Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Jón Bjarnason tók fréttamenn RUV í kennslustund

jonbÞað var fróðlegt að fylgjast með því áðan hvernig Jón Bjarnason uppfræddi fréttamenn Ríkisútvarpsins um eðli samningaviðræðna Íslands og Evrópusambandsins. Honum tókst smám saman að koma þeim í skilning um að þetta væru ekki neinar samningaviðræður, heldur einhliða aðlögun Íslands að regluverki ESB.

Þess vegna væri það rangnefni og misskilningur í skoðanakönnunum þar sem spurt er hvort fólk vilji ljúka samningaviðræðum til að sjá endanlegan samning og kjósa um hann. Verði viðræðurnar kláraðar verða Íslendingar búnir að stíga í raun langflest skref sem þarf til að ganga inn í Evrópusambandið. Eðlilegt væri að spyrja fólk um það hvort það vilji ganga þá braut og með þeim hætti inn í ESB.

Þetta eru engar samningaviðræður heldur einhliða aðlögun Íslands

Málið er nefnilega að þessar svokölluðu samningaviðræður felast í því, eins og Jón Bjarnason sagði, að Ísland lýsi því yfir hvenær og hvernig það ætli að taka upp reglur, reglugerðir og regluverk ESB, og hvenær og hvernig það ætli að breyta ýmsum lögum. Áður en mögulegur samningur verður undirritaður þarf því að liggja fyrir að Ísland sé búið að uppfylla hann og breyta sínu samfélagi, fyrir utan einhver minniháttar atriði sem tímabundinn frestur er veittur til að aðlaga.

Milljörðum veitt úr sjóðum ESB til að hafa áhrif á skoðanir Íslendinga

Það var líka fróðlegt að heyra Jón Bjarnason uppfræða sjónvarpsspyrla RUV um IPA-styrki og muninn á þeim og ýmsum menningarstyrkjum sem eru á allt öðrum grunni. Það er nefnilega þannig, eins og sumir hafa bent á, að IPA styrkjunum er meðal annars ætlað að hafa áhrif á skoðanir Íslendinga til aðildar að ESB um leið og þeim er ætlað að aðlaga Ísland að ESB fyrirfram og eru þeir því, ásamt þeim hundruðum milljóna sem fara í ESB-áróður í gegnum Evrópustofu, ekkert annað en það að bera fé á dóminn, eins og sagt er.

Það er nú vonandi eftir þessar skýringar Jóns Bjarnasonar að fréttamennirnir og fleiri fari nú að skilja það hvers konar viðræður eru í gangi og að af þeim sökum sé eðlilegt að hætta þeim nema að skýr þjóðarvilji sé til að ganga í ESB.


Hálaunaðir embættismenn á rándýrum bensínhákum

sclassÁ sama tíma og atvinnuleysi og örbirgð breiðist út í evrulöndunum þeysast hálaunaðir starfsmenn ESB um á rándýrum þýskum lúxusbílum, sem kosta á bilinu 12 til 23 milljónir króna. Dýrustu módelin af Benz, BMW og Audi eru í sérstöku uppáhaldi hjá embættismönnunum. Þessir lúxusbílar eru líka algjörir bensínsvampar. Fáir embættismenn ESB nenna að vera að keyra um á umhverfisvænum farartækjum.

Embættismennirnir hafa líka efni á því að slá um sig. Stofnanir ESB borga embættismönnum og sérfræðingum há laun. Byrjunarlaun viðvaninga eru vart undir sem svarar einni milljón króna á mánuði. Þingmenn ESB skora aðeins hærra og eru með um það bil eina og kvartmilljón króna á mánuði. Það er þó lítið á við það sem margir embættismenn og sérfræðingar hafa, því laun þeirra nema yfirleitt sem nemur fáeinum milljónum króna á mánuði.

Víða á Norðurlöndum þykja laun embættismanna vera hærri en góðu hófi gegnir, enda oft miklu hærri en laun þeirra embættismanna og stjórnmálamanna sem starfa á heimavelli. Þar er kannski að einhverju leyti komin skýringin á því hversu velviljaðir margir embættismenn og stjórnmálamenn eru ESB?

Nýlega voru sagðar fréttir af því að 1.600 af 125.000 embættismönnum ESB hefðu hærri laun en forsætisráðherra Danmerkur. Í Svíþjóð er með reglulegu millibili fárast yfir því hvað embættismenn, t.d. fyrrum stjórnmálamenn, hafa í laun í Brussel. Algeng laun embættismanna eru sem svarar tæplega þremur milljónum króna. Samt er það svo, nú eftir að Svíar eru búnir að kynnast ESB, að það þykir ekki lengur sérstaklega eftirsóknarvert að hafa ESB á starfsferilskránni. Færri og færri Svíar nenna að hanga í Brussel og skófla pappírum fram og til baka. Þeim er því ekki alls varnað frændum vorum!


Atvinnuleysið eykst í evrulandinu Spáni

Evran átti að bæta efnahagsástandið á Spáni, en ástandið verður nú bara verra og verra. Nú er atvinnuleysið 27,2%. Rúmlega 6 milljónir Spánverja eru án atvinnu.

Spánn, sem er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins, hefur átt í miklum erfiðleikum allt síðan kreppan skall á fyrir fimm árum síðan. Eins og fram kemur í annarri nýlegri frétt vantreysta nú 72% Spánverja ESB.

Fjöldamótmæli eru í farvatninu í Madrid vegna gegn aðgerðunum sem búist er við að boði enn frekari niðurskurð.


mbl.is Metatvinnuleysi á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúar Evrópu vantreysta ESB!

Meirihluti almennings í sex stærstu Evrópulöndunum vantreysta ESB. Hlutfall þeirra sem vantreysta ESB er 72% á Spáni, 69% í Bretlandi, 59% í Þýskalandi, 56% í Frakklandi, 53% á Ítalíu og 47% í Póllandi.

Traust almennings á ESB hefur snarminnkað undanfarin fimm ár.

Þetta kom fram í könnun sem gerð var í nóvember í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi sem Lundúnablaðið Guardian greinir frá - og fréttastofa RUV segir frá fyrir skömmu. Í fimm af löndunun sex vantreystir meirihlutinn sambandinu.

Nú er það spurningin hvort Samfylkingin og Björt framtíð fylgist með því sem er að gerast í Evrópu.


Efnahagssérfræðingur þýsku stjórnarinnar telur evruna feiga

Sérfræðingur og ráðgjafi ríkisstjórnar Þýskalands telur evruna feiga. Á sama tíma eru ríkisstjórnir í Evrópu að reyna að blása lífi í þennan gjaldmiðil og segja allt verða gert til að bjarga honum.

Sérfræðingurinn, Kai Konrad, telur að evran eigi varla meira en fimm ár eftir. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, vonast hins vegar til þess að geta tekið evruna upp eftir 10 ár.

Í öllu þessu er mikil óvissa: Verður Árni Páll á þingi eftir 10 ár? Verður Samfylkingin til eftir 10 ár eða hefur hún þá runnið saman við Bjarta framtíð og sameinaður flokkur heitir þá kannski Skýr Samtíð?


mbl.is Telur lífslíkur evrunnar takmarkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska krónan eftirsóttur gjaldmiðill í Bretlandi

vedurbardirbretarNú er það staðfest! Íslenska krónan blívur! Veðurþreyttir og veðurbarðir Bretar vilja íslenska krónu svo þeir geti skemmt sér á Íslandi.

Harður vetur í Bretlandi hefur haft þau skemmtilegu áhrif á Breta að þeir hafa fengið aukinn áhuga í Íslandi - eins og meðfylgjandi frétt Morgunblaðsins ber með sér (myndin passar reyndar ekki alveg  - en það er nú einu sinni að koma sumar!)!

Íslenska krónan er þriðji vinsælasti erlendi gjaldmiðillinn á fyrsta fjórðungi ársins 2013, ef marka má gjaldeyriskaup breskra handhafa American Express greiðslukorta.

Kortafyrirtækið American Express birti í dag upplýsingar um hverjir séu þrír vinsælustu áfangastaðir breskra korthafa. Niðurstaðan byggist á gjaldeyriskaupum korthafanna á tímabilinu.

Á sama tíma hrjáði harður vetur og leiðindatíð Breta og því koma tveir helstu áfangastaðirnir ekki á óvart, en þeir eru Egyptaland og Taíland. Þangað sóttu þeir í sól og hlýtt veður.

En hluti Bretanna hefur ekki fengið nóg af snjó og vetri því Ísland er óvænt þriðji vinsælasti áfangastaður handhafa American Express korta í Bretlandi. Segir kortafyrirtækið að miðað við sama tímabil í fyrra hafi tælenski baht, egypska pundið og íslenska krónan sótt verulega í sig veðrið.


mbl.is Ísland óvæntur áfangastaður veðurbarinna Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karólína Einarsdóttir: Umsóknarferlið er allt annað en það var sagt vera

Karólína Einarsdóttir segir að það sé verið að lauma okkur inn í Evrópusambandið hægt og rólega. Utanríkisráðherra hafi kallað aðildarferlið hina hljóðlátu byltingu.

Karólína skrifar um þetta yfirgripsmikla grein sem birt er á www.neiesb.is í dag. Grein hennar er endurbirt hér að neðan, en frumbirtingin er hér.

 

Hin hljóðláta bylting aðildarsinnans – ferlið er allt annað en það er sagt vera


24 apríl 2013

karolinaEinarsdottir

 Höfundur: Karólína Einarsdóttir

 

Sótt um aðild á fölskum forsendum
 Fyrir fjórum árum, þegar þing kom fyrst saman eftir kosningar var ekkert verið að tvínóna við hlutina, drífa þurfti umsókn að ESB í gegnum þingið og með þumalskrúfum var hún þvinguð í gegn. Fæstir ef nokkrir þessara þingmanna höfðu kynnt sér í hverju slík umsókn væri fólgin eða hvernig samningsviðræður færu fram. Alltaf var talað um að við hefðum skýr samningsmarkmið og við yrðum að fá að skoða hvað væri í boði því fyrr gæti þjóðin ekki tekið afstöðu til aðildar.
 
En hlutirnir eru ekki svona einfaldir og þarna gerðust þingmenn sekir um afglöp í starfi vegna þess að þeir höfðu greinilega ekki kynnt sér þær breytingar sem höfðu verið á stækkunarferli ESB frá árinu 2000. Það er mesti misskilningur að hægt sé að kanna hvað sé í boði. Það var kannski hægt hérna áður fyrr t.d. þegar Norðmenn sóttu um aðild 1972 og svo aftur 1994, en leikreglurnar eru allt aðrar í dag og hér skal þeim haldið til haga.
 
Forsaga breytinga á stækkunarferli ESB
 Eftir fall kommúnismans fóru Austur-Evrópuþjóðir að sækjast eftir meiri samvinnu við ESB-ríkin og sóttu um inngöngu 1997. Margt greindi þessar þjóðar frá Evrópusambandsríkjum þess tíma og fljótlega kom svo í ljós að þær voru ekki í stakk búnar að gera allar þær breytingar sem gera þurfti, hvorki stjórnsýslulega séð né lagalega vegna þess að kerfi þeirra var svo gjörólíkt ESB og innleiðingin á regluverkinu var allt í senn illa skipulögð, svifasein og dýr.
 
Nýtt stækkunarferli ESB
 Vegna þessara erfiðleika Austur-Evrópuþjóðanna var ákveðið að endurskoða stækkunarferli ESB með það að markmiði að auðvelda umsóknarríkjum að taka upp regluverk ESB. Nýtt kerfi átti einnig að bjóða fram aðstoð bæði til skipulagningar og kostnaðar (nú þekkt sem IPA og TAIEX). Samningar voru ekki um sjálft regluverkið heldur hvernig og hvenær það væri tekið upp og það var ákveðið að í stað þess að aðlögun að sambandinu færi fram eftir inngöngu í sambandið færi hún fram á samningstímanum sjálfum. Haft yrði eftirlit með henni en þannig væri komið í veg fyrir að þjóðir gætu dregið lappirnar í þeim efnum.
 
Samningaferlið
 Regluverkinu er skipt upp í 35 kafla. Samningaferlið hefst á rýnivinnu fyrir hvern kafla sem miðar að því að bera saman lagasafn umsóknarríkisins og ESB. Þetta er gert til þess að sjá hve vel umsóknarríkið er undirbúið að ganga í Sambandið. Út frá þessari vinnu er ákveðið hvort og þá hvaða opnunarskilyrði eru sett við hvern kafla. Áður en viðræður um hvern kafla hefst þarf umsóknarríkið að setja fram sína samningsstöðu eða áætlun fyrir hvern kafla og tilgreina með hvaða hætti og á hvaða tíma það ætli að aðlaga stjórnsýslu og stofnanir og innlima regluverkið. ESB metur hvort planið er raunhæft. Kaflinn er þá opnaður og tímabil aðlögunar tekur við sem ESB fylgist náið með. ESB setur svo einhver skilyrði sem umsóknarríkið verður að fylgja áður en hægt er að loka kaflanum. Önnur mál sem eru rædd á samningstímanum eru hvað umsóknarríkið á eftir að greiða til ESB og hvað það fær til baka í formi styrkja. Þá er hægt að semja um sérstakan aðlögunartíma til að taka upp reglugerðir sem eru umsóknarríkinu erfiðar. Ekki er hægt að loka kaflanum fyrr en öll ESB ríkin eru samþykk því að umsóknarríkið hafi gert nóg til að aðlagast regluverkinu. Tími viðræðna er því mjög mismunandi eftir köflum og löndum og er það mikið undir sjálfu umsóknarríkinu komið hversu hratt hægt er að opna og loka köflunum. Þegar öllum köflum hefur verið lokað þurfa allir að samþykkja hann, bæði ESB-ríkin og umsóknarríkið.
 
Ferli Íslands
 Eftir að ESB samþykkti umsókn Íslands 2010 var farið af stað með rýnivinnuna. Það var svo Íslendinga að koma með samningsmarkmið, þ.e. áætlun hvenær og með hvaða hætti átti að aðlaga það sem ekki samrýmdist regluverki ESB. ESB setti svo Íslandi opnunarskilyrði. Þar sem Ísland er EFTA ríki með EES samning við ESB og hafði þegar innleitt ákveðnar reglugerðir voru 14 kaflar sem lutu að EES opnaðir og átta af þeim var lokað samdægurs. Nú hafa alls 27 kaflar verið opnaðir og 11 verið lokað. Aðlögun að regluverkinu og innlimun stendur því yfir í 16 málaflokkum sem lítið eða ekkert hefur með EES að gera, og köflunum verður ekki lokað fyrr en þeirri vinnu er lokið. Erfiðustu kaflarnir eru eftir eins og landbúnaður og sjávarútvegur. Ísland sendi ESB aðlögunaráætlun á landbúnaðarstefnu ESB í júlí 2012 en kaflinn hefur ekki verið opnaður enda hefur Ísland ekki uppfyllt opnunarskilyrðin. ESB hefur ávallt sagt að EKKI sé hægt sé að fá varanlegar undanþágur frá ESB og það sé alveg ljóst að Ísland verði að ganga að kröfum ESB og aðlaga sig að öllu regluverkinu.
 
Breytingar óafturkræfar og ESB fræðir fólk um kosti inngöngu Samkvæmt nýlegri skýrslu Stækkunarstjóra ESB telja þeir mikilvægt að þær breytingar og innlimun sem á sér stað á samningstímanum séu svo rækilega festar í sessi að þær verði óafturkræfar. Þá kemur fram í annarri skýrslu að ESB mun gera það sem í þeirra valdi stendur til að fræða fólk um sambandið og stuðla að auknu fylgi og samstöðu þjóðarinnar að ganga í ESB.
 
Allt sem mælir með því að hætta þessu ferli
 Þjóðin hefur verið blekkt og blekkingarleikurinn heldur áfram. Stöðugt er því haldið fram af aðildarsinnum að við séum bara að skoða hvað sé í boði og þjóðin eigi að fá að kjósa um samning. Sannleikurinn er sá að það er verið að lauma okkur inn í Sambandið hægt og rólega. Þetta hefur verið kallað hin hljóðláta bylting af sjálfum Utanríkisráðherra. Verið er að eyða gífurlegu fjármagni og tíma í að aðlaga stjórnsýslu og stofnanir að ESB og innleiða regluverkið. Þjóðin hefur aldrei verið spurð hvort hún vilji þessa aðlögun og þessar breytingar eru óafturkræfar samkvæmt ESB. Þetta þýðir að þótt þjóðin muni segja nei við inngöngu þá séum við búin að taka upp allt regluverk ESB til frambúðar. Þá verður að líta til þess að ESB ætli að kosta miklu til að fá þjóðina á sitt band svo hún samþykki aðild að Evrópusambandinu, en ESB heldur úti kynningarskrifstofu í Reykjavík ásamt því að bjóða fjölmiðlafólki og stjórnmálamönnum og öllum þeim sem hafa áhrif á samfélagsumræðuna til Brussel til að kynna kosti þess að vera í sambandinu. Aldrei er minnst á gallana. Þetta ferli er því bæði í senn ódrengilegt og ólýðræðislegt. Þjóðin verður að opna augun. Við verðum að hætta þessu ferli áður en það verður of seint.
 
Heimildir:
http://europa.eu/legislation_summaries/enlargement/2004_and_2007_enlargement/l60020_en.htm
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/key_documents/2012/package/is_rapport_2012_en.pdf
http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/iceland/st1222810_en.pdf
http://ec.europa.eu/enlargement/countries/detailed-country-information/iceland/index_en.htm
http://ec.europa.eu/enlargement/policy/steps-towards-joining/index_en.htm
http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm


Um hvað er samið við ESB? Um það hvenær og hvernig umsóknarríki uppfylli skilyrði ESB

Lesendur Heimssýnarbloggsins hafa bent á gögn frá ESB sem sýna svart á hvítu að svokallaðar samningaviðræður við ESB eru alls ekki neinar samningaviðræður, heldur snúast þær bara um það hvernig umsóknarlandið ætli að uppfylla lög, reglur, stofnanagerð og staðla ESB.

Þetta má sjá á heimasíðu ESB.

Sá texti sem lesandi benti einkum á er merktur hér að neðan með rauðu letri. Þar er því lýst um hvað er samið. Inntakið í textanum er þetta:

Samið erum skilyrði og tímasetningu á þykkt, framkvæmd og framfylgd á núverandi regluverki ESB.

Reglurnar eru í 35 efnisköflum, sem fjalla um efni eins og flutninga, orku, umhverfi og svo framvegis sem samið er um sérstaklega.

Um þetta er ekki hægt að semja:

- umsóknarlandið samþykkir hvernig og hvenær reglur verða samþykktar og þeim framfylgt.

- ESB fær tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni þeirra aðgerða sem umsóknarríkið grípur til.

----------------

Þetta eru lykilatriðin. Textinn í heild er hér fyrir neðan:

 

conditons

 

Conditions for membership

The EU operates comprehensive approval procedures that ensure new members are admitted only when they can demonstrate they will be able to play their part fully as members, namely by:

  • complying with all the EU's standards and rules
  • having the consent of the EU institutions and EU member states
  • having the consent of their citizens – as expressed through approval in their national parliament or by referendum.

Membership criteria – Who can join?

The Treaty on the European Union states that any European country may apply for membership if it respects the democratic values of the EU and is committed to promoting them.

The first step is for the country to meet the key criteria for accession. These were defined at the European Council in Copenhagen in 1993 and are hence referred to as 'Copenhagen criteria'. Countries wishing to join need to have:

  • stable institutions guaranteeing democracy, the rule of law, human rights and respect for and protection of minorities;
  • a functioning market economy and the capacity to cope with competition and market forces in the EU;
  • the ability to take on and implement effectively the obligations of membership, including adherence to the aims of political, economic and monetary union.

The EU reserves the right to decide when candidate countries can join. It also needs to be able to integrate new members.

What is negotiated?

The conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and enforcement of all current EU rules (the "acquis").

These rules are divided into 35 different policy fields (chapters), such as transport, energy, environment, etc., each of which is negotiated separately.

They are not negotiable:

  • candidates essentially agree on how and when to adopt and implement them.
  • the EU obtains guarantees on the date and effectiveness of each candidate's measures to do this.

Other issues discussed:

  • financial arrangements (such as how much the new member is likely to pay into and receive from the EU budget (in the form of transfers)
  • transitional arrangements – sometimes certain rules are phased in gradually, to give the new member or existing members time to adapt.

Oversight by the EU institutions

Throughout the negotiations, the Commission monitors the candidate's progress in applying EU legislation and meeting its other commitments, including any benchmark requirements.

This gives the candidate additional guidance as it assumes the responsibilities of membership, as well as an assurance to current members that the candidate is meeting the conditions for joining.

The Commission also keeps the EU Council and European Parliament informed throughout the process, through regular reports, strategy paperspdf(388 KB) Choose translations of the previous link , and clarifications on conditions for further progress.


Atli Gíslason og Jón Bjarnason: Stöðvum innlimunarviðræður ESB

atligAlþingi samþykkti með þingsályktun hinn 16. júlí 2009 að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Nú, tæpum fjórum árum síðar, liggur fyrir að umsóknarferli Íslands að ESB verður ekki fram haldið nema vikið sé í verulegum atriðum frá þeim meginhagsmunum sem Alþingi setti sem skilyrði fyrir samþykkt ályktunarinnar.

Svo segja þeir Atli Gíslason og Jón Bjarnason í grein í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja ennfremur: 

Ríkisstjórnin hefur ekki lengur umboð Alþingis til að halda áfram og við teljum jafnframt brýnt að ekki verði gengið að nýju til viðræðna við ESB nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem staðfestir vilja þjóðarinnar til aðildar Íslands að sambandinu.

Allt viðræðuferlið lýtur algerlega geðþótta ESB og regluverki þess. Það eru því helber ósannindi, sett fram gegn betri vitund, að við séum í samningaviðræðum við ESB.

jonb
Fyrirfram aðlögun
Krafist er fyrirfram aðlögunar íslenskrar stjórnsýslu og stofnana að ESB. Okkur stendur til boða innlimun í óbreytt regluverk ESB, ekkert annað. Það hafa æðstu talsmenn ESB staðfest.

Allt regluverk ESB verður þegar bundið í lög á Íslandi, verði framhald á þessari ógæfuför, áður en kemur til hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun. Framsal á fullveldi og einhliða kröfur og skilyrði sem ESB hefur sett í viðræðunum eru með öllu óásættanleg fyrir íslenska hagsmuni og fullveldi okkar.

Við verðum meðal annars að gefa eftir forræði á fiskveiðilögsögunni utan 12 mílna, sjálfsákvörðunarrétt gagnvart deilistofnum, hagsmunum okkar á norðurslóðum og auðlindum okkar almennt til lands og sjávar, landbúnaði og fæðu- og matvælaöryggi svo eitthvað sé nefnt.

Með peningagjöfum, sex milljörðum, sem stýrt er frá Brussel, er kominn fram ásetningur um að hafa áhrif á afstöðu Íslendinga til ESB-aðildar og um leið á almenna skoðanamyndun í landinu.


Borið fé í dóm þjóðarinnar
Beinn og óbeinn kostnaður Íslands við ESB-umsóknina mun nema mun hærri fjárhæð verði innlimunarviðræðum fram haldið. Nú þegar hleypur kostnaðurinn á milljörðum og við munum sem auðug þjóð ávallt greiða meira til viðskipta- og markaðshyggjublokkar ESB en hún greiðir á móti.

Við minnum á makríldeiluna og áform og hótanir Evrópusambandsins í garð Íslendinga um viðskiptaþvinganir, samtímis því sem aðildarviðræður standa yfir. Sýna þær hótanir best hvernig þetta ríkjasamband beitir sér gegn smáríki eins og Íslandi.

Samningur ríkisstjórnarinnar um Icesave var skilgetið afkvæmi ESB-umsóknarinnar. ESB var málsaðili og ákærandi gegn Íslandi í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum.

Við í Regnboganum krefjumst þess sem alþjóðasinnar að umsóknin um aðild að ESB verði afturkölluð þegar í stað. Kjósum gegn áframhaldandi innlimunarviðræðum í alþingiskosningunum 27. apríl 2013. Regnboginn er eina framboðið sem sett hefur andstöðu við ESB í algeran forgang, enda er fullveldi og sjálfstæði Íslands í húfi.


Frosti Sigurjónsson: Að fara upp í ESB-vagninn en vilja samt ekki fara með

FrostiFrosti Sigurjónsson hitti naglann á höfuðið þegar Evrópusambandið var til umræðu í Kastljósinu í kvöld. Hann sagði að þegar stöðugur og mikill meirihluti væri gegn aðild að Evrópusambandinu væri umsóknar- og aðlögunarferli Íslendinga að ESB á við það að Íslendingar tækju sér far með ESB-vagninum til Brussel án þess að vilja lenda áfangastað.

Könnunin sem birt var í kvöld sýnir að 65 prósent þeirra sem taka afstöðu eru á móti því að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Eins og hér á þessari síðu hefur verið marglýst þá felur umsóknar- og aðildarferlið, sem réttnefnt er aðlögunarferli, það í sér að á meðan við erum í ferlinu þá eigum við að uppfylla smám saman ákvæði væntanlegs samnings. Þessu var einnig lýst af Bjarna Harðarsyni í umræðunum í kvöld þar sem hann vísaði til gagna sjálfs Evrópusambandsins um það hvað aðlögunarferlið felur í sér. Svo notuð sé samlíking Frosta þá eigum við Íslendingar, á meðan við erum í skoðunarferðinni í ESB-vagninum að uppfylla samninginn áður en á leiðarenda er komið, þ.e. áður en skrifað verður undir samning og hann lagður fyrir þjóðina. Þegar skoðunarferðin er á enda þá verðum við í raun orðin félagar í ESB-klúbbnum, því við eigum að vera búin að breyta okkar lögum og samþykktum, vinnureglum og stofnunum, til samræmis við kröfur ESB, eða lýsa því hvernig við ætlum að gera það. Fyrr verður ekki hægt að skrifa undir samning.

Þeir sem krefjast þess að viðræðunum verði lokið eru því að krefjast þess að Ísland lúti kröfum ESB og aðlagi sig í einu og öllu. Fyrr fáum við ekki að fara út úr ESB-skoðunarvagninum. Málið er að þjóðin vill í raun og veru ekki fara með vagninum á leiðarenda.

Miðað við hve miklu lengri tíma aðlögunarviðræðurnar hafa tekið en í upphafi var áætlað má búast við því að ferðin með ESB-vagninum geti orðið æði löng og þreytandi áður en okkur verður hleypt út.


mbl.is Meirihluti á móti inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 29
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 2536
  • Frá upphafi: 1166296

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2173
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband