Færsluflokkur: Evrópumál
Þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Hugvekja til Íslendinga árið 2020
Árið 1848 ritaði Jón Sigurðsson hugvekju til Íslendinga. Hún fjallaði um að farsælast væri að Íslendingar réðu málum sínum sjálfir. Ólíkt því sem sumir halda var hugvekja Jóns ekki rómantískur vafningur, hnýttur saman með Danahatri, heldur færði hann skynsamleg rök fyrir því að það væri hagstæðast og skynsamlegast að haga málum þannig að lög um íslensk málefni væru sett af Íslendingum sjálfum. Þau rök eiga svo sannarlega við í dag, en svo virðist sem margir hafi gleymt því.
Nú, árið 2020 ritar Arnar Þór Jónsson merka grein um hina nýju sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Greinin er að hluta endurómur af málflutningi Jóns Sigurðssonar og er vel ígrunduð og skýr og hana mætti gjarnan lesa upphátt við setningu Alþingis næstu árin. Arnar Þór kemur víða við og um EES-samninginn segir hann m.a.
Með hliðsjón af öllu framanrituðu ber að beina sjónum íslensks almennings að þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er, þ.e. að ytri mörk heimilaðs framsals íslensks ríkisvalds eru næsta óljós og að viðamikið framsal valdheimilda íslenska ríkisins til stofnana EES byggir á veikum stjórnskipulegum grunni sem íslenskri þjóð ber að hafa vakandi auga með.
Og Arnar Þór hvetur þjóðina og fulltrúa hennar til að horfast í augu við vandamálin og velta fyrir sér valkostum í samskiptum við útönd, öðrum en EES-samningnum.
Hverra lög eru þetta? Undirritaður, sem unnið hefur drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, telur sér bæði rétt og skylt að bera þessa spurningu fram hér, jafnframt því að kalla eftir því að kjörnir embættismenn leiði upplýsta umræðu um þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og aðra valkosti.
Það er svo sannarlega tímabært.
https://thjodmal.is/2020/11/23/sjalfstaedisbarattan-nyja/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2020
Hvorki lýðræðlegt né heiðarlegt
Heimssýn hefur sent Alþingi eftirfarandi umsögn:
Umsögn um frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands,
lagt fram á 151. löggjafarþingi 2020-2021, þingskjal nr. 26.
Fyrsti flutningsmaður: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Frumvarp það sem hér er lagt fram inniheldur ákvæði um framsal ríkisvalds til erlendra aðila. Er þá einkum vísað til 113. greinar frumvarpsins, en hún er afar vond og skorum við á Alþingi að samþykkja þá grein ekki óbreytta.
Ljóst er að 113. grein miðar fyrst og fremst að því að auðvelda inngöngu Íslands í Evrópusambandið, annað hvort með beinum hætti eða með valdaframsali í smáum skömmtum í gegnum EES-samninginn. Hvort tveggja er ekki aðeins varasamt, heldur óásættanlegt. Rök fyrir nauðsyn þess að setja í stjórnarskrá rúmar heimildir til að framselja vald úr landi eru að mestu óljós. Að því leyti sem þau er ljós, og vísa í samninga við erlenda aðila, verður ekki á þau fallist. Stangist samningur á borð við EES-samninginn við núgildandi stjórnarskrá er rétt að leysa það með því að taka viðkomandi samning til endurskoðunar eða segja honum upp, ekki að opna stjórnarskrá fyrir valdaframsali sem óljóst er hvert leiðir og getur valdið miklu tjóni.
Ákvæði frumvarpsins um framsal valds til útlanda er til komið með einkennilegum hætti. Í undanfara starfs stjórnlagaráðs var ljóst að drjúgur meirihluti þjóðarinnar taldi, og telur enn, að standa beri vörð um fullveldi Íslands. Engu að síður var niðurstaða stjórnlagaráðs að liðka ætti verulega fyrir framsali fullveldis til Evrópusambandsins og er það tekið upp í frumvarpinu sem hér er lagt fram. Hér er um að ræða stærsta einstaka atriði varðandi breytingar á stjórnarskrá Íslands, en engu að síður var látið hjá líða að spyrja sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem haldin var 2012 hvort þjóðin teldi þörf á að auðvelda framsal fullveldisins. Þess í stað var spurt um nokkur önnur atriði, sem öll eiga sameiginlegt að vera afturkræf, ólíkt framsali fullveldis sem getur tekið áratugi eða aldir að endurheimta, eins og sagan hefur sýnt. Ákvæðum um framsal fullveldis er með öðrum orðum laumað með öðrum ákvæðum sem sérstaklega er haldið á lofti og kalla mætti söluvænleg. Þar má nefna ákvæði um nýtingu náttúruauðlinda og arð af þeim og þjóðaratkvæðagreiðslur. Það var gert árið 2012 og virðist vera ætlunin að gera núna líka. Sú aðferð er hvorki lýðræðisleg né heiðarleg.
Í frumvarpinu sem hér um ræðir er víða gert ráð fyrir að aukinn meirihluta þurfi í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Gert er ráð fyrir að breytingar á stjórnarskránni gangi ekki fram nema aukinn meirihluti Alþingis og aukinn meirihluti þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu samþykki breytingarnar. Í öllum þeim tilvikum sem tilgreint er að aukinn meirihluta þurfi er um að ræða afturkræfar ákvarðanir eða ákvarðanir sem vart munu skipta sköpum fyrir Íslendinga. Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyrir auknum meirihluta í uppskrift frumvarpsins að inngöngu Íslands í Evrópusambandið í 113. grein. Þar er þó um að ræða ákvörðun sem mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er að draga til baka. Ósamræmið er hér himinhrópandi, en væri auðvelt að leysa með því að bæta við 113. grein ákvæði um að ¾ hluta Alþingis og þjóðarinnar þyrfti til að samþykkja valdaframsal á borð við aðild að Evrópusambandinu, eða öðrum samningum sem þar gætu fallið undir. Óháð því frumvarpi sem hér er lagt fram væri slík málsmeðferð eðlileg.
Laugardagur, 24. október 2020
Merki lögreglunnar
Í ljós hefur komið að lögregluþjónn bar á sér merki. Merkin eru túlkuð með ýmsum hætti í ýmsum löndum og sumir gera það á þann veg að þau falla illa að hlutverki lögregluþjóna á Íslandi. Niðurstaðan varð, eins og von var, að það væri best að lögreglan bæri ekki merki sem ekki tengdust hlutverki hennar með beinum hætti.
Fyrir skömmu kom í ljós að Evrópusambandsfáni var kominn á lögreglubíl í Reykjavík. Fá merki má túlka með fjölbreyttari hætti, og hætt er við að túlkun margra falli mjög illa að hlutverki lögreglunnar á Íslandi, þótt ekki sé á þann fáránleika minnst að íslenskir lögreglubílar aki um undir fána erlends ríkjasambands sem Ísland á enga aðild að.
Er ekki einsýnt að dómsmálaráðherra þarf að láta skrapa burt þessi Evrópusambandsmerki á íslenskum lögreglubílum?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. október 2020
Skellt á Evrópusambandið
Þeim fjölgar, bæði á Íslandi og í Noregi sem hafa fengið nóg af því hversu Evrópusambandið hefur fært sig upp á skaftið í viðleitni sinni að ná völdum í Noregi og á Íslandi í gegnum EES-samninginn. Nú gera Norðmenn sig líklega til að spyrna við fótum. Stórþingið afþakkaði að stimpla valdaframsal til Evrópusambandsins í járnbrautarmálum og ákvað að spyrja hæstarétt hvort ekki sé rétt að staldra við og senda gjörninginn aftur til Brussel.
Kannski mun þetta síðar verða kallað upphafið að endalokum EES-samningsins.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 10. október 2020
Sannleikurinn um Brexit-samningana
Meintar samningaviðræður milli Evrópusambandsins og Breta hafa verið fréttaefni í nokkur ár, eða allt frá því Bretar kusu að yfirgefa sambandið 23. júní 2016. Hinn efnislegi ágreiningur hefur á köflum verið skrýtinn, þótt ekki sé fastar að orði kveðið. Þannig virðast landamæri Írlands og N-Írlands verða að vandamáli sem fáir skilja, en mun víst vera gríðarlega stórt. Hvernig ætli fari þegar menn uppgötva hin 2366 km löngu galopnu landamæri milli Noregs og Evrópusambandsins? Það mun þurfa þrautþjálfaðar samninganefndir til að takast á við þann spotta, svo ekki veitir Evrópusambandinu af að æfa sig á Írlandi.
Sannleikurinn er auðvitað sá að það er erfitt að ná landi þegar annar aðilinn hefur það sjálfstæða markmið að samningar verði erfiðir og að mótaðilinn skaðist sem mest. Það er kannski kjarni málsins, eins og fréttamaðurinn David Boati kemur að í lok þessarar fréttar.
https://www.svt.se/nyheter/utrikes/lista-tre-skal-till-strandade-brexitforhandlingar
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 5. október 2020
ESB heimtar að lög og tilskipanir þess verði rétthærri og æðri íslenskum lögum og sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú sent Íslandi lokaviðvörun vegna meints samningsbrots, sem stofnunin hefur haft til meðferðar sl. 8 ár. Þar er krafist að lög og tilskipanir frá ESB verði gerðar rétthærri og æðri íslenskum lögum í íslensku réttarfari.
Athyglisvert er að Sigríður Á. Andersen formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra telur það alveg skýrt að íslensk lög gildi framar erlendum lagagreinum í íslenskum rétti.
Hér er enn og aftur komið fram að EES-samningurinn er baneitraður og framkvæmd hans þverbrýtur stjórnarskrána og vegur að sjálfstæði Íslands.
Fróðlegt verður að sjá hvernig og hverjir af íslenskum þingmönnum þora gegn þessum hótunum og valdbeitingum og standi vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og stjórnarskrána sem þeir hafa svarið eið að.
![]() |
Ísland fær lokaviðvörun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 7.10.2020 kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 5. október 2020
Valdstjórnin sendir Íslendingum lokaviðvörun
Hið evrópska yfirvald sendir Íslendingum viðvörun. Það verður sífellt skýrara að kominn er tími til að taka EES-samstarfið til rækilegrar endurskoðunar. Hvernig væri til dæmis að stefna á frjáls viðskipti án þess að annar aðilinn lyti lögum hins?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/10/05/island_faer_lokavidvorun/
Föstudagur, 11. september 2020
Innan múra Evrópusambandsins - og EES
Friðrik Daníelsson fjallar í grein um óbeinar og tæknilegar viðskiptahindranir og vandamálin við EES. Af einhverjum ástæðum er lítið um slíkt fjallað í fjölmiðlum á Íslandi. Grein Friðriks minnir okkur á að farsælast er hverri þjóð að ráða sínum málum sjálf og gott er a rifja það upp öðru hvoru.
Friðrik segir m.a.:
Ísland er að lokast meir og meir inni í viðskiptamúravirki ESB. Ísland er með fríverslunarsamninga við mörg lönd og þar á meðal ESB samkvæmt eldri samningi en EES. Sá samningur er enn í fullu gildi þó farið sé með það sem leyndarmál. Og Ísland er einnig með viðskiptasamninga við mörg lönd bæði á eigin vegum og með EFTA. Þeir fríverslunarsamningar koma að vísu ekki að fullu gagni meðan EES-höftin gilda hér. Viðskipti við gömlu stóru viðskiptalöndin verður væntanlega auðvelt að endurlífga þegar höft ESB verða afnumin. EES er í vaxnadi mæli að einangra Ísland frá alþjóðaviðskiptum.
https://www.frjalstland.is/2019/07/10/ees-samningurinn-er-ad-einangra-island/
Sunnudagur, 23. ágúst 2020
Samansúrrað hagsmunaveldi stórauðvalds og skriffinna
Bjarni Jónsson nær, sem fyrr, góðu flugi:
"Hrakfallasaga evrusamstarfsins er dæmalaus, og meðferðin á Grikkjum fyrir tæplega áratug var forkastanleg, þar sem þeim var fórnað á altari peningaveldis í ESB. Þýzkir og franskir bankar, lánadrottnar Grikklands, voru skornir úr snörunni og lengt í hengingaról Grikkja. Evrópusambandið er ekki góðgerðarstofnun, sem hleypur undir bagga með aðildarríkjunum, þegar á bjátar. Evrópusambandið er samansúrrað hagsmunaveldi evrópsks stórauðvalds og búrókrata í Brüssel, sem maka krókinn með risasporslum og skattafríðindum. "
https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2253021/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 18. ágúst 2020
Ný og breytt stjórnarskrá
Öðru hverju kemur upp umræða um stjórnarskrá Íslands og oftar en ekki er umræðan tengd gjaldtöku í sjávarútvegi.
Það gleymist stundum að núverandi stjórnkerfi og skattlagning fiskveiða er verk Alþingis og Alþingi getur breytt hvoru tveggja að vild. Ekki þarf stjórnarskrárbeytingu til þess.
Við stjórnarskrárbreytingar þarf að gæta þess vandlega að hvergi verði unnt að sækja að fullveldi landins. Verði opnað fyrir slíka aðför er hætt við valdheimildir í tengslum við auðlindir landsins færist í enn ríkara mæli til útlanda, en nú er. Þá fyrst gæti orðið snúið að breyta nokkrum sköpuðum hlut í stjórnun og skattlagningu fiskveiða, þjóðinni til gagns.
Nýjustu færslur
- Alþingi veikt í nafni "réttaröryggis"
- Munu innfluttu skuldaviðmiðin hans Daða Más þrengja að íslens...
- Lykilmaðurinn Daði Már
- Þorgerður ræður þó lofthelginni ennþá
- Undan pilsfaldi forsætisráðherra
- Dagur gengur um með hauspoka
- Þorgerður leggur þjóðaratkvæðagreiðslumálið til hliðar af h...
- Tiltekt, verðmætasköpun, einföldun og einangraður utanríkisrá...
- Besta fyrirkomulagið
- Umboðið dularfulla
- Alltaf agnarögn hjá Hirti
- Mótsagnir ársins
- Óboðleg sölumennska Evrópuhreyfingarinnar
- Staðreyndir sussa á Hönnu Katrínu
- Pólitísk fjarvera forsætisráðherra
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 393
- Sl. sólarhring: 394
- Sl. viku: 3221
- Frá upphafi: 1259891
Annað
- Innlit í dag: 364
- Innlit sl. viku: 2990
- Gestir í dag: 326
- IP-tölur í dag: 325
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar