Leita í fréttum mbl.is

Aukin andstaða við Evrópusambandsaðild í Noregi

Aldrei fyrr hafa skoðanakannanir, sem gerðar fyrir norska ríkisútvarpið NRK, sýnt eins mikla andstöðu við Evrópusambandsaðild á meðal Norðmanna og sú nýjasta sem birt var 28. janúar sl. Samkvæmt henni eru 54,3% Norðmanna andvíg aðild en einungis 34,6% henni hlynnt. Sé aðeins horft til þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti aðild eru rúm 61% andvíg og tæp 39% hlynnt aðild.

Andstaða við Evrópusambandsaðil í Noregi hefur haldist mikil og stöðug allar götur síðan sumarið 2005 þegar Frakkar og Hollendingar höfnuðu fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslum. Nú hefur stjórnarskráin fengið nýtt nafn og á að koma henni á með því að forðast eins og heitan eldinn að bera hana undir þjóðaratkvæði í aðildarríkjum sambandsins.

Frakkar og Hollendingar sýndu ráðamönnum Evrópusambandsins að ekki er hægt að treysta almenningi til að kjósa "rétt", þ.e. samkvæmt þeirra vilja.

Heimild:
EU-motstanden aukar (Nrk.no 28/01/08)

Tengt efni:
Thorbjørn Jagland gefur Evrópusambandsaðild upp á bátinn
Fyrirhuguð stjórnarskrá ESB samþykkt af leiðtogum aðildarríkjanna
Afgerandi andstaða gegn ESB-aðild í Noregi
Stjórnarskrá ESB í dularklæðum
Víðtæk og mikil andstaða við Evrópusambandsaðild í Noregi
96% stjórnarskrárinnar í "nýja sáttmálanum"
Forystumenn ESB viðurkenna að stjórnarskráin muni í raun halda sér
Stoltenberg: Norðmenn ánægðir utan Evrópusambandsins

Ítarefni:
Er líklegt að Noregur gangi í ESB?
Myndi EES-samningurinn líða undir lok ef Norðmenn gengju í ESB?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Líst vel á Norðmenn, enda greinilega skynsamir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.2.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 151
  • Sl. sólarhring: 335
  • Sl. viku: 2560
  • Frá upphafi: 1165934

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 2216
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 121

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband