Miðvikudagur, 1. júní 2022
Hjörtur og Carl á Kálfskinni
Á þeirri tíð er Íslendingar lærðu dönsku af amerískum myndablöðum var saga af manni sem átti sér tvíþætta vörn í máli um brotna diska. Í fyrsta lagi hefði hann alls ekki fengið diska að láni og í öðru lagi hefðu diskarnir verið sprungnir þegar hann fékk þá að láni.
Samtal Hjartar J. Guðmundssonar og Carls Baudenbacher á síðum Morgunblaðsins minnir á ofanritaða sögu og hefur samtalið fengið minni athygli en tilefni er til. Í hugmyndaheimi EES mynda EFTA og Evrópusambandið tvær jafnar stoðir. Þegar í ljós kemur að þær eru ekki jafnar þarf að útskýra. Verður sú umræða öll á dýptina, því í ljós kemur að þær eru i fyrsta lagi jafnar og í öðru lagi ekki jafnar.
Að áeggjan Hjartar hefur Carl bæði viðurkennt og reynt að útskýra stöðuna. Hún er í stuttu máli sú að EFTA-menn séu svo miklir fúskarar og aular að alvöru menn í Evrópusambandinu geta ekki, sóma síns vegna, tekið mark á þeim. Hið margrómaða tveggja stoða kerfi í EES-samstarfinu er semsagt þannig að þegar Evrópusambandsstoðin nennir EFTA-stoðinni ekki lengur, þá er það Evrópusambandið sem ræður.
Það var auðvitað barnaskapur frá upphafi að halda að tveggja stoða kerfið væri annað en tímabundin sjónhverfing, ætluð til að smyrja vélina sem átti að hjálpa Evrópusambandinu að éta EFTA.
https://www.mbl.is/mogginn/bladid/grein/1810338/
Föstudagur, 27. maí 2022
Hin sanna hetja
Atburðir undanfarinna mánaða hafa minnt á hversu ólík íslensk menning er menningu flestra annarra Evrópuríkja.
Suður í heimi og ekki síst í austurhéruðum Evrópu eru mestar hetjur í augum þjóða sinna, þeir sem flesta drepa. Sérlegur verður hetjuskapurinn ef þeim tekst líka að hnika til landamærum eða víglínu.
Á Íslandi hafa hinar sönnu hetjur verið þeir sem mest og best hafa fest á bókfell. Aukastig fást fyrir fallega mynd eða tónverk. Á Íslandi eru styttur af skáldum en ekki herforingjum.
Miklu skiptir fyrir framtíð þjóðarinnar að hún gangist ekki undir lög þessara erlendu, vígreifu þjóða.
Mánudagur, 16. maí 2022
1914 á ný
Mannfórnir í stórum stíl eru nú stundaðar í A-Evrópu. Það er djúpt í menningu Evrópumanna og margra annarra að við vissar pólitískar aðstæður sé rétt að hefja manndráp og það hefur nú verið gert.
Beggja vegna landamæra sem kannski breytast og kannski ekki eru stórar þjóðir sem virðast eiga sameiginlegt að vera upp til hópa sannfærðar um ágæti málstaðar eigin ríkisstjórnar, og það sem meira er: eru tilbúnar að drepa og drepa þar til enginn getur talið líkin lengur.
Svona var þetta víst 1914. Ekkert er nýtt undir sólinni.
Eins og stundum áður reynir á að Íslendingar geti umgengist dýrin í garðinum án þess að breytast sjálfir í skepnur.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. maí 2022
Musteri upplýsingaóreiðunnar
Frést hefur að Evrópusambandið kaupi rannsóknir á upplýsingaóreiðu og lyðræði. Það fer vel á því. Óreiða af því tagi og aðför að lýðræði náði nefnilega sögulegu hámarki í nafni baráttu fyrir innlimun Íslendinga í Evrópusambandið á sínum tíma.
Kenndi þar margra grasa. Trúboðar æptu í sífellu að fullveldi ríkisins yrði í engu skert en raunveruleikinn er vitaskuld að með aðild hverfur æðsta ríkisvald úr landi til vandalausra manna, manna sem engu sleppa baráttulaust. Spurðu menn á þeim tíma hvort Danmörk væri ekki fullvalda ríki. Evrópusambandið svaraði sjálft með því að tilkynna Dönum að Færeysk skip mættu ekki lengur landa í Danmörku.
Sífellt var talað um samninga og undanþágur, þrátt fyrir að ávallt væri ljóst að undanþágur frá gildandi reglum og ekki síður reglum um ókomna framtíð væri ekki að fá. Embættismenn Evrópusambandsins viðurkenndu það fúslega hvenær sem þeir voru spurðir, og jafnvel óspurðir.
Söngurinn um að mikil auðæfi fengjust með því að skipta um lit á peningaseðlunum ómaði um alla sali. Hámarki í falsi var náð þegar leiðtogum safnaðarins tókst að sannfæra fjöldamarga fjölmiðlamenn og stjórnmálamen um að leyfilegt væri að skipta raunvöxtum út fyrir nafnvexti til að bera saman leiguverð á peningum. Það heitir að reikna skakkt og er fölsun.
Þá sóru boðberar Evrópusambandsins á Íslandi að sambandið hefði ekkert með vígvæðingu og hernað að gera. Allt var það á skjön við Lissabonsáttmálann eins og hann var og er sem og raunveruleikann í A-Evrópu síðastliðnar vikur og mánuði.
Öll þessi upplýsingaóreiða, falsið og rangfærslurnar höfðu að markmiði að breyta stjórn Íslands úr hefðbundnu fulltrúalýðræði í evrópskt skrifræði ókjörinna fulltrúa. Það verða hæg heimatökin hjá háskólamönnum á Íslandi að rannsaka upplýsingaóreiðu og lýðræði. Heimildirnar eru í kippum á timarit.is og eitthvað er líklega enn í skúffunum á þeirra eigin skrifstofum.
Mánudagur, 18. apríl 2022
Umhugsunarverður félagsskapur
Í austri er land þar sem langur listi er yfir bannaðar stjórnmálahreyfingar. Þarlendum stjórnvöldum finnst ýmsir fjölmiðlar vera til tómra leiðinda og banna þá líka. Ferðafrelsi hefur verið afnumið fyrir stóran hluta þjóðarinnar með það fyrir augum að neyða menn til að drepa óvini ríkisins og þiggja hugsanlega að launum kúlu í eigin haus. Land þetta hefur óskað eftir aðild að Evrópusambandinu og verið tekið afar vel með mörgum fögrum orðum æðstu presta sambandins.
Á Íslandi er enn hópur fólks sem finnst þetta hinn besti félagsskapur fyrir Íslendinga og getur um fátt annað hugsað en að færa þessum mönnum ríkisvald á Íslandi. Skrýtið.
Miðvikudagur, 6. apríl 2022
Hið frelsandi afl
Eins og við mátti búast fylgdi Arnari Þór Jónssyni ferskur andblær á Alþingi. Arnar Þór ræðir grundvallaratriði varðandi stjórnarfar og löggjöf svo sérhver maður skilur vel. Lýðræði og ábyrgð koma þar mikið við sögu.
Til andsvara eru fulltrúar hugmynda um að Íslendingar séu svo miklar liðleskjur og Alþingi lélegt að það sé ekki búandi í landinu nema öðrum en lýðræðislega kjörnum fulltrúum landsmanna séu fengin sem mest völd við lagasmíð og dóma.
Hér takast á grundvallarsjónarmið við stjórn samfélags. Annars vegar hugmyndin um ábyrgð þegnanna í landinu til að kjósa sér þing sem setur landsmönnum lög sem taka mið af þörfum samfélagsins. Hins vegar hugmyndin um leiðandi hönd sem einhver annar en fólkið landinu stjórnar, hönd sem sleppir ekki smáþjóðum, nái hún í þær.
Hvort skyldi vera girnilegri kostur?
Miðvikudagur, 30. mars 2022
Sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru tilkynntar
Smáþjóðir sem þó eru margfalt stærri en Íslendingar og hafa aðsetur í Evrópusambandinu fá sumar sæti við margumrætt borð. Þar eru stjórnvaldsákvarðanir tilkynntar og sagt er að borðsgestir fái ríkulegar veitingar. Það er því eftir nokkru að slægjast fyrir þá einstaklinga sem komast að borðinu.
Sumir hafa fullyrt að við borðið séu teknar ákvarðanir og að smáþjóðir ráði þar einhverju. Það er vitaskuld misskilningur, eins og Hjörtur J. Guðmundsson útskýrir skilmerkilega í grein í Vísi í dag.
https://www.visir.is/g/20222241934d/vaegi-rikja-esb-fer-eftir-ibuafjolda
Sunnudagur, 27. mars 2022
Sjónhverfingar aldarinnar
Á sínum tíma stóð til að koma Íslendingum inn í Evrópusambandið með því að telja þeim trú um að um þá mundu gilda sérstakar relgur sem hægt væri að semja um og giltu til eilífðar. Nóg væri að hafa uppi sjónhverfingar á meðan verið væri að koma Íslandi inn í sambandið. Þegar það væri um garð gengið væri of seint að hætta við, sama hvernig menn hefðu misskilið allt mögulegt og ómögulegt í sambandi við aðildina.
Enginn mundi hlusta á þann sem segði 10 árum eftir inngöngu: "þetta var ekki það sem okkur var sagt" frekar en þegar innflutningshöft á ófrosnu kjöti voru dæmd ólögmæt á forsendum EES-samningsins sem alls ekki átti að fjalla um slíkt þegar hann var kynntur til sögunnar.
Sitthvað má segja misjafnt um Evrópusambandið, en fulltrúa þess til hróss verður að viðurkenna að hann sagði skýrt að það væri ekkert til sem héti varanlegar undanþágur.
Nýjustu færslur
- Þjóðaratkvæði um draugaviðræður með texta frá Brussel
- Milljarðar fyrir verri kjör og nú á að ganga alla leið?
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 8
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 1519
- Frá upphafi: 1234990
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1280
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar