Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016
Fimmtudagur, 30. júní 2016
ESB-marineruðum kerfiskrötum líkar ekki lýðræðið!
Okkur andstæðingum aðildar Íslands að ESB hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa haldið því fram að ríki gæti ekki sagt sig úr ESB eftir að það er einu sinni komið inn. Þetta er ekki alls kostar rétt. Samþykktir ESB hafa verið misjafnar í gegnum tíðina hvað þetta varðar en eftir samþykkt Lissabonsáttmálans voru sett inn ákvæði um úrsögn í margrumræddri 50. grein.
Vissulega gengu Grænlendingar úr sambandinu eftir að Danir höfðu ákveðið að ganga þangað inn. En útgönguferlið var Grænlendingum þungt og langdregið. Og nú hafa Bretar samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að nýta sér téða 50. grein til útgöngu. En þá rísa upp ESB-marineraðir kerfiskratar og íhaldsmenn í Bretlandi og víðar og segja að nú verði þingið að taka málið til sín. Það sé ekki hægt að láta þjóðina ákveða í einfaldri atkvæðagreiðslu svona stórt og flókið mál. Þessir aðilar, sem eru t.d. virkir í Verkamannaflokknum, segja nú m.a. að ekki hafi verið búið að samþykkja lög og móta þá leið sem fara eigi við útgöngu!
Í svipaðan streng tók Árni Páll Árnason,fyrrverandi formaður Samylkingarinnar, í viðfestri grein úr mbl.is.
Hvað er að þessu fólki? Árni Páll og ýmsir breskir kratar virðast telja vafasamt að láta þjóðir kjósa um jafn stóir mál og aðild að ESB eða úrsögn úr því eftir atvikum. Þessir ESB-marineruðu kerfiskratar vilja að aðeins stjórnmálamenn og embættismenn sem hafa hlotið hæfilega Brussel-skólun fái að vega og meta kosti og galla ESB-aðildar og ákveða leiðir.
Það hefur lengi verið talað um lýðræðishallann í ESB út frá ýmsum forsendum. Síðustu daga hefur lýðræðishallinn náð nýjum hæðum í huga Árna Páls og annarra ESB-krata.
Breska þjóðaratkvæðið furðuflipp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 29. júní 2016
Áráttuhegðun innan ESB
Það er undarleg þessi árátta ESB-aðildarsinna að segja mönnum að hunskast í burtu. Juncker forseti framkvæmdastjórnar sagði breskum fulltrúum á þingi ESB að koma sér heim og nú heimtar íhaldsmaðurinn Cameron að kratinn Corbyn hunskist heim til sín. Kannski þarf að senda sáttasemjara frá SÞ á svæðið?
Í guðs bænum, farðu! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 28. júní 2016
Munchau: Íslenska leiðin er best eftir Brexit!
Wolfgang Munchau, þekktur fréttaskýrandi um Evrópumál, skrifar í Financial Times í dag að Bretar eigi að velja norsku leiðina í Evrópusamstarfi eftir Brexit. Hann minnist hvergi á Ísland sem er þó í sömu stöðu og Noregur. Það er kannski of erfitt fyrir breska stórblaðið Financial Times að nefna Ísland sem fyrirmynd eftir leikinn í gær?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 28. júní 2016
Til hamingju Ísland!
Árangur íslenska karlalandsliðsins er frábær.
Ætli Englendingar heimti nokkuð að leikurinn verði endurtekinn! :-)
Til hamingju Ísland!
Áttuðu sig ekki á íslensku geðveikinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. júní 2016
Til hamingju, Guðni Th. Jóhannesson!
Við óskum Guðna Th. Jóhannessyni, nýkjörnum forseta Íslands, til hamingju með kjörið. Jafnframt óskum við honum velfarnaðar í starfi, þjóð og landi til heilla.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 25. júní 2016
Misskipting auðs í ESB
Vaxandi misskipting auðs í ESB-löndum er ein af ástæðum þess hversu margir eru óánægðir með sambandið. Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Heimssýnar, kom inn á þetta í viðtali í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins rétt í þessu.
Viðtalið var tekið í tilefni af úrsögn Breta úr ESB en Jón sagði að sú niðurstaða væri sigur lýðræðisins gegn hinu miðstýrða bandalagi. Þá sagði Jón að misskipting auðs væri gífurleg í ESB-ríkjunum.
Jón sagði sagði rétt fyrir Íslendinga að draga þá ályktun af kosningunni í Bretlandi að Alþingi samþykkti að draga umsóknina frá 2009 að ESB formálalaust til baka.
Því má svo bæta við hér að það er ekki bara misskiptingin innan ESB-ríkja sem er vandamálið, heldur ekki síður það að auðurinn hefur færst frá jaðarlöndunum í suðri til Þýskalands og fáeinna annarra ríkja. Fyrir vikið hefur skuldasöfnun, atvinnuleysi og efnahagsbasl aukist í jaðarríkjunum í suðri sem þekkt er.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 25. júní 2016
Una ekki lýðræðislegri niðurstöðu
Það er athyglisvert að ýmsir Bretar una ekki þeirri lýðræðislegri niðurstöðu sem fengin var í gær með Brexit. Nú krefjast þeir að það verði kosið aftur og að ekki sé hægt að samþykkja úrsögn nema með þröngum skilyrðum. Þetta leiðir hugann að því háttalagi ESB-sinnaðra ríkisstjórna á fyrri árum að láta kjósa aftur og aftur um samninga og mál þar til sú niðurstaða fæst sem er ESB þóknanleg.
Þessar kosningar í Bretlandi í gær eru verulega athyglisverðar. Bretar gengu í forvera ESB árið 1973 með samþykkt ríkisstjórnar Íhaldsflokksins. Tveimur árum síðar fékk breska þjóðin að segja sitt um þetta ESB-light sem þá var fremur lítil reynsla komin á.
Þá vildu átta milljónir Breta ekki vera í því sambandi.
Nú þegar ríflega fjörutíu ára reynsla er komin á aðildina sögðu ríflega 17 milljónir Breta að þeir vildu ekki vera í þessu ESB-regular sem stefnir að því að verða ESB-extra. Andstaðan er misjafnlega mikil eftir svæðum, aldri og ýmsum hópum. Svo er alltaf.
En þetta er niðurstaða í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem er það form sem þjóðir hafa valið til að leysa úr ágreiningi um stór mál.
Látum ekki taka Evrópu frá okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. júní 2016
Brexit eru góð tíðindi fyrir Ísland
Þetta kemur fram í viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands á mbl.is í dag. Ólafur Ragnar segir:
Nú gerist það í þriðja sinn á örfáum árum að þjóð rís upp gegn ráðandi stefnu Evrópusambandsins. Það hlýtur að vera öllum stuðningsmönnum Evrópusambandsins, hvort sem þeir eru hér á Íslandi eða annars staðar, alvarlegt umhugsunarefni að eftir áratugareynslu af sambandinu skuli meirihluti Breta segja nei.
Mjög góð tíðindi fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 24. júní 2016
EFTA mun styrkjast við útgöngu Breta úr ESB
Líkleg er að EFTA muni styrkjast við útgöngu Breta úr ESB. Þetta er mat Ragnars Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra, þingmanns og fyrsta formanns Heimssýnar, eins og fram kemur hér í viðtali Morgunblaðsins við hann.
Ragnar hefur marga fjöruna sopið í stjórnmálum síðustu 50 árin og hefur því meiri yfirsýn en margur. Hann telur að úrsögn Breta úr ESB muni hafa áhrif á umræðuna víða í Evrópu, ekki hvað síst á Norðurlöndum og að hér á landi muni fylgjendur aðildar eiga erfiðar uppdráttar í ljósi þessara merkilegu tíðinda frá Bretlandi.
Bretar lausir við evruna - en vilja samt fara
Hér má svo bæta því við að það er ennþá merkilegra við þessar kosningar að Bretar eru með pund en ekki evru. Þessum sameiginlega gjaldmiðli, evrunni, hefur veri hallmælt mjög á undanförnum árum og henni kennt um ýmislegt sem aflaga hefur farið í efnahagsmálum, einkum á suðurjaðri evrusvæðisins. En Bretar eru með sitt pund og hafa verið ánægðir með það til þessa. Það að þeir skuli samt vilja fara úr ESB, verandi lausir við evruna, er því enn merkilegra.
Mikil áhrif hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. júní 2016
Ein stærsta stund í sögu ESB og Bretlands: Bretar yfirgefa ESB
Nú á sjötta tímanum á þessum fallega föstudgsmorgni 24. júní 2016 er orðið ljóst að Bretar hafa ákveðið að yfirgefa ESB. Alls hafa 52% breskra kjósenda lýst þeim vilja sínum að Bretland skuli ganga úr sambandinu. Niðurstaðan er reiðarslag fyrir Cameron forsætisráðherra Bretlands og alla forystu Evrópusambandsins. Bretar hafa hafnað hinu ólýðræðislega sambandi og þeim ókostum sem því fylgir.
Eins og búast má við gætir nokkurrar geðshræingar á mörkuðum sem eiga það nú til að bregðast fyrst hart við stórum atburðum af þessu tagi. Viðbúið er að þessi geðshræring verði dálítið ofan á í herbúðum fylgjenda aðildar, á mörkuðum og í stjórnkerfi ESB-landanna fyrstu dagana. Það tekur hins vegar tíma fyrir Breta að komast út úr sambandinu. Það er hins vegar nú þegar ljóst að niðurstaðan í Bretlandi mun ýta undir kröfur víðar um úrsögn úr ESB. Þegar hafa heyrst raddir um slíkt frá Hollandi og búast má við að andstæðingar í Danmörku, Ungverjalandi, Svíþjóð og víðar muni herða á kröfum sínum um að löndin segi skilið við ESB.
Bretar höfnuðu í gær hinu skrifræðislega bákni sem ESB er. Þeir höfnuðu þeim lýðræðishalla sem fólst í þátttöku í ESB, þeir höfnuðu fjarlægðinni sem er á milli kjósenda og fulltrúa þeirra í ESB og þeir höfnuðu því ósjálfstæði sem felst í aðild að ESB. Bretar vilja nú taka málin í eigin heldur, ráða sínum málum sjálfir en ekki láta einhverja skriffinna með hagsmuni ESB og Brussel á oddinum ráða ferð.
Þetta hlýtur allt saman að vera umhugsunarefni fyrir okkur hér á Íslandi. Niðurstaðan staðfestir þá miklu óánægju sem er ekki aðeins í Bretlandi með ESB, heldur miklu víðar. Og sú óánægja er vaxandi. Hér á landi þora stjórnmálamenn ekki lengur að viðurkenna að þeir vilji að Ísland gangi í ESB eins og sést á því hvernig svokölluð Viðreisn var kynnt til sögunnar. Samfylkingin, sá flokkur sem hafði ESB-aðild mest allra flokka á stefnuskrá sinni, er við það að hverfa.
ESB er stundum eins og klístur sem þú losnar ekki við. Það var upplifun þeirra Svisslendinga sem höfnuðu aðild að ESB (reyndar EES, en um leið ESB) en drógu umsóknina ekki formlega til baka. Þrátt fyrir að umsóknin hefði legið í dvala í mörg ár og væri í huga ýmissa dautt plagg, þá var ekki litið þannig á í ýmsum stofnunum ESB. Þess vegna þótti svissneskum stjórnmálamönnum nauðsynlegt að draga umsóknina til baka með formlegum hætt. Það var gert nýlega.
Er nú ekki kominn tími til að Ríkisstjórn Ísland fylgi eftir því stefnumáli sínu að halda Íslandi utan ESG og dragi umsóknina formlega til baka?
Bendir enn til útgöngu Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 328
- Sl. sólarhring: 332
- Sl. viku: 2430
- Frá upphafi: 1188211
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 2188
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 287
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar