Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015
Föstudagur, 30. janúar 2015
Frakkar róa Kínverja vegna evruóróans
Forystumönnum í ESB-löndunum, svo sem forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, er umhugað um að telja Kínverjum trú um að evrusvæðið muni standa af sér þann ólgusjó sem Grikklandsfárið veldur. Kínverjar eru jú að fjárfesta í stórum stíl í mörgum ríkjum Evrópu og vilja uppskera sem þeir sá.
Á sama tíma er hin nýja gríska ríkisstjórn að stöðva áfrom um frekari fjárfestingar Kínverja í Grikklandi, svo sem kaup á Kínverja helstu höfnum landsins.
Gríska evrufárið er líklega rétt að byrja. Á endanum verða aðrar evruþjóðir að fallast á kröfur Grikkja.
Að öðrum kosti yfirgefa þeir evrusvæðið.
Reyndi að draga úr áhyggjum af evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. janúar 2015
EES-reikningurinn hækkar verulega
EFTA-ríkin hafa þurft að greiða sem nemur um þrjú hundruð milljörðum króna á ári fyrir aðgang að EES-svæðinu. Nú vill ESB hækka þann reikning verulega eins og fram hefur komið í fréttum frá Noregi.
Greiðslan er hugsuð til þess að bæta efnahagslega- og félagslega stöðu í þeim löndum þar sem fólk hefur minnst á milli handanna.
Óljóst er enn hve mikið ESB vill hækka reikninginn en Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að kröfur ESB séu algjörlega óraunhæfar. Vissulega hefur Noregur greitt bróðurpartinn af reikningnum en Ísland og önnur EFTA-lönd munar einnig um sinn hlut, hvað þá verði hann hækkaður verulega.
EES-aðildin kostar því sitt í framtíðinni þótt stærsti kostnaðurinn fyrir Íslendinga af aðildinni sé hið gallaða regluverk fyrir fjármálakerfið sem gerði íslenskum bönkum kleift að þenjast út í ESB-löndunum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. janúar 2015
EES-samningurinn dýrasta gjörð stjórnvalda
EES-samningurinn er dýrasta gjörð íslenskra stjórnvalda. Hann gerði íslenskum bönkum kleift að þenjast út erlendis og stuðlaði þannig að einu mesta fjármálahruni í veraldarsögunni. Tugþúsundir skriffinna ESB framleiða reglur og lög á færibandi sem ríkjum á EES-svæðinu er ætlað að skrifa í sína lagabálka. Það er dýrt og það er ógerlegt.
Þess vegna eiga Íslendingar að bremsa af reglusetningargleðina í samstarfi við aðrar minni þjóðir á EES-svæðinu, svo sem Norðmenn sem eru orðnir æ fleiri þeirrar skoðunar að tempra beri EES-samninginn eða jafnvel segja honum upp.
Hvar er umræðan um agnúa EES-samningsins hér á landi?
Kostnaðarsöm mannfæð í stjórnkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. janúar 2015
Tveggja ára Icesave-afmæli
Það er ástæða til þess fyrir komandi kynslóðir Íslendinga að muna daginn 28. janúar 2013 því þá vannst fullnaðarsigur þjóðarinnar í Icesave-málinu. Ríkisstjórn landsins stóð ekki í lappirnar gegn útlendu valdi og samþykkti að þjóðin skyldi bera ábyrgð á skuldum og basli bankanna. Því neitaði þjóðin og Efta-dómstóllinn dæmdi þjóðinni í vil á þessum degi fyrir tveimur árum.
Þingmenn Framsóknarflokksins minntu á þennan merka áfanga í sögu þjóðarinnar á þingi í dag.
RUV segir svo frá:
Þingmenn Framsóknarflokksins hafa í umræðu um störf þingsins á Alþingi óskað þjóðinni til hamingju með daginn, en í dag eru tvö ár frá því að Ísland hafði sigur í Icesave málinu gegn Efta dómstólnum. Tala þingmennirnir um fullnaðarsigur í Icesave málinu sem vert sé að fagna á þessum degi.
Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir, hófu öll ræður sínar undir liðnum störf þingsins, á að óska þingi og þjóð til hamingju með Icesave-sigurinn. Hægt er að heyra ræður þeirra hér.
Vigdís Hauksdóttir sagði þjóðina hafa unnið fullnaðarsigur. Í dag eru tvö ár síðan við Íslendingar unnum mál fyrir alþjóðlegum dómstóli, EFTA-dómstólnum, og unnum þar með fullnaðarsigur yfir Bretum og Hollendingum og ESB sem stefndi sér inn í Icesave-málið, sagði Vigdís.
EFTA dómstóllinn hafnaði öllum kröfum ESA í Icesave málinu, en þær voru að viðurkennt yrði með dómi að Ísland hefði annars vegar brotið gegn Evróputilskipun um innstæðutryggingar með því að greiða ekki eigendum Icesave reikninga lágmarksinnstæðutryggingu. Hins vegar var þess krafist að viðurkennt yrði með dómi að Ísland hefði brotið gegn almennum reglum EES samningsins um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Íslensk stjórnvöld tryggðu að fullu innstæður á reikningum hinna föllnu banka hér á landi en ekki innstæður á reikningum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Niðurstaða dómsins var sú að ekki var um brot á EES samningnum að ræða.
Evrópumál | Breytt 29.1.2015 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. janúar 2015
Evran eru mistök sem ekki er hægt að leiðrétta
Nánast allir eru nú sammála um að það hafi verið mistök að Grikkir skyldu taka upp evru. Vandamálin voru næg fyrir en þau hafa vaxið hrikalega vegna sparnaðaraðgerða til bjargar evrunni.
Nýr fjármálaráðherra Grikkja, Yanis Varoufakis, segir að eina leiðin sé að fella niður hluta skulda Grikkja. Þótt það hafi verið hrikaleg mistök að taka upp evruna þá yrðu afleiðingarnar af því að yfirgefa hana ennþá verri.
Það að fara úr ESB hefur verið líkt við það að reyna að afbaka pítsu. Þegar búið er að baka pítsuna (búa til ESB), er ekki hægt að yfirgefa ESB (afbaka pítsuna).
Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja, sem áður var prófessor í hagfræði, líkir þessu við laglínurnar í lagi Eagles, Hótel Kalifornía: You can check-out any time you like,But you can never leave!
Frekar Kanadadollar en evra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. janúar 2015
Evran hentar ekki Íslendingum segir spútnikhagfræðingur Dana
Einn fremsti hagfræðingur Dana, Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske Bank, segir evruna engan veginn henta Íslendingum vegna þess hve hagkerfið hér á landi er ólíkt hagkerfum evrulandanna.
Þetta kom fram á fundi sem VÍB, Verðbréfamarkaður Íslandsbanka, hélt í morgun með Christensen,Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra og fleirum. Bylgjan greindi frá þessu í hádegisfréttum.
Christensen varð kunnur hér á landi árið 2006 þegar hann spáði miklum erfiðleikum íslensku bankanna og reyndist þar heldur betur sannspár.
Christensen sagði að jafnvel þótt meirihluti yrði fyrir því hér á landi, sem væri alls ekki líklegt, að ganga í ESB, þá myndi evran engan veginn henta Íslendingum þar sem Ísland væri svo ólíkt ESB-löndunum.
Sjá meðal annars stutta frétt um þetta á Visir.is
Sjá einnig umfjöllun á Vb.is
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 27. janúar 2015
Icesave-kröfuhópar heimta áframhaldandi ESB-umsókn
Það er merkilegt að sjá þá hópa sem kröfðust þess hvað harðast að Icesave-klyfjunum yrði smellt á herðar íslensks almennings heimta nú að umsókninni um inngöngu í ESB verði haldið lifandi.
Félagi atvinnurekenda er greinilega ekki treystandi til að hugsa um hag almennings í landinu. Félagið lítur þröng á hagsmuni tiltekinna aðila. Spurningin er sú hvort félagið og stjórn þess endurspegli fyllilega vilja félagsmanna sinna.
Mótmæla afturköllun aðildarumsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 26. janúar 2015
Finnar vilja létta skuldabyrði Grikkja
Fyrir nokkrum árum voru Finnar einna harðastir evruþjóða í því að láta Grikki standa við skuldbindingar sínar. Þess vegna vilja ýmsir vita hvað Finnar vilja gera núna í skuldamálum Grikkja. Og viti menn: Finnar eru tilbúnir að endursemja um skuldir Grikkja þótt þeir vilji ekki ganga svo langt að fella þær niður eða afskrifa. Breyttir skilamálar og lánalengingar - það er það sem Finnar eru tilbúnir að skoða.
Nýr fasi er hafinn í björgunarleiðangri fyrir evruna. Hann heitir SKILMÁLABREYTING EVRUSKULDANNA.
Fróðlegt verður að fylgjast með afstöðu Þjóðverja til skilmálabreytinga fyrir Grikki.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. janúar 2015
Lánardrottnar Grikkja brýna kutana
Uggur er í fjármálafurstum evruríkjanna vegna stórsigurs andstæðinga stefnu ESB í Grikklandi í gær. Grikkir hafa fengið sem svarar 40 þúsundum milljarða króna (í evrum!) gegn því að skera hressilega niður í ríkisrekstrinum. Evrumilljarðarnir hafa ekki farið í ríkisreksturinn í Grikklandi heldur eru væntanlega geymdir sem eins konar sýndarfé á reikningum lánardrottnanna sjálfra til að tryggja að viðskipti Grikkja við útlönd geti gengið eðlilega fyrir sig. En nú segjast lánardrottnarnir vilja fá sitt aftur með vöxtum og engum refjum og brýna þeir því nú kutana til að skapa sér vígstöðu gagnvart nýjum stjórnvöldum í Grikklandi.
Líklegasta þróunin er þó sú að ESB, seðlabanki evrunnar og AGS gefi eftir gegn þeirri skýru kröfu grísku þjóðarinnar sem felst í niðurstöðu kosninganna að skilmálum lánanna verði breytt. ESB mun fremur samþykkja léttari skilmála fyrir Grikki en að missa þá úr evrusamstarfinu með öllum þeim kollsteypum sem það gæti haft í för með sér.
Kutum lánardrottnanna er því bara ætlað að hræða - því verði þeim beitt munu þeir á endanum beinast gegn lánardrottnunum sjálfum.
Endalok evrunnar í Grikklandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 26. janúar 2015
Háttsettur embættismaður segir ástandið grafa undan stoðum ESB
Benoit Coeure, sem á sæti í framkvæmdastjórn seðlabanka evrunnar, segir að vegna lítils hagvaxtar og langavarandi atvinnuleysis séu grunnstoðir hins pólitíska samstarfs í Evrópu að veikjast. Þetta ástand megi ekki vara mikið lengur, því þá sé samstarfið hreinlega í hættu.
Viðskiptablaðið greinir frá þessu.
Nánar segir blaðið:
Háttsettur embættismaður hjá evrópska seðlabankanum (seðlabanka evrunnar - innskot Heimssýnar) varar við að atvinnuleysi og lítill hagvöxtur á evrusvæðinu sé að grafa undan grunnstoðum Evrópusambandsins. Fjallað er um málið á vef BBC.
Benoit Coeure, sem á sæti í framkvæmdastjórn evrópska seðlabankans, hélt í gær erindi á Alþjóðaefnahagsþinginu (World Evonomic Forum) í Davos í Sviss. Þar sagði hann að seðlabankinn gæti ekki einn síns liðs stuðlað að langvarandi hagvexti á evrusvæðinu, heldur væri það hlutverk stjórnvalda. Hann hvatti stjórnvöld evruríkjanna til að reyna að örva efnahagslífið.
Á fimmtudaginn var tilkynnt um magnaðgerðir Seðlabanka Evrópu en þær eru hugsaðar til að örva efnahagslífið á svæðinu. Seðlabankinn mun verja 60 milljörðum evra í skuldabréfakaup mánaðarlega þar til í septembermánuði á næsta ári. Aðgerðirnar hefjast í marsmánuði og mun endanleg fjárhæð kaupanna því nema 1.200 milljörðum evra.
Ástandið má ekki vara mikið lengur
Coure sagði að með aðgerðunum væri evrópski seðlabankinn að gera það sem í þeirra valdi stendur en bankinn hefði ekki tök á að stuðla að langvarandi hagvexti einn síns liðs. Stjórnvöld ríkjanna þyrftu líka að leggja lóð á vogarskálarnar. Við getum gert fjárfestingar ódýrari, en fólk þarf að vilja fjárfesta og það er hlutverk fjármálaráðherra og ríkisstjórna, sagði Coure á efnahagsþinginu.
Hann sagði jafnframt að vegna lítils hagvaxtar og langavarandi atvinnuleysis séu grunnstoðir hins pólitíska samstarfs í Evrópu að veikjast. Þetta ástand megi ekki vara mikið lengur, því þá sé samstarfið hreinlega í hættu. Á fundi Eurogroup á mánudaginn hyggst Coure greina fjármálaráðherrum aðildarríkjanna frá áhyggjum sínum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 327
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2429
- Frá upphafi: 1188210
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar