið fyrirkomulag um aldur og ævi.Þetta var athyglisverð játning píratans, og ekki síður sú játning sem fylgdi á eftir þegar Brynhildur Pétursdóttir í Bjartri framtíð sagðist sammála hverju einasta orði.
Sunnudagur, 16. mars 2014
Landsfundarsamþykkt er líka kosningaloforð
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. mars 2014
Árni Páll sagði meirihluta þjóðarinnar vera skyni skroppinn
Það er frægt þegar Árni Páll Árnason sagði í sjónvarpsþætti þegar hann barðist um að fá stöðu formanns Samfylkingarinnar að sá hluti þjóðarinnar sem ekki var sammála honum í Evrópumálum væri skyni skroppinn.
Nú er meirihluti þjóðarinnar á móti Árna Páli í málinu. Ætli það sé ekki fremur til marks um að Árni Páll sé skyni skroppinn?
Katrín Júlíusdóttir, núverandi varaformaður Samfylkingar, tók undir með Árna Páli og sagði að þjóðin kynni ekki að tala um ESB. Þetta má sjá í meðfylgjandi frétt.
Baráttan snýst um þjóðarhag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 15. mars 2014
Kemur ekki til greina að sækja aðild að ESB - sagði Steingrímur vorið 2009
Í fjölmiðlum er nú greint frá því að Steingrímur Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna, hafi svarað því afdráttarlaust neitandi fyrir kosningarnar 2009 að til greina kæmi að Vinstri græn styddu það að sótt yrði um aðild að ESB.
Eyjan.is fjallar m.a. um þetta hér: Eyjan.is
Það hefur alla tíð verið á stefnuskrá Vinstri grænna að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið utan ESB, auk þess sem Vinstri græn hafa almennt ýmislegt við ESB að athuga, svo sem er varðar lýðræðishalla, hernaðarhyggju og fleira.
Hvenær kemur að því að Vinstri græn munu fylgja stefnu sinni og sannfæringu í ESB-málinu?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. mars 2014
Ráðstefna næsta laugardag um fullveldi þjóða og Evrópusamrunann
Næstkomandi laugardag verður haldin ráðstefna um fullveldi þjóða og Evrópusamrunann á Hótel Sögu. Fjöldi fyrirlestra og ávarpa verður flutt. Meðal þeirra sem flytja ávörð eru Josef Motzfeldt, þingismaður og fyrrverandi ráðherra í Grænlandi og Dag Rydmark, sérfræðingur í Norðurslóðamálum og talsmaður Miðflokksins í Noregi.
Ráðstefnan verður haldin næstkomandi laugardag, 22. mars, á Hótel Sögu, 2. hæð. Hún hefst kl. 9:30 og er öllum opin.
Ráðstefnan er haldin af samtökunum Nei við ESB, Ísafold, Herjan, Heimssýn og Nei til EU.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. mars 2014
Írskir sjómenn ósáttir við ESB
Samtök írskra sjómanna eru allt annað en sátt við samkomulag Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyinga um makrílveiðar til næstu fimm ára sem gengið var frá í vikunni. Telja samtökin að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi hvorki staðið vörð um hagsmuni írskra sjómanna með því að samþykkja samkomulagið né annarra sjómanna innan sambandsins.
Svo segir í frétt á mbl.is. Þar segir enn fremur:
Fram kemur á fréttavefnum Donegal Democrat að Samtök írskra sjómanna geti ekki stutt samkomulagið um makrílinn í ljósi þess að með því væri Færeyingar verðlaunaðir fyrir óábyrgar makrílveiðar á undanförnum árum og stóraukin hlutdeild tekin frá fyrir Ísland, Rússland og Grænland frá því sem áður hafi verið.
Haft er eftir Sean ODonoghue, formanni samtakanna, að ekki sé hægt að draga aðra ályktun af samkomulaginu en að óábyrg framganga Færeyinga hafi skilað sér sem skapi slæmt fordæmi til framtíðar í ljósi þess að flestir uppsjávarstofnar í Norðaustur-Atlantshafi séu deilistofnar. Grænlendingar hafi þegar tekið upp sömu hegðun.
Coveney varð undir innan ráðherraráðsins
Ég tel að ástæðan fyrir því að við stöndum frammi fyrir þessari óásættanlegu stöðu þegar kemur að aflahlutdeild sé óskynsamleg framganga framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem eina samningsaðilans fyrir hönd sambandsins í slíkum samningum. Núverandi sjávarútvegsstjóri, Maria Damanaki, hefur að mati samtakanna einangrað sig frá sjávarútveginum með því að neita að verja með fullnægjandi hætti hagsmuni sjómanna á Írlandi og annars staðar innan Evrópusambandsins. Þetta er þvert á stöðu mála hjá hinum strandríkjunum þar sem Norðmenn, Íslendingar, Færeyingar, Rússar og Grænlendingar verja sjávarútveg sinn af krafti, segir ODonoghue.
Fyrir vikið hafi niðurstaðan orðið sú að Evrópusambandið hafi gefið eftir verðmæta hlutdeild í makrílstofninum sem írskir sjómenn hafi unnið að því að byggja upp undanfarin ár. Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands, hafi barist af hörku gegn hærri aflahlutdeild til Færeyinga og Íslendinga en hann hafi hins vegar verið einn í þeirri baráttu í ráðherraráði Evrópusambandsins. Án baráttu hans hefði niðurstaðan þó orðið verri. Einkum með tilliti til gagnkvæms aðgengis að lögsögum.
Írland lítill fiskur í stórri tjörn innan ESB
Sama sjónarmið kemur fram hjá Martin Howley, formanni Samtaka sjómanna í Killybegs stærsta útgerðahafnarbæjar Írlands, á fréttavef írska dagblaðsins Irish Examiner. Hann segir að verkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi verið að vernda makrílstofninn en samkomulagið, sem þýði verulega veiði umfram ráðgjöf, bendi til þess að Damanaki hafi viljað ná samningi hvað sem það kostaði.
Ríkisstjórn okkar og Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýskaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika. Við fáum aukna aflaheimild en við teljum þetta ekki vera gott samkomulag fyrir Írland, segir hann ennfremur.
Vilja að ESB beiti Grænland refsiaðgerðum
Þá segir í fréttinni að samtökin hafi kallað eftir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins beitti Grænland refsiaðgerðum vegna makrílveiða þeirra. Haft er eftir Coveney að þó hann væri mjög á móti ýmsum hlutum samkomulagsins á milli Evrópusambandsins, Norðmanna og Færeyja væri hann sammála því að mikilvægt væri að ná samkomulagi um makrílveiðarnar.
Telja ESB ekki verja írska hagsmuni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. mars 2014
Framtíð Íslands utan ESB
Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfesti að Íslendingar fá engar varanlegar undanþágur varðandi sjávarútveg eða landbúnað. Þetta hefur að vísu alltaf komið skýrt fram þegar rætt hefur verið við talsmenn ESB og þeir hafa ekki verið að stunda blekkingarleikinn sem stuðningsmenn sambandsins hér á landi hafa verið að gera. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu hrikaleg áhrif það hefði á lífskjör komandi kynslóða á Íslandi ef forráð yfir helstu auðlindum landsins yrðu afhent einhverjum embættismönnum í Brussel. Um þær afleiðingar eru flestir sammála. Aðlögun Íslands að Evrópusambandinu hefur þó fleiri slæmar afleiðingar í för með sér eins og almenningi hefur orðið æ ljósara undanfarið. Í ljósi þessa er eina rétta ákvörðunin, sem núverandi ríkisstjórn getur tekið varðandi umsókn Íslands, að draga hana til baka. Við það myndu margir möguleikar opnast. Sá möguleiki sem liggur ljósast fyrir er aukin viðskipti og samstarf við Bandaríkin, sem hafa dregist mikið saman vegna aðlögunarferlis Íslands að Evrópusambandinu. Þetta aðlögunarferli er hægt að stöðva og vinda ofan af, enda eru margar reglugerðir sem samþykktar eru í gegnum EES-samninginn afturkræfar ef vilji er fyrir hendi. Það er ljóst að það væri stjórnarskrárbrot ef Brussel hefði meiri löggjafarvald á Íslandi en Alþingi Íslendinga. Í lengri tíma hafa íslenskir embættismenn beitt Alþingi miklum þrýstingi til að samþykkja reglugerðir frá Brussel sem hafa í sumum tilfellum verið hreint og beint skaðlegar íslenskum hagsmunum. Þar nægir að geta tæknilegra viðskiptahindrana á innflutningi bíla, barnastóla og annarra vara frá Bandaríkjunum og þjóðum utan Evrópusambandsins. Dæmi um skaðlegar reglugerðir eru þó margfalt fleiri og í mörgum tilfellum mikil höft á athafnafrelsi einstaklingsins og meira í ætt við hugmyndir frá tímum kommúnismans en reglugerðir settar á 21. öldinni. Þessar reglugerðir eru þess valdandi að samkeppnishæfni Íslands versnar og lífskjör dragast saman og löngu orðið tímabært að endurskoða þær.
Ef ríkisstjórnin afturkallaði aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu yrðu það skýr skilaboð um að Ísland hefði áhuga á meiri samstarfi við nágrannaþjóðir okkar í vestri. Sú stefnubreyting yrði sem eitur í beinum margra ESB-sinna, sem sjá enga framtíð nema í faðmi ESB, en aukin samskipti við Bandaríkin eru örugglega í samræmi við þjóðarvilja. Það væri alls ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að Bandaríkin vildu gera fríverslunarsamning við Ísland ef sú stefna yrði tekin að hætta við frekari innlimun í Evrópusambandið. Þar yrði hægt að taka meira tillit til hagsmuna Íslands en væntanlegur fríverslunarsamningur á milli ESB og Bandaríkjanna, sem er að vísu búið að leggja á ís í bili vegna andstöðu Frakka. Fríverslunarsamningur við Bandaríkin yrði mikil lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og aukinn innflutningur frá Bandaríkjunum, þegar tæknilegum viðskiptahindrunum yrði rutt úr vegi, myndi auka kaupmátt almennings, enda eru frjáls viðskipti og aukin samkeppni á jafnréttisgrunni ávallt til góðs.
Evrópusambandið er í grunninn tollabandalag, sem myndar varnarmúra utan um hagsmuni stórfyrirtækja í Evrópu og í eðli sínu berst það gegn frjálsum viðskiptum milli þjóða. Það má leiða rök að því að lífskjör almennings í sumum ríkjum Evrópu hafa versnað m.a. vegna aukinna hafta og minna viðskiptafrelsis Evrópuþjóða við þjóðir utan Evrópu. Það eru alls ekki hagsmunir Íslands að festast inni í tollabandalagi sem hefur allt aðra hagsmuni en íslenskt atvinnulíf. Viðskiptafrelsi við þjóðir heims á verulega undir högg að sækja á Íslandi vegna margvíslegra reglugerða sem teknar eru inn í gegnum EES-samninginn. Reglugerðir sem engin ástæða hefur verið til að taka upp í mörgum tilfellum. Það er erfitt að ímynda sér að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur ávallt barist fyrir frelsi í viðskiptum og minni afskiptum ríkisvaldsins af lífi einstaklingsins, geti stutt frekari aðlögun að ESB, þegar afleiðingarnar eru sífellt að verða ljósari.
Fimmtudagur, 13. mars 2014
Neyðin í Evrópu er ekki í rénun
Nadja Lundholm Olsen, sérfræðingur í félags- og vinnumarkaðsmálum Evrópu segir verulega hættu á að æ fleiri Evrópubúar lendi í langtímaatvinnuleysi og muni þurfa á neyðarhjálp að halda. Nú þegar deilir Rauði krossinn út meiri neyðarhjálp í Evrópu en í Afríku samkvæmt erlendum fréttum.
Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.
- Um 26 milljónir Evrópubúa á vinnumarkaði eru án atvinnu.
- Um 23 prósent ungs fólks á vinnumarkaði eru án atvinnu.
- Langtímaatvinnuleysi er nokkru meira í evrulöndunum en öðrum ESB-löndum.
- Tiltölulega fáir atvinnulausir flytjast á milli landa í atvinnuleit.
Fimmtudagur, 13. mars 2014
Forkastanleg vinnubrögð ESB
Það er ljóst að ESB kom ekki hreint fram við Íslendinga í viðræðum um makrílveiðar. Enn vofa hótanir ESB yfir Íslendingum vegna þessara deilna. Hefði verið betra að vera innan ESB og leyfa ESB bara að ráða þessu?
Sjá einnig athyglisverðan pistil hér.
Forkastanleg framkoma gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 230
- Sl. sólarhring: 361
- Sl. viku: 2639
- Frá upphafi: 1166013
Annað
- Innlit í dag: 186
- Innlit sl. viku: 2277
- Gestir í dag: 177
- IP-tölur í dag: 177
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar