Föstudagur, 1. janúar 2021
Lýðræði á nýjum áratugi
Árum saman hefur umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu einkennst af útúrsnúningum og málskrúði sem hnoðað er saman úr tískuorðum sem hafa óljósa tengingu við raunveruleikann. Sú heimsmynd hefur verið máluð að Íslendingar dragi andann í gegnum EES-samninginn og á tímabili datt stjórnvöldum í hug að hægt væri auka súrefnismettun í blóði þjóðarinnar með því að færa enn meiri völd til útlanda og ganga sjálfu Evrópusambandnu á hönd.
Segja má að áróður fyrir þessari heimsmynd hafi náð hámarki með undarlegum myndböndum stjórnvalda á 25 ára afmæli EES-samningsins. Þar var samningnum þakkað allt mögulegt og ómögulegt. Flest þau mál sem þar voru tengd við EES voru í góðu lagi áður en samningurinn kom til sögunnar og aldrei hefur verið ástæða til að ætla að þeim væri ekki vel fyrir komið án fyrrnefnds samnings. Í umræðunni hefur jafnan gleymst að Íslendingar hafa átt í miklum viðskiptum við aðrar þjóðir frá landnámi, ferðast um útlönd og numið þar þau fræði sem best hafa talist hverju sinni. Engar horfur hafa verið á breytingum á því á síðari tímum.
Vatnaskil hafa nú orðið í umræðu um fullveldi Íslands. Í stað orðskrúðs sem lýtur að því að erlendir aðilar með óljóst umboð frá þjóðinni eigi að setja Íslendingum lög spyrja sífellt fleiri hvernig það megi vera að vilji Evrópusambandsins sé orðinn að meginröksemd fyrir lagasmíði á Íslandi. Að öðrum ólöstuðum hefur Arnar Þór Jónsson, dómari, gengið einna vasklegast og skýrast fram í að færa í orð það sem margir hafa hugsað, að best fari á því að þeir sem setji landsmönnum lög hafi til þess umboð frá landsmönnum sjálfum. Þetta kann að vera augljóst, en í umræðu síðustu ára hefur sífellt orðið skýrara að furðu stór hluti af löggjöf Íslands verður ekki til með þeim hætti. Lög eru samin í fjarlægu ríki þar sem enginn spyr hvort eða hvernig þau lög gagnist Íslendingum. Því síður er spurt hvað það kosti samfélagið að framfylgja lögunum. Hlutverk kjörinna fulltrúa er í vaxandi mæli bundið við að staðfesta þýðingar á hinum erlendu lagabálkum, koma vel fram og gæta þess að gera ekkert sem valdið gæti almennri hneykslun. Þessi undarlega staða kom skýrt fram í umræðu um þriðja orkulagabálk Evrópusambandins þar sem mikið lá á að samþykkja lögin af þeirri ástæðu einni að Evrópusambandið langaði svo reiðinnar býsn til þess. Aðrar ástæður fundust ekki, sama hversu vel var leitað.
Eitt helsta verkefni komandi ára verður að vinda ofan af þessu óheppilega fyrirkomulagi við stjórn landsins. Taka verður EES-samstarfið til endurskoðunar með það að leiðarljósi að lög verði samin og samningar gerðir með hagsmuni þeirra sem í landinu búa í huga. Að þeir sem að þeim gjörningunum komi þurfi í framtíðinni að standa fyrir máli sínum gagnvart kjósendum í landinu. Það er kallað lýðræði og það þarf að auka.
Að lokum verður ekki skilið við árið 2020 án þess að minnast á annað mál sem lengi verður í minnum haft. Af því máli verður einfaldur lærdómur dreginn og hann er sá að það er ekki ætlast til þess að ríki sem álpast hafa í Evrópusambandið komist þaðan sársaukalaust út. Gleymum því aldrei.
Evrópumál | Breytt 2.1.2021 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. desember 2020
BREXIT sigur - Bretland endurheimtir fullveldi sitt og fer út úr ESB með hagstæðum samningi
BREXIT, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu sem samþykkt var í stærstu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram hefur farið í Bretlandi árið 2016 hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig.
Lýðræðisleg úrslitin voru gríðarlegt áfall fyrir ESB forystuna í Brussel og einnig stjórnmála- og embættismannaelítuna og meginstraums fjölmiðlana þar sem flestir börðust fyrir ESB aðild Bretlands.
BREXIT var óvæntur og kærkominn sigur almennings og stórsigur lýðræðisins gegn öllum þessum sjálfsumglöðu og yfirlætisfullu elítum.
En frá upphafi var ljóst að ESB forystan ætlaði sér með öllum brögðum að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna í Bretlandi að engu, eins og þeir höfðu reyndar ítrekað gert gagnvart öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum annarra aðildarríkja, og alltaf komist upp með það þegar það hentaði þeim. ESB krafðist því nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu af því að úrslitin voru þeim ekki að skapi.
Stjórnmálaelítan og Breska þingið í Bretlandi voru endalaust eftirgefanleg og eilíflega frestuðu þau útgöngunni og voru þannig tilbúin að hjálpa þeim að eyðileggja og þynna BREXIT út og gera það að eiginlega engu.
BREXIT sinnar voru þó fastir fyrir og vörðust hart og á endanum var ESB sinnanum Teresu May bolað úr forystu Breska Íhaldsflokksins og grasrótin kaus BREXIT þingmanninn og baráttumanninn Boris Johnson sem leiðtoga sinn. Fljótlega boðaði hann til nýrra kosninga þar sem hann vann sögulegan stórsigur með 80 sæta meirihluta undir kjörorðinu "Get BREXIT done". Úrslitin voru áfall fyrir ESB og þeirra fylgjendur í Bretlandi. Sigurinn mátti Boris þakka einörðum stuðningi sínum við að framfylgja skýrum vilja þjóðarinnar og klára BREXIT, en þar naut hann einnig stuðnings Nigels Farages leiðtoga BREXIT flokksins og líka grasrótar Breska Verkamannaflokksins sem stutt hafði BREXIT frá fyrstu, en verið illa svikið af forystu flokksins og studdi því Boris og BREXIT í þessum kosningum.
Boris Johnson og ríkisstjórn hans kom því fljótlega í gegn að formleg útganga úr ESB yrði þann 31. janúar 2020 og að Bretland færi endanlega út úr sambandinu að fullu án möguleika á frekari framlengingu þann 31. desember 2020. Það var bundið í lög að Bretland færi út án samnings við ESB eða ekki, hvað sem tautaði eða raulaði. Þá loksins var forystu ESB ljóst að hún gæti ekki hundsað BREXIT og þá hófust loksins alvöru samningaviðræður þar sem samninganefnd Breta undir forystu Lords Frosts hafði undirtökin frá byrjun.
Útgangan með ekki fullkomnum en samt nokkuð hagstæðum samningi við ESB hefur nú verið landað á elleftu stundu þar sem öll helstu samningsmarkmið BREXIT og Bretlands hafa í meginatriðum náð fram að ganga.
"TAKE BACK CONTROL"
Bretland endurheimtir aftur lýðræðisleg völd þjóðarinnar frá Brussel og verður aftur sjálfstæð þjóð sem ræður eigin örlögum.
Sjálfstætt fullvalda strandríki sem ræður yfir eigin löggjafarvaldi, eigin fiskveiði- og efnahagslögsögu og sínum efnahags- viðskipta- og peningamálum sjálft.
Ræður sínum landamærum og sinni eigin innflytjendastefnu.
Síðast en ekki síst verður Bretland laust undan lagahrammi ESB dómstólsins og endurheimtir dómsvaldið að fullu til breskra dómstóla.
Nigel Farage faðir BREXIT sagði nú á þessum sögulegu tímamótum.
"Stríðið er búið, þetta sögulega samkomulag um BREXIT er ekki fullkomið en samt gríðarlega mikilvægt og stórt framfaraskref fyrir þjóð okkar."
Heimssýn óskar Bresku þjóðinni innilega til hamingju með útgönguna úr ESB nú um áramótin.
![]() |
Dýrkeypt gleðitíðindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 20. desember 2020
Evrópunefnd um innkaup bóluefnis
Skrýtnir snúningar gerast nú í bóluefnismálum. Getur verið að yfirvöld á Íslandi hafi sent bænaskjal til nefndar um bóluefni í Brussel í stað þess að senda mann í bóluefnabúðina eins og bresk og bandarísk stjórnvöld virðast hafa gert?
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/12/19/esb_missti_af_boluefnislestinni/
Sunnudagur, 13. desember 2020
Hvar eru lýðræðis- og fullveldissinnar stjórnmálaflokkanna?
Stór og vaxandi hópur fólks innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhyggjur af útvötnun fullveldis Íslands og þróun lýðræðisins. Víst er að eins er í öðrum flokkum. Þar skortir ekki hugmyndir um hvað megi betur fara í stjórn landsins. Varla telja liðsmenn þeirra flokka sem telja sig til vinstri að hagsmunum íslenskrar alþýðu sé best borgið með því að landinu sé stjórnað með tilskipunum sem sniðnar eru að hagsmunum hins evrópska stórauðvalds, eða hvað? Hvað með þá sem leggja áherslu á framsækni í upplýsingatækni og lýðræði? Hvort telja þeir vænlegra að vinna að framgangi mála sinna með því að bera þau fram á Alþingi sem hefur alvöru löggjafarvald, eða með því að senda bænaskjal til erlendrar stofnunar?
Er ekki tímabært að fullveldissinnar í fleiri stjórnmálaflokkum láti rödd sína heyrast, þótt ekki væri nema með því að bjóða Arnari Þór Jónssyni á fund?
https://www.youtube.com/watch?v=SKFiIR0NmR4
https://thjodmal.is/2020/11/23/sjalfstaedisbarattan-nyja/
Sunnudagur, 13. desember 2020
Fullvalda í 102 ár
Enginn þeirra sem kominn var af barnsaldri haustið 1918 er enn á meðal okkar og kvarnast hefur úr þeim glaða hópi sem stofnaði lýðveldi á Íslandi árið 1944. Sumir þeirra sem þá voru komnir til vits og ára og létu jafnvel að sér kveða í þágu þjóðarinnar eru þó enn sprækir. Einn þeirra er Páll Bergþórsson, veðurfræðingur. Páll er glöggur maður, mannvinur og hefur ávallt haft ríkan skilning á mikilvægi fullveldisins. Það hafði hann vorið 1944 þegar hann orti í Skólablað Menntaskólans í Reykjavík um ávöxtinn af baráttu öldungsins fyrir frelsi Íslendinga. Páll skrifar enn, og ritaði nýlega grein í Morgunblaðið um framtíðarveðurfar og rannsóknir sínar á sveiflum í hitafari.
Nú hefur Ísland náð því að vera fullvalda í 102 ár. Vonandi auðnast menntskælingum ársins 2020 að gæta þess áfram, ekki síður en Páli og kynslóð hans.
Þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Hugvekja til Íslendinga árið 2020
Árið 1848 ritaði Jón Sigurðsson hugvekju til Íslendinga. Hún fjallaði um að farsælast væri að Íslendingar réðu málum sínum sjálfir. Ólíkt því sem sumir halda var hugvekja Jóns ekki rómantískur vafningur, hnýttur saman með Danahatri, heldur færði hann skynsamleg rök fyrir því að það væri hagstæðast og skynsamlegast að haga málum þannig að lög um íslensk málefni væru sett af Íslendingum sjálfum. Þau rök eiga svo sannarlega við í dag, en svo virðist sem margir hafi gleymt því.
Nú, árið 2020 ritar Arnar Þór Jónsson merka grein um hina nýju sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Greinin er að hluta endurómur af málflutningi Jóns Sigurðssonar og er vel ígrunduð og skýr og hana mætti gjarnan lesa upphátt við setningu Alþingis næstu árin. Arnar Þór kemur víða við og um EES-samninginn segir hann m.a.
Með hliðsjón af öllu framanrituðu ber að beina sjónum íslensks almennings að þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er, þ.e. að ytri mörk heimilaðs framsals íslensks ríkisvalds eru næsta óljós og að viðamikið framsal valdheimilda íslenska ríkisins til stofnana EES byggir á veikum stjórnskipulegum grunni sem íslenskri þjóð ber að hafa vakandi auga með.
Og Arnar Þór hvetur þjóðina og fulltrúa hennar til að horfast í augu við vandamálin og velta fyrir sér valkostum í samskiptum við útönd, öðrum en EES-samningnum.
Hverra lög eru þetta? Undirritaður, sem unnið hefur drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, telur sér bæði rétt og skylt að bera þessa spurningu fram hér, jafnframt því að kalla eftir því að kjörnir embættismenn leiði upplýsta umræðu um þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og aðra valkosti.
Það er svo sannarlega tímabært.
https://thjodmal.is/2020/11/23/sjalfstaedisbarattan-nyja/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2020
Hvorki lýðræðlegt né heiðarlegt
Heimssýn hefur sent Alþingi eftirfarandi umsögn:
Umsögn um frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands,
lagt fram á 151. löggjafarþingi 2020-2021, þingskjal nr. 26.
Fyrsti flutningsmaður: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Frumvarp það sem hér er lagt fram inniheldur ákvæði um framsal ríkisvalds til erlendra aðila. Er þá einkum vísað til 113. greinar frumvarpsins, en hún er afar vond og skorum við á Alþingi að samþykkja þá grein ekki óbreytta.
Ljóst er að 113. grein miðar fyrst og fremst að því að auðvelda inngöngu Íslands í Evrópusambandið, annað hvort með beinum hætti eða með valdaframsali í smáum skömmtum í gegnum EES-samninginn. Hvort tveggja er ekki aðeins varasamt, heldur óásættanlegt. Rök fyrir nauðsyn þess að setja í stjórnarskrá rúmar heimildir til að framselja vald úr landi eru að mestu óljós. Að því leyti sem þau er ljós, og vísa í samninga við erlenda aðila, verður ekki á þau fallist. Stangist samningur á borð við EES-samninginn við núgildandi stjórnarskrá er rétt að leysa það með því að taka viðkomandi samning til endurskoðunar eða segja honum upp, ekki að opna stjórnarskrá fyrir valdaframsali sem óljóst er hvert leiðir og getur valdið miklu tjóni.
Ákvæði frumvarpsins um framsal valds til útlanda er til komið með einkennilegum hætti. Í undanfara starfs stjórnlagaráðs var ljóst að drjúgur meirihluti þjóðarinnar taldi, og telur enn, að standa beri vörð um fullveldi Íslands. Engu að síður var niðurstaða stjórnlagaráðs að liðka ætti verulega fyrir framsali fullveldis til Evrópusambandsins og er það tekið upp í frumvarpinu sem hér er lagt fram. Hér er um að ræða stærsta einstaka atriði varðandi breytingar á stjórnarskrá Íslands, en engu að síður var látið hjá líða að spyrja sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin var 2012 hvort þjóðin teldi þörf á að auðvelda framsal fullveldisins. Þess í stað var spurt um nokkur önnur atriði, sem öll eiga sameiginlegt að vera afturkræf, ólíkt framsali fullveldis sem getur tekið áratugi eða aldir að endurheimta, eins og sagan hefur sýnt. Ákvæðum um framsal fullveldis er með öðrum orðum laumað með öðrum ákvæðum sem sérstaklega er haldið á lofti og kalla mætti söluvænleg. Þar má nefna ákvæði um nýtingu náttúruauðlinda og arð af þeim og þjóðaratkvæðagreiðslur. Það var gert árið 2012 og virðist vera ætlunin að gera núna líka. Sú aðferð er hvorki lýðræðisleg né heiðarleg.
Í frumvarpinu sem hér um ræðir er víða gert ráð fyrir að aukinn meirihluta þurfi í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Gert er ráð fyrir að breytingar á stjórnarskránni gangi ekki fram nema aukinn meirihluti Alþingis og aukinn meirihluti þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu samþykki breytingarnar. Í öllum þeim tilvikum sem tilgreint er að aukinn meirihluta þurfi er um að ræða afturkræfar ákvarðanir eða ákvarðanir sem vart munu skipta sköpum fyrir Íslendinga. Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyrir auknum meirihluta í uppskrift frumvarpsins að inngöngu Íslands í Evrópusambandið í 113. grein. Þar er þó um að ræða ákvörðun sem mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er að draga til baka. Ósamræmið er hér himinhrópandi, en væri auðvelt að leysa með því að bæta við 113. grein ákvæði um að ¾ hluta Alþingis og þjóðarinnar þyrfti til að samþykkja valdaframsal á borð við aðild að Evrópusambandinu, eða öðrum samningum sem þar gætu fallið undir. Óháð því frumvarpi sem hér er lagt fram væri slík málsmeðferð eðlileg.
Laugardagur, 24. október 2020
Merki lögreglunnar
Í ljós hefur komið að lögregluþjónn bar á sér merki. Merkin eru túlkuð með ýmsum hætti í ýmsum löndum og sumir gera það á þann veg að þau falla illa að hlutverki lögregluþjóna á Íslandi. Niðurstaðan varð, eins og von var, að það væri best að lögreglan bæri ekki merki sem ekki tengdust hlutverki hennar með beinum hætti.
Fyrir skömmu kom í ljós að Evrópusambandsfáni var kominn á lögreglubíl í Reykjavík. Fá merki má túlka með fjölbreyttari hætti, og hætt er við að túlkun margra falli mjög illa að hlutverki lögreglunnar á Íslandi, þótt ekki sé á þann fáránleika minnst að íslenskir lögreglubílar aki um undir fána erlends ríkjasambands sem Ísland á enga aðild að.
Er ekki einsýnt að dómsmálaráðherra þarf að láta skrapa burt þessi Evrópusambandsmerki á íslenskum lögreglubílum?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Þegar spurningunni má svara, en umræðan fær ekki að halda áfram
- Þjóðaratkvæði um draugaviðræður með texta frá Brussel
- Milljarðar fyrir verri kjör og nú á að ganga alla leið?
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 87
- Sl. sólarhring: 281
- Sl. viku: 1609
- Frá upphafi: 1235319
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 1375
- Gestir í dag: 74
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar