Leita í fréttum mbl.is

Seðlabanki ESB kemur ekki Írum, Spánverjum og Portúgölum til hjálpar

jean-claude_trichetForseti bankastjórnar Seðlabanka Evrópusambandsins, Jean-Claude Trichet, sagði í samtali við írska dagblaðið Irish Times 18. júlí sl. að bankinn myndi ekki beita peningamálastefnu sinni til þess að koma evruríkjum eins og Írlandi, Spáni og Portúgal, sem eiga við mikil efnahagsvandamál að stríða, til aðstoðar.Sagði Trichet að Seðlabanki Evrópusambandsins yrði að horfa á heildarhagsmuni evrusvæðisins á hliðstæðan hátt og Seðlabanki Bandaríkjanna gæti ekki tekið sérstakt tillit til hagsmuna Missouri, Kaliforníu eða Texas. Sem út af fyrir sig verður að teljast athyglisverður samanburður í ljósi þess að aðildarríki Evrópusambandsins eiga að heita fullvalda ríki.

Ummæli Trichet eru annars mikið umhugsunarefni og staðfestir það sem áður hefur komið fram, s.s. í greinargerð um kosti og galla upptöku evru á Íslandi sem Hagfræðastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Evrópunefnd forsætisráðherra, að ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru myndi peningamálastefnan sem þá gilti hér á landi seint taka tillit til íslenskra hagsmuna og ekki einu sinni þó Íslendingar væru nokkrar milljónir og jafnvel tugmilljónir.

Heimild:
Trichet warns ECB will not alter policy to help Ireland (Irish Times 18/07/08)

Tengt efni:
17,5% verðbólga í ESB-ríkinu Lettlandi
Vaxandi ósamræmi innan evrusvæðisins skapar efasemdir um framtíð þess
Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir evru og ESB enga lausn
Hagsveiflur og Evrópusambandið
Írar og evran
Myndi ESB og evru fylgja minni eða meiri sveiflur í efnahagslífinu?
Ísland ekki of lítið fyrir sjálfstæða gjaldeyrisstefnu
Virtur franskur banki varar við ójafnvægi innan evrusvæðisins
Issing segir efnahagslegar undirstöður evrusvæðisins vera gallaðar

Ítarefni:
Kostir og gallar upptöku evru sem gjaldmiðils á Íslandi
Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?

---

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 240
  • Sl. sólarhring: 527
  • Sl. viku: 2015
  • Frá upphafi: 1209744

Annað

  • Innlit í dag: 214
  • Innlit sl. viku: 1828
  • Gestir í dag: 208
  • IP-tölur í dag: 205

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband