Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Fimmtudagur, 30. október 2008
Sjómenn sem fyrr andvígir ESB-aðild
"Við höfum ekki skipt um skoðun. Við erum algerlega andsnúnir því að gengið verði inn í Evrópusambandið," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands (SSÍ), um afstöðu sambandsins gagnvart aðild að ESB. Þess má geta að fyrr í vikunni lýsti formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Björgólfur Jóhannesson, því yfir í Fréttablaðinu að útvegsmenn væru sem fyrr andvígir aðild að Evrópusambandinu og ekkert benti til þess að breyting yrði þar á.
Heimild:
Sjómenn enn andvígir ESB-aðild (Mbl.is 30/10/08)
Sjómenn enn andvígir ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2008 kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. október 2008
LÍÚ segir Evrópusambandsaðild sem fyrr ekki koma til greina
"Sú forsenda að stjórnun á auðlindinni verði ekki færð frá landanum ræður algjörlega afstöðu útvegsmanna um aðildarviðræður við Evrópusambandið," sagði Björgólfur Jóhannesson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna í Fréttablaðinu í gær þriðjudag. Hann sagði engar líkur á að útvegsmenn tækju afstöðu með upptöku evru á aðalfundi LÍÚ sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag og föstudag. Engin sérstök tilhneiging sé hjá útvegsmönnum að horfa til Evrópu nú. Það gæti breyst ef lægi fyrir að Íslendingar héldu fullum yfirráðum yfir auðlindinni. Það bendir ekkert til þess."
Fram kemur í fréttinni að Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, hafi að undanförnu farið fyrir nefnd sem skoðar kosti og galla upptöku evru út frá hagsmunum sjávarútvegsins. Um það sagði Björgólfur ljóst að hvað sem kæmi út úr þeirri athugun þá væri ljóst að afdráttarlaus afstaða yrði ekki tekin undir núverandi kringumstæðum. Það verður ekki á þessum tímamótum. Það er aldrei hollt að taka svona stóra ákvörðun fyrir land og þjóð í slíkri óvissuaðstöðu sem við erum nú í. Við hljótum að þurfa að vega það og meta við allt aðrar aðstæður."
Þess má geta að sjávarútvegur er eini atvinnuvegurinn sem kveðið er skýrt á um í fyrirhugaðri Stjórnarskrá Evrópusambandsins (nú kölluð Lissabon-sáttmálinn) að skuli alfarið lúta stjórn sambandsins.
Heimild:
Engar líkur á stuðningi við evruna (Fréttablaðið 26/10/08)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2008 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Geir Haarde: Evrópusambandsaðild ekki á dagskrá sem fyrr
Geir Haarde, forsætisráðherra, undirstrikaði stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum á blaðamannafundi í Helsinki á þriðjudaginn að aðild að Evrópusambandinu væri ekki á dagskrá. Verkefnið framundan væri að koma efnahagsmálunum aftur í lag og ótímabært væri að velta fyrir sér Evrópusambandaðild fyrr en því verki væri lokið.
Heimild:
Ekki tímabært að ræða um ESB (Mbl.is 27/10/08)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2008 kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. október 2008
Einangrunarsinnar og ESB aðild
Laugardagur, 18. október 2008
Mikið meiri áhugi var fyrir aðildarviðræðum við ESB árið 2002
Ný skoðanakönnun, sem Gallup gerði fyrir nokkra Evrópusambandssinna í Framsóknarflokknum um Evrópumálin, er um margt athyglisverð. Það sem mest kemur á óvart er að það skuli ekki fleiri vera hlynntir aðild að Evrópusambandinu nú en oft áður (rétt er að geta þess að á liðnum árum hefur oftast nær verið mjög mjótt á mununum í skoðanakönnunum um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar). Nú segjast tæp 70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort fara skuli í aðildarviðræður við sambandið en þegar Íslendingar stóðu síðast frammi fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu í byrjun árs 2002 vildu heil 91% aðspurðra hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt könnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, ekki bara halda þjóðaratkvæði um það hvort hefja ætti slíkar viðræður heldur beinlínis hefja þær. Skoðanakönnun Gallup nú getur því engan veginn talizt til einhverra tímamóta þó það henti vafalaust pólitískum hagsmunum einhverra að halda öðru fram.
Nokkuð fleiri voru hlynntir aðild að Evrópusambandinu í byrjun árs 2002 eða 52% á móti tæpum 49% nú. Þá voru 25% andvíg á móti 27% nú. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu eru 64% hlynnt aðild nú en voru 65% í byrjun árs 2002. Staðan nú er því mjög svipuð og fyrir sex og hálfu ári síðan en þó er ekki hægt að túlka niðurstöðurnar öðruvísi en svo að stemningin fyrir Evrópusambandinu hafi verið mun meiri í byrjun árs 2002 en hún er nú ef marka má þessar tvær kannanir sem framkvæmdar voru af sama aðila og í báðum tilfellum fyrir aðila sem hlynntir eru aðild að sambandinu. Þess má geta að í skoðanakönnun Gallup fyrir Samtök iðnaðarins í byrjun árs 2003 hafði staðan algerlega snúist við. Hvernig verður staðan í könnunum eftir ár?
Annað sem vekur athygli er að meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins er andvígur aðild að Evrópusambandinu ef marka má skoðanakönnun Gallup nú eða rúm 42% gegn tæpum 36%. Ef aðeins er miðað við þá sem tóku afstöðu eru 54% andvíg aðild en 46% henni hlynnt. Mjótt á mununum á meðal kjósenda annarra flokka að undanskyldri Samfylkingunni og greinilega mjög skiptar skoðanir. Athygli vekur þó að svo virðist sem ekki hafi verið könnuð afstaða kjósenda Frjálslynda flokksins hvað sem því veldur.
Hjörtur J. Guðmundsson
(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)
70% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 15. október 2008
Áfram fyrir land og þjóð
Morgunblaðið slæst í för með utanríkisráðherra í leiðara blaðsins í gær og heldur því að lesendum sínum að annaðhvort verði Íslendingar að ganga í Evrópusambandið eða að hverfa aftur til fortíðar. Annaðhvort sæki landsmenn fram með frjálsum viðskiptum eða pakki í vörn í ástandi sem var fyrir daga EES-samningsins. Þetta er röng lýsing á stöðunni og valkostum þjóðarinnar. Eðlileg viðbrögð við fjármálakreppunni og gjaldþroti viðskiptabankanna eru að setja frekari reglur um frjáls viðskipti og fjárfestingar og taka fyrir þann leka á löggjöf Íslands sem gerði fjárglæframönnum kleift að velta eigin skuldbindingum á herðar þjóðarinnar.
Það þarf að taka upp frelsi með ábyrgð. Slíkt skref er áfram en ekki aftur á bak. Það er hins vegar í mínum huga afturhvarf til fortíðar að opna fiskveiðilögsögu landsins fyrir erlendum fiskiskipum, svo sem breskum og fela Evrópusambandinu meira og minna yfirráð og stjórnun fiskveiðiauðlindar íslensku þjóðarinnar. Aðild að Evrópusambandinu felur þetta í sér, stórt skref til fortíðar. Við skulum halda áfram á eigin forsendum fyrir land og þjóð.
Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins
(Birtist áður í Morgunblaðinu 15. október 2008)
Þriðjudagur, 7. október 2008
Ávísun á skerðingu fullveldis
Ég er andvígur því að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Andstaða mín er reist á ýmsum rökum, en tvennt vegur þyngst, sem þó er eitt og hið sama, þ.e. að aðild að ríkjasambandinu felur í sér fullveldisafsal í ríkum mæli og hitt sem augljóst er, að pólitísk umbreyting fylgir í kjölfarið. Aðild að slíku ríkjasambandi breytir til muna hlutverki og verksviði stjórnmálanna. Í því sambandi bendi ég á að fullveldisafsalið færir ekki aðeins framkvæmdavaldsathafnir úr landi sem er nógu slæmt, heldur flyst lagasetningarvaldið að stórum hluta frá aðildarlandinu. Alþingi verður móttakandi fyrir aðsenda löggjöf og lætur sem það stundi löggjafarstarf. Þá er á það að minna enn frekar, sem er veigamesta atriði alls þessa máls.
Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu, þá er Ísland ekki fullvalda ríki nema að nafninu til. Leiðum hugann að þeim mun sem er á því að land er fullvalda þjóðríki og hluti af ríkjasambandi. Hver getur haldið því fram að það skipti engu máli stjórnskipulega og stjórnmálalega að breyta ríki sínu úr sjálfstæðu og fullvalda landi í það að vera ríkishluti sambandsríkjaheildar?
Leikur að fjöreggi sjálfstæðis
Útgangspunktur minn er sá að Lýðveldið Ísland er fullvalda ríki og hefur sem slíkt óskert yfirráð yfir landi sínu, landhelgi hvers konar og efnahagslögsögu og deilir þessum pólitísku gæðum ekki með neinum. Lýðveldið Ísland ræður vitaskuld yfir þrígreindu ríkisvaldi, löggjafarvaldi, framkvæmdavaldi og dómsvaldi. Með því að gerast aðili að ríkjasambandi verður það óhjákvæmilega að afsala þessum pólitísku gæðum og fullveldistáknum að meira eða minna leyti til alríkisins, hins yfirþjóðlega valds. Þessa kvöð segja sambandsríkissinnar að megi forsvara með þeirri þversagnarkenndu lýsingu að kalla fullveldið sameign" innan ríkjasambandsins. Slíkt er firra.
Þessi sameignarkenning er eitt töfrabragðið af mörgum, þegar reynt er að réttlæta afsal og framsal fullveldisréttar sem skiptimynt fyrir viðskipta- og kaupsýslumál í sínum óteljandi myndum. Svo langt er gengið að fullveldisafsöl eru sögð "ekkert mál". Varaformaður Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir, sem ég vonaði fyrir nokkrum árum að yrði formaður flokksins, segir í viðtali við 24 stundir 20. þ.m. um ótta manna við valdaafsal sem fylgir aðild að ESB, að slíkt sé auðvelt að hrekja". Hvernig getur reyndur og vel vitiborinn stjórnmálamaður tekið sér þessa vitleysu í munn? Ég hélt að fullyrðing af þessu tagi heyrði sögunni til.
Allir opinskáir og pukurslausir boðberar og málsvarar þess að þjóðir gerist aðilar að ESB, viðurkenna að aðild skerðir fullveldi aðildarríkja, felur í sér afsal fullveldis í stórum stíl til alríkisstjórnar, hins yfirþjóðlega valds. Ekki veit ég annað en að Framsóknarflokkurinn hafi ályktað svo, að breyta þurfi stjórnarskrá ef Ísland gengur í ESB. Af hverju þarf að breyta stjórnarskrá lýðveldisins? Að sjálfsögðu vegna þess að innganga í bandalagið, að stjórnarskrá óbreyttri, væri stjórnarskrárbrot. Í öllu þessu ESB-máli erum við að leika með fjöregg sjálfstæðis og fullveldis.
Framsóknarflokkur á villigötum
Nú kemst ég ekki hjá því að víkja orðum að Framsóknarflokknum. Um þessar mundir eru 64 ár síðan ég, 18 ára menntaskólanemi á Akureyri, ákvað að gerast framsóknarmaður, leggja Framsóknarflokknum lið. Það heit efndi ég rækilega eins og margir vita. Ég lét mig ekki muna um að vera opinber talsmaður og málsvari flokksins í u.þ.b. 40 ár. Ég þekki því allbærilega sögu flokks míns, viðhorf og stefnumál, þróun og aðlögunarvandamál á mesta breytingaskeiði Íslandssögunnar.
Rými þessarar blaðagreinar leyfir ekki að ég reki alla þá sögu. Ég minni þó á að Framsóknarflokkurinn er elsti starfandi flokkur landsins, stofnaður fyrir fullum 90 árum. Ef svo skyldi vera að hann láti nokkuð á sjá (það sést a.m.k. á kjörfylgi hans), þá kann það að eiga sínar skýringar. Þær læt ég liggja milli hluta. Og þó!
Því miður er svo komið, að um ýmsa hluti þekki ég ekki flokkinn minn sem minn flokk. Ég sé ekki alveg fyrir mér baklandið og kjörfylgið. Hitt þykir mér verra að ýmsir áberandi forustumenn í flokknum hafa lagt sig fram um að gera sjálfa sig að helstu hvatamönnum þess að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Í þessu framferði sé ég mesta breytingu á Framsóknarflokknum á öllu margumtöluðu breytingaskeiði 20. og 21. aldar. Og hvað er það sem rekur þetta fólk til þess að gerast eftirrekstrarmenn í þessu umdeilda máli?
Jú, svarið felst að miklu leyti í orðræðu og ályktun miðstjórnarfundar sl. vor, þar sem það var kallað skylda stjórnmálamanna" að svara kalli almennings og atvinnuveganna hver staða Íslands í Evrópu" skuli vera. Ekki hef ég orðið var við kall eða kröfugöngur af hálfu almennings um þetta mál. Hitt kann að vera rétt að fésýslumenn í útrásarhug telji það skyldu stjórnmálamanna að auðvelda þeim kaupskap sinn á alþjóðavettvangi, sem þó sýnast lítil höft á. Umrædda ályktun miðstjórnar (sem líklega var hugsuð sem e.k. málamiðlun) nota áróðursmenn ESB-aðildar innan flokksins sem viðspyrnu í útbreiðslustarfsemi sinni, gilda heimild til boðunar fagnaðarerindisins um stöðu Íslands í Evrópu". Þessi málafylgja er ekki að mínu skapi. Hún er á skjön við þjóðhyggju Framsóknarflokksins.
Ingvar Gíslason,
fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Framsóknarflokksins
(Birtist áður í Fréttablaðinu 5. október 2008)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.10.2008 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. október 2008
Reynt að lauma ófriðareldi í aðgerðapakka
formaður Heimssýnar og fyrrv. fjármálaráðherra
Sunnudagur, 5. október 2008
Forsætisráðherra segir að krafa um ESB-aðild sé ekki aðgengileg
Geir Haarde, forsætisráðherra, á heiður skilinn fyrir að sýna ákveðni og taka það skýrt fram að Evrópusambandssinnum yrðu ekki kápan úr því klæðinu ef þeir reyndu að hagnýta sér þá alþjóðlegu fjármálakrísu sem í gangi er til þess að reyna að koma áhugamáli sínu að. Í samtali við Stöð 2 í hádeginu fyrir utan Ráðherrabústaðinn sagði hann aðspurður að ef sett yrði fram krafa um Evrópusambandsaðild í þeim viðræðum sem nú eru í gangi um lausn vandans hér á landi þá væri sú krafa ekki aðgengileg. Skýrar er ekki hægt að tala. Enda kemur slík aðild málinu ekkert við og myndi ekki leysa neitt af þeim vandamálum sem við er að etja.
Þetta er ekki sízt vegna þess að Seðlabanki Evrópusambandsins hefði í bezta falli mjög takmarkaða möguleika á að koma íslenzkum bönkum til aðstoðar og gæti alls ekki verið bakhjarl fyrir þá sem þrautalánveitandi. Til þess hefur bankinn hvorki heimild samkvæmt lögum sambandsins né fjármagn. Íslenzku bankarnir yrðu eftir sem áður að treysta á hérlend stjórnvöld og íslenzka Seðlabankann í þeim efnum. Rétt eins og á sér nú stað í aðildarríkjum evrusvæðisins. Þar gildir lögmálið: "Every man for himself." Eða réttara sagt: "Every state for itself."
Hjörtur J. Guðmundsson
(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)
Laugardagur, 4. október 2008
Evrópa sérfræðinganna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 487
- Sl. sólarhring: 499
- Sl. viku: 2325
- Frá upphafi: 1187552
Annað
- Innlit í dag: 449
- Innlit sl. viku: 2069
- Gestir í dag: 423
- IP-tölur í dag: 415
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar