Leita í fréttum mbl.is

17,5% verðbólga í ESB-ríkinu Lettlandi

c_euroÞað ert vinsælt hjá íslenskum Evrópusambandssinnum að mála aðild að Evrópusambandinu upp sem einhvers konar örugga höfn fyrir Íslendinga í efnahagsmálum þar sem aldrei þyrfti aftur að hafa áhyggjur af hvers kyns vandamálum í þeim efnum. Fátt er þó fjarri raunveruleikanum eins og ófá aðildarríki sambandsins hafa fengið að reyna á undanförnum árum. Tilkoma evrunnar hefur síðan síst orðið til þess að bæta stöðu þeirra Evrópusambandsríkja sem hafa tekið hana upp í stað eigin gjaldmiðla.

Þannig mældist verðbólga í Lettlandi t.a.m. 17,5% í apríl, mæld á tólf mánaða tímabili, og hefur hún farið hækkandi á undanförnum mánuðum. Til samanburðar mældist verðbólga hér á landi í apríl, miðað við tólf mánaða tímabil, 11,8%. Lettar eru sem kunnugt er aðilar að Evrópusambandinu og hafa verið sl. fjögur ár. Þeir hafa ekki tekið upp evruna enn, en gengi lettneska gjaldmiðilsins, lats, er hins vegar tengt gengi evrunnar þannig að í raun má segja að evran sé gjaldmiðill Lettlands að því leyti að gengissveiflur evrunnar gilda þar í landi.

Þrátt fyrir að Lettar búi þannig við "töframeðölin" Evrópusambandsaðild og gengissveiflur evrunnar þá hefur það ekki komið í veg fyrir gríðarlega verðbólgu í Lettlandi og það miklu hærri en hér á landi.

Heimild:
Verðbólgan 17,5% í Lettlandi (Mbl.is 12/05/08)
The Current Monetary Policy: the Lats is Pegged to the Euro

Tengt efni:
Vaxandi ósamræmi innan evrusvæðisins skapar efasemdir um framtíð þess
Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir evru og ESB enga lausn
Hagsveiflur og Evrópusambandið
Írar og evran
Myndi ESB og evru fylgja minni eða meiri sveiflur í efnahagslífinu?
Ísland ekki of lítið fyrir sjálfstæða gjaldeyrisstefnu
Virtur franskur banki varar við ójafnvægi innan evrusvæðisins

Ítarefni:
Kostir og gallar upptöku evru sem gjaldmiðils á Íslandi
Á evrusvæðið framtíðina fyrir sér?


mbl.is Verðbólgan 17,5% í Lettlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 285
  • Sl. sólarhring: 364
  • Sl. viku: 2048
  • Frá upphafi: 1186655

Annað

  • Innlit í dag: 252
  • Innlit sl. viku: 1797
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband