Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Árið 2014 markar djúp spor í Evrópusöguna

Ársins 2014 verður minnst í sögunni fyrir að þá mótmæltu íbúar í ESB-löndunum samrunaþróun Evrópu og þeim aðgerðum sem stjórnmálaforingjar ESB-ríkjanna hafa gripið til. Kosningarnar sýna að um þriðjungur íbúa álfunnar er óhress með þróunina og vilja minna af ESB. 

Andstaðan kemur nánast úr öllum áttum en í nokkrum löndum er hún mest áberandi til hægri og vinstri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Í nýju hefti af tímaritinu The Economist sést að óánægjuflokkar fengu um 40% fylgi í Grikklandi, tæplega 30% í Bretlandi og á Ítalíu, um 25% í Danmörku og Frakklandi og 20% í Austurríki. Um þriðjungur fulltrúa á ESB-þinginu verður andsnúinn ESB-kerfinu.

Þá vekur það athygli að kosningaþátttakan fór niður fyrir 20% í fáeinum löndum og var í heild bara um 50% þrátt fyrir að fólk sé skyldað til að taka þátt í Belgíu og víðar. 

(Smellið tvisvar á myndina til að sjá hana í góðri stærð)

 

WichtigeEuro-Skeptiker

 


Grunur um ólöglegan ESB-banana á ferð?

ESB_banani_

Fréttir herma að miklu magni banana sem ekki samræmdust stærð og lögun samkvæmt viðmiðum ESB hafi verið hent í ESB-löndunum á meðan reglugerðir um slíkt voru í gildi.

Spurning hvort lögreglan sem fann þennan banana hafi samband við staðlaráð landbúnaðarafurðadeildar ESB í Brussel?


mbl.is Fundu risastóran banana við Álftanes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hefði orðið Grikkland norðursins með evru segir Þorsteinn

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði á fundi Evrópustofu, ASÍ, SA og SI í morgun að Ísland hefði orðið að Grikklandi norðursins ef við hefðum verið með evru fyrir hrunið.

Það er sem sagt mat aðalforystumanns samtaka atvinnulífsins að ástandið hér á landi hefði orðið hrikalegt ef við hefðum verið með evru fyrir hrunið og í hruninu.

Það er líklegt að þessi forystumaður í atvinnulífinu sé með puttann betur á púlsinum en ýmsir aðrir sprenglærðir spámenn sem hafa tjáð sig um efnahagsmálin og þróun þeirra.

Einn þeirra talaði um kúbverskt ástand ef við samþykktum ekki Icesave-klyfjarnar og annar um norður-kóreskt ástand. 


Hollande vill minna af ESB

Forseti Frakklands segir nauðsynlegt að draga úr völdum ESB; það sé of flókið, fjarlægt og óskiljanlegt almenningi. ESB þurfi að hætta að afskiptum af málum sem engin þörf sé á að skipta sér af.
 
hollandeesb
Hollande telur að kostnaðurinn við evrukreppuna hafi verið allt of mikill. Sparnaðurinn hafi farið illa í fólk. 
 
Angela Merkel viðurkennir loks að evran hafi haft í för með sér gífurlegan mismun í samkeppnishæfni landa. Það er skiljanlegt að Þjóðverjar séu minnst óánægðir með evruna og ESB þar sem þeir hafa farið best út úr evrukreppunni, þökk sé því að þeim hefur tekist að halda aftur af verðhækkunum á útflutningsvörum og því unnið samkeppnina við Frakka, Ítala og fleiri á vörumörkuðum.
 
Þessi hrikalegu úrslit fyrir Evrópuhugsjónina fá Merkel til að sjá ljósið og viðurkenna löngu þekktar staðreyndir. Evran stuðlar að sundurleitni í Evrópu. 
 
Og gamli maóistinn Barroso segir þörf vera á „sannri lýðræðislegri umræðu“. Hann heldur sjálfsagt að það séu aðeins menn á borð við hann og aðra innvígða fulltrúa ESB sem geti verið handafar sannleikans eða sannrar umræðu í þessum efnum. 
 
 


ESB-hugsunin hefur beðið skipbrot

Úrslit kosninga til ESB-þingsins sýna að sú stefna sem hefur verið ríkjandi hjá flokkum sem eru fylgjandi frekari samruma hefur beðið skipbrot. Sigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi er einn og sér algjört reiðarslag fyrir svokallaða Evrópuhugsjón.

Í Frakklandi, Bretlandi og Danmörku náðu þeir flokkar bestum árangri sem vilja sem minnst með ESB hafa að gera.  Meira en fjórði hver kjósandi kaus þessa flokka. 

Niðurstöður kosninganna eru enn merkilegri vegna þess að fólk sem er á móti ESB-hugsuninni sér oftar en ekki lítinn tilgang í því að taka þátt í ESB-kosningum vegna áhrifaleysis þingsins. Nógu margir af þessum efasemdarkjósendum mættu samt til að þeir urðu ótvíræðir sigurvegarar kosninganna.

Fabian Zuleeg, yfirmaður Evrópustefnumiðstöðvar í Brussel, segir að niðurstaða kosninga til ESB-þingsins hafi í för með sér meiri háttar erfiðleika fyrir samrunaþróunina í Evrópu.  

Það sem sameinar andstöðuflokkana, sem spanna í raun mest allt litrófið frá hægri til vinstri í pólitík, er andstaða við samrunaþróunina sem verið hefur í Evrópu. Niðurstöður kosninganna sýna að almenningur vill minna af sameiginlegum ESB-lögum, og minna af frjálsri för fjármagns og fólks.

Ýmsir fræðingar gera lítið úr vilja Evrópubúa og þessum flokkum með því að kalla þá „popúlístíska“. Niðurstaða kosninganna endurspeglar í raun aðeins vilja, óskir og væntingar stórs hluta íbúa Evrópu um betra líf og öðru vísi líf en boðið hefur veirð upp á af skrifræðisbákninu í Brussel.

Fólk vill ekki lengur búa við þá gjöreyðingu efnahagslífsns sem evran og sameiginleg efnahagsstjórn ESB hefur þvingað upp á stóran hluta álfunnar.

Þetta fólk er búið að fá nóg. 


mbl.is Margir vilja að Clegg segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-krítískir flokkar til hægri og vinstri vinna á í ESB-þingkosningunum

Stærstu sigrar í kosningunum til ESB-þingsins sem fjölmiðlar í Evrópulöndum hafa talað um í kvöld eru sigrar þeirra flokka sem eru mjög gagnrýnir á ESB-samstarfið og vilja margir þeirra að því verði slitið. Það á við um danska þjóðarflokkinn sem er langstærstur og fær 26% fylgi, en einnig um Þjóðfylkinguna í Frakklandi, með svipað fylgi, UKIP í Bretlandi og Svíþjóðarlýðræðisflokkinn sem fékk 10% atkvæða. 

Þessar kosningar eru áfall fyrir ESB og sýna að fólk í mörgum löndum Evrópu telur að sambandið sé að skipta sér um of af lífi borgarana og að slæmt atvinnu- og efnahagsástand í mörgum löndum sé meðal annars fyrir tilverknað evrunnar.

Jafnvel í Þýskalandi, sem hefur verið mótorinn í ESB-samvinnunni, hafa gagnrýnar raddir orðið æ háværari og útlit fyrir að flokkur sem vill leggja niður evruna fái sæti á ESB-þinginu. 

Stjórnmálaskýrandi sænska ríkissjónvarpsins sagði að Evrópusamvinnan hafi fengið á baukinn. 


mbl.is Krefst þess að þing verði leyst upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningarnar áfall fyrir ESB

Niðurstöður kosninganna til Evrópuþingsins eru visst áfall fyrir ESB. Það voru fréttaskýrendur sænska ríkissjónvarpsins sammála um í kvöld. Þeir flokkar sem eru almennt fylgjandi aukinni samvinnu í Evrópu undir merkjum ESB fengu að jafnaði ekki góða kosningu. Hins vegar fengu þeir flokkar yfirleitt betri kosningu sem hafa eitt eða fá mál á stefnuskrá sinni og voru heldur gagnrýnir á þróunina í ESB.

Sigur danska þjóðarflokksins er eitt af skýrum merkjum um þetta. 

Kosningaþátttakan var enn fremur heldur lítil, eða ríflega 40%. Stöðug hvatning stjórnvalda í öllum ríkjum ESB til íbúanna um að taka þátt í kosningunum skilaði ekki miklum árangri.

Evrópusamvinnan hefur beðið hnekki og ljóst að ráðandi öfl þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki beri að breyta um þá samrunastefnu sem verið hefur ríkjandi.

 


mbl.is Danski þjóðarflokkurinn með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíar volgir í ESB-kosningunum

Hugmyndafræði Pírata virðist vera á útleið í Svíþjóð. Þeir dala heldur í kosningum til ESB-þingsins þar í landi ef marka má síðustu skoðanakannanir  og ná ekki sæti en höfðu tvö áður.

Svíar eru reyndar efins um ýmislegt varðandi ESB. Það eru skiptar skoðanir um stefnu ESB í umhverfismálum, um baráttu gegn glæpum og um frelsi verktakafyrirtækja til að greiða laun langt fyrir neðan launataxta í viðkomandi löndum.

Sænskur almenningur og flestir stjórnmálamenn vilja ekki sjá evruna. Svíar ætla ekki að vera með í bankabandalagi ESB. 

Þátttaka í kosningunum í Svíþjóð til ESB-þingsins virðist þó ætla að verða með mesta móti, bæði í samanburði við önnur aðildarlönd og í sögulegu samhengi. Ríflega helmingur kjósenda í Svíþjóð segist ætla að kjósa um þá 20 fulltrúa sem Svíar fá af 751 fulltrúa á ESB-þinginu.

Kratarnir virðast ætla að halda sínum hlut og fá 6 fulltrúa eins og síðast, árið 2009. Umhverfisflokkurinn hefur sótt í sig veðrið og stefnir í að fá fjóra allra síðustu daga, líkt og hófsami hægri flokkurinn (Modearterna). Vinstri græn sækja aðeins í sig veðrið og Svíþjóðardemókratarnir líka, en báðir þeir flokkar eru á móti aðild Svíþjóðar að ESB.


Helmingur Tékka telur kosningar til ESB-þingsins gagnslausar

Skoðanakönnun á vegum sjónvarpsstöðvar í Tékklandi, sem gerð var eftir að kjörstöðum vegna kosninga til ESB-þingsins var lokað í gærkvöldi, bendir til þess að 48% af Tékkum sem kusu hafi talið að atkvæði þeirra hafi verið gagnslaust og muni ekki breyta neinu. 
 
Lítil þátttaka var í þessum ESB-þingkosningum í Tékklandi og segja þeir sem framkvæmdu könnunina það ljóst vera að Tékkar samsami sig lítt Evrópusambandinu. Talið er að aðeins um 20% kosningabærra hafi kosið.


Einn besti upplýsingavefur um Evrópumál breytir um ásýnd

Evrópuvaktin hefur um árabil verið einn besti upplýsingavefur um Evrópumál og stjórnmál almennt hér á landi. Lesendur vefjarins hafa notið einstakrar reynslu, yfirsýnar, þekkingar og færni þeirra Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar. Við þessi tímamót er ljóst að fréttir og stjórnmálaskýringar um Evrópumál verða heldur fátæklegri því skarð þeirra Björns og Styrmis í þeim efnum er vandfyllt.  
 
Það er því gott til þess að vita að þeir félagar munu halda Evrópuvaktinni út áfram með skrifum um stjórnmál af fullum krafti þótt dagleg frétta- og leiðaraskrif falli niður. 

 


mbl.is Evrópuvaktin hættir fréttaskrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 99
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 1937
  • Frá upphafi: 1187164

Annað

  • Innlit í dag: 85
  • Innlit sl. viku: 1705
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband